Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 4
unni, sem er miðkringlan, er mynd byskups i fullum skrúða, með mítur og bagal, og heldur hann uppi hægri hendi sinni til blessunár. Fyrir honum krýpur í 4. kringlu kórsveinn með reykelsisker og enn utar, í 5. kringlu, kyrja klerkar 3. Hjer er sýnt hið kirkjulega byskup3vald. Munu myndir þessar settar af ásettu ráði og í ákveðnum tilgangi, ekki einungis til að skreyta stólinn. Eins mun standa á andlitsmyndunum, sem eru útskornar á miðjar rimarnar í bakinu, niður undan myndkringlunum; er þar einnig höfuð byskups í miðju, hægra megin við það virðist vera leikmanns andlit, en hins vegar kórónað konungshöfuð; á ystu rimunum virðast vera helgar myndir, höfuð Krists og Jóhannesar skírara(?). — Á neðri bakslánni miðri er myud sitjandi manns með hettu mikla yfir höfði og herðum; hann heldur lúðri á munni sjer, en fyrir framan hann gín hvæsandi dreki. Má vera að mynd þessi, eða enn eldri frum- mynd hennar, hafi haft ákveðna merkingu, eða að eins baráttuna milli hins góða í líki manns og hins illa í líki drekans. Annars er á báðum slánum, stólpunum öllura og báðum böndunum í framhliðinni margs konar blómskraut í rómönskum stíl helst, dregið og skorið af hinni mestu snild. Á miðfjölinni í framhliðinni eru skornar 3 kringlur með blómum i, en sú sem er í miðið er mjög ein- kennileg og verður varla litið öðruvís á en að hjer sje skorinn í rósafiúri stafurinn A. Skal síðar vikið að því nánar. Á bakslánni efri á 7727 er blóm í miðju og greinar beggja vegna; hægra megin í þeim er stór dreki, en vinstra megin 2 ferfætt kynja- dýr og dreki, komið fyrir á likau hátt og í hinum stóru lyklasylgj- um frá 16. öldiuni og öðru rómöDsku og gömlu íslensku myndaskrauti. Efst á slánni er sem útskorið band með upphækkuðum blómtening- um á, en rúnir skornar á bandið í milli og skulu þær brátt skýrð- ar. Á neðri slánni miðri er kringla með mynd af ríðandi manni, með skjöld þríhyrndan í hægri hendi og brugðið sverð i vinstri. Beggja vegna er skorið blómskraut; sömuleiðis framan á stólpana, nema fljetta er á hægra bakstólpa. Á milli miðfjalanna í framhlið- inni er sett lítið þverband og skorin á greinaflækja og mannsmynd i, en á böndin fyrir ofan og neðan eru skornar kringlur með mán- aðamerkjunum í, sex á hvort í sömu röð og mánuðirnir, og eru raánaðaheitin rist í rúnum fyrir neðan, en fyrir ofan sagt um stöðu sólar í tilsvarandi mánaðarmerki, og eru þær áletranir einnig í rún- um, um 3 fyrstu merkin, en í latínuletri um hin, ©g allar eru áletr- anirnar á latínu. Er fyrst mynd vatnsberans með vatnskönnu í bendi; stendur T: lí': ÁÁ H'lRM (í st* í- Á )» Þ- e- s01 in aquaria

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.