Fréttablaðið - 28.05.2001, Síða 8
FRÉTTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson
Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavlk
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Dreifing: Póstflutningar ehf. - slmi 595 6500
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á hðf-
uðborgaisvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins 1 stafrænu formi og I gagnabönkum
án endurgjalds.
8
FRÉTTABLAÐIÐ
28. maí 2001 MÁNUDACUR
Listin laðar ferðamenn í kirkju
Vöfflur í hæstu hæðum. Kaffi Guð-
ríður í klukknaportinu efst í Hall-
grímskirkjuturni. Antíkhúsgögn og
ekta stemning með útsýni yfir alla
borg. Það er kirkjulistahátíð, sú átt-
unda í röðinni á nær 20 ára starfs-
ferli Listvinafélags Hallgríms-
kirkju. Það félag var stofnað sköm-
mu eftir að Hörður Áskelsson réðist
A til kirkjunnar eftir
orgelnám í Þýska-
landi og af þeim
meiði hafa sprottið
m.a. Mótettukór,
Schola Cantorum,
Kammersveit,
Listasafn, Kirkju-
listahátíð og Sum-
arkvöld við orgelið.
Þegar saman fara
Það er með
ólíkindum hvað
fólk leggur á sig
í listsköpun á
Islandi, okkur
öllum til
ánægju og Guði
til dýrðar.
—♦—
listrænir forystuhæfileikar og frjór
jarðvegur gerast góðir hlutir, og sú
hefur orðið raunin í starfi Harðar
sem laðað hefur að sér marga frá-
bæra krafta.
Það er með ólíkindum hvað fólk
leggur á sig í listsköpun á íslandi,
okkur öllum til ánægju og Guði til
dýrðar. Kristján Valur Ingólfsson
formaður Listvinafélagsins sagði frá
því við setningu Kirkjulistahátíðar
að sérstaklega hefði verið nefnt í
öðru samhengi að 9 milljónir króna
væru ekki miklir peningar. Það væri
á hinn bóginn stór fjárhæð fyrir að-
standendur hátíðar að þessu tagi en
fjárhagsáætlun hennar hljóðar ein-
mitt upp á þetta. Enda þótt fjárráðin
séu takmörkuð er hvergi slegið af
listrænum kröfum og ekki væri
JVLáLmanna
EINAR KARL HARALDSSON
lítur við í klukknaportinu.
hægt að halda úti slíkri gæðadag-
skrá nema vegna þess að fjöldi fólks
leggur til ómælda vinnu af hugsjón
og eldlegum áhuga. Nýlega hefur
komið fram að framlag menningar
til landsframleiðslu er mun veiga-
meira en menn héldu áður og að líta
beri á menningarstarfsemi sem
hverja aðra atvinnugrein. Þegar org-
eltónleikaröðin Sumarkvöld við org-
elið hófst árið 1993 var algengt að
20-30 manns væru á orgelkonsert-
um. Það þurfti enda að greiða með
tónleikunum fyrstu árin, en nú er
svo komið að 200-300 manns sækja
hverja orgeltónleika á sumrin, og
eru erlendir ferðamenn þar í mikl-
um meirihluta. Sumarkvöldin við
orgelið standa því vel undir sér og
sanna það að með úthaldi og ítrustu
gæðakröfum er hægt að mynda eft-
irsótta hefð. ■
BRÉF TIL BLAÐSINS
„Loks þegar ég
ítrekaði um-
sóknina þá
týndu þeir
pappírunum"
..-♦—
Ekki alltfull-
komið á Islandi
Eric dosSantos skrifar:
Ég kom hingað í janúar árið 2000.
ísland er yndislegt land og þjóðin er
víðsýn og ágæt. Ég ætla að halda
áfram að búa hér.
^ En það er ekki
allt fullkomið hér.
Sérstaklega ekki
Hagstofa Islands og
Útlendingaeftirlitið.
Fyrst fór ég á Hag-
stofuna til þess að fá
mér kennitölu og
ekki vildi betur til en
að konan stafaði nafnið mitt rangt inn á
tölvuna. Það leiddi til þess að alls stað-
ar þar sem nafn mitt var skráð, á
bankareikninginn, ökuskírteinið,
kreditkortið, símareikninginn o.fl. var
nafnið vitlaust stafað. Ég reyndi að
leiðrétta þetta á Hagstofunni með því
að fylla út sérstakt umsóknareyðublað
um breytingu á nafni, en aftur kom
nafnið út vitlaust skrifað. Ég fór að
halda að nafnið væri eitthvað sérstak-
lega erfitt svo að ég lét sjö ára gamla
dóttur mína skrifa það niður á blað, og
það tókst henni í fyrstu tilraun.
Viðskipti mín við Útlendingaeftir-
litið hafa ekki verið betri. Þar er eins
og vinni bara einstaklingar sem hafa
ekkert samband sín í milli og hver og
einn er eins og sjálfstæð deild. Fyrst
fékk ég ekki þær upplýsingar sem
þurfti til þess að geta fyllt umsókn um
atvinnuleyfi rétt út, og síðan þegar ég
hafði fundið út úr því sjálfur með mik-
illi fyrirhöfn hvað þyrfti, þá sögðust
þeir fyrst ekki hafa fengið umsókn frá
mér, sem ég þó afhenti eins og stéttar-
félagið setti mér fyrir að gera, og loks
þegar ég ítrekaði umsóknina þá týndu
þeir pappírunum mínum. Að hringja til
Útlendingaeftirlitsins er næsta vonlít-
ið verk því þar vísar hver á annan. Ég
er þolinmóður maður og fæ góða hjálp
frá minni íslenku konu. En Guð hjálpi
þeim sem þarf einn og óstuddur að
kljást við þessi embætti.
Mér finnst ekki að fólk sem vinnur
á þessum stofnunum eigi að haga sér
eins og það sé að steikja franskar kart-
öflur á MacDonalds. Starfsmennirnir
eru fulltrúar þjóðarinnar gagnvart
þeim sem koma hingað til skemmri eða
lengri dvalar. Þeir eiga að hjálpa inn-
flytjendum eins og mér til þess að
kynnast lögum og reglum á vinnumark-
aði. Mér finnst ekki að þeir séu að vinna
vinnuna sína eins og til stendur. ■
LÍTIL SKERÐINC
Skyggði flöturinn á myndinni sýnir hvar Norðlingaöldulón fer inn á Þjórsán/er. Rannsóknir
benda til þess að umhverfisáhrif lóns með 575 m vatnshæð séu einkum þau að áreyrar
færu undir vatn innan friðlandsins en einungis 1,4 ferkílómetrar að 93 ferkílómetrum gró-
ins lands. Landsvirkjun telur að líkur á foki, jarðvegseyðingu og breytingum á grunnvatns-
stöðu séu ekki til að hafa áhyggjur af og hægt sé að bregðast við þessum þáttum með
góðum árangri.
Norðlingaöldulón
er eina leiðin
Hugmyndir um gufuaflsvirkjanir slegnar út af
borðinu. Ekki áhugi hjá veitunum að framleiða raf-
magn fyrir álver. Of mikil hætta á nýju Kröflu-
ævintýri. Er ný „Laxárdeila“ í uppsiglingu.
virkjun Nú er orðið ljóst að eina leið-
in til þess að tryggja Norðuráli raf-
magn til stækkunar álverksmiðjunn-
ar á Grundartanga árið 2004, á við-
ráðanlegu verði, er gerð Búðarháls-
virkjunar og Norðlingaöldulóns.
Hugmyndir sem settar voru fram
fyrir 2-3 mánuðum um gufuaflsvirkj-
anir á vegum Hitaveitu Suðurnesja
og Orkuveitu Reykjavíkur í stað
Norðlingaöldulóns virðast hafa verið
teknar útaf borðinu aftur. Iðnaðar-
ráðuneytið var áhugasamt um þessa
lausn, m.a. vegna andstöðu við Norð-
lingaöldulón og skerðingu Þjórsár-
vera, en áhuginn hjá veitumönnum
var ekki mikill þegar á reyndi. Á
þeim bæjum er ekki talið sérstaklega
ábatasamt að virkja fyrir orkusölu til
álvers.
Það er einnig talið vera andstætt
hugmyndum um gufuaflsvirkjanir í
Svartsengi og á Hengilsvæðinu að
um stórar virkjanir yrði að ræða, og
hætt við að menn gætu endurtekið
Kröfluævintýrið. Við Kröflu var
virkjað á svæði sem ekki var full-
kannað og reyndist óstöðugt, þannig
að afl virkjunarinnar varð aldrei eins
og að var stefnt. Talið er ráðlegt að
nýta jarðhitasvæði í litlum skrefum,
20-30 megawött í einu, eftir að til-
raunaholur hafa verið í gangi um
nokkurra ára skeið. Á Hengilsvæðinu
hafa tilraunaboranir og rannsóknir
staðið í sjö ár og þar ætti ekkert að
vera virkjun að vanbúnaði. En til
þess að gufuaflsvirkjanir teljist fýsi-
legur kostur þarf orkuverð að vera
hærra en talið er að gangi upp í
samningum við Norðurál. Búðarháls-
virkjun er talinn dýr kostur en Norð-
lingaöldulán ákaflega ódýr og hag-
kvæmur kostur. Saman eru þessar
tvær framkvæmdir taldar geta út-
vegað Norðuráli rafmagn á viðráðan-
legu verði.
Það getur hins vegar sett strik í
reikninginn að í Gnúpverjahreppi
virðist vera eindregin andstaða við
öll áform um að hrófla við Þjórsár-
verum, sem eru á afrétti Gnúpverja.
Enda þótt ríkið hafi öll tök á að ná
fram vilja sínum varðandi Norð-
lingaöldulón gerir andstaða heima-
manna málið snúið og ekki að ósekju
að Laxárdeilan skuli vera rifjuð upp
í því sambandi, en þá sprengdu
bændur stíflu í Laxá eins og í minn-
um er haft. ■
Staða Lands-
virkjunar sterk
Unnið er að matsskýrslu vegna lögformlegs mats
á umhverfisáhrifum Norðlingaöldulóns, segir
Þorsteinn Hilmarsson.
virkjun „Staða Landsvirkjunar
er sterk í þessu máli, bæði
málefnalega og faglega", segir
Þorsteinn Hilmarsson upplýs-
ingafulltrúi. „Við fögnum allri
umræðu um Norðlingaöldulón
og munum halda áfram að
kynna framkvæmdina eins og
kostur er og vinna að nauðsyn-
legum rannsóknum. Við leggj-
um áherslu á opna umfjöllun
um þetta málefni svo allir geti
kynnt sér málið. Þjórsárvera-
nefnd lýkur senn úttekt sinni á
áhrifum Norðlingaöldulóns í
575 m. hæð, en við teljum að
framkvæmdin sé matsskyld s
samkvæmt nýlegum lögum um mat á
umhverfisáhrifum. Því er einnig unn-
ið að gerð matsskýrslu til að tryggja
að öll málsmeðferð verði eins fagleg
og unnt er, uppfylli alþjóðlegar sam-
þykktir og sé í samræmi við umhverf-
isstefnu Landsvirkjunar."
Á undanförnum árum hefur
Landsvirkjun undirbúið að nýta
UMRÆÐU
FAGNAÐ
Við leggjum áher-
slu á opna um-
fjöllun svo að allir
geti kynnt sér
málið, segir Þor-
steinn Hilmars-
vatn í Efri-Þjórsá með því að
gera stíflu við Norðlinga-
öldu neðan Þjórsárvera og
mynda þar lón. Vetni yrði
veitt þaðan um jarðgöng í
Þórisvatn. Þar með yrði
hægt að framleiða með því
rafmagn í öllum núverandi
virkjunum í Tungnaá og
Þjórsá og er það afar hag-
kvæmt. Þjórsárver eru frið-
lýst og skilgreint sem svo-
nefnt RAMSAR-svæði sam-
kvæmt alþjóðlegum sam-
þykktum. Frá fyrstu tíð frið-
lýsingar hefur þó verið gert
ráð fyrir að Landsvirkjun sé
heimilt að mynda lón með stíflu við
Norðlingaöldu í allt að 581 m. hæð
yfir sjávarmáli að uppfylltu því
skilyrði „að rannsóknir sýni að slík
lónsmyndun sé framkvæmanleg án
þess að náttúruverndargildi Þjórs-
árvera rýrni óhæfilega að mati
Náttúruverndarráðs (nú Náttúru-
verndar ríkisins).“ ■
GNUPVERJAR MOTMÆLA
Almennur sveitarfundur sem haldinn var í Árnesi á uppstigningardag lýsti yfir eindreg-
inni andstöðu við Norðlingaölduveitu og aðrar fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir I
Þjórsárverum og efri hluta Þjórsár. Á fundinum var mikill samhugur en auk Gnúpverja
mættu í Árnes m.a. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, alþingismennirnir Jón
Bjarnason og Kolbrún Halldórsdóttir og rithöfundarnir Birgir Sigurðsson og Páll Ólafs-
son. Eftirfarandi ályktun var samþykkt einróma: „Þjórsárver og efri hluta Þjórsár ber að
vernda sem einstætt vistkerfi og landslagsheild og minnt skal á að framkvæmdir á
þessu svæði verða ekki aftur teknar. Fundurinn bendir á margþættar rannsóknir fær-
ustu vísindamanna sem sanna sérstöðu svæðisins í íslenskri náttúru, þar sem þeir
vara við allri röskun af manna völdum, enda er svæðið þekkt víða um heim og stór
hluti þess friðlýstur. Fundurinn vekur athygli á að nú þegar hefur orðin veruleg röskun
á vatnafari Þjórsár með 1 .-5. áfanga Kvíslaveitu Fundurinn minnir á ályktun fundar í
Árnesi 17. mars 1972 og ítrekar fyrri mótmæli þar."
| ORÐRÉTT
r r
Er eitthvað bogið við verðmætamat LIU?
„Það er algerlega óviðunandi byggða-
stefna að framkalla samdrátt og aft-
urkipp í atvinnulífi byggðarlaga sem
standa veikt fyrir. Gildir þar einu þótt
boðnar séu bætur sem breyta litlu um
áhrifin. Það er bitur reynsla fyrir því
að kvóti er seldur og aðrir en útgerð-
armenn sem búa í byggðarlögunum
eru ekki spurðir og sitja eftir með sárt
ennið. Það er ekki brýn þörf á því að
bæta við þann kvóta sem fáir hafa
undir höndum og geta verslað með, en
hins vegar er mikil nauðsyn fyrir fólk
í sjávarbyggðum á að aðgangur sé að
tryggum veiðiheimildum.
Áhrifin af kvótasetningunni eru
mönnum ljós. Því á ekki að hrinda
henni í framkvæmd nema aðrar
breytingar á fiskveiðilöggjöfinni
skapi nýja möguleika til mótvægis og
unnið verði að atvinnuuppbyggingu á
SAMDRÁTTUR OG AFTURKIPPUR
Það er mikil nauðsyn fyrir fólk í sjávar-
byggðum a aðgangur sé að tryggum
veiðiheimildum.
öðrum sviðum. Þetta eru viðfangsefni
þeirra sem vinna að endurskoðun
fiskveiðilöggjafarinnar: að líta á mál-
in í heild sinni með hagsmuni allra í
huga, ekki hvað síst þess fólks sem
ekki á kvóta.
Það voru engin rök fyrir því að
taka málefni smábáta út úr endur-
skoðun laga um stjórn fiskveiða, veið-
ar þeirra eru að vísu um 5000 tonnum
af ýsu umfram það sem þeim er ætlað.
Munurinn er sá að umframveiði smá-
bátanna er landað og úr ýsunni unnin
útflutningsvara að verðmæti a.m.k. 1
milljarður króna, en umframveiði
aflamarksbátanna er hent og verður
engum að gagni. Það er einkennilegt
að LÍÚ- liðið unni sér ekki hvíldar
vegna veiði smábátanna en lætur eins
og brottkastið sé eðlilegur hluti veið-
anna. Það skyldi þó ekki vera að eitt-
hvað sé bogið við verðmætamat LÍÚ?“
Kristinn H. Gunnarsson formaður
þingflokks Framsóknarflokksins
í Morgunblaðinu 24. maí 2001