Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 11. júr.í 2001 MÁNUDACUR HVAÐ ERTU AÐ LESA? Birgir Björgvinsson sjómaður Ætli það sé ekki bara Fréttablaðið. Mér líst svo vel á það og tek það yfirleitt með mér upp í rúm. ■ 1 METSÖLUBÆKURNAR | TOPP 10 A AMAZON.COM Q Hampton Sides GHOST SOLDIER5 David McCullough 10HNADAMS Michael Pollan THE BOTANY OF DESIRE Q James Bamford BODY OF SECRETS Q Sue Crafton P IS FOR PERIL Q Maria Bartiromo USE THE NEWS Nora Roberts DANCE UPON THE AIR Bruce H. Wilkinson THE PRAYER OF JABEZ Q Yogi Berra, Dave Kaplan FORK IN THE ROAD Peter Greenberg THE TRAVEL DETECTIVE Fjölbreytt efni: Maðurinn og kartöflur bækur Á metsölulista Amazon.com þessa vikuna er einungis að finna tvær skáldsögur P is for Peril eftir spennusöguhöfundinn Sue Grafton og vermir sú bók 5. sætið og Dance upon the Air eftir Nora Roberts í 7. sæti. Hinar eru allt frá sögum um björgunarleiðangur í seinni heims- styrjöldinni sem vermir 1. sætið til ferðahandbókar sem leiðbeinir um hvernig og hvar hægt sé að fá sem bestu þjónustu og hagstæðasta verð á ferðalögum og er sú í 10. sæti. í öðru sæti er ævisaga John Adams sem kosinn var annar forseti Bandaríkj- anna, í 3. sætinu er bók eftir Michael Pollan þar sem hann rekur sögu epla, kartaflna, kanabis og túlípana, og tengir þær flóknu sambandi manns- ins við náttúruna! ■ nm * Mflrim ■ m * um * m NYIT 'M-m líYTf Ný öflug heilsuvara! Ég missti 11 kg á 9 vikum! Takmarkað magn, iTT MYTT* NYT! NÝTT * NÝTT - NÝTT - NÝTT« m ff| Alma s: 694 Sever rafmótorar Sérpöntum eftlrfarandi: Bremsumótora * 2ja hraða mótora * ein- og 3ja fasa rafala Sever notar eingöngu SKF eóa FAG legurl Eigum til ó lager margar slæröir og geröir af ein- og 3ja fasa rafmótorum á mjög hagstæöu veröl. Dæmi um verð á einfasa rafmótor með fót: 0,25 kW 1500 sn/min IP-55 kr. 6657 + vsk Vökvatæki ehf Bygggörðum 5,170 Seltjamarnesi Simi 561-2209 Fax 561-2226 Veffang www.volo/ataeki.ís Netfang vt@vokvataeki.is Æft fyrir kvennahlaupið: Enginn keppnisandi íþróttir Hið árvissa Kvennahlaup nálgast nú óðum. Á laugardaginn er haldið af stað og hlaupið, skokkað eða gengið nokkurra kílómetra vega- lengd á yfiri 80 stöðum á landinu. Konur eru að sjálfsögðu farnar að æfa sig og hafa nokkrir hópar kvenna hist reglulega undanfarnar vikur til að hlaupa. „Þarna koma konur sem annars myndu ekki leggja í að fara að hlau- pa, því þær eru margar sem hræðast svolítið að fara í venjulega hlaupa- hópa,“ segir Gígja Gunnarsdóttir GENCIÐ, SKOKKAÐ OG HLAUPIÐ Þessar hressu konur hafa hist reglulega í nokkrar vikur til að búa sig undir kvenna- hlaupið á laugardaginn. sem unnið að undirbúningi Kvenna- hlaupsins. „En nú eru þær komnar á bragðið og þá má kannski búast við því að sumar haldi áfram. Með þessu erum við að ná til kvenna í hlaupinu til þeirra sem eru annars ekki að spá mikið í íþróttum." Gígja segir mikla stemmningu í hlaupahópunum. „Þetta er allt annað heldur en þegar karlarnir koma. Það er enginn keppnisandi í þessu heldur er aðalatriðið að hafa gaman af þessu. Þær eru ýmist að ganga eða hlaupa og þar fer bara hver eftir sínu nefi. Oft eru þetta tvær eða þrjár vin- konur sem koma saman eða konur af sama vinnustað sem skjótast þetta í hádeginu eða eftir vinnu.“ ■ Kynningarstjóri Þjóðleikhússins rær á önnur mið: Með sex hendur og tvö höfuð í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Guðrún J. Bachmann á gamla vinnustaðnum. MÁNUDAGURINN II. JÚNÍ TÓNLIST______________________________ Hljómsveitin Nova leikur á Gauki á Stöng. SÝNINCAR Önnur af sumarsýningum Listasafns Reykjavíkur - Kjan/alsstaða ber nafnið Flogið yfir Heklu. Sýningarstjóri er Einar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla íslands. Á sýn- ingunni getur að líta mismunandi myndir Heklu sem sýndar verða hlið við hlið. Sýningin stendur til 2. september. Hin sýningin sem verður sett upp í mið- rými Kjarvalsstaða og ber hún yfirskrift- ina 1461 dagur. Þar sýnir Gretar Reynis- son verkefni sem hann hefur unnið að frá 1. janúar 1997 og sér ekki fyrir end- ann á enn. Þetta er vaxtarverkefni af þeirri tegund sem á ensku væri kallað „work in progress. Sýningin stendur til 19. ágúst. i Stöðlakoti við Bókhlöðustíg 6 stendur yfir sýning á útsaumsverkum Kristfnar Schmidhauser. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 og lýkur 24. júní. Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur opnað sýninguna Henri Cartier-Bresson í Gróf- arsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru verk þessa franska Ijósmyndara sem nú er á tíræðisaldri og hefur oftast verið kenndur við stílinn „hið afgerandi augna- blik". Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-17 og um helgar kl. 13-17 og stendur til 29. júlí. Sænski Ijósmyndarinn Lars Erik Björk sýnir Ijósmyndir frá Færeyjum í anddyri sænska sendiráðsins í Lágmúla 7 sem hann nefnir Leiftur frá Færeyjum. Sýning- in verður opin virka daga kl. 9-16 til 22. júní. Freysteinn G. Jónsson sýnir Ijósmyndir í versluninni Míru, Bæjarlind 6. Sýningin nefnist Mannlíf á Indlandi og sam- anstendur af Ijósmyndum frá Indlandi, bæði svarthvítum og f lit. Sýningin er opin á opnunartíma Míru og stendur til 20. júní. Ari Magg sýnir Ijósmyndir á Atlantic í Austurstræti og er þetta er fyrsta einka- sýning Ara. Þema sýningarinnar á Atlantic er íslenski fáninn. Gengið er inn frá Aust- urvelli. MENNINGARHEIMURINN „í SVOna Starfi þarf maður að hafa sex hendur, tvö höfuð, hamslausan heila, opið hjar- ta og harðan skráp. Svo kemur að því að maður vill ná nokkurn veg- i in eðlilegu sköpunarlagi aftur,“ i segir Guðrún Bachmann sem ný- I lega lét af starfi kynningarstjóra j Þjóðleikhússins eftir nærri átta ára vinnu. „Ég hef séð um fjölmiðlatengsl, hef búið til nánast allt kynningar- efni leikhússins, leikskrárnar, heimasíðuna, skipulagt markaðs- sókn og ýmislegt fleira. Megin- starf kynningarstjóra felst í að vera tengiliður milli listarinnar og umhverfisins, á báða vegu.“ Auk þess hefur bókasafn Þjóðleikhúss- ins og ljósmyndasafn verið í umsjá Guðrúnar. „Á þessum átta árum hefur orð- ið alger bylting í menningarum- hverfinu og sömuleiðis í fjölmiðla- heiminum. Áherslurnar í þessu starfi hafa auðvitað breyst í sama hlutfalli. Áður þótti mörgum að hugtökin list og markaðshugsun gætu ekki átt saman, en auðvitað á þetta tvennt samleið." Guðrún segist reyndar ennþá vera með annan fótinn í Þjóðleik- húsinu. „Ætli fráhvarfseinkennin yrðu ekki of mikil við að hætta of snöggt. Ég mun enn um sinn búa til leikskrárnar og sinna einstaka lausaverkefnum fyrir leikhúsið.“ Hún hefur einnig verið að und- irbúa námskeið í Háskóla íslands þar sem stúlkur sem eru að ljúka námi í félags- og hugvísindadeild eiga þess kost að fá kynningu á starfsmöguleikum að námi loknu. „Ég er þar einn af leiðbeinendum á sex daga námskeiði um menning- arstjórnun," segir hún. „En það sem ég stefni fyrst og fremst á í sumar er að komast í gott frí. Ég tók þá ákvörðun að taka enga ákvörðun um framtíðina fyrr en ég hef náð vissri fjarlægð. Eða náð eðlilegu sköpunarlagi." ■ í Þjóðarbókhlöðu stendur yfir sýningin sem ber heitið Þróun námsefnis á 20. öld: Móðurmálið - náttúran - sagan og er opin á opnunartíma safnsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sett er upp sýning af þessu tagi hér á landi. Hún tek- ur til námsefnis fyrír skyldunám og hafa verið valin sýnishorn námsbóka í nokkrum greinum frá því um og eftir aldamótin 1900, frá miðri öldinni og loks frá síðustu árum. Sýningin stendur til 31. mai. í Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í víkingaþorpi þar sem hægt er að sjá fólk við vinnu sína og hins vegar sýn- ingu sem heitir „Skullsplitter" á frum- málinu, þar má sjá beinagrind og haus- kúpur vikinga sem féllu í bardögum. Á sýningunni eru raunverulegar líkamsleif- ar sem geta valdið óhug. Sýningin er opin alla daga frá 13-17, kostar 300 krónur, frítt fyrir börn, unglinga og ellilíf- eyrisþega. Miðinn gildir einnig í hin hús safnsins. Sýningarnar standa til 1. októ- ber. I Sjóminjasafninu í Hafnarfirði stendur handverkssýning Ásgeirs Guðbjartsson- ar. Frá 1. júní til er Sjóminjasafnið opið alla daga frá kl. 13 til 17. Sýningin stend- ur til 22. júlí. Ljósmyndasýning grunnskólanema stendur yfir í Gerðubergi. í vetur hafa þeir unnið undir handleiðslu hugsjóna- mannsins Marteins Sigurgeirssonar og afraksturinn hangir á veggjum Gerðu- bergs. Sumar myndanna eru Ijóðskreytt- ar aðrar segja sjálfar allt sem segja þarf. Opnunartími sýningar er virka daga frá 12 til 17 og stedur sýningin til 17. ágúst. Handritasýning stendur f Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Sýningin er opin frá kl. 11 til 16 mánu- daga til laugardaga til 25. ágúst Ekki er allt sem sýnist: Holly wood á Italíu myndlist Myndin hér til hliðar er ekki tekin í Hollywood á vestur- strönd Bandaríkj- anna, heldur í borg- inni Palermo á norð- vesturströnd Sikileyj- ar. Hollywood-skiltið á bak við fjölbýlis- húsið er hluti af lista- verki eftir ítalska listamanninn Maurizio Cattelan. Skiltið er nákvæm- lega jafn stórt og frummyndin í Hollywood, eða 175 Bellolampo. „Þetta er eins og að metrar á lengt og 23 metrar á hæð, en dreifa stjöi-nuryki yfir landslagið á þarna stendur það á hæð sem heitir Sikiley," segir listamaðurinn. ■ SKYNPIBITASTAÐIR Langþráður skyndibiti Alveg getur það verið ótrúlega þægilegt að vita til þess að um allar helgar, langt fram eftir nóttu, er hægt að njóta traustrar þjónustu hinna ýmsu skyndibitastaða sem hafa opið frameftir í miðbænum. Úr mörgum stöðum er að velja, enda nauðsynlegt fyrir glorsoltinn nátthrafninn á kaldri sumarnóttu að geta gætt sér á því sem best hentar hans matarlyst í það og það skiptið. Pylsur eru alltaf vinsæll skyndibiti og hefur til dæmis pylsubarinn við Lækjartorg sjald- an klikkað í því sambandi og hefur maður oftar en ekki fengið sér eina með öllu svona rétt fyrir svefninn og verið fyllilega sáttur á eftir. En kostirnir eru þó fleiri. Indverski skyndibitinn Kebab getur komið sterkur inn auk þess sem allar mögulegar gerðir af bátum eru á boðstólnum sem siglt geta með mann í rétta höfn að loknu ströngu kvöldi. Getur skyndibitinn einn og sér og sú ánægja sem hægt er að fá út úr honum ekki bara verið næg ástæða til að fara út að skemmta sér um helgar, ég bara spyr? Freyr Bragason

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.