Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 11. júní 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 23 Verðbólga hefur áhrif á fólk Bankarnir verða varir við að viðskiptavinir fari varlegar og reyni að koma skikk á fjármál sín. Fólki bregður í brún þegar það sér hækkun lána milli mánaða. heimilin Hægja á sér og hagræða í sín- um málum. Þetta er dagskipun ráð- gjafa í bönkunum sem Fréttablaðið ræddi við. Neikvæð umræða um efna- hagsmálin, lækkun krónunnar og auk- in verðbólga milli mánaða er farin að hafa áhrif á hegðun viðskiptamanna bankanna. Viðskiptavinir bankanna eru orðnir varfærnari. „Við sjáum fyrstu merkin um að fólk sé farið að taka sig á í neyslunni," segir Ólafur Haraldsson hjá SPRON. Hann segir þetta birtast meðal annars í aukinni ásókn í greiðsluþjónustu. Fyrstu merki þess að einstakling- ar séu að draga saman seglin eru minnkandi sala á nýjum bílum og samdráttur í sölu sólarlandaferða. „Fólk frestar stórum útgjaldaþáttum þegar óvissari tímar eru í efnahags- lífinu," segir Ólafur. Ráðgjafar bank- anna verða varir við að fólk er fer varlegar en áður. „Fólki bregður auð- vitað í brún þegar lánin hækka um rúmt prósent milli mánaða vegna vísitölubreytinga.“ Verðbólga hækkar lánin og dregur úr verðskyni fólks. í bankakerfinu hafa menn áhyggjur af þessu. Fyrir- tækin fóru að hægja á í byrjun árs og nú eru einstaklingar greinilega farnir að hugsa sinn gang. Bankarnir eru Margir hafa gagnrýnt nýsam- þykkt tóbaksvarnarlög þó eng- inn þingmaður hafi séð ástæðu til að setja spurninga- merki við frum- varpið. Lögmanna- félagið segir það ganga of nærri friðhelgi heimilis og takmarka tján- ingarfrelsið. Erfitt er að sjá hvernig hægt verði að framfylgja lögunum án þess að brjó- ta stjórnarskrá landsins. Þó margir þingmenn samþykktu frumvarpið vakti fjarvera formanns Sjálfstæðis- flokksins, Davíð Oddssyni, nokkra athygli þegar afgreiðsla þess var tekin fyrir. Hann mun frekar hafa kosið að fá sér kaffisopa en að ýta á já takkann á borði sínu. Sú ákvörðun sjómanna að vilja ekki hlusta á sjávarútvegsráð- herra olli Guðmundi Hallvarðssyni, formanni sjómannadagsráðs og þingmanni, nokkrum vanda Guð- mundi þótti að flokknum vegið og til að rétta hlut hans greip Guðmundur til þess ráðs að fá Guðrúnu Péturs- dóttur, sem aðalræðumann dagsins og hann lét sjómannadagsráð bjóða þingmanninum Hjálmari Jónssyni sem sérstökum gesti á hóf sjó- mnanna á laugardagskvöldið. ósparir á að hvetja kúnna sína til að lækka skuldir. „Fólk er smám saman að læra að það borgar sig að eiga fyr- ir hlutunum, eða allavega fyrir bróð- urpartinum," segir Ólafur. Samdráttarskeið varð í byrjun síð- asta áratugar og þá var fólk seint að taka við sér. „Greiðslumat í húsbréfa- kerfinu og aukin áhersla bankanna á að skoða greiðslugetu viðskiptavina hefur haft það í för með sér að fólk er ófeimnara við að stilla upp fjármálum sínum,“ segir Ólafur. Hann segir að BIÐRÖÐ f BANKA Bankamenn segja fólk vera að læra að betra sé að eiga fyrir því sem keypt er. nú sé hægt, með leyfi viðskiptavina, að fá yfirlit um stöðu gagnvart öllum lánastofnunum. Þannig gleymist ekki neinar skuldir og hægt sé að fá raun- særra mat á greiðslugetu viðkom- andi. Skipulag fjármálanna sé mikil- vægt og þá ekki bara fyrir þá sem séu 1 vandræðum eða á leiðinni að lenda í þeim. haflidi@frettab!adid.is Hugmyndasamkeppni, um skipulag miðborgar og hafiiarsvæðis við Austurhöfii Að höfðu samráði við samstarfsnefnd ríkis og borgar um tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel, efnir Reykjavíkurborg til hugmyndasamkeppni um skipulag miðborgar og hafnarsvæðis við Austurhöfn. Keppnissvæðið Keppnissvæðið afmarkast í megindráttum af Suðurbugt / Norðurstíg í vestur, Klapparstíg og Ingólfsstræti í austur og Sæbraut, Tryggvagötu og Hafnarstræti. W FYRIRTÆKJASALA ISLANDS IteSlA.’t, FYRIRTÆKI TIL SOLU SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Bókbandsstofa eitt elsta og þekktas- ta fyrirtæki landsins í þessari grein, mikill og góður búnaður. Snvrtivöruumboð/heildsala þekkt merki allt að 20 ára, vandaðar vörur fyrir snyrtifræðinga og apótek. Trésmiðia rótgróin í eigin húsnæði traust verkefnastaða, góður búnaður. Sólbaðstofa stór og mjög þekkt, góð velta. Topp búnaður og afkoma Veitinaastaður qq bar í úthverfi borgarinnar, vel útbúið eldh, góðar innrétt, nóg að gera, risaskjár og fl Söluturn með tæpar 5 milj í veltu, 32% framlegð. Verð 12 milj + lager Videoleiaa. þekkt og vinsæl leiga með mikið úrval. Mjög góð velta 5160 Gissur V. Kristjánsson hdl. SÖLUSTJÓRI GUNNARJÓN YNGVASON ^rjHEJLLiJLLlLE Bæiarflöt Grafavoai 1436 fm vandað nýlegt atvinnuhúsnæði, góð loft hæð, glæsilegar skristofur og sýningarsalur, snyrtileg frágegin lóð Til leiau Bæiarlind Kód glæsilegt áberandi verslunarhúsnæði stórir gluggar, innkeyrsluh, góð bílastæði. Fiárfestar Lauaaveaur glæsilegt 293 fm endurnýjað húsnæði. 10 ára leigus. Árstekjur 5,4. verð 49,8 milj Listhúsið Laugardal tvö sjálfstæð bil í öðru er gallerý en í hinu verslun með listmuni. Laus strax eða fljótt. Dalvegur - td fyrir heildsölu 280 fm .vinsæll vaxandi staður. Innk.dyr, sýn- ingarsalur, góð skrifst. aðstaða. Saiahverfi Kópavoai til sölu eða leigu 860 fm 380/480 fm gott þjónustuhúsn ,gott verð. Tilgangur og markmið Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir að skipulagi svæðisins sem er um margt sérstakt, áhugavert og einstakt í miðborg Reykjavíkur. Gera má ráð fyrir að byggingar á samkeppnissvæðinu verða mjög áberandi úr ýmsum áttum og ekki ólíklegt að þær geti orðið einskonar "viti" eða tákn miðborgar Reykjavíkur í framtíðinni. Tegund og tilhögun samkeppninnar Samkeppnin er hugmyndasamkeppni. I því felst að útbjóðandi er fyrst og fremst að leita eftir grundvallarhugmyndum, tilhögun að skipulagi svæðisins miðað við þá starfsemi sem gert er ráð fyrir að þar verði s.s. tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð, hótel, miðstöð fyrir almenningsvagna svo eitthvað sé nefnt. Verðlaun Heildarverðlaunafé samkeppninnar er kr. 8.000.000. Fyrstu verðlaun verða aldrei lægri en 40% þeirrar íjárhæðar. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 2.000.000. Þátttökuréttur Samkeppnin er opin öllum er taka vilja þátt með fyrirvara um tengsl við dómnefndarmenn. Tekið skal fram að það takmarkar ekki rétt til þátttöku hafi aðilar, á fyrri stígum, unnið tillögur af skipulagi svæðisins eða hluta þess enda verða öll opinber gögn og tillögur, sem unnar hafa verið af svæðinu, aðgengileg keppendum á heimasíðu samkeppninnar. Dómnefnd Formaður er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. Meðdómendur eru Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi, Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, Ólafur B. Thors, formaður samstarfsnefiidar ríkis og Reykjavíkurborgar um tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel, Albína Thordarson, arkitekt, Sólveig Berg Björnsdóttír, arkitekt og Knud Fladeland Nielsen, arkitekt. Afhending keppnisgagna og þátttökugjald Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust frá og með 13. júní 2001 á skrifstofu Arkitektafélags íslands, Hafnarstræti 9, milli 09:00-12:00 virka daga og í afgreiðslu Borgarskipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3, milli 10:00-16:15 virka daga. Hana má einnig nálgast á heimasíðu samkeppninnar, http://www.midborg.net Önnur keppnisgögn verða afhent gegn skilatryggingu að upphæð kr. 10.000. hjá trúnaðarmanni. Skilafrestur Tillögum skal skila til trúnaðarmanns, á skrifstofu Arkitektafélags íslands að Hafnarstræti 9, 2. hæð 101 Reykjavík eigi síðar en 5. nóvember 2001. Nánari upplýsingar og samkeppnislýsingu er að finna á heimasíðu samkeppninnar, http://www.midborg.net, sem opnar 13. júní. Upplýsingar verða einnig veittar á skrifstofu Arkitektafélags íslands í síma: 551 1465 milli 09:00-12:00 virka daga og hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur í síma: 563 2340, milli 10:00-16:15 virka daga. Reykjavík, 9. júní 2001. _________________________________________________________________________/

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.