Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 16
BESTI TÖLVULEIKURINN
IAN ALEXANDER MACNEIL,
tæknimaður hjá oz.com
Óæskileg
kvalostabræði
„Ég spila Counterstrike þessa dagana.
Það er gaman að vera fær í því að
skjóta af byssu án þess að þurfa að
taka í gikkinn. Samt er undarlegt að
spila leikinn, manni líður illa. Ég held
að skotbardagar á Netinu höfði til
kvalalostabræði í mér sem ég vil ekki
kannast við." ■
| TÖLVULEIKJALISTI
Listi yfir mest seldu leiki fyrir PC-tölvur í verslunum Sklfunnar.
The Sims House Party ▲
Akimbo rrr*
Tropico
O The Sims Anniversary Pack A
O' Championship Manager 00/01 ▲
The Sims Anniversary Pack T
O Black & White ▼
@ Erotica Island T
@1 ThreeKingdoms:FateOfTheDragon
0 Worms World Party T
ALVEG EINS OG ÉG!
Fidel Castro getur rifjað upp gamlar stund-
ir með því að spila Tropico.
Tölvuleikurinn Tropico:
í fótspor Fidel
3. sæti Tropico kemur nýr inn á lista í
þriðja sæti. Þetta er uppbyggingar-
leikur, þar sem spilarinn er í hlut-
verki einræðisherra á eyju í Karab-
íska hafinu. í byrjun leiks er stjórn-
málamaður búinn til. Hægt er að
velja bakgrunn fyrir harðstjóra eða
ástríkan frelsissinna. Fyrst þarf að
vinna kosningar og síðan hefst upp-
bygging eyjunnar. Hugsa verður vel
um alla, jafnt hermenn og kirkjuræk-
ið fólk. Þar sem leikurinn gerist í
kalda stríðinu þarf að huga að stór-
veldunum. Ekki má vera of tengdur
Sovétríkjunum, sem veita góðan
stuðning, því þá verða Bandaríkin
reið. Tropico hefur víða fengið góða
dóma, þykir frumlegur og fyndinn. ■
i\i^rarW ón**sf
borgarinnar
' Tnger Steinson, Ólafur Ö. Pétursson
útfararstjóri, útfararstjóri
s. 691 0919 s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
s. 551 7080
Vönduö og persónuleg þjónusta
16
FRÉTTABLAÐIÐ
11. júní 2001 MÁNUDACUR
HÁSKÓLABÍÓ
Sýnd kl. 4.30 og 8 BPFa 7 |
Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30 Fll MIINDIIR
|the mummy RETURNS kl. 530,8 0* 10.451
|SPOT kl. 4 og 61 |janice beard kl. 10.30
Iblow kl. 10.301 STATE AND MAIN kl. 5.45 |
Ikirikou kl. 4Í |THE MEXICAN kl. 8 o* 10301
|SAY rr ISN'T so
kl 6, 8 og 10.15|[r3oj Sýnd kl. 4, 6 og 8 vrr ]
IPOKEMON 3 (isl. tal)
kl.4
VALENTINE
kl. 10
SWEET NOVEMBER
exttwonds
|MISS CONGENIALITY IdTljfil
kl. 10.15 |gjl| |NÝlStÍLUNNKElSARANS(isllal) kL 3.451 gH)
FRÉTTIR AF FÓLKI
Það forðast ekki allir meðlimir
Bush fjölskyldunnar fjölmiðl-
ana eins og heitan eldinn líkt og
tvíburarnir, dætur
Bandaríkjaforset-
ans. Dóttir Neil
Bush, bróður Ge-
orge, heitir Lauren
og er að hasla sér
völl í fyrirsætu-
bransanum. Stúik-
an prýddi nýlega
forsíðu tímaritsins
Tatler í tengslum við tískuþátt um
Tommy Hilfiger og kom fram á
tískusýningu í Milan. Auk þess er
hún ófeimin við að veita viðtöl.
Lauren segist vera meðvituð um
það að frægðin geti komið sér illa
eins og frænkur hennar tvær
komust að um daginn þegar þær
voru gripnar við það að drekka
áfengi undir lögaldri. „Þetta var
hræðilegt. Ég vorkenni þeim og
veit að þær eiga erfitt þessa dag-
ana,“ sagði Lauren Bush, sem er 16
ára. Hún komst einnig í fréttirnar
fyrr á árinu þegar William Breta-
prins var að gera hosur sínar
grænar fyrir henni í gegnum tölvu-
póst.
Körfuboltaleikarinn Shaquille
O’Neal heldur uppteknum
hætti utan vallarins. Auk þess að
leika í kvikmynd-
um gefur hann út
rappplötur með
jöfnu millibili. í
september gefur
hann út sína þriðju
plötu. Hún heitir
Shaquille O’Neal
Presents His
Superfriends,
Volume 1. Shaq var duglegur að
safna listamönnum til að vinna
með sér á plötunni. Nú síðast bætt-
ist bassaleikari Korn, Fieldy, í hóp-
inn. Hann spilar undir í iaginu
Psycho. Þar rymur Shaq rímur í
svipuðum dúr og Eminem og fjall-
ar um hvað það er erfitt að vera
frægur. Auk Fieldy koma rappar-
arnir Snoop Dogg, Dr. Dre, Ludacr-
is, Common, Mos Def og Taiib
Kweli fram á plötunni. Guðfaðir
fönktónlistarinnar, George Clinton,
mætti einnig í hljóðverið. Shaquille
heldur í tónleikaferðalag í kjölfar
plötunnar og segist ætla að skora
áhorfendur á hólm í körfubolta. Ef
einhverjum tekst að snúa á hann
fær sá hinn sami væna peninga-
summu.
FYLGST MEÐ ÖLLU
Jóhannes og Hálfdán leggja af stað til Lundúna 25. júní. Skjár 1 og strik.is munu fylgjast með hópnum og er aldrei að vita nema úr
verði sjónvarpsþáttur í anda The Real World og Big Brother.
„Hlutir eiga fólk“
Tveir ungir menn, á uppleið, snúa bakinu við hinu brjálaða lífsgæðakapphlaupi.
Þeir fara í tíu mann hóp til Lundúna og ætla reyna eitthvað nýtt.
líferni Jóhannes Guðjónsson og
Hálfdán Steindórsson eru 25 ára
menn sem hafa ákveðið að snúa baki
við lífsgæðakapphlaupinu og kveðja
landið. Þeir munu leiða tíu manna
hóp, á aldrinum 18-30 ára, sem flyt-
ur til London í iok mánaðarins og
sest að í kommúnu. Þar þarf hópur-
inn sjá um sig sjálfur, borga leigu
o.s.frv. og það er í raun bara ein
regla sem hópurinn þarf að fylgja.
„Allir sem koma til okkar, hópurinn
sjálfur eða gestir, þurfa að brjóta
einhver norm. Við ætlum að prófa
eitthvað nýtt. Ef einhver vill t.d.
fara á fasanaveiðar þá gerum við
það,“ segir Hálfdán um uppátækið.
En hvað er það sem fær unga
menn til að taka uppá slíku uppá-
tæki? „í fyrsta lagi er þetta hlutur
sem er búinn að blunda í manni síð-
an að maður var miklu yngri,“ segir
Jóhannes. „Þetta er ekki hlutur sem
dettur upp bara allt í einu,“ en hug-
myndin kviknaði hjá honum fyrir
sex árum þegar hann var skiptinemi
í Bandaríkjunum „Þá fann ég mig
ofboðslega vel í einhverju nýju- ein-
hverju abnormal."
„Þetta er líka þannig að maður er
kominn með leið á þessu brjálaða
lífsgæðakapphlaupi. Við viljum
sporna við þessu og gera eitthvað
skemmtilegt. Fólk er endalaust að
vinna alla daga, til að eignast stærra
sjónvarp og flottari bíl. Maður
gleymir öllum þessu helstu gildum
sem skipta máli, að láta sér líða
vel,“ segir Hálfdán. Þeir hafa báðir
verið í hringiðu lífgæðakapphlaups-
ins, annar vann hjá Sævari Karli en
hinn sem fasteignasali. „Þegar allt
kemur til alls þá skipta peningar
ekki öllu máli. Munurinn á því að
vera með 500 þúsund kall á mánuði
eða 100 þúsund kall er sá að þú
kaupir þér bara fimm sinnum dýr-
ari bíl. Hlutir eru farnir að eiga
fólk.“
Fyrir viku síðan héldu þeir félag-
ar uppboð þar sem þeir buðu allar
eigur sínar, t.d. rándýr hljóðfæri og
jakkaföt, á „skít og kanil“ líkt og
þeir orða það. Gróðinn varð ekki
mikill en hann rennur allur í sam-
eiginlegan hússjóð.
En fari svo að slíkt líferni eigi
ekki við þá, hvað tekur þá við?
„Kannski komumst við að því að líf-
ið hérna heima er það sem við vilj-
um. Þá byrjum við bara aftur að
kaupa okkur dót,“ segir Jóhannes.
„Það er alltaf betra að sjá eftir
því sem maður gerði, en því sem
maður gerði ekki,“ bætir Hálfdán
við.
Um 30-40 manns hafa sótt um í
kommúnunni og vona þeir að allir
eigi eftir að búa í sátt og samlyndi.
Komi hinsvegar upp sú staða að ein-
hver vilji yfirgefa hópinn þá munu
þeir fylla í skarðið með nýju fólki.
Þeir hvetja því fólk til að skrá sig
með því að senda tölvupóst á lit-
ill@strik.is. ■
NABBI