Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 14
14
FRÉTTABLAÐIÐ
11. juní 2001 MÁNUDACUR
HVERNICFER?
Hvernig fer Valur- ÍA í
Símadeild karla?
INGI BJÖRN ALBERTSSON
FYRRVERANDI KNATTSPYRNUMAÐUR
Ég held að leikur Vals- lA
verði stórmeistara jafn-
tefli og endi 1-1. Vals-
menn hafa komið veru-
lega á óvart og Skaginn
er að styrkjast þannig að
leikurinn endar sem jafn-
tefli.
GÍSLI GÍSLASON BÆJARSTJÓRI
Það er nú þannig að við
Skagamenn lendum yfir-
leitt í vandræðum á Hlíð-
arenda en ég held að
leikurinn fari 2-1 fyrir (A.
Við komumst 2-0 yfir en
náum ekki að klára ieik-
inn strax. Mér sýnist Ólaf-
ur Þórðarson skora sein-
na markið, hans fyrsta
mark í mörg ár svo þetta er langþráð
mark.
A/IOLAR |
Bragi Þorfinnson náði stórum áfan-
ga að Alþjóðlegum meistaratitli
þegar hann lagði stórmeistarann Sar-
han Guliev (2528
Eló stig) frá Azer-
badjan. Bragi hafði
svart en með sigrin-
um er hann kominn
með fjóra vinninga.
Hannes Hlífar gerði
jafntefli við Pre-
drag Niolic, frá
Bosníu og hefur
hlotið fimm vinninga í átta umferð-
um. Jón Viktor gerði einnig jafntefli
við Shneider og hefur hann hlotið
þrjá og hálfan vinning. Stefán Krist-
jánsson tapaði fyrir Acs frá Ung-
verjalandi. Hann hefur þrjá vinninga
og á góða möguleika á að ná sér Al-
þjóðlegan meistaratitil. Stórmeistar-
inn Loke Van Wely, frá Hollandi, er
einn efstur með sex og hálfan vinn-
ing.
Frakkar fóru með sigur af hólmi í
Álfukeppninni í knattspyrnu, sem
fram fór í Japan. Úrslitaleikurinn var
á mOli Heims- og Evrópumeistaranna
og Japans og skoraði Patrick Viera,
leikmaður Arsenal, eina mark leiks-
ins á 29. mínútu. Besti leikmaður
heimamanna,Nakata, spilaði ekki
með liðinu en hann ákvað að spila
með Roma í ítölsku deildarkeppninni
en liðið hefði getað tryggt sér titilinn
um helgina. Ástralar komu á óvart og
lögðu Brasilíu í leik um þriðja sætið
en liðið vann einnig Frakka í riðla-
keppninni. Talið er að Emerson Leao,
þjálfari Brasilíumanna, verið látinn
fjúka en liðið skoraði aðeins þrjú
mörk í mótinu og telst það saga til
næsta bæjar.
Kappaksturinn í Kanada:
Ralf sneri á stóra bróður
formúla i Ralf Schumacher 'skaut
stóra bróður sínum Michael ref fyrir
rass í kappakstrinum á Gilles Vil-
leneuve brautinni í Kanada í gær.
Ralf lenti í fyrsta sæti, Michael í öðru
og Finninn Mika Hakkinen í því þrið-
ja. Þýsku bræðurnir hófu kappakst-
urinn hlið við hlið og Michael tók for-
ystuna. Ralf hleypti honum ekki
langt frá sér. Á 46. hring nýtti hann
sér það þegar stóri bróðir fór í við-
gerðarhlé og skaust fram úr. Hann
hélt forystunni í þá 23 hringi sem eft-
ir voru.
Þriðja sætið í gær er besti árang-
ur Hakkinen á árinu. í fjórða sæti
var nýliðinn knái, Kimi Raikkonen,
Jean Alesi var í fimmta sæti og
Pedro de la Rosa í því sjötta.
Kappaksturinn í gær var fjörugur og
þurftu margir að hætta keppni,
þ.á.m. David Coulthard, Juan Pablo
Montoya, Rubens Barrichello,
Jacques Villeneuve, Giancarlo
Fisichella, Eddie Irvine og Nick
Heidfeld.
„Þetta var frábær kappakstur,"
sagði Ralf á blaðamannafundi í gær.
„Bíllinn gekk eins og í sögu. Við vor-
um tveir á toppnum allan tímann og
ég beið eftir því að Michael gerði
mistök. Þau gerði hann ekki. Því
ákvað ég að fresta viðgerðarhléinu
mínu og það virkaði."
Michael virtist ekki óánægður
með niðurstöðuna í kappakstrinum.
„Ef ég á að tapa fyrir einhverjum vil
ég tapa fyrir honum. Mamma og
pabbi eru örugglega hreykin af okk-
ur núna. Við erum fyrstu bræðurnir
sem lenda í fyrsta og öðru sæti í
sama kappakstrinum í sögu Formúla
1. Ég er ánægður, fékk mín sex stig
og bróðir minn vann,“ sagði Michael
Schumacher.
Þegar átta af 17 kappökstrum
ársins eru búnir er Michael
Schumacher ennþá í fyrsta sæti í
keppni ökumanna með 58 stig. David
Coulthard er í öðru sæti með 40
stig. ■
RALF SPRAUTAR Á MICHAEL
Aldrei áður í 51 árs sögu Formúla 1 hafa
bræður lent í fyrsta og öðru sæti í sama
kappakstrinum.
Keflavík
komið
á toppinn
Fjórir leikir í Símadeildinni um helgina.
Valur tekur á móti IA í kvöld.
knattspyrna Fjórir leikir fóru fram í
Símadeild karla um helgina. Á laug-
ardaginn heimsóttu fslandsmeistar-
arnir í KR ÍBV á Hásteinsvelli úti í
Eyjum. ÍBV vann leikinn með einu
marki gegn engu. Fyrir leikinn var
KR í næstneðsta sæti með 3 stig og
ÍBV rétt fyrir ofan með 4 stig. Því
mættu bæði lið einbeitt til leiks. KR
byrjaði leikinn betur en náði ekki að
skapa færin gegn sterkri vörn ÍBV. í
hálfleik var staðan markalaus. Strax
á 7. mínútu síðari hálfleiks áttu Eyja-
menn upphlaup sem endaði með því
að Alexander Ilic skoraði fyrsta og
eina mark leiksins. Eftir það drógu
Eyjamenn sig til baka og þrátt fyrir
góðan hug náðu KR-ingar ekki að
vinna á vörninni.
Það er ljóst að KR þarf að taka á
hinum stóra sínum ef liðið ætlar að
blanda sér í toppbaráttuna í deild-
inni. Á föstudaginn samdi það við
skoska leikmanninn Andy Roddie og
er aldrei að vita nema hann hleypi
nýju lífi í leik þess.
Fram gekk ekki vel í fyrstu þrem-
ur leikjum sínum og sá fjörði var
engin undantekning. Liðið mætti
Grindavík á Laugardalsvelli á laug-
ardaginn. Grindavík vann leikinn
með tveimur mörkum gegn einu.
Grindvíkingar komust yfir undir lok
fyrri hálfleiks með marki Sinisa
Kekic. Framarar svöruðu fyrir sig
þegar tuttugu mínútur voru liðnar af
síðari hálfieik með marki Ómars Há-
konarsonar. Grindavík gerði síðan út
FYLKIR Á SIGLINGU
Fylkir mætti ákveðið til leiks í Kópavoginn í gær og sigraði Breiðablik með tveimur mörk-
um gegn einu.
um leikinn þegar Paul McShane skor-
aði.
í gærkvöldi tók Breiðablik á móti
Fylki á Kópavogsvelli. Pétur Björn
Jónsson kom Fylkismönnum yfir á 25.
mínútu. Breiðablik tókst ekki að svara
fyrir sig. Á 75. mínútu skoraði Sverrir
Sverrisson annað mark Fylkis.
Hafnfirðingar heimsóttu Keflvík-
inga heim í gærkvöldi. Keflavík hef-
ur spilað vel á heimavellinum og
gerði það einnig í gær þegar það sigr-
aði FH með þremur mörkum gegn
einu. Þórarinn Kristjánsson kom
leiknum snemma af stað þegar hann
skoraði fyrir Keflavík. Haukur Ingi
Guðnason skoraði annað mark Kefla-
víkur stuttu seinna en liðið réði ríkj-
um í fyrri hálfleik. Jón Þ. Stefánsson
minnkaði muninn á 45. mínútu. í sein-
ni hálfleik spilaði FH vel en þurfti að
vara sig á hættulegum hraðaupp-
hlaupum Keflavíkur. í einu hraða-
upphlaupinu skoraði Magnús Stef-
ánsson þriðja mark Keflavíkur og
síðasta mark leiksins. ■
Hatið að Hliðarenda
Valur - ÍA
Mánudaginn 11. júní 2001 kl. 20:00
Leikurinn er tileinkaður fyrstu íslandsmeisturum Vals 1930
Samkomusalurinn opnar kl. 18:30 og kveikt verður undir
grillinu á svölunum
Dagskrá: Úlfar Þórðarson, heiðursfélagi í Val flytur ávarp
Mennirnir á bak við fyrstu meistarana, umsjón Róbert Jónsson
Ejub Purisevic, þjálfari ræðir leik dagsins og uppstillinguna
Tengsl Vals og Hauka. Hermann Þórðarson, Haukamaður
Mætið snemma og borðið kvöldmatinn að Hlíðarenda
og hittiö góða félaga.
Skagamenn sérstaklega velkomnir
Heiðursgestur leiksins er Jóhannes Bergsteinsson,
íslandsmeistari 1930
Simadeild karla
Sæti Lið Leikir Mörk Stig
I. Keflavík 4 7 : 5 9
2. Valur 3 4 : 2 7
3. Fylkir 4 4 : 2 7
4. ÍBV 4 2 : 1 7
5. Grindavik 4 5 : 5 6
6. Breiðablik 4 3:4 6
7. FH 4 5 : 5 5
8. lA 3 5 :4 4
9. KR 4 2:5 3
10. Fram 4 3 : 7 0
Símadeild kvenna
Breiðablik- Þór/KA/KS 10:0
f ÚRSLIT
íslendingar komust í úrslit í EM f Sviþjóð
á næsta ári eftir 26-27 tap gegn
Hvít-Rússum í gær. Ólafur Stefánsson
og Sigfús Sigurðsson skoruðu 7 mörk.