Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 4
SVONA ERUM VID
SVONA ER HEIMILISGERÐ
LEIGJENDA
í húsaleigukönnun hagstofunnar
er skoðað hvernig heimilisgerð
leigjenda er. Svona skiptast leigjendur
á íslandi á árinu 1999.
Heimild: Hagstofa fslands
FRÉTTABLAÐIÐ
II. júní 2001 MÁNUPAGUR
FORSETINN f RÆÐUSTÓL
Khatami forseti flytur þarna raeðu á hátíð-
arhöldum til minningar um afmaelisdag
Múhameðs spámanns
Khatami vill frelsi og rétt-
læti:
ifr
„Ur þessu
verður ekki aft-
ur snúið“
teheran. ap Mohammad Khatami, for-
seti írans hét því í gær að „dýpka lýð-
ræðið“ í landinu eftir að hafa unnið
yfirburða sigur i kosningunum á
föstudag. Khatami hlaut 76,9 prósent
atkvæða, og þar með enn meira en í
kosningunum fyrir fjórum árum þeg-
ar hann hlaut 70 prósent atkvæða.
Búist er við að hann reyni að fá
fleiri stuðningsmenn sína til liðs við
sig í helstu ráðgjafastöður í efna-
hags- og stjórnmálum, en óvíst er enn
hvort hinir íhaldssömu andstæðingar
hans sætti sig við minni hlut þrátt
fyrir að ósigur þeirra sé svo augljós
sem verða má. Klerkastéttin hefur
töglin og haldirnar í stjórnmálum og
hefur stundað það óspart að varpa
stuðningsmönnum hins umbótasinn-
aða Khatamis í fangelsi og banna út-
komu frjálslyndra dagblaða.
Khatami segir hins vegar að nú
verði ekki aftur snúið. „Fólk hefur
sýnt fram á stuðning sinn við hina
raunverulegu merkingu trúarinnar
og kröfur um frelsi og réttlæti,"
sagði hann. ■
Silvio Berlusconi myndar stjórn:
Flókið púsluspil
róm. ap Ný ríkisstjórn tekur við völd-
um á Ítalíu í dag, og er það sú 59. í
röðinni frá stríðslokum. Forsætisráð-
herra er fjölmiðlajöfurinn Silvio
Berlusconi, sem fékk stjórnarmynd-
unarumboð frá Carlo Azeglio Ciampi
forseta á laugardaginn.
f gær kynnti Berlusconi ráðherra-
lista sinn. Utan-
ríkisráðherra-
embættið kem-
ur í hlut Renato
Ruggiero, sem
var yfirmaður
H e i m s v i ð -
skiptastofnun-
arinnar árin
1995-1999.
HELSTU RAÐHERRAR
NÝJU STJÓRNARINNAR:
Aðstoðarforsætisráðherra: Cianfranco Fini
Utanrlkisráðherra: Renato Ruggiero
Efnahagsráðherra: Ciulio Tremonti
Varnarmálaráðherra: Antonio Martino
Innanrlkisráðherra: Ciaudio Scajola
Dómsmálaráðherra: Roberto Castelli
Umbóta- og valddreifingarráðherra:
Umberto Bossi
Aðstoðarforsætisráðherra verður
Gianfranco Fini, sem er yfirmaður
Þjóðarbandalagsins sem til skamms
tíma var flokkur nýnasista. Umberto
Bossi, leiðtogi Norðurbandalagsins,
verður einnig meðal ráðherranna, en
hann barðist um árabil fyrir stofnun
sjálfstæðs ríkis á Norður-Ítalíu.
Bossi verður ráð-
herra umbóta og
valddreifingar, en
flokksbróðir
hans, Roberto
Castelli, verður
dómsmálaráð-
herra.
Það hefur ver-
ið býsna flókið
ORÐINN RÁÐHERRA
Umberto Bossi hefur ástæðu til að vera
ánægður þrátt fyrir að hafa ekkí náð glæsi-
legum árangri í þingkosningunum.
púsluspil fyrir Berlusconi að raða
saman ráðherralistanum, þar sem
flokkarnir í samsteypustjórninni eru
margir og allir vildu þeir fá þunga-
vigtarembætti í stjórninni. ■
Hátíð hafsins:
Atak í skjala-
söfnun
sjávarútvecur í tilefni Hátíðar hafs-
ins, 9.-10. júní n.k., mun Borgar-
skjalasafn Reykjavíkur gera átak í
söfnun skjala frá sjómönnum, út-
gerðarmönnum og öðrum sem tengj-
ast hafinu á einhvern hátt. Tilkoma
Reykjavíkurhafnar í byrjun 20. aldar
gerði Reykjavík að umsvifamiklum
útgerðarbæ sem átt hefur mikið und-
ir því sem hafið hefur gefið henni.
Skjöl sjómanna og útgerðarmanna
geyma því mikilvægan hluta af sögu
höfuðstaðarins og því er nauðsynlegt
að þau glatist ekki. Þeir sem eiga í
fórum sínum gömul skjöl tengd út-
gerð í Reykjavík, sem vert er að
varðveita, er bent á að hafa samband
við Borgarskjalasafn Reykjavíkur. ■
Ihaldsflokk-
f ♦
urinn 1 nyj a
baráttu
Næsta barátta í breskum stjórnmálum snýst um leið-
togaembætti Ihaldsílokksins. Tony Blair leggur síðustu
hönd á uppstokkun ráðherraliðsins.
london. ap Meðan Tony Blair lagði
línurnar fyrir annað kjörtímabil í
embætti forsætisráðherra Bretlands
bjó íhaldsfiokkurinn, hrakinn og
hrjáður, sig undir nýja kosningabar-
áttu. Að þessu sinni þarf að velja nýj-
an formann í stað Williams Hague
sem sagði af sér þegar ljóst var að
flokkurinn hefði tapað í þingkosning-
unum sem fram fóru síðastliðinn
fimmtudag.
Helstu frammámenn í íhalds-
flokknum voru áberandi í bresku
sjónvarpi í gær þar sem þeir viðruðu
skoðanir sínar á því hvernig best sé
að blása lífi í flokkinn eftir hrakfarir
í tvennum kosningum í röð.
Meðal þeirra sem til greina þykja
koma er Ann Widdecombe, talsmaður
flokksins í innanríkismálum. Hún
sagðist vera að „kanna jarðveginn"
og vantaði lítið upp á að hún lýsti yfir
framboði sínu í leiðtogaembættið.
Fastlega er einnig búist við því að
Michael Portillo og Ken Clarke gefi
kost á sér, en þeir létu stuðningsmenn
sína um það í gær að tala máli sínu.
Evrópumálin ætla greinilega að
setja svip sinn á baráttuna innan
íhaldsflokksins, enda stefnir Blair á
að láta landsmenn sína kjósa um að-
ild að evrunni.
Verkamannaflokkurinn hlaut 40,7
prósent atkvæða á fimmtudag en
Ihaldsflokkurinn 31,7 prósent. Mun-
urinn var reyndar minni en flestir
höfðu spáð, en þó nægilega afgerandi
til þess að William Hague sagði af sér
formennsku íhaldsflokksins. Frjálsir
demókratar fengu 18,3 prósent,
nokkru meira en þeim hafði verið
spáð.
Tony Blair stokkaði töluvert upp í
ráðherraliði sínu á laugardaginn og
kom þar mest á óvart að Robin Cook
var vikið úr embætti utanríkisráð-
herra en Jack Straw, sem áður var
AÐ LOKNUM KOSNINGASIGRI
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.
innanríkisráðherra, tekur við. Robin
Cook tekur hins vegar við forsetastól
í neðri deild þingsins Miklar vanga-
veltur hafa verið um ástæður þess-
ara mannaskipta, en Blair hefur ekk-
ert látið uppi um það ennþá.
Blair hefur notað helgina til þess
að ganga endanlega frá nýja ráð-
herralistanum. ■
Tekinn af lífi í dag:
Ekki tekið upp
washington, ap Bandaríski sprengju-
maðurinn Timothy McVeigh verður
að öllum líkindum tekinn af lífi í dag
og fá ættingjar fórnarlamba hans að
fylgjast með í beinni en lokaðri sjón-
varpsútsendingu. Bandaríska dóms-
málaráðuneytið fór í gær fram á það
við Hæstarétt Bandaríkjanna að
heimila ekki myndbandsupptöku af
aftökunni, en Hæstiréttur samþykkti
fyrir nokkru að sjónvarpað verði
beint til þess að allir ættingjar fórn-
arlambanna, sem þess óska, geti fyl-
gst með.
Lögfræðingar manns, sem gæti
íslensk Auðlind
Hafnarstf<i»ti 20. 2h
11) t ífirykiavík
561 -4000
wwv/..i,j<ijind.í3
þurft að sæta sömu örlögum og
McVeigh, fóru fram á að sjá upptöku
af aftökunni tifþess að ganga úr
skugga um að aftakan fari snurðu-
laust fram eins og dómsyfirvöld hafa
heitið. Upptakan myndi einnig nýtast
þeim sem rök gegn dauðarefsingu ef
í ljós kemur að ekki sé hægt að tryg-
gja að hún fari snurðulaust fram.
Aftakan á að fara fram á hádegi í
dag að íslenskum tíma, en þetta verð-
ur fyrsta aftakan sem framkvæmd er
á vegum bandaríska alríkisins frá því
1963.
McVeigh sprengdi stjórnsýslu-
bygggingu í Oklahomaborg í loft upp
þann 19. apríl 1995 og fórust þá 168
manns. ■
N oral-verkefnið:
Áhrifin ekki fullkönnuð
virkjanir „Mat á þeim mikla fórnar-
kostnaði, sem þarna yrði um að ræða,
hefur ekki enn farið
fram. Ég tel að umhverf-
isáhrif Noral-verkefnis-
ins, það er Norðuráls,
séu engan veginn full-
könnuð", segir Kristín
Einarsdóttir lífeðlis-
fræðingur. Kristín hefur
haft umsjón með verk-
efni sem lýtur að mati á
afleiðingum Kára-
hnjúkavirkjunar og ál-
vers í Reyðarfirði, sem
Landvernd hefur staðið
fyrir í samvinnu við 17
sérfræðinga með víð-
tæka faglega þekkingu.
Kristín telur að niður-
KRSITÍN EINARSDÓTTIR
Umhverfisáhrif vegna
Reyðaráls ekki fullkönnuð.
stöður skýrslunnar séu byggðar á
góðum rannsóknum en hinsvegar sé
ýmsu ábótavant. Til að
mynda hafi þær einkum
beinst að fyrri hluta
virkjunarinnar en þau
svæði sem varða síðari
hluta hennar þarfnist
betri skoðunar. „Samfé-
lagslegar og efnahags-
legar forsendur verkefn-
isins eru langt frá því að
vera ljósar" segir Kristín
ennfremur og mælir
„gegn því að fallist verði
á framkvæmdirnar eins
og gerð er grein fyrir
þeim í matsskýrslum
Landsvirkjunar og Reyð-
aráls“. ■
■ L æ k j a r t o r g i
Söluturn-Matvara
Vorum að fá á söluskrá glæsilegan söluturn og
matvöruverslun sem rekin er í leiguhúsnæði í
litilli verslunarmiðstöð í austurbæ Reykjavíkur.
Fyrirtækið er vel tækjum og búnaði búið með
góða álagningu og fín viðskiptavild.
Allar nánari uppl. gefnar á skrifstofu
íslenskrar Auðlindar.
Kyrirtæk|.)íal.i I F.istoignas.il.) I I oigurniðlun I tðgtfa.ðiþjðniiatíi
Pólfarinn klífur fjöll:
Komst á toppinn
fjallasport Haraldur Örn Ólafsson
stóð á toppi Denali fjalls rétt eftir
miðnætti í gær. Ferðin upp tók fimm
klukkustundir og gekk ágætlega að
sögn Skúla Björnssonar aðstoðar-
manns Haraldar hér á íslandi. Guð-
mundur Eyjólfsson, ferðafélagi Har-
aldar, náði ekki að aðlagast hæðinni
nógu vel og snéri til baka vegna van-
Iíðunar.
Tindurinn er í 6194 metra hæð og
var 30 stiga frost og mikil vindkæl-
ing. Haraldur þurfti að hafa mikið
fyrir því að halda á sér hita með því
að hreyfa sig stöðugt þrátt fyrir að
vera vel búinn. Hann var á toppnum í
um þrjátíu mínútur og myndaði allt
sem fyrir augu bar.
Líkamlegt ástand Haraldar var
ágætt þegar hann kom niður í grunn-
búðir aftur. Eftir góðan nætursvefn í
gær lagði hann af stað í læknabúðirn-
ar í 4300 metra hæð til fundar við
Guðmund.
Samhliða því að klífa tindana
myndar Haraldur allt ferðalagið.
Mánuð eftir hvern áfanga er sýndur
þáttur af hverjum leiðangri og geta
sjónvarpsáhorfendur búist við þátt
um Denali klifrið í júlí. ■
ÞRAUTSEIGJAN SIGRAR
Eftir góðan naetursvefn I gær lagði Harald-
ur Orn af stað niður I læknabúðirnar I
4300 metra hæð til fundar við Guðmund
ferðafélaga sinn.
AP/FIONA HANSON