Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 9
MÁNUPAGUR 11. júní 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Tvö þúsund gallaðir jeppar Innköllun Heklu á Pajero og L200 hefur engin áhrif á meginlandi Evrópu. A ekki að gerast segja höfuðstöðvar Mitsubishi í Evrópu. bifreiðargalli Innköllun Heklu á 700 Mitsubishi jeppum af árgerð 1994- .1997, hefur ekki haft í för með sér innköllun á bílum á meginlandi Evr- ópu. Innköllunin var framkvæmd eftir að í ljós kom að 1,4 prósent Mitsubishi Pajero og Mitsubishi L200 jeppa á Islandi hefðu fengið tæringu í stýrisarm sem olli því að samband stýris og hjóla rofnaði. Eig- endur bíla á fslandi sem gallinn kom upp í telja að mik mildi sé að ekki skyldi illa fara, en gan hefur sakað þegar gallinn hefu ;rt vart við sig. Jón Trausti fsson, fram- kvæmdastjóri þjón tusviðs Heklu, sagði að Mitsubisl í Japan hefði metið tilvikið svo að um séríslenskar aðstæður væri að ræða og því þyrfti ekki að koma til innköllunar annars staðar í Evrópu. Martin Dornbrack, blaðamanna- fulltrúi Mitsubishi í Evrópu, segir að málið sé í rannsókn. „Þegar til innköllunar kemur vegna galla eru allir bílar á hverju markaðssvæði fyrir sig innkallaðir eða jafnvel á heimsvísu. Það hefur aldrei komið til þess að bílar séu ein- göngu innkallaðir frá einu landi inn- an markaðssvæðis ... Innköllunin á fsiandi er algjörlega að frumkvæði Heklu,“ sagði Dornbrack. Hann bætti því við að málið væri enn í rannsókn hjá Mitsubishi í Japan en ekki hefði verið tekin formleg ákvörðun hjá fyrirtækinu um inn- köllun. Samkvæmt sölutölum frá Mitsu- bishi í Evrópu seldust 145 þúsund bílar af umræddum tegundum á ár- unum 1994-1997. Sé hlutfall gallað- ara bíla jafn hátt í Evrópu og það er á íslandi eiga 2030 ökutæki í Evrópu á hættu að tengslin milli stýris og hjóla rofni. Ástæða þess að Hekla innkallar bílana má rekja til bilunar í stýr- isarmi bíls Kristjáns L. Möller, al- þingismanns. omarr@frettabladid.is Okkur vantar fólk Við erum ungt og kraftmikið fyrirtæki sem vantar fólk til úthringinga. Við bjóðum upp á góð laun, notalegan vinnu- stað og tækifæri til að vinna með hressu og skemmtilegu fólki. Vinnutími frá kl. 18 - 22. Upplýsingar í síma: 562 6500 eða 690 1441. sím V % FISKSINS FÖGRU HUÓÐ „islenskur fiskur hefur alþjóðlega frægðarslaufu," sagði skáldið og nú lítur út fyrir að fleiri fiskar - eða úthafskarfar og grálúða - komi til með að geta hnýtt á sig slaufuna. Veiðar á Reykjaneshrygg eru heldur að glæðast og eru sjómenn vongóðir um að hægt verði að fylla togarana á undir 14 dögum f næsta túr. Veiðin glæðist á Reykjaneshrygg: Þrjú tonn á tímann miðin Sjómennirnir á Höfrungi III og Helgu Maríu frá Akranesi voru kátir þegar þeir komu í land á laugardag- inn. Skipin höfðu verið á grálúðu og úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg og eftir nokkra daga án þess að mikið veiddist, komust skipin í feitt og var aflaverðmætið talið vera rúmlega 50 milljónir hjá hvoru skipi. Eiríkur Ragnarsson, skipstjóri Helgu Maríu, sagði að veiðin væri heldur að glæðast innan lögsögunnar, en skip sem væru utan hennar væru að fiska lítið sem ekki neitt. „Þarna eru Rússar, Eistar, Spán- verjar, Þjóðverjar og Búlgarar og þeir eru að fiska lítið sem ekki neitt eftir því sem ég best veit. Við vorum að veiða mest um 20-30 mílur fyrir innan lögsöguna en það var ekkert að gerast fyrir utan hana. Við - og önnur skip á svipuðum slóðum - vorum að fá tvö til þrjú tonn á tímann og það þykir nokk- uð gott,“ sagði Eiríkur. Hann bætti því við að um það leyti sem skipverjar Helgu Maríu hefðu verið að búa sig undir að stíma í land hefðu þeir verið komnir í ágæt mál og að hann vonaði að þeir myndu finna torfuna aftur þegar haldið væri út næsta miðviku- dag. íslendingar mega veiða 45 þús- und tonn af úthafskarfa á þessu kvóta- ári. Sjötíu prósent af veiðunum eiga sér stað innan lögsögu íslendinga en 30 prósent eiga sér stað fyrir utan hana. omarr@frettabladid.is Afsláttur af fargjöldum Bókaðu á www.icelandair.is og sparaðu fé og fyrirhöfn. Netflug Icelandair er ný leið fýrir viðskiptavini sem vilja kaupa flugmiða á hagstæðara verði með því að bóka sjálfir á Netinu. Sumarfargjöld með afslætti í Netflugi frá og með 7. júní. Nú eiga viðskiptavinir kost á að kaupa fargjöld Icelandair með afslætti á Netinu. Fyrstu vikuna verður afslátturinn allt að 3.980 kr. af fargjaldi. Sömu vildarpunktar og áður Fargjöld, bókuð með Netflugi, gefa jafnmarga vildarpunkta og fargjöld bókuð á söluskrifstofu eða í síma. Bandarískur skemmtanaiðnaður: Uppsagnir hjá Disney anaheim. kalifornia, ap. Walt Disney fyrirtækið ætlar að segja upp um þúsund starfmönnum á næstunni. Flest vinnur fólkið á skemmtigörð- um fyrirtækisins í Anaheim og Or- lando og í teiknimyndadeild fyrir- tækisins. Uppsagnirnar munu ein- nig snerta 24 starfsmenn frá frétta- deild ABC-sjónvarpsstöðvarinnar, sem er í eigu Disney, auk þess sem 25 manns úr kvikmynda-, tónlistar-, og öðrum skemmtanaiðnaði munu fá reisupassann. Að sögn John Dreyer, talsmanns Disney höfðu alls um 3000 starfsmenn einnig samþykkt sérstakan starfslokasamning sem hafði verið hluti af áætlunum Disn- ey um að segja upp 4000 starfs- mönnum fyrirtækisins. Þeir 4000 starfsmenn alls sem munu hætta hjá fyrirtækinu teljast til um þriggja prósenta af þeim 120 þúsund starfsmönnum sem þar star- fa. Áætlað er að Disney muni spara allt að 400 milljónum dala með nið- urskurðinum, en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur farið hnignandi undanfarið. ■ Skráning í Netklúbb Flugleiða á www.icelandair.is Til að geta átt kost á að kaupa fargjöld með Netflugi verða viðskiptavinir að skrá sig í Netklúbb Flugleiða og fa notendanafn og lykilorð. Sjá nánari upplýsingar um Netflug á www.icelandair.is ICELANDAIR JHT www.icelandair.is www. f ir maskra . is Frjáis bílafjármögnun Glitnis kemur þér í samband við rétta bílínn • Þú rœöur hvar þú tryggir • Lánið getur fylgt bílnum við sölu • Abyrgðarmenn alia jafna óþarfir • Hugkvæmt • Fljótlegt og þœgilegt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.