Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 15
MÁNUPAGUR 11. júní 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
15
Landsliðið í körfuknattleik:
Tapaði fyrir írum í Dyflinni
körfuknattleikur íslenska lands-
liðið í körfuknattleik mætti írum á
heimavelli í Dublin á laugardae. ís-
lendingarnir héldu lengi vel í Irana
en í síðasta leikhluta stungu þeir af.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-
17, eftir annan 38-34 og eftir þann
þriðja 50-48. í fjórða leikhluta skor-
uðu írarnir hverja þriggja stiga körf-
una á fætur annarri og sigruðu leik-
inn með 70 stigum gegn 59.
írar skipa mjög sterku liði, unnu
Finna með tveimur stigum síðastlið-
inn miðvikudag. Enginn leikmanna
liðsins leikur í Irsku deildarkeppn-
inni, allir spila erlendis.
Jón Arnór Stefánsson, Helgi
Jónas Guðfinnsson og Friðrik Stef-
ánsson voru atkvæðamestir í ís-
lenska liðinu. Þeir skoruðu allir 11
stig. Sævar Sigurmundsson skoraði
10 stig, Herbert Arnarson 8, Fannar
Ólafsson 6, Logi Gunnarsson 4 og
Hreggviður Magnússon 3. Friðrik
Stefánsson tók 11 fráköst og Fannar
Ólafsson tók 6. Jón Arnór gaf 5
stoðsendingar.
Guðlaugur Eyjólfsson og Baldur
Ólafsson spiluðu ekki með liðinu en
Baldur hefur átt við smávægileg
meiðsl að stríða. Jón Nordal meiddist
á tábergi á föstudag en spilaði með.
Landsliðið spilar næst í ágúst. ■
14. TIL 20. SÆTl
Birgir Leifur kom sterkur inn
á síðasta hring, fór á þremur undir
pari.
Birgi Leifi gekk vel:
Sex höggum
yfir pari
golf Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson
tók þátt á Opna danska golfmótinu, sem hald-
ið var í Álaborg um helgina. Árangur Birgis
fyrstu þrjá dagana var misgóður en á síðasta
degi náði hann að rétta úr kútnum með því að
spila hringinn á 68 höggum, þremur undir
pari. Hann fór fyrstu þrjá hringina á 74 högg-
um, þremur yfir pari. Birgir endaði því
keppnina með samtals sex högg yfir pari á
hringunum fjórum og lenti í 14. til 20. sæti.
Alls tóku 57 kylfingar þátt á mótinu. Frakkinn
Sebastien Delagrange náði forystu strax á
fyrsta degi og hélt henni til loka. Hann endaði
keppnina á tveimur höggum undir pari. f öðru
sæti var Svíinn Peter Malmgren á pari. ■
Brennur þér eitthvað á vörum?
Notkunarsviö: Varex inniheldur virka efnið
Aciclovir og er ætlað við áblæstri (frunsum).
Varúöarreglur: Lyfið má ekki bera í augu.
Aukaverkanir: Qetur valdið roða, sviöa og þurrki I húð.
Skammtastærðir handa börnum og fullorðnum:
Við upphaf einkenna er lyfið borið á sýkt svæöi
fimm sinnum á dag i 5-10 daga.
Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 19.01.98
DELTA
www.delta.is
Júnítilboð í apótekum
Laila Ali, dóttir Múhammeðs Ali,
vann sigur á Jacqui Frazier- Lyde,
dóttir Joe Frazier, þegar þær mætt-
ust í hringnum í
New York nú um
helgina. Laila, sem
er aðeins 23 ára,
sigraði á stigum eft-
ir 10 lotu bardaga.
Hún hefur þá enn
ekki tapað en hefur
unnið í 10 bardög-
um. Laila minnir
mikið á föður sinn en eftir að ítrekað
slegið í höfuð andstæðingsins hóf hún
að dansa líkt og hann gerði forðum
daga. Hann sá sér því miður ekki
fært að mæta en Joe Frazier fylgdist
með keppninni og þegar niðurstaðan
var ljós fór Frazier og huggaði dóttur
sína.
Josif Ilic, landsliðsþjálfari Möltu,
hefur verið rekinn þrátt fyrir
ágætis árangur gegn Danmörku í
undankeppni HM 2002. Það er enginn
annar enn fyrrum landsliðsþjálfari
íslendinga, Sigfried Held, sem tekur
við liðinu. Hann verður sjötti þjálfar-
inn á s.l. tíu árum. Ilic sem er
Júgóslavi tók við liðinu árið 1997. Það
fór að hitna undir honum þegar ís-
land vann þá 4-1 á heimavelli í apríl
s.l. en droparnir sem fylltu mælinn
var 3-0 tapið gegn íslendingum á
Laugadalsvelli og 2-1 tapið gegn Dön-
um á Parken.
Brasilía og Bandaríkin fagna sigri
Opna franska meistaramótinu í tennis lauk í gær. Gustavo Kuerten og Jennifer Capriati.
| MOLAR
Stacy Dragila, bandaríska frjálsí-
þróttakonan tvíbætti eigið heims-
met í stangarstökki á opna banda-
ríska meistaramót-
inu nú um helgina.
Gamla metið var
4,70 metrar og
bætti hún það um
einn sentimeter en
síðan stökk hún 4,81
metra. Hún reyndi
síðan þrívegis við
4,88 en mistókst í
öll skiptin. Dragila var að vonum
ánægð með stökkseríuna og sagðist
hefði getað bætt metið í þriðja sinn
en hún var kominn yfir 4,88 en felldi
á niðurleiði
tennis Brasilíubúinn Gustavo Kuert-
en sigraði í karlaflokki, annað árið í
röð, og Jennifer Capriati í kvenna-
flokki á Opna franska meistaramót-
inu í tennis. Mótinu lauk með úrslita-
leik Kuerten og Spánverjans Alex
Corretja í gær. Corretja sigraði fyrs-
ta settið 7-6 en Kuerten sætti sig ekki
við það og sigraði næstu þrjú, 7-5,6-2
og 6-0.
Þetta er í þriðja skipti sem Kuert-
en sigrar á mótinu og er hann í hópi
fimm manna sem hafa sigrað þrisvar.
Hann kom öllum að óvörum með því
að sigra árið 1997, var þá í 66. sæti á
styrkleikalistanum. Hann undirstrik-
aði hæfileika sína í fyrra og aftur nú
í ár. Spánverjinn Sergi Bruguera var
síðastur til að sigra á mótinu tvö ár í
röð, árin 1993 og 1994.
„Þetta var mikill slagur og tilfinn-
ingin er ólýsanleg. Eg var mjög
stressaður," sagði Kuerten eftir leik-
inn. Brasilískir áhorfendur studdu
hann vel og voru áberandi. Kuerten
teiknaði stórt hjarta í rauðan leirinn
á vellinum eftir leikinn til að þakka
áhorfendunum. Hann þakkaði
Corretja einnig fyrir frábæran leik.
Kuerta hefur gengið vel á leirvöllum,
er búinn að sigra 44 af síðustu 47
leikjum.
Sigurvegaranum í kvennaflokkin-
um, Bandaríkjamanninum Jennifer
Capriati, hefur einnig gengið vel upp
á síðkastið. Hún sigraði Opna ástr-
íslandsmótið í holukeppni:
T vöfaldur sigur hj á GR
golf Haraldur Heimisson og Ragn-
hildur Sigurðardóttir sigruðu í ís-
landsmótinu í holukeppni í gær. Þetta
er tvöfaldur sigur fyrir Golffélag
Reykjavíkur, þar sem báðir kylfing-
arnir eru meðlimir í honum. Mótið
var haldið á Akranesi. Holukeppni
snýst um það að í stað þess að heild-
arfjöldi högga á allri brautinni gildi
vinnur sá kylfingur sem fer fleiri
hoiur á færri höggum en meðspilari
hans.
Haraldur mætti Helga Birki Þór-
issyni og Ragnhildur mætti Óiöf
Maríu Jónsdóttur í úrslitum. Harald-
ur vann Helga með einni holu á móti
engri en Ragnhildur vann Ólöf Maríu
með þremur holum gegn tveimur.
Björgvin Sigurbergsson og Sig-
urpáll Sveinsson léku um þriðja
sæti í karlaflokki. Björgvin vann
með einni holu gegn engri. í
kvennaflokki voru það Helga Rut
Svanbergsdóttir og Herborg Arnar-
dóttir sem léku um þriðja sætið.
Herborg vann með fimm holum
gegn engri. ■
GU-GA! GU-GA!
Brasilíubúar fjölmenntu á áhorfendapallanna til að hvetja sinn mann áfram. Þeir börðu á samba trommur og öskruðu: „Gu-ga! Gu-ga!“.
alska meistaramótið fyrir skömmu.
Bandaríkjamenn hafa ekki sigrað
mótið síðan árið 1986, þegar Chris
Evert sigraði.
Capriati spilaði á móti Belganum
Kim Clijsters í úrslitaleiknum á laug-
ardaginn. Leikurinn var
æsispennandi, fór 1-6, 6-4 og
12-10. Á mótinu sigraði hún
einnig Serena Williams og
Martina Hingis. Því á hún aðeins
eftir að sigra Venus Williams til
að hafa sigrað allar þær bestu á ár-
inu.
Næst á döfinni hjá tennisleikurun-
um er Wimbledon mótið. Það byrjar
25. júní og er spilað á grasvelli. ■