Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 11. júní 2001 MANUPAGUR Meindýraeyðing ■. Geitungar • Skordýr og fl. P j§. Garðaúðun • Illgresiseyðing Stífluþjónusta • Röramyndir Hreinsun loftræstikerfa S: 893-6028 VARÐANDI Meindýravarnir Reykjavíkur Viðbygging við Þjóðleikhúsið: Er hámark smekkleysunnar þíóðleikhúsid „Ég varð undir í nefnd- inni en yfir í borgarstjórn" segir Ósk- ar Bergsson varaformaður skipulags og byggingarnefndar um tillögu nefndarinnar að viðbyggingu við Þjóðleikhúsið. Nefndin hafði sam- þykkt með 6 atkvæðum gegn atkvæði Óskars Bergssonar að reisa um- rædda byggingu tii bráðabirgða. Hún átti að vera leikmunageymsla leik- hússins, en leikmunir eru nú geymd- ir í gámum fyrir utan húsið. Að sögn Óskars var hugmyndin sú að bygg- ingin yrði úr timbri, áföst húsinu og klædd steni-plötum, sem Óskari þótti „hámark smekkleysunnar“. Hann telur að kostnaður fyrir slíka bráðabirgðalausn hefði orðið um 8 milljónir. Á borgarstjórnar- fundi var hinsvegar samþykkt sam- hljóða að vísa tillögunni aftur til nefndarinnar. Fyrirséð er að veruleg- ar breytingar þarf að gera á tillög- unni svo hún fáist samþykkt. Óskar VIÐBYGCINCARHUGMYNDUM VÍSAÐ FRÁ Þarna átti húsnæði fyrir leikmunageymslu Þjóðleikhússins að rísa. telur réttast að hugmyndin verði tek- in inn í hefðbundna deiliskipulags- vinnu sem verið er að vinna fyrir þennan reit, þar sem fengin verði framtíðarlausn á vandamálinu. ■ Jii iiiiiíiíiif mi ummmmÉÍL'Míi Wtertwrí 7lltaill lifehi imslftai alrijíLir aoilasi SILFUR HAFSINS Veiðar hafa gengið vel í síldarsmugunni og vonlegt er að floti íslendinga klári íslenska kvótann á næstu dögum. Alls á að veiða 851.500 tonn úr síldarsmugunni þetta árið og deila (slendingar kvótanum með Norðmönnum, Færeyingum, Rússum og Evrópubanda- lagsþjóðunum. Síldveiðarnar ganga mjög vel Síldin er um 600 sjómílur norðaustur af landinu. Hrað- frystihús Eskifjarðar klárar sinn kvóta í næstu tveimur - þremur túrum. Heildarkvóti íslendinga 132 þúsund tonn. sílpveiðar Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum ganga vel að sögn Elfars Aðalsteinssonar, forstjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Hrað- frystihúsið hefur sent bæði Hólma- borgina og Jón Kjartansson í einn túr í síldarsmuguna og komu þau bæði í land með fullfermi eða um fjögur þúsund tonn. „Skipin eru núna stopp fram yfir sjómannadaginn og munu síðan halda til veiða um leið og menn eru klárir,“ sagði Elfar á föstudaginn. Hann sagði þetta vera ágætis byrjun á norsk-ís- lensku síldarvertíðinni sem nú er ný- hafin en heldur langt væri að sækja síldina eða um 600 sjómílur norðaust- ur af landinu. „Þetta er tveggja sólarhringa sigl- ing hvora leið. Síldin ætti að færast og menn hafa orðið varir við hana nær landinu en það er alveg óljóst ennþá og skýrist ekki fyrr en skipin halda aftur til veiða," sagði Elfar. Hann bjóst við því að skip Hrað- frystihúss Eskifjarðar myndu klára þann kvóta sem þeim var úthlutaður í næstu tveimur - þremur túrum en samtals mega skip fyrirtækisins fiska tæp níu þúsund tonn af síld úr síldarsmugunni þetta árið. Elfar sagði að öll sú síld sem skip fyrirtæk- isins veiddu færu í bræðslu þar sem erfitt væri að viðhalda ferskleika síldarinnar þegar tveir sólarhringar eru í landi. „Eins er mikil áta í síld- inni,“ bætti Elfar við. Heildarkvóti íslendinga í norsk- íslensku síldinni er rúm 132 þúsund tonn og síðan deila Færeyjar, Noreg- ur, Rússland og Evrópubandalags- þjóðirnar með sér rúmum 719 þús- und tonnum. omarr@freltabladid.is m Frelsi til samskipta með handfrjálsum búnaði frá Plantronics mnáttmmms frjáls eins og fuglinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.