Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 2
2 7726 7727 Mesta breidd um bakhöfuðin Bakbreiddin milli afturstólpanna Bakhæðin frá sæti Sætishæðin Sætisflöturinn Stærð framhliðar milli stólpanna Stærð hliðanna milli stólpanna Hæð hliðanna uppyfir sætisflötinn 120 cm. 64,7-66,7 cm. 40,2-41,8 cm. 5.J-55 cm. 100 cm. 61-67 cm. 37-39 cm. 42 cm. 44,5-46 x 69,5-70,5.cm. 41,3-43,3 x 64-64,5 cm. 29,8-31 x 67-67,8 cm. 30-30,5 x 59,5-60,5 cm. 33 x 38-39 cm. 30-31 x 37-38 cm. 5-7 cm. 3,7-4,7 cm. Eftirtakanlegastur er mismunurinn á sætishæð stólanna og bendir undir eins á, að annar sje ætlaður karlmauni og hinn konu, sem áletrun á hoöum og sýnir, eins og síðar skal frá skýrt. — Efnið, sem stólarnir eru smíðaðir úr, er aðallega hirki, og að likindum ís- lenskt. Sætisfjalirnar í þeim báðum eru úr furu. Ystu sætisíjal- irnar í stærri stólnum, nr. 7726, eru úr fornum viði, en miðfjalirn- ar 2 líklega gerðar úr nýlegum viði, er stóllinn var smíðaður; lokið í miðri setu og miðfjöl, sú sem það er fest við, eru aftur á móti miklu yngri, sett í stað hinna upprunalegu. — Lokinu á honum hefir verið krækt með krók í lykkju á framhliðinni. — Lokið á 7727 er úr birki. — Því hefir verið læst með skrá, sem hefir verið á framhliðinni að innan. Miðfjalirnar í framhlið og bakhlið á báðum stólunum eru úr eik og sömuleiðis miðfjalirnar í hliðunum á nr. 7726; í þessar fjalir var hið íslenska birki óhentugt, en aftur á móti^ mjög gott í stólpa, bönd og bakrimla, er alt skyldi skorið út, — Samsetningin sjest á myndunum. — Stólarnir hafa verið negldir saman í fyrstu með trjenöglum, en síðar hafa sumstaðar verið rekn- ir í járnnaglar. — Fletirnir eru allir dálítið ósljettir og ekki fylli- lega beinir. Virðast þeir ekki hafa verið heflaðir sem nú er títt, heldur mestmegnis höggnir, tálgaðir og skafnir. — Ætla má, að flos- aðar eða útsaumaðar sessur hafi legið lausar á sætunum; nú eru á þeim skinnsessur, líklega frá síðustu öld. Lögun stólanna er mjög regluleg og samræmi milli beggja heim- inga hvore stóls að gerð og stærð til, en útskurður og myndskraut er með sifeldum tilbreytingum og þeim miklum, sýnilega af ásettu ráði, til að gera stólana merkilegri, skrautið viðhafnar- og íburðar- meira. Sjest þetta ljóst við samanburð á myndunum. Hið útskorna myndaskraut er yfirirleitt í rómönskum stíl og myndirnar sumpart úr mannlifinu, sumpart úr dýrariki náttúrunnar eða mannlegra hug- mynda, en mestmegis úr jurtaríkinu, og þá aftur hugmyndum; enn fremur bandfljettur, brugðningar og hnútar. Stólarnir hafa verið ætlaðir til að standa með bakið upp að vegg og er það því óskreytt

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.