Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1917, Blaðsíða 3
3 . á báðum. Hliðarnar og sætisfjalirnar eru með nokkrum, en þó ekki miklum, útskurði. A nr. 7726 eru sætisfjalirnar allar með nokkrum útskurði á endunum og báðar miðfjalirnar eru með 2 sammiðja hringum á miðju; er það grunt skorið og sjest ekki á myndinni. Miðfjalirnar í endunum eru m?ð blómi í kring á miðjunni og burst- um, með bogum undir, útífrá; svipaður útskurður og er á fremri endum sætisfjalanna. Utan á armslánum og innan á þeirri vinstri eru líkar hríslur eða greinar útskornar, eins og eru á milli Kringl- anna á miðfjölinni í framhliðinni; í líkum stíl eru og hríslurnar á miðfjölinni í framhliðinni á nr. 7727 og er þessi útskurður helst í gotneskum stíl. Er hann fremur óalgengur á íslenskum hlutum, en líkt greinaskraut kemur fyrir í útsaumi, málningu, málmgrefti o. fl. frá sama tíma og frá næstu öldum á eftir og notað fram á síðustu öld, jafnvel enn í dag, einkum í baldýringu og fleiri útsaumum. — Á nr. 7727 eru sætisfjalrinar 2 skreyttar á svipaðan hátt eins og á nr. 7726; á hliðunum á honum er og dálítill útskurður, einkum á bönd- unum, svipaður og er á sætisfjölunum. — Stólpahöfuðin eru flest með ormatrjónum; á fremri stólpunura á 7727 eru fuglar, svipaðir hana og hænu, og er höfuðið brotið af þeim hægri (hananum). Uppi í ormaginunum eftri á honum og þeim fremri á hinum eru greinar, en á þeim eftri á hinum síðari, 7726, er smádreki í gininu hægra megin og svo sem sverðshandfang vinstra megin. Eru slíkar gin- andi orma- eða dreka-trjónur algengar í íslenskum útskurði; bíta vanalega í eitthvað, gleypa mann (sbr. fornsöguna um ragnarök) eða því um líkt; er það samkvæmt hugsuðu eðli þessara kynjadýra og gerir þau frekar lifandi í útskurðinum. Ofan á fremri stólpunum og hjá hausunum á 7726 eru mannamyndir, hægra megin maður að leika á smáhörpu; af honum er nú brotið höfuðið; og vinstra megin er annar, sem heldur á blómi, er svo sem sprettur upp af greinum þeim er skornar eru á stólpann. Á bakstólpunum á 7727 eru á lík- an hátt skornar myndir, hægra megin af ránfugli, er slítur eyru drekahaussins, vinstra megin af manni, er þrífur um annað eyrað á hinum drekahausnum. Að skera út slíkar mannnamyndir eðlilegar er miklu vandasamara en að skera út hið annað skraut, en smiðnum hefir tekist vel, enda hefir hann sýnilega ekki verið neinn viðvan- ingur, er hann gerði stóla þessa. — Á bakslánni efri á 7726 eru 5 kringlur með upphleyptum mannamyndum; hin 1., yst hægra megin, er mynd konungs með epli(?) í hægri hendi og grein í vinstri, í stað rikiseplis og veldissprota. í 2. kringlu krýpur fyrir konungi sveinn með skjöld í hægri hendi og í vinstri hendi heldur hann horni, er hann blæs í. Hjer er sýnt hið verðslega konungsvald. í 3. kringl- 1*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.