Fréttablaðið - 28.05.2001, Side 15
MÁNUDAGUR 28. maí 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
15
Þórey Edda keppir á háskólameistaramóti:
Fær loksins nóga keppni
frjálsar íþróttir Hafnfirðingurinn og
stangastökkvarinn Þórey Edda Elís-
dóttir keppir á háskólameistaramóti
Bandaríkjanna í Oregon í næstu viku.
Hún hefur átt við meiðsl á hásin að
stríða upp á síðkastið en segist hafa
náð sér.
„Þetta er langsterkasta mótið
hérna út, toppurinn á tímabilinu. Allir
íþróttamenn stefna að því allan vetur-
inn að standa sig vel þar,“ segir Þórey
Edda. Meiðslin á hásininni eru ekki
ný af nálinni. „Þetta eru gömul meiðsl
sem hrjáðu mig einnig í fyrra. Ég hef
ekki getað stokkið í mánuð. Sem bet-
ur fer tók ég þá ákvörðun að taka líf-
inu með ró í stað þess að hamast á löp-
inni. Þannig er ég búin að ná mér
núna.“
Þórey Edda er í námi í Universtity
of Georgia og keppir jafnan við
íþróttafólk í austurriðli. „Þær mættu
vera betri hérna í austurriðlinum. Ég
hef tekið þátt í tíu mótum og er búin
að vinna þau öll. Á háskólameistara-
mótinu í næstu viku keppa hinsvegar
stelpurnar af Vesturströndinni líka.
Þær eru miklu betri. Þess vegna verð-
ur keppnin loksins hörð.“
Hún býr í háskólabænum Athens,
sem er spölkorn frá Atlanta. „Ég kann
mjög vel við mig hérna og er ánægð
með það að hafa farið til Bandaríkj-
anna. Nokkrir íslenskir íþróttamenn
sem hún hittir reglulega eru í skólan-
um. Þá eru þær Vala Flosadóttir
stöðugt í síma- og skriflegu sam-
bandi.
Dagskráin hjá Þórey næstu mán-
uði er þétt skipuð. í sumar tekur hún
þátt í nokkrum mótum í Evrópu. „Ég
hlakka til þeirra þar sem ég hef misst
síðastliðin sumur út. Síðan keppi ég á
heimsmeistaramótinu í Edmonton í
Kanada í haust," segir Þórey. Áður en
meiðslin á hásininni tóku sig upp
gekk henni vel. í mars stökk hún sitt
hæsta stökk á ferlinum. Það var á inn-
Á UPPLEIÐ
Þórey Edda stökk 4.51 metra á innanhús-
móti í mars. Stuttu seinna bætti hún sig
um einn cm utanhúss, stökk 4.36.
anhúslandsmóti í Bandaríkjunum. Þá
fór hún yfir 4.51 metra. Fáum vikum
seinna bætti hún sig um einn cm utan-
húss, fór yfir 4.36 metra. ■
Figo lagði upp 3 mörk:
Real Madrid
meistari
knattspyrna Real Madrid tryggði sér
spænska meistaratitilinn í 28. skiptið
um helgina þegar liðið gjörsigraði
Alaves 5-0 í Madrid. Hinn rándýri
Figo sýndi snilli sína í leiknum og
lagði upp þrjú af fimm mörkum liðs-
ins. Raul skoraði tvö mörk, en Guti,
Hierro og Helguera skoruðu eitt
mark hver.
„Það er ótrúleg tilfinning að vinna
titilinn með Real Madrid," sagði Figo
eftir leikinn. „Þetta hefur verið erfitt
tímabil fyrir mig en titillinn gerir
þetta allt miklu auðveldara."
Víst er að leikmenn Real Madrid
eru enn í sárum eftir að hafa verið
slegnir út í undanúrslitum Meistara-
deildarinnar, en spænski titillinn ætti
þó að vera þeim einhver sárabót.
Figo, sem var keyptur til liðsins fyrir
4 milljarða króna, hefur átt mjög gott
tímabil með liðinu. Hann hefur skorað
GÓÐIR SAMAN
Félagarnir Raul og Figo hafa átt stóran þátt
í velgegni Real Madríd.
9 mörk í deildinni og lagt upp 17,
meira en nokkur annar leikmaður.
Figo sem kom til Spánar árið 1995,
hefur nú unnið þrjá meistaratitla, tvo
með Barcelona og einn með Madrid. ■
Mónakó:
Yfirburðarsigur Ferrari
formúla i Kappaksturinn í Mónakó
var dramatískur í byrjun en þegar
líða tók á keppnina var ljóst hvert
stefndi, yfirburðarsigur hjá Ferrari
var óumflýjanlegur. Þeir Michael
Schumacher og Rubens Barrichello,
hjá Ferrari, lentu í fyrsta og öðru
sæti og Eddie Irvine, hjá Jagúar,
lenti í þriðja sæti og krækti þar með
í sín fyrstu stig með Jagúar. Aðeins
10 bílar af 22 luku keppni.
McLaren ökumaður-
inn David Coult-
hard, þurfti að
ræsa síðas-
turáráspól
vegna bilu-
nar í ræsin-
garbúnaði og
félagi hans Mika
Hakkinen þurfti að
hætta eftir 16 hringi,
en fram að því
hafði hann veitt
Schumacher verðuga keppni. Coult-
hard náði samt að ljúka keppni í
fimmta sæti, en J. Villeneuve, hjá
BAR, varð í því fjórða og Jean Alesi,
hjá Prost, í því sjötta.
Schumacher hefur nú sigrað
fimm sinnum í Mónakó, en aðeins
einn ökumaður hefur sigrað oftar
þar, en það var Ayrton Senna,
sem sigraði alls sex sinnum.
Þegar sjö keppnum af sautján
er lokið hefur
Schumacher 10 stiga
forystu á Coult-
hard, en næsta
keppni verður
haldin í
Montreal í
Kanada eftir
tvær vikur. ■
MEISTARINN
í MÓNAKÓ
Michael Schumacher vann
sinn 5. sigur í Mónakó í gær.
www.syn.is
eðaísíma 515 6100
■ r
aSyn inai-rSi.juHi
mán Fram - ÍBV Símadeildin kl. 19:45
| mán Toyota-mótaröðin i golfi kl. 22:00
fim HM i ralli kl. 20:45
fos HM í ralli kl. 20:00
fös Kraftasport kl. 20:30
fös Úrslitakeppni NBA kl. 01:00
lau HM i ralli kl. 20:40
sun Argentína - Kólumbía Undankeppni HM kl. 17.45
sun HM í ralli kl. 20:00
S sun Úrslitakeppni NBA kl. 23:30
Bæjarlind
Viðskiptavinir okkar hafa mismunandi óskir og vænt-
ingar þegar kemur að því að velja símkerfi. Sölumenn
okkar eru sérhæfðir í að meta þarfir fyrirtækja og
heimila og símkerfi frá Svari eru „klæðskerasniðin"
fyrir hvern viðskiptavin.
Við bjóðum fjölbreytt úrval símkerfa og tækja.
Viðskiptavinir geta treyst því að hjá okkur finni þeir
símbúnaðinn sem hentar þeim núna og á næstu árum.
Við sjáum einnig um að tengja og skrá breytingar á
símatengingum.
SIMINN
Bæjarlind 14-16 _
201 Kópavogur _
Sími 510 6000_
Fax 510 6001
Ráðhústorgi 5_
600 Akureyri_
Sfmi 460 5950.
Fax460 5959