Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 11. júní 2001 MÁNUDACUR HRAÐSOÐIÐ Fóstureyðingarskip til írlands Hollensk áhugamannasamtök hyggjast bjóða írskum konum upp á fóstureyðingar utan landhelgi við írland. ÞORSTEINN STEPHENSEN tónleikahaldari r- Island er fóstureyðingar: Fóstureyðingarskip leggur af stað til Dýflinar á írlandi frá Amsterdara í Hollandi á mánudag til þess að flytja konur sem vilja binda enda á þunga sinn á alþjóðlegt hafsvæði, út fyrir áhrifasvæði írskra laga sem leggja bann við fóstureyð- ingum. Hér er um að ræða sjúkraskip sem gert er út af sjáflboðaliðahreyf- ingu og heitir skipið Sea Change. Því er sérstaklega ætlað að koma til móts við þarfir írskra kvenna sem hafa ekki efni á að fara til Englands í fóst- ureyðingu. Joke van Kampen, einn af forsvarsmönnum fóstureyðingar- skipsins, segir að tilgangurinn farar- innar sé að vekja athygli á stefnu sem kúgar konur og veita þeim ör- ugga aðstoð. Gert er ráð fyrir að skipið komi við á ýmsum höfnum á írlandi á tveggja vikna tíma. Skipinu hefur verið boðið að sigla til Brasilíu og Filippseyja í sama tilgangi. „Það er reginhneyksli að konur skuli deyja þúsundum saman af völd- um ólöglegra fóstureyðinga", segir læknirinn Rachel Gomperts, sem framkvæma mun fóstureyðingarnar um borð í skipinu. „Gert er ráð fyrir að 53 milljónir kvenna láti eyða fóstri á ári hverju í heiminum og þar af gera 20 milljónir það ólöglega og við ömurlegar aðstæður." Gomperts var áður læknir um borð í Rainbow Warrior sem Greenpeace gerði út. Hún vonast til þess að konur komi um borð í skipið að morgni, síðan verði siglt út fyrir 12 mílna land- helgi, og gerð aðgerð, og komið til baka að kvöldi. Skipið er 130 feta og hefur 25 sjúkrarými og skurðstofu um borð. Um 6300 írskar konur fóru til Englands í fyrra til þess að láta eyða fóstri, og talið er að fjöldi þeirra sem það gera heimafyrir sé svipaður og í öðrum löndum. Frá því 1992 hefur konum á írlandi ekki verið refsað Mary Muldowney, vinstri, og Cathleen O' Neill eru talskonur samtakanna Women on Waves Ireland, sem hafa fengið fóstureyð- ingarskipið til Irlands. fyrir fóstureyðingar sem fram- kvæmdar eru á erlendri grund. Búist er við því að komu skipsins verði mótmælt víða á írlandi. ■ stærsti markaðurinn Hvers vegna nýtur þýska rokk- hljómsveitin Rammstein svona mikilla vin- sælda á fslandi? „Þetta er bara rokk og ról að skapi íslenskra víkinga. Ég sá þá í Berlín fyrir stuttu og þetta er frábært tón- leikaband." HVERJAR eru vinsældir þeirra i öðrum löndum? „Ég hef nú ekki mjög góða yfirsýn yfir það. Þeir spiluðu í Astoria í London og það komu um 700 manns, sem er ekkert rosalega mikið. Ég hef engar upplýsingar um hvað þeir selja mikið af plötum út um allan heim en ísland er langstærsti mark- aðurinn og þeir selja hlutfallslega langmest af plötum hér.“ HVAÐ olli því að óánægja varð með miðasöluna á tónleíkanna? „Það er alveg ljóst að það var um- fram eftirspurn eftir miðum en í allt voru seldir 12.000 miðar. Það var reynt eftir fremsta megni að hafa jafnan aðgang að miðum en ég held að sama hvaða fyrirkomulag sé haft á, það verður alltaf einhver ósáttur." HVERNIG gat landsbyggðarfólk tryggt sér miða? „Það voru seldir miðar á Selfossi og á Akureyri og svo voru miðar boðnir á Netinu. Við settum 2500 miða á Netið svo landbyggðin gæti tryggt sér miða. Ég held að það hafi skilað sér áð miklu leyti." HVERS VEGNA tæki einokað miðasölu á tónleikana? „Það er fjarri sannleikanum að ís- landssími hafi einokað miðasöluna. Tónleikahaldarar eru sjálfstæðir að- ilar sem njóta ekki ríkisstyrkja. Þetta er áhættusamur bransi og þeir leita leiða til að fá stuðning og sam- starfsaðila. Íslandssími fékk eitthvað af miðum til að selja viðskiptavinum sínum eingöngu. Ég hugsa að það hafi verið 5% af miðunum eða um 600 miðar.“ Þorsteinn Stephenssen er 33 ára og vinnur við tónleikahald. Hann hefur m.a. séð um lcelandic Airevaves tónlistarhátíðina s.l. tvö ár, Buena Vista Social Club tónleikanna o.fl. Almenn uppbygging slær út stóriðju Júlíus Sólnes gerði samanburð á nokkrum valkostum við atvinnuuppbyggingu og komst að þeirri niðurstöðu að með hliðsjón af efnahagslegum, fjárhagslegum og umhverfisþáttum væri hagkvæmast að ráðast í almenna uppbyggingu án stóriðju. atvinnuuppbygging „Við samanburð á valkostum komst ég að þeirri nið- urstöðu að almenn uppbygging á Austfjörðum án stóriðju hafi já- kvæðari áhrif fyrir Austfirðinga heldur en uppbygging stóriðju", segir Júlíus Sólnes, prófessor í um- hverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla íslands. „Mér datt í hug að bera saman umhverfisáhrif af því að reisa ál- ver í Reyðarfirði og olíuhreinsun- arstöð en samkvæmt úttekt rúss- neskra aðila fyrir nokkrum árum kom í ljós að hagkvæmt kynni að vera að reisa sex milljón tonna ol- íuhreinsunarstöð í Reyðarfirði. Til þess að þetta gengi upp taldi ég þurfa þrjá skilgreinda valkosti og bjó því til ímyndaðan valkost al- mennrar uppbyggingar án stór- iðju.“ Júlíus fann umhverfisvísi- tölu hvers valkosts fyrir sig og tók þá mið af efnahagslegum og fé- lagslegum þáttum auk landnotkun- ar, umhverfisröskunar og loft- JÚLÍUS SÓLNES Ég set markmiðið, eins og menn hljóta almennt að gera, að sú leið sem verður farin verði til þess að styrkja byggð á Austfjörðum mengunar auk þess sem hann tók umhverfisáhættu inn í myndina vegna hugmyndarinnar um olíu- hreinsunarstöð. „Auðvitað verða menn að átta sig á því að þetta var hrein akademísk stúdía hjá mér og ég var ekki að taka afstöðu til virkjun- ar, álvers eða olíuhreinsunarstöðv- ar. Þriðji valkosturinn er ímyndað- ur af minni hálfu en nauðsynlegur til þess að aðferðin gengi upp.“ Val- kosturinn er svipaður viðhorfum sem sett voru fram þegar Fljóts- dalsvirkjun. Júlíus segir að hann hafi litið til þeirrar fjárfestingar sem menn hyggjast ráðast í vegna virkjunar og álvers og gefið sér það að menn ættu ekki að vera í vandræðum við að setja upp áhæt- tu- og fjárfestingarsjóð með einum tíunda þess fjár sem til stendur að setja í virkjun og álver. Þennan sjóð mætti nota til atvinnuupp- byggingar á Austurlandi en að auki þyrfti ríkið að koma að þessu með því að bæta samgöngur og efla menntun. „Ég hef alltaf haldið því fram að ef þú menntar fólk af sjál- fu sér komi allt annað af sjálfu sér.“ ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Eins og fram hefur komið eru hvalir ansi frekir á fisk í sam- keppni við fiskimenn. Á blaðamanna- fundi Árna Matthiesen á föstu- dag þar sem hann kynnti inngönguna í Alþjóðahvalveiði- ráðið urðu menn fljótt sammála um að tvennt væri til ráða til að minnka það magn fisks sem hvalir borða frá mönnum. Annars vegar væri að skjóta þá eins og Bubbi Morthens söng hér um árið. Hins vegar væri auðvitað spurning hvort ekki mætti setja kvóta á þá og myndi þeim þá fljótt taka að fækka eins og tilfellið virðist vera með þorskinn. Pressan.is segir frá því að Dale Campbell-Savours þingmaður breska Verkamannaflokksins, hafi fengið sæti í lávarðadeild breska þingsins. Hann sé kvæntur íslenskri konu, Guðrúnu Kristínu Runólfsdótt- ur, sem er fyrsta íslenska konan til að hljóta nafnbótina „lafði“. Guðrún var flugfreyja hjá Flugfélagi íslands á árunum 1967-1970 og hefur búið í Englandi frá 1967, hún á föður, þrjá bræður og systur heima á íslandi. Guðrún og Campbell-Savours gengu í hjónaband á Islandi. Guðrún segir í stuttu samtali við Pressuna að eigin- maður hennar hafi haft nokkur kynni af landinu, það sé þó all langt síðan hann kom hingað síðast, en þá var hann hér í heimsókn ásamt hópi þingmanna. Guðrún tekur nafnbót- inni með stakri ró og sagði það „nú bara vera tilviljun að maðurinn sem hún varð ástfangin af, fyrir löngu síðan, hafi fengið sæti í lávarða- deildinni núna.“ Campbell-Savours hefur setið á þingi sl. 22 ár og var á níunda áratugnum einn nánasti samstarfs- maður Neils Kinnock, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins. Hann var einn helsti talsmaður stjórnar- andstöðunnar í málum tengdum stjórnsýslu. Hann er vel þekktur og var frekar áberandi, þegar hann var upp á sitt besta, og þótti sérstaklega rökfastur og mikill' málafylgjumað- ur. Campbell-Savours hefur átt sæti á breska þinginu fyrir Work- ington í Norður-Englandi síðan 1979. Verkamanna- ■ flokkurinn hefur ætíð haft góða stöðu í Workington og Campbell-Savo- urs hlaut síðast kosningu með um 64% atkvæða. Hann er í hópí eldri þingmanna Verkamannaflokksins sem hafa staðið upp fyrir sér yngri mönnum og fá nú sæti í lávarðadeildinni, en gömlu kempurnar Michael Hes- eltine og Sir Paddy Ashdown eru meðal þeirra sem fylgja Campbell- Savours upp í lávarðadeildina. Ekki liggja fyrir neinar öruggar úpplýsingar um hversu hár minnsti maður fslands er eða hefur verið, segir á vísindavef Háskóla ís- ; lands. Fremur líklegt er þó að sá máð- ur hafi þjáðst af sjúkdómnum brjósk- kyrkingi (achondroplasiu) sem er arf- ' gengur sjúkdómur og veldur dverg- vexti. Útlimir eru þá óeðlilega stuttir miðað við búk. Meðalhæð karla með þennan sjúkdóm er rúmlega 120 cm. Lágvaxnasti fullorðni karlmaður sem sögur fara af samkvæmt sömu heimild, var Ameríkumaðurinn Calvin Philips sem fæddist í Massachusetts 14. janúar 1791. Nítján ára gamall mældist hann 67,3 cm á hæð og 27 kg. Lágvaxnasta fullorðna manneskjan sem vitað er um, var hol- lenska stúlkan Pauline Musters sem var kölluð Pálína prinsessa. Hún fæddist í Hollandi í febrúar 1876 og var 30,5 cm álengd við fæðingu. Fjögurra ára gömul var hún aðeins 38,1 cm á hæð. Hún dó 19 ára gömul úr lungnabólgu og heilahimnubólgu í New York borg 1. mars 1895. Þá var hún rétt tæpir 60 cm á hæð. ítalska stúlkan Carolina Crachami fæddist í Palermo á Sikiley 1815 og við fæð- ingu var hún tæpir 18 cm á lengd. Hún lést 9 ára gömul og mældist þá tæplega 52 cm á hæð. Beinagrind hennar má nú sjá í Hunter safninu, Royal College of Suigeons í London. Engar upplýsingar eru til um hvað or- sakaði dvergvöxtinn hjá þessum ein- staklingum’. ▼ . ' samspil -núrtan Útsála á hljóðfœrum 11 - lójúní Við eigum 1 árs afmæli. Af því tilefni bjóðum við aflsátt sem um munar, einnig af nýjum vörum. 20 - 50% afsláttur Tónlistarfólk komið og gerið góð kaup. Samspil - Nótan, Skípholti 21, sími 595 1960 „Stjörnuspáin þín í dag segir: „Ef þú býöur einhverjum út að borða í kvöld áttu gott í vændum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.