Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 34
34 ur: vilborg | ions j d | aþ | st j (þ. e. Vilborg Jóns dótt- ir á þennan stól), og á efstu rim: ANNO. 1847.D.2.F. (þ. e. dag 2. febrúar). Líklega smíðaður af afabróður gefandans, Pjetri Guðmundssyni, Rangalóni, eða af Snorra Guðmundssyni, föður Guðmundar, sem nú býr í Fossgerði. 6953. Vs Þorkell Jónsson, Fljótsbakka í Eiðahreppi (fann og afh.): Pottbrot úr járni, gagnhrunnin af ryði; virðast sótlituð að utan. Eftir lögun þeirra að dæma sýnist potturinn hafa verið um 14 sm. að þverm. efst, og um 6 sm. að dýpt. Fundust í uppblásinni dys skamt fyrir sunn- an túnið á Rangá; var þar ein mannsbeinagrind og pottur þessi hjá í tvennu lagi; finnandi áleit þetta vera hjálm, en svo er ekki. — í pottinum lá skel (nr. 6954) og greiðubrot (nr. 6955) fundust hjá. 1 kringum höfuð- kúpuna var raðað mislitum smásteinum, er finnandi áleit tínda úr farvegi Rangár, sem fellur þar í Lagar- fljót skamt fyrir framan. — Ætla má að hjer hafi verið kvendys frá 10. öld. 6954. — Sami: SkeJjabrot nokkur litil, hvít, úr einskonar kú- skel. Fundust í pottinum nr. 6953 og munu vera af matskel, sem lögð hefir verið í pottinn, líklega með einhverjum mat í honum handa, þeim er hjer var dysjaður. 6955. — Sama: Greiðubrot 3, lítil, úr greiðu, sem gerð hefir verið eins og flestar fornar greiður, settar saman bein- eða »hórn«-þynnur hver við röndina á annari og kinnar negldar á beggja vegna, með gröfnum skrautstrikum á. Fanst í dys þeirri hjá Rangá, sem nr. 6953—54 fundust í, og bendir ásamt öðru fleira á, að hjer hafi kven- maður verið dysjaður. 6956. — Sami: Hnífbrot úr járni, gagnbrunnin og ummynduð af ryði. Trjeleifar glöggar eru á einu brotinu og munu vera af trjeslíðrum. Fanst í dys skamt fyrir utan Fjótsbakka, rjett fyrir utan svo nefndan Hesteyrar- læk. Dysin var mjög óglögg, — uppblásið moldar- barð. Hauskúpan kom fyrst í ijós, og er grafið var til, fanst heil beinagrind af manni, og rjett við fundust fótleggir af annari beinagrind; hin fyrri var með höf- uð i vestur-suðvestur og hin síðari virtist hafa líka stefnu. Hnífbrot þessi fundust við annan handkrikann

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.