Fréttablaðið - 28.05.2001, Blaðsíða 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
28. maí 2001 MÁNUDAGUR
SVONA ERUM VIÐ
BENSfNÚTGJÖLD HEIMILANNA. Bens-
ín vegur 4,8% af heildarútgjöldum heimil-
anna. Hlutfall bensínkostnaðar í útgjöldum
heimilanna er mismunandi eftir árum og
fer eftir verði bensíns miðað við aðrar vör-
ur heimilisins. Því hefur þetta hlutfall
haekkað undanfarið með hækkandi bens-
ínverði. Til samanburðar vó bensínkostn-
aður aðeins 3,8% af útgjöldum heimil-
anna árið 1999.
Allar
upphæðir í
þús. kr.
1997 1998 1999 2000 2001
EPLI ERU HOLL
Rannsóknir sýna að mataræði hefur mikil
áhrif á börn.
Mataxæði:
Hefur mikil
áhrif á börn
panmörk Að sögn danskra næringa-
fræðinga hefur neysla sælgætis,
gosdrykkja og ýmis konar óholls
fæðis svo mikil áhrif á börn að til
neyslunnar má rekja ýmis hegðun-
arvandamál þeirra.
Að sögn Jonna Deibjerg, við-
mælanda dagblaðsins Politiken,
hefur verið horft framhjá þessu
vandamáli, fæstir foreldrar séu
meö á hreinu hversu mikil áhrif
mataræði hefur á börnin. Til marks
um þetta er tilraun sem gerð var í
skóla í Árósum þar sem börn sem
hafa átt í erfiðleikum í skóla, m.a.
með einbeitingu, fengu morgunmat
og hádegismat í skólanum. í kjöl-
farið hefur einbeiting barnanna
batnað mjög auk þess sem þau
verða ekki eins oft veik.
Að sögn Deibjerg er óhollt fæði
stór hluti mataræðis margra dan-
skra barna með tilheyrandi vanda-
málum. Talið er að ráðgjöf um
mataræði í skólum geti að ein-
hverju leyti komið til móts við
þennan vanda. ■
Verslunarmannafélag Reykjavíkur:
STUTTAR 1'
Einelti hrjáir 6% félagsfólks
verslunarfólk Á sl. sex mánuðum hafa
yfir 20 félagsmenn Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur fengið aðstoð hjá
félaginu vegna einelti á vinnustað, eða
nær einn í viku hverri. Gunnar Páll
Pálsson forstöðumaður hagdeildar VR
segir að þetta sé svipað hlutfall og hjá
félögum verslunarmanna á öðrum
Norðurlöndum.Það þýðir að um það
bil 6% félagsmanna sem leita til fé-
lagsins gera það vegna einelti á vinnu-
stað.
Svo virðist sem einelti á vinnustað
sé vaxandi vandamál á vinnumark-
aðnum. Það er ekki aðeins að félags-
menn VR verði fyrir því heldur einnig
aðrar stéttir. í því sambandi má minna
á að bankamenn telja þetta vera eitt
alvarlegasta vandamálið sem íslenskt
atvinnulíf á við að etja. Til að bregðast
við þessu vandamáli hefur VR hvatt
þá félagsmenn sem verða fyrir einelti
ó vinnustað til að skrásetja dag og
tíma einelti og ræði það við sína sam-
starfsmenn og yfirmenn. Ef einelti er
af völdum yfirmanns er haft samband
við æðri stjórnendur eins og t.d.
stjórnarformenn viðkomandi fyrir-
tækja. Þá er innan VR starfandi þrig-
gja manna eineltisnefnd sem metur
þau mál sem til hennar koma. ■
GUNNAR PÁLL PÁLSSON
HAGFRÆÐINGUR VR:
Þetta er svipað hlutfall og er hjá
verslunarfólki á öðrum Norðurlöndum
Fiskibátur fuilur af ólöglegum inn-
flytjendum kom að suðurströnd
Ítalíu í gær að sögn ítölsku lögregl-
unnar. 120 manns voru um borð,
langflestir karlmenn. Þeir eru allir
kúrdar, búsettir í Tyrklandi, íran og
írak. Ef innflytjendurnir geta ekki
sýnt fram á að þeir eigi pólitískt
hæli skilið eða fjölskylda eða vinna
bíði þeirra á Ítalíu verða þeir sendir
úr landi á ný.
—♦—
Fimm manna áhöfn Gæsluþyrl-
unnar TF-SIF sakaði ekki þegar
nauðlenda þurfti vélinni á Snæfells-
nesi, skammt frá Vegamótum um
klukkan 21 á föstudagskvöld. Þyrlan
lenti í ókyrrð og þyrluspaðarnir
slógust í stél hennar. Ekki er vitað
til að sams konar óhapp hafi orðið
áður á þyrlum af þessari gerð.
Stefnir í átök í kj öri
til miðstj órnar ASÍ
Kosið um rúmlega helming miðstjórnar. RSI ætlar að bjóða fram.
VR telur sig eiga rétt á tveimur fulltrúum.
verkalýðsmál Viðbúið er að einhver
átök geti orðið um kjör fulltrúa til
miðstjórnar á ársþingi ASÍ sem hefst
í dag, mánudag á Hótel Loftleiðum. Á
ársfundinum verður kosið um rúm-
lega heiming af miðstjórnarfulltrú-
um, en alls eru 15 í miðstjórninni.
Meðal annars ætlar Rafiðnaðarsam-
band íslands ætlar að bjóða fram
fulltrúa sinn til miðstjórnar. Guð-
mundur Gunnarsson formaður RSÍ
segir að þeir verði með að þessu sinni
svo framarlega sem ekki verði ein-
hver „flokkspólitískur leðjuslagur“
eins og á þingi ASÍ sl. vetur. Það varð
til þess að RSÍ bauð ekki fram full-
trúa til miðstjórnar og hefur því ekki
átt fulltrúa þar síðan í fyrra.
Þá er óvíst hverjir verða í kjöri frá
VR en félagið hefur átt tvo fulltrúa í
miðstjórn. Kjörtímabili Gunnars Páls
Pálssonar hagfræðings VR er að ljúka
og nýr fulltrúi kemur í stað Péturs A.
Maacks fyrrverandi varaformanns
VR. Þótt VR telji sig eiga rétt á tveim-
ur miðstjórnarfulltrúum er ekki víst
að fulltrúar annarra félaga séu því
sammála. Hins vegar virðast nokkur
einhugur um að Halldór Björnsson
verði endurkjörinn varaforseti, þótt
einhverjar innbyrðis væringjar geti
átt sér stað innan Starfsgreinasam-
bandsins um fulltrúa til miðstjórnar.
Helstu mál þessa fyrsta ársþings
ASÍ verða að öðru leyti framtíð vel-
ferðarkerfisins. Það er jafnréttis- og
fjölskyldumál, efnahags- og kjaramál
og framtíð húsnæðiskerfisins. Þá
verður einnig fjallað um starfshætti
ASÍ og áherslur sem miða að því að
efla starfsemi skrifstofu sambands-
ins. Ennfremur er viðbúið að skipu-
lagsmál sambandsins verði til um-
ræðu og þá einkum þau er lúta að að-
ild félaga að landssamböndum sem
eiga beina aðild að ASÍ. Um 280 full-
trúar eiga seturétt á þinginu frá 103
aðildarfélögum. Það er hátt í helm-
ingi færri fulltrúar en voru á hinum
hefðbundnu þingum ASÍ.
grh@frettabladid.is
FORYSTUMENN Á ÞINGI ASf
Mikil átök eiga sér stað oft á tíðum
á þingum ASI þar sem menn plotta
hver í sínu horni.
Bandarísk rannsókn:
Spila-
og eitur-
lyfj afíkn
náskyld
heilsa. Heilaviðbrögðunum sem fylg-
ja góðum vinningi í fjárhættuspili
svipar mjög til þeirra sem fylgja
skammti af sælugefandi eiturlyfjum,
samkvæmt nýrri rannsókn banda-
rískra taugafræðinga. Þannig eykst
blóðflæði til sama svæðis í hægra
heilahvelinu við rúllettuvinning og
inntöku kókaínskammts. Við tap í rúl-
lettu og inntöku morfíns eykst hins-
vegar blóðflæði til ákveðins staðar í
vinstra heilahvelinu. „Að finna þessi
svæði í heilanum og kortleggja
SPILAVÍTI
Heilinn notar sömu boðleiðir til að veita
„ýmsar tegundir verðlauna," segja
vísindamenn.
taugaboðleiðirnar sem flytja verð-
laun eiturlyfjaneyslunnar gæti fært
þróun meðferðarúrræða vegna ým-
issa fíknisvandamála á annað stig,“
segir Dr. Alan I. Leshner, yfirmaður
bandarískrar stofnunar um fíkni-
efnavandann. Jafnvel verði mögulegt
að loka fyrir boðleióirnar og geya
þannig inntöku fíkiefna áhrifalausa,
segir Leshner. ■
Ferðaskrifstofur:
Óánægja
með launakjör
verslunarfólk í fyrirtækjakönnun VR
kemur fram að mikil ónægja er með
launakjörin hjá þeim félagsmönnum
sem vinna hjá þeim ferðaskrifstofum
sem þátt tóku í
könnuninni. Hjá
Heimsferðum sem
var þó hæst á listan-
um var raðeinkunn
fyrir launakjör heil-
um 47 stigum lægri
en næsta þáttar fyr-
ir ofan. VR telur að
þarna sé vísbending
um gott sóknarfæri.
Þá voru flugfélögin
frekar neðarlega á
listanum eins og í
fyrra. íslandsflug var þó yfir meðal-
tali, eða í 78. sæti en Atlanta í 111-
sæti. Flugleiðir og Flugfélag íslands
komu enn verr út og lentu í 189. og
190. sæti heildarl.istans. ■
MAGNUS L.
SVEINSSON
VR sér sóknarfærí
í fyrirtækja-
könnun.