Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTABLAÐIÐ 11. júní 2001 IVIÁNUPAGUR iiÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: EyjóKur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalslmi: 515 75 00 , Simbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: rftstjorn@frettabladid.is Simbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf.; Slmi: 595 6500 Fréttaþjónusta á Netinu: Vlsir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingaikostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að biita alft efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS KOMA SEINT Borgarbúar fara æ seinna út að skemmta sér Vínveitingahús tóm til miðnœttis Skúli Pálsson, lögreglumaður og dyravörð- ur, skrifar: vInveitincar Eftir þá reynslu sem kominn er af opnunartíma vínveit- ingahúsa frá því að hann var gefinn frjáls 20. júlí 1999, vil ég koma eftir- farandi á framfæri: Þegar öll húsin lokuðu kl. þrjú um nótt var stærsti ókosturinn sá, að fólk streymdi út á sama tíma. Það varð til þess að geysi- mikill mannfjöldi safnaðist oft sam- an í miðbænum og sköpuðust þá mik- il vandræði. Til að koma í veg fyrir slíkt var afgreiðsiutími húsanna lengdur og breyttist þetta ástand þá mjög til batnaðar. En þessu fylgja nokkrir ókostir. Fólki fer tveimur til þremur tímum seinna að heiman en áður þannig að húsin eru nánast tóm fram yfir mið- nætti og oft vel það. Rekstrarkostn- aður eykst en innkoman verður ekk- ert meiri og gestirnir ekkert fleiri. Mín skoðun er sú, að vínveitinga- hús eigi að hafa opið til kl. þrjú til fjögur um helgar og til kl. eitt á virk- um dögum. Vínveitingaleyfið á hins vegar að vera frjálst þannig að það fólk sem komið er inn í húsin við lok- un, fái að skemmta sér að vild þann tíma sem það vill eða þar til vínveit- ingasölu er hætt og ákveðið að rýma húsin. Kostirnir við þetta eru þeir, að fólk fer fyrr að heiman og ætti þar af leiðandi að skila sér fyrr heim aftur. Einnig væri fólk að fara á misjöfnum tímum út úr húsunum sem myndi þýða að álag á lögreglu og leigubíla yrði álíka og áður en það er einmitt það sem stefna ber að. ■ Margt gert, margt ógert, segir Tony Blair Hægri og vinstri eru orðin þreytt par í pólitík. Upprunnin á frans- ka þinginu þar sem aðallinn sat til hægri og fulltrúar bænda og kaup- manna til vinstri, skýra þau ekki mik- ið í stjórnmálum. Þess vegna hljóm- aði það ekki sennilega þegar Davíð Oddsson og Ögmundur Jónasson héldu því fram í fjölmiðlum að Verkamannaflokkur Tony Blairs hefði haldið stöðu sinni í kosningum ___4__ vegna þess hversu hægri sinnuð stefna hans og framganga væri. Eins og Baldur Þórhallson stjórn- málafræðingur benti á í útvarpsvið- tali þá tók það Verkamannaflokk- inn 15 ár að leggja „Það tók Verkamanna- flokkinn 15 ár að leggja af gamla ósiði og marxfskar klisjur." af gamla ósiði og marxískar klisjur, sem gerðu hann óhæfan til þess að stjórna sjálfum sér og Bretlandi. Laus úr hagsmunaviðjum við verka- lýðsforingja og með stefnu sem vís- aði til upphafsára flokksins fyrir aldamótin 1900 fremur en til kreppu- áranna, tókst Verkamannaflokknum undir forystu Tony Blairs að brjótast úr fortíð á framtíðarbraut. Nýi verkamannaflokkurinn höfðaði til ungs menntafólks, athafnamanna og frjálslyndra umbótasinna. Og á fimm árum við kjötkatlana hefur flokkur- inn fyrst og fremst sannað að hann er fær um að stjórna og reka agaða kosningabaráttu. Fyrir tíu árum síð- an hefði verið nokkuð til í því að efnahagsstefna hans væri hægri sinnuð. í dag er þetta stefnan sem alls staðar er verið að fylgja. Og hafi Tony Blair tekist eitthvað þá er það að verja yfirburðastöðu sína á miðj- unni. Og ekki var annað að sjá en að foringjar Frjálsyndra og íhalds- flokksins kepptust við að styðja hann í þeirri viðleitni. Frjálsyndir kröfð- ust opinskátt skattahækkana og íhaldsmenn fjandsköpuðust út í Evr- ópu og Evrópusamstarf. Breskir íhaldsmenn gjalda þess enn að al- menningur telur þá hafa vanrækt skóla-, heilbrigðis- og samgöngukerf- ið á löngum valdatíma sínum. Nú hef- ur Tony Blair í annað sinn fengið um- boð til þess að kippa þessu í liðinn. Hvort sem hann fer þriðju leiðina eða vinstri leiðina að því þá fær hann ekki þriðja sjansinn nema ríkisstjórn hans takist upp í þess- um efn- -MáLmaDina. Einar Karl Haraldsson ræðir um miðjukónginn Blair Búseturéttur fyrir 50 ára og eldri húsnædismál Húsnæðisfélagið Bú- menn hs.f. hóf starfsemi 8. nóvember 1998. Um þessar mundir eru félags- menn um 2200 og geta þeir sótt um íbúðir án tillits til búsetu. Félagið hefur lagt fram byggingaráætlun hjá íbúðalánasióði um byggingu rúmlega 400 íbúða til ársins 2003. Við lok þessa árs er gert ráð fyrir að 90 íbúð- ir verði komnar í notkun. Félagið fær lán til allt að 50 ára og er lánshlutfall ýmist 70 eða 90 % af byggingarkostn- aði. Búseturréttur sem félagsmenn kaupa er ýmist 10 eða 30% af bygg- ingakostnaði. Félagið er öllum opið en þeir einir sem eru orðnir 50 ára eða eldri hafa rétt til að kaupa bú- seturétt. Verið er að deildaskipta fé- laginu og eru nú komnar deildir í Hafnarfirði, Suðurnesjum, Suður- landi, Skaftafellssýslu, Múlaþingi, Eyjafirði og Borgarfirði. Búseturéttarhugmyndin hefur á ýmsan hátt átt erfitt uppdráttar á ís- landi. Þetta form á búsetu er mjög út- breitt annarsstaðar á Norðurlöndum. Það byggist á því að félagsmenn geta tryggt sé búseturétt í íbúðum sem búseturéttarfélag byggir með því að mynda eign sem nemur 10-30% af byggingarkostnaði, en greiðir síðan leigu til þess að standa undir rekstri íbúðanna. Búseturétturinn nýtur verðbóta og getur gengið kaupum og sölum innan félagsins. Byggingarkostnaður á höfuðborg- arsvæðinu á 3ja herbergja íbúð er talinn verða um 12 til 13 milljónir króna þannig að búseturéttur kostar frá 1,2 milljónum upp í 3,9 milljónir króna. (Byggingarkostnaður utan höfuðborgarsvæðisins er 20-30% lægri). Á höfuðborgarsvæðinu greiða Bú- menn um 60 til 65 þúsund krónur í leigu fyrir 3ja herbergja búsetu- réttaríbúð en með vaxtabótum getur húsnæðiskostnaður fyrir hjón, að slepptu rafmagni, komist niður í 40 - 45 þúsund kr. á mánuði. Húsnæðisfé- lagið Búseti var stofnað 1983 en það var ekki fyrr en 1988 sem það tók fyrstu íbúðirnar í notkun og á þeim þrettán árum sem Iiðin eru hafa ekki verið byggðar nema 500 íbúðir í því kerfi víðsvegar um landið. Ekki komst skriður á það félag fyrr en fé- lagsmenn þess voru loks viðurkennd- ir inn í vaxatabótakerfið. Á aðalfundi Búmanna, sem hald- inn var á Grand Hotel í Reykjavík á laugardag, sagði Guðrún Jónsdóttir formaður félagsins að Búmenn hefðu fengið byr undir báða vængi með til- komu íbúðalánsjóðs og fyrir velvilja Guðmundar Bjarnasonar forstöðu- manns sjóðsins. Rætt sé um að veita meira fé til byggingasamvinnufé- laga. Nú er að störfum nefnd á veg- um félagsmálaráðuneytisins til að endurskoða lögin um húsnæðissam- vinnufélög og í því sambandi séu mörg umbótamál sem þyrftu að kom- ast í höfn. Aðalatriði sé að tryggja félögum sem heyra undir þessi lög rétt til þess að geta lagt að minnsta kosti 1% af lánshæfum byggingarkostnaði hverrar íbúðar í sérstakan varasjóð m.a. til þess að hann geti leyst til sín búseturétt, sem ekki selst innan til- tekinna tímamarka. Önnur atriði lúta af undanþágu frá stimpilgjöldum, stærðarmörkum íbúða og hækkun umsýsluprósentu. Einnig er það mik- ið hagsmunamál að vextir haldist í 3,9% en félagsmálaráðherra frestaði nýverið fyrirhugaðri hækkun í 4,5 % um óákveðinn tíma. „Búseturéttarformið hentar ungu fólki og rosknu umfram önnur form“, segir Reynir Ingibjartsson fram- kvæmdastjóri Búmanna. „Það færist æ meir í vöxt að menn greiði fyrir trygg afnot í stað þess að eiga. Og það er mikið vit í því fyrir húsnæðis- markaðinn í heild að fólk dragi sam- an seglin og fari í minni, hentugar íbúðir með góðu aðgengi þegar það tekur að reskjast og börn eru flogin úr hreiðrinu. Unga fólkið getur þá flust inn í gróin hverfi með börnin þar sem eru góðir skólar, gróin leik- skólaþjónusta, og stutt í allt.“ Reynir segir að fólk á miðjum aldrei sé mjög misjafnlega á vegi statt. Sumir hafi komið sér upp góðri eign sem það geti selt og notið vaxa af eignum sín- BYCGINGAÁÆTLUN BÚMANNA Áætluð afhending íbúða Akureyri 2000 2001 2002 2003 Samtals 7 9 8 8 32 Bessastaðahreppur 18 18 Egilsstaðir 2 2 2 6 Flúðir í Hrunamannahreppi 5 5 Garður í Gerðahreppi 4 6 10 Grindavík 6 14 20 Hafnarfjörður 20 , 20 40 Hveragerði 4 12 16 Höfn í Hornafirði 5 4 9 Kirkjubæjarklaustur 2 2 4 Kópavogur - Blásalir 24 39 39 Kópavogur - Blásalir 22 46 46 Laugaás í Biskupstungum 5 5 Laugavatn 5 5 Mosfellsbær 10 10 20 Reykjavík - Grænlandsleið 16 16 32 Reykjavfk - Kirkjustétt 32 48 80 Sandgerði 8 Skoradalshreppur 2 2 4 Vogar á Vatnsleysuströnd 15 15 30 Samtals íbúðir 7 85 169 168 429 íbúðir í byggingu eða tilbúnar 96 Lánveitingar fyrirliggjandi og framkvæmdir að hefjast 90 Búið að ganga frá samningi við verktaka en lánveitingar ófrágengnar 104 Samningar á lokastigi við verktaka og sveitarfélög 32 Samtals 322 BUMENN MEÐ BYR Búmenn hafa fengið byr undir báða vængi, segir Guðrún Jónsdóttir formaður húsnæðisfélagsins. um til að greiða leigu í búseturétti. Aðrir eigi íbúðir en séu skuldugir og með ýmsar skuldbingingar sem gott sé að létta af sér með því að færa sig yfir í búseturéttarform þegar aldur- inn færist yfir. Hann segir ennfrem- ur að víða út um land þar sem sveit- arsjóðir hafi leyst til sín félagslegar íbúðir í tuga og hundraðatali, sé nú áhugi á að greiða mismun á mark- aðsvirði og raunvirði, og koma íbúð- unum í gagnið sem búseturéttaríbúð- um fyrir eldra fólk, m.a. til þess að greiða fyrir kynslóðaskiptum í grón- um hverfum þar sem unga fólkið vill búa. í síðustu efnahagslægð komust byggingaverktakar að því að þeir einu sem áttu handbært fé og eignir voru þeir sem voru komnir af léttas- ta skeiði. Þá hófst bygging þjónustuí- búða fyrir aldraða af miklum krafti, og var þá gert ráð fyrir ýmiskonar verslunar- og þjónustukjörnum í tengslum við húsnæðið. Þetta reynd- ist oft á tiðum dýr kostur og dæmi um að heilu einbýlishúsin færu til þess að greiða fyrir litla þjónustuí- búð. Þessi stefna virðist nú liðin und- ir lok og í nýbyggingum Búmanna er fyrst og fremst lögð áhersla á gott aðgengi, hljóðeinangrun og hentugar íbúðir, sem séu í námunda við góða almenna þjónustu. Dæmi um þetta er að Hrafnista í Hafnarfirði er að hefja byggingu leiguíbúða sem ekki flokk- ast sem þjónustuíbúðir, en eru í ná- lægð við Hafnistu þar sem ýmsa þjónustu er að hafa. ■ ORÐRÉTTl Þegar „sannir“ karlmenn grilla! crillmenning „Eina matreiðslan sem hinn „sanni" karlmaður tekur sér fyrir hendur er að standa við grillið; í kvöldsólinni og með bjór í hendi. En þegar hann býðst til að taka til starfa við grillið tekur við óhjákvæmileg röð atburða... 1. Konan fer í búðina. 2. Konan útbýr salatið og eftirrétt- inn. 3. Konan undirbýr kjötið fyrir ham- skiptin, leggur það á disk með nauðsynlegum útbúnaði og færir það manninum sem stendur hnar- reistur við grillið drekkandi bjór. 4. Maðurinn leggur kjötið á grillið. 5. Konan fer inn fyrir og leggur á borð og aðgætir meðlætið. 6. Konan fer út til að láta manninn vita að kjötið er að brenna. 7. Maðurinn grípur kjötið af grill- inu og réttir konunni. 8. Konan leggur síðustu höndina á aðalréttinn og leggur hann á borðið. 9. Þegar allir hafa matast tekur hún af borðinu og þvær upp diskana. 10. Maðurinn spyr konuna hvort hún hafi ekki notið þess að fá^.kær- komið frí“ frá matseldinni. Og samkvæmt viðbrögðum kon- unnar leggur hann út frá þeirri við- teknu skoðun karlmanna að ómögu- legt sé að uppfylla væntingar sumra kvenna!“ Úr Speglinum á visir.is GRILLTÍMINN i ALGLEYMINGI Karlmannsverkið að grilla er sáraeinfalt að sögn Spegilsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.