Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 2
r Á að hefja hvalveiðar á ný? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is 22% íslensk Auðlind L æ k j a r t o r g i Haínarstræti 20. 2h 101 Revkjavik Vr/wv/.audlind.is Öflugur hverfispöbb Vorum að fá á söluskrá okkar öflugan hverfispöbb með mjög góða viðskiptavild. Fyrirtækið er rekið í leiguhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Allar nánari uppl. gefnar á skrifstofu Þekktur grillstaður A söluskrá er til sölu einn af þekktari matsölustaðum Reykjavíkur sem rekinn hefur verið með miklum myndarbrag til margra ára. Fín við- skiptavild, gott húsnæði og vel tækjum búið fyrirtæki. Innflutningur-Heildsala Erum með á skrá mjög gott og þekkt fyrirtæki sem þjónað hefur landanum til margra ára með miklum myndarbrag. Þarna er á ferðinni innflutningsfyrirtæki með umboð sem tengist íþróttafatnaði skóm og fl. Athugið Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur allar gerðir af fyrirtækj- um á skrá. Fyrirtækjasala I Fasteignasala I Leigumiðlun I Lögfræðiþjónusta KJÖRKASSINN FRETTABLAÐIÐ 11. júní 2001 MÁNUDACUR Heióursviðurkenningar Sjómannadagsráðs: Sjómenn heiðraðir sjómannapagur Sjómannadagsráð veitti fimm sjómönnum heiðurs- merki í tilefni sjómannadagsins. Þeir eru: Aðalsteinn Gunnarsson, loft- skeytamaður sem hóf sjómennsku 1948 og var í áhöfn togarans Júpiters þegar 26 mönnum var bjargað i ofsa- veðri í febrúar 1962. Georg Stefáns- son Scheving, skipstjóri sem hóf sjó- mennsku 14 ára gamall árið 1951 og var um áratuga skeið stýrimaður og skipstjóri farskipa Sambandsins. Guðbjörn Axelsson, vélstjóri sem stundaði sjóinn á ýmsum skipum í 45 ár og er enn að á eigin trillu. Harald- ur Kristinn Jensson, skipstjóri sem á 50 ára sjómannsferil að baki, m.a. á Fossum Eimskipafélagsins og skip- um Sementsverksmiðjunnar. Rúdolf I TILEFNI DACSINS Þessir sjómenn eiga það sameiginlegt að hafa lagt af mörkum óeigingjarnt starf á sjó um áratuga skeið. Sjómannadagsráð heiðraði þá í tilefni dagsins. Kristinn Kristinsson, háseti hóf sjó- mennsku 1958 og var meðal annars á Þormóði Goða í veðurofsanum mikla við Nýfundnaland árið 1959.■ Samningur við launa- nefnd sveitarfélaga: Þroskaþjálfar kolfelldu kjara- samning kjaramál Þroskaþjáifar á lands- byggðinni felldu kjarasamning þann sem félag þeirra gerði við launa- nefnd sveitarfélaga í síðustu viku. Um 70% þeirra sem atkvæði greiddu voru ósáttir við samninginn. Þroska- þjálfar funduðu með samninganefnd Reykjavíkurborgar í gær, en þeir síð- arnefndu höfðu vonast til að geta haft samninginn við launanefnd sveitarfé- laga til viðmiðunar þegar samið yrði um kjör þroskaþjálfa í Reykjavík. Að sögn Sólveigar Steinsson formanns þroskaþjálfaféiagsins kom ekkert nýtt fram á fundinum en næsti fund- ur verður á þriðjudag þar sem þroskaþjálfar leggja fram tilboð. ■ —*— Tékkland: Kúariðusmit í Tékklandi Japan: Brjálaður maður myrti átta skólabörn osaka. japan. ap. Átta börn létust og 15 særðust á föstudag þegar maður vopnaður hnífi réðist að hópi krakka í barnaskóla í Japan og byrjaði að stinga alla þá sem á vegi hans urðu. Þeir sem urðu fyrir árásinni voru að mestu sjö og átta ára gömul börn, en skólinn er staðsettur í Ikeda í vestur- hluta Japan. Sjö börn af þeim átta sem létust voru stúlkur. Árásamaður- inn, hinn 37 ára gamli Mamoru Takuma, á við andlega vanheilsu að stríða og er fyrrum húsvörður við nærliggjandi skóla. Hann hefur aldrei lent á sakaskrá. Tvö barnanna létust á staðnum, en hin sex létust á sjúkrahúsi af sárum sínum. Af þeim 15 sem særðust eru 13 börn og tveir kennarar. Að sögn lögreglunnar klifraði Takuma upp á verönd til að komast inn í kennslustofu sem var á fyrstu hæð skólans. Þar hóf hann þegar í stað að leggja með stórum hnífi til barnanna sem staðsett voru aftast í stofunni. Þvínæst fór hann út úr stof- unni, særði nokkur börn á leiðinni fram á gang og hélt síðan inn í þá næstu. Þar var hann loks yfirbugaður af tveimur kennurum og skömmu síðar handtekinn. Var Takuma sjálfur slasaður að því er virðist eftir að hafa áður reynt að fremja sjálfs- morð. Takuma var handtekinn í mars árið 1999 eftir að hafa verið sakaður um að setja róandi lyf í te fjögurra kennara í skólanum sem hann vann, SORG Japönsk skólabörn standa sorgbitin fyrir utan skólabygginguna eftir að hafa verið látin rýma húsið vegna brjálaðs morðingja. en var ekki dæmdur sekur vegna geðrænna vándamála. ■ Harmleikurinn í Nepal: Nýi konungurinn mætir andstöðu katmanpu. ap Rannsóknarnefnd sem á að gera Nepalbúum grein fyrir því hvað gerðist þegar konungsfjöl- skyldan var myrt bað í gær um fjög- urra daga frest til þess að skila skýrslu um málið. Nefndin hefur m.a. kallað til dómara, réttarlækna, herforingja og vopnasérfræðinga en nýi konungurinn hefur fallist á frest- inn. Margir eiga erfitt með að trúa frásögnum sjónarvotta af harm- leiknum í konungshöllinni þann 1. júní síðastiðinn þegar Dipendra krónprins er sagður hafa skotið tii bana nánast alla konungsfjölskyld- una og að lokum fyrirfarið sjálfum sér. Samsæriskenningar heyrast um að Gyanendra, hinn óvinsæli nýi konungur, hafi átt hlut að máli sem og Paras, sonur Gyanendras. Uppreisnarhópar maóista, sem ekki hafa notið mikils stuðnings al- mennings, virðast ætla að notfæra sér óstöðugleikann sem fylgt hefur harmleiknum og konungsskiptunum. Meira en 1600 manns hafa látið lífið í átökum við maóista frá því 1996. ■ prag. tékklanpi. ap. Seinna próf hefur staðfest að kúariða hafi greinst í kú sem slátrað var í Tékklandi á dögun- um. Að sögn þarlendra heilbrigðisyf- irvalda á þó enn eftir að framkvæma ýmis önnur próf í tengslum við málið. Tíðindin eru talin mikið áfall fyrir tékkneska bændur sem hingað til hafa talið landið vera algerlega laust við kúariðu. ■ —«— Noregur: Níræður útkastari osló. ap Lögreglan í Stavangri á Nor- egi hefur gert öllum krám í bænum skylt að ráða sér útkastara. Odd Nor- eger, eigandi krárinnar Skjen- kestuen, brást skjótt við og réð elsta fastagestinn sinn sem útkastara. Nýi útkastarinn er 91 árs gömul kona, Marta Aurenes að nafni. Og hún er sögð vera ekkert lamb að leika við. „Ég get verið býsna ströng ef ég þarf þess,“ segir hún. „Satt að segja er ég góð að tala fólk til, miklu betri en að nota hnefana." ■ Spurning dagsins í dag: Canga tóbaksvarnarlögin of langt? Farðu inn á vísi.is og segðu þfna skoðun I STÓRBRUNI HJÁ STRÝTU Slökkviliðið gekk vasklega fram ( baráttunni við eldinn hjá Strýtu á Akureyri, en fullur tankur af bensíni var i 30 metra fjarlægð. Tugmilljóna tjón varð í brunanum. Svartur reykur um alla Eyri Fullur tankur af bensíni í þrjátíu metra fjarlægð frá logandi fiskikössum Strýtu á Akureyri. Margbúið að vara menn við að hafa kassana svo nálægt húsum. bruni Litlu munaði að stórslys yrði þegar kviknaði í hjá Strýtu á Akur- eyri sem er dótturfyrirtæki Sam- herja. Þegar slökkvilið kom á stað- inn logaði þegar mikill eldur og bensíntankur frá Esso var í um 30 metra fjarlægð frá eldhafinu. Lík- legast er talið að um íkveikju sé að ræða, en engin önnur skýring virðist haldbær önnur en sú að eldsvoðinn hafi verið af mannavöldum. Vitni sáu krakka á hlaupum þaðan sem eldurinn kviknaði, en ekkert hefur fengist staðfest um að hverjum grunur beinist Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri. Það tók Slökkvilið Akureyrar ekki nema þrjár mínútur að koma á vettvang, en Jón G. Knútsen varð- stjóri sagði það hafa komið mönnum á óvart hversu seint var kallað í slökkviliðið. „Það er í raun furðulegt miðað við eldinn og reykinn að eng- inn skyldi verða eldsins var fyrr. Það var sótsvartur reykur um alla Eyri.“ Hann segir að strax hafi ver- ið gerðar ráðstafanir til að verja nærliggjandi hús og bensíntankinn. „Við snérum okkur strax að því að verja nærliggjandi byggingar þar sem ekkert var við eldinn ráðið,“ segir Jón. Jón segir að fiskikassar séu al- gjör plága, því þeir fuðri upp á svip- stundu. „Það er margbúið að brýna það fyrir mönnum að stafla ekki fiskikössum upp við hús.“ Hann seg- ir aðstæður svipaðar þegar íshúsfé- lag Vestmannaeyja brann. „Hafgol- an og hversu snemma við komum á vettvang kom í veg fyrir að ekki færi verr.“ Aðalsteinn Helgason fram- kvæmdastjóri landvinnslu Samherja segir að um 300 tonn af óunninni rækju hafi eyðilagst í eldinum. Ljóst sé að tjón skipti tugum milljóna, en það verði metið á næstu dögum Hann minnist hins vegar ekki ábendinga um að hafa ekki fiski- kassa upp við húsin og segist ekki vilja skiptast á gagnrýni við slökkvi- liðið. „Við höldum vinnslunni áfram þrátt fyrir þetta, þó hún verði eitt- hvað hægari næstu daga.“ ■ ENCIN MISKUNN Góður meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði á Visi vilja að islend- ingar taki aftur upp hvalveiðar, hvalskurð - og át og útflunting á hvalaafurðum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.