Fréttir frá Íslandi - 01.01.1889, Qupperneq 27
Mannalát.
29
fúsdóttir, tók hann að sjer í æsku og var hann lengstum á
fóstri hjá Jóni bónda Þorleifssyni á Kleifum; nam undir skóla
hjá syni hans, Halldóri, er síðar var prestur í Tröllatungu, og
síðan hjá frænda sínum, Jorkeli Eyjólfssyni, er síðast var
prestur á Staðarstað; árið 1844 fór hann i Bessastaðaskóla og
útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1849 með bezta vitnisburði,
fór pví næst til báskólans, tók par 2 hin fyrstu iærdómspróf
bæði með bezta vitnisburði; fór hann nú að leggja stund á
málfræði, einkum íslenzkar bókmenntir og sögu, en engin önn-
ur próf tók hann en nú voru talin. Hin fyrsta ritgjörð hans
er um tímatal í íslendingasögum (Safn til sögu íslands I.),
hið fróðlegasta rit, er kora út 1855; ýmislegar ritgjörðir í
Nýjum fjelagsritum; hann gaf út megnið af 1. bindi og 1.
hepti af 2. bindi Biskupasagnanna, Bárðarsögu, Víglundarsögu
o. fl. (Kmh. 1860), Eornsögur (Vatnsdælu, Hallfreðarsögu, Flóa-
mannnasögu; Leipz. 1860) og Eyrbyggju ineð Th. Möbius
(Leipz. 1864), starfaði með öðrum að útgáfu skáldamálsorða-
bókar Sveinbjarnar Egilsonar. Arið 1854 ferðaðist hann um
Noreg og ritaði ferðasögu sína í Ný fjelagsrit. Hér á landi
dvaldist hann 1858 og árið eptir ferðaðist hann um þýzka-
land og dvaldi um hríð hjá Maurer í Miinchen; voru pá ís-
lenzkar pjóðsögur Jóns Árnasonar í undirbúningi, og ritaði
hann formála fyrir peim. Arið 1864 fjekk Dasent hann til
að ljúka við og búa undir prentun safn pað til íslenzkrar orða-
hókar, sem Cleasby hafði byrjað á og ýrnsir Islendingar höfðu
unnið að áður; fluttist hann pá til Lundúna og var par 2 ár;
síðan settist hann að í öxnaíurðu og lauk við orðabókina eptir
10 ár, 1874. Sturlungu gaf hann út 1878, íslenzka lestrarbók
(Icelandic reader) 1879, norrænt kvæðasafns (Corpus poéticum
boreale) 1883, Orkneyingasögur (Icelandic sagas etc.) 1887, og
var að starfa að útgáfu allra fsl. fornsagna, er hann lézt. Sumt
af pessu gaf hann út í fjelagi við vin sinn F. York Powell.
Hann var manna lærðastur í íslenzkum fræðum, enda var
hann »flugnæmur og stálminnugur« og iðjumaður hinn mesti,
og sjón hans og glöggskyggni hefir opt verið viðbrugðið. Hann
var gerður að heiðursdoktor á háskólahátíðinni í Uppsölum 1877
(sbr. æfiminning hans eptir Jón porkelsson í Arkiv för nord.
filologi VI. og ísafold 1889, nr. 25).