Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 11
MÁNUPAGUR 11. júní 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Raforkubændur á Vestfjörðum: Hafa gert árssamning við Orkubúið RAFBÆNDUR Ný búgrein hefur rutt sér til rúms, en tjændur á Vestfjörðum eru að undirbúa litlar virkjanir þar sem þeir ætla að framleiða rafmang til sölu. Ný bandarísk rannsókn: Offita hættulegri en reykingar los angeles. ap. Fullorðið fólk sem þjá- ist af offitu á við fleiri ólæknandi sjúkdóma að stríða en reykinga- menn, ofdrykkjumenn og fátækt fólk. í könnuninni kemur fram að fólk sem á við offituvandamál að stríða á við næstum helmingi fleiri ólæknandi sjúkdóma að stríða en fólk sem er í kjörþyngd. „Við áttum ekki von á svona miklum mun,“ sagði Rol- and Sturm, sem sá um könnunina fyrir hönd RAND stofnunina og var nýlega birt í breska blaðinu Public RANNSAKAR OFFITU Samkvæmt rannsókninni er fólk sem þjáist af offitu í stærri áhættuhópi hvað varðar ólæknandi sjúkdóma, en t.d. reykinga- menn. Health. Könnuninn sýndi einnig fram á að reykingar skaða konur meira en karla. Kvenkyns reykingamenn þjáð- ust í 40% fleiri tilvikum af ólæknandi sjúkdómum en þeir sem ekki reykja, en talan var hins vegar 30% fyrir karlkyns reykingamenn. ■ raporka Orkubú Vestfjarða hef- ur nú gert raforkusamning við Birki Friðbertsson á Botni í Súgandafirði sem ráðgerir að virkja orku úr Langá (Botnsá). „Orkubúið lítur til þess að stað- setning er góð, við endastöð á raflínu svo lítið spennufall verður og orkan nýtist því vel“, segir Birkir. Ekkert uppistöðu- lón er á staðnum svo hér verður um rennslisvirkjun að ræða. Birkir telur að hægt verði að virkja um 230 kílóvött á klst. og upp í 500 þegar rennsli verður mikið. Framkvæmd þessari fylgja fjárfestingar upp á um 40 milljónir í búnaði á borð við rafal og vatnsvél (túrbínu). Mikið vatn mun þó renna til sjávar áður en Birki tekst að virkja það, því fyrsta skrefið er að ljúka und- irbúningi þeim sem felst í byggingu stöðvarhúss, niður- setningu röra og ganga frá inn- taksþró. Að því loknu er fyrst hægt að koma fyrir véiunum sem Birkir á enn eftir að panta, en þær hafa að hans sögn 6-7 mánaða afgreiðslutíma. Mark- mið Birkis er að hefja virkjun um næstu áramót, en samning- ur hans við Orkubúið er til eins árs, uppsegjanlegur af beggja hálfu. En Birkir er ekki einn um áætlanir af þessu tagi því Sigurður Magnússon á Fremri Tungu er með raforkuáætlanir líka og staðan í undirbúningi hjá honum er að sögn svipuð. ■ Skipulags og byggingarnefnd veitir verðlaun: Samkeppni um bestu hönnunina HÚSBYGGINGAR HÚS ís- lenskrar erfðagrein- ingar sem nú er að rísa í Vatnsmýrinni, er ein af fimm bygg- ingum sem hlýtur viðurkenningu skipu- lags- og byggingar- nefndar Reykjavíkur fyrir framúrskarandi hönnun. Hinar bygg- ingarnar sem til greina koma koma sem besta verkefni síðasta árs eru: Borg- artún 19, hönnuðir Ásgeir Ásgeirsson og Ivon Stefán Cilia, Kristnibraut 1-9, hönnuðir Sigríður Magnúsdóttir og Hans-Olav Andersen, samstarfsarkitektar eru Laufey Agn- arsdóttir og Sveinn Bragason, Ólafs- geisli 103, hönnuður Sigurður Hall- grímsson og Skildinganes 11, þar sem hönnuðir eru Davíð Kristján Pitt og Kristján Garðarsson. Viðurkenningar verða veittar í Ráðhúsi Reykjavíkur 19. júní og þá verður tilkynnt hvaða bygg- ing var valin best á síðastliðnu ári. Mannvirkið í Vatnsmýrinni er það stærsta og ganga byggingarfram- kvæmdir þar nú afar hratt. Hönnuðir eru arkitektarnir Ingimundur Sveins- son, Jóhann Einars- son og Ólafur Axels- son. Húsið, sem er sérhæft atvinnuhús- næði, skiptist í aðal- atriðum í rannsókn- arbyggingu í tveim- ur álmum, skrif- stofubyggingu og al- mennt rými með fyrirlestrarsal, búningsherbergjum og kaffistofu. Bílastæðum er að mestu komið fyrir í tveimur bíla- geymsluhúsum. Heildarstærð er tæp- ir 16.000 fermetrar auk bílageymslu- húsa. Verktaki er byggingarfyrirtæk- ið Eykt. ■ HÚS ÍSLENSKRAR ERFÐAGREIN- INGAR f VATNSMÝRI. Hönnuðurnir Ingimundur Sveinsson, Jóhann Einarsson og Ólafur Axelsson fá viðurkenningu fyrir framúrskarandi hönnun. SYRGJENDUR I FLÓTTAMANNABÚÐUNUM Bedúínakonur í Palestínu söfnuðust saman i Nuseirat flóttamannabúðunum í gær þar sem jarðarför kvennanna þriggja fór fram. ísrael: Þrjár konur myrtar jerúsalem. ap Skot frá ísraelskum skrið- drekum urðu í fyrrinótt þremur palestínskum konum að bana, en dauðsföll höfðu þá ekki orðið í átökum ísraelsmanna og Palestínumanna um viku skeið. Palestínumenn fordæmdu ísraelsk stjórnvöld vegna þessara at- burða og greinilegt að engin alvara væri af Israels háifu með vopnahléð. Konurnar þrjár, sem voru 65, 46 og 17 ára gamlar, bjuggu í bedúínskum flóttamannabúðum nálægt landnema- byggð Gyðinga. ísraelsher segir að skotið hafi verið þrisvar á flótta- mannabúðirnar í hefndarskyni vegna þess að tveir Palestínumenn skutu á landnemabyggðirnar. Um það bil þúsund manns tóku þátt í jarðarför þeirra í gær og hróp- uðu þátttakendurnir vígorð gegn fsra- el. Palestínskir og ísraelskir yfir- menn öryggismála hittu í gær George Tenet, yfirmann bandarísku leyni- þjónustunnar CIA, en hann hvatti þá til þess að tryggja vopnahléð til þess að undirbúa jarðveginn fyrir friðar- viðræður. ■ Skotárás í Osló: Sex manns særðust osló. ap Sex manns særðust, þar af þrennt alvarlega þegar maður tók skyndilega að skjóta úr byssu inni á fjölmennum skemmtistað í miðborg Osló snemma í gærmorgun. Maðurinn flúði af vettvangi, en norska lögreglan sagðist síðdegis í gær hafa komist að því hver hafi ver- ið að verki og bjóst við því að hand- taka hann fljótlega. Árásarmaðurinn kom inn á skemmtistaðinn Baronen og Baro- nessen í Storgata í Osló um þrjúleyt- ið í fyrrinótt og skaut sjö eða átta skotum. Ekkert var vitað um tilefni árásarinnar í gær. ■ Ógnar stöðugleika kvótakerfisins Erfitt að réttlæta lán til kvótakaupa. Sjávarútvegsráð- herra getur hent einni tegund út úr kvótakerfinu eftir eigin geðþótta. Þeir sem keyptu steinbít fyrir stuttu eru með verðlausan kvóta í höndunum. sjávarútvegur „Ég held að lánastofnan- ir hafi almennt ekki gert sér grein fyrir hversu mikil völd sjávarútvegs- ráðherra hefur í þessum efnum. Þetta mun hafa veruleg áhrif í framtíðinni ef sjávarútvegsráðherra getur hent heilu tegundunum út eftir eigin geð- þótta. Þá verður mjög erfitt fyrir lánastofnanir að réttlæta lán til að kaupa á kvóta fyrir þessar tegundir. Alla vega á það við um aukategundirn- ar,“ segir Árni S. Guðmundsson hjá Kvóta- og skipasölunni ehf. en hann telur ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að afnema kvóta á steinbít grunn- hyggna og að hún geti haft veruleg áhrif í framtíðinni. Með henni hafi stöðugleiki kerfisins minnkað og mönnum sé Ijóst að ákvörðun eins manns geti gert kvóta verðlausan. Ákvörðun um að taka steinbít út úr kvótakerfinu kom flatt upp á menn. Árni segir að ráðherra hefði átt að til- kynna þessa fyrirætlan með a.m.k. árs fyrirvara svo menn gætu undirbú- ið breytingarnar. Margir voru nýbún- ir að kaupa steinbítskvóta sem nú er orðinn verðlaus. Fyrirtæki og einstak- lingar hafi jafnvel veðsett kvótann eins og annað auk þess að leggja veru- legt fjármagn til kaupanna sjálfra. Árni segist ekki vita hvaða við- VEÐSETNING KVÓTA „Ég held að lánastofnanir hafi almennt ekki gert sér grein fyrir hversu mikil völd sjávarútvegsráðherra hefur í þessum efn- um", segir Árni S. Guðmundsson brögð þetta veki hjá þeim sem gera út á veiðar á flatfiski - en þeir geta jafnvel óttast að flatfiskur verði tek- inn úr kvóta næst - rétt eins og stein- bítur nú. Óttast er að sókn í steinbít verði mjög mikil og að stofninn kunni að skaðast af mikill sókn og eins er uggur í mörgum um hvort þetta muni auka brottkast - þar sem nánast von- laust er að bátar fiski einungis stein- bít. ■ Quelle Snyrtitaska. Fullkomin geymsla fyrir snyrti og förðunarvörurnar. Fjöldin allur af þægilegum hótfum og hirslum. Verð aóeins kr. 2290 Feróatöskusett ~ ▼ 6 hluta sett - þú hefur réttu töskuna fyrir öll feróalög. Vandað sett á einstöku verði Veró aóeins kr. 6790 Stakar töskur á hjóium Einstaktega fallegar og vandaóar töskur. Mörg aukahólf, styrktar á hornunum. Verð aðeins kr. 1690 - 2390 - 4490 Bakpokí - Microfaser w Gott efni, ótal Feróataska á hjótum hólf, stór og smá Hún stó i gegn! m.a. fyrir síma. Fatleg, vönduó og notadrjúg, Töskur - töskur í bæinn, í sundið, í leikfimina. Passa alls staóar, 3 litir. Útsala kr. 599 Shopperr - ekta sumartaska Útsala kr, 495 Hnífasett ^ 14 hluta hnifasett úr ryðfriu eðalstáli i * tréstandi. Vandað sett á frábæru verði. Útsala kr. 2490 Borðbúnaóur 24 hluta borðbúnaóur fyrir 6. Vandað sett úr eðalstáli. Útsala kr. 1190 Pottasett 4 hluta Tveir pottar, skaftpottur og panna.Ryófrítt eðalstál, hitaeinangrandi handföng, orkusparandi botn. Glæsilegt útlit - Útsala kr. 2990 S Hlutíf* 1 Verá Matar- og kaffistell 30 hluta Blaue - Rose postulinsstell fyrir 5. Afar fallegt stell á frábæru verði. Útsala kr. 5990 4 pottar með loki og skaftpottur. Eðalstál, hert glerlok með gufurás, tvöfaldur botn, fyrir allar tegundir eldavéla. Einfatdlega frábært verð. Útsala kr. 6890 Pottasett 8 hluta. 3 pottar með loki, 2 skaftpottar og 3 stálskálar. Ryðfrítt eðalstál, hitaeinangrandi handföng, orkusparandi botn. Frábært sett á ótrúlegu verði. Útsala kr. 4990 Verslun Dalvegi 2 Kópavogi - Sími 564 2000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.