Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.06.2001, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS Af hverju stundar þú björgun- arsveitarstörf? í upphafi var það vegna ævintýraþrár. Siðan má segja að ég hafi ánetjast þessu og þetta er orðið nokkurs konar lífsstíil. Þetta er líka gefandi og þakklátt, það er alltaf gaman að láta gott af sér leiða til samfélagsins. Árni Birgisson er 31 árs upplýsingafulltrúi Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Hann hefur verið f björgunarsveitarstörfum í 15 ár. SVEINN MAGNÚSSON HJÁ GEÐHJÁLP Hann segir slæmt að sitja beggja vegna borðsins. Geðhjálp: Skilar af sér stuðnings- þjónustunni geðhjAlp Félagsþjónustan í Reykjavík og svæðisskrifstofa um málefni fatl- aðra í Reykjavík taka við rekstri stuðningsþjónustu þeirrar sem hing- að til hefur verið innan starfssviðs Geðhjálpar í haust. Sveinn Magnús- son framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að nú sé unnið að greinargerð þar sem áhersla sé lögð á að helstu breytingar verði komnar í ákveðinn farveg fyrir l.september þegar nýju rekstraraðilarnir taka við. Þar á hann til að mynda við endurnýjun á hús- næði við Vesturgötu, úrbætur í lyfja- málum og allri faglegri aðkomu. Auk þess er áætlað að bæta við starfs- fólki. Stjórn Geðhjálpar sem kosin var í Iok apríl tók ákvörðun um það að óska eftir því við ofangreinda aðila að samningurinn um stuðningsþjón- ustuna yrði ekki endurnýjaður. Sveinn telur það hafa verið mikil- vægt að breyta um rekstraraðila því „það er talið illgerlegt að við stönd- um í rekstri á svona búsetuþjónustu fyrir okkar skjólstæðinga þar sem við fáum greitt fyrir að reka svona þjónustu, en jafnframt að vera hags- munasamtök sem sjá til þess að þeir- ra hagsmuna sé gætt. Það er slæmt að sitja þannig beggja megin við borðið", segir Sveinn. ■ Forseti Evrópuráðs- þingsins á Islandi heimsókn Forseti Evrópuráðsþings- ins, Russel-Johnson lávarður, er nú hér á landi í opinberri heimsókn í boði Halldórs Blöndal, forseta Al- þingis. í dag ræðir hann meðal ann- ars við forseta Alþingis, forseta ís- lands og utanríkisráðherra, auk þess sem hann heimsækir Listasafn ís- lands. Eftir kl. 15:00 í dag verður blaðamönnum gefinn kostur á viðtöl- um við Russel-Johnson. Á morgun fer hann ásamt föruneyti sínu í skoð- unarferð um Suðurland og halda þeir síðan af landi brott miðvikudaginn 13. júní. ■ FRETTABLAÐIÐ 11. júní 2001 MÁNUDAGUR Bandaríkin: Lífseigasta ljósapera í heimi reuters. Bærinn Livermore í Kali- forniufylki undirbýr nú afmæli ljósa- peru einnar sem lýst hefur samfleytt í 100 ár án þess að hafa nokkru sinni dáið út. „Þrátt fyrir að ekkert í heimi þessum vari að eilífu þá hefur þessi ljósapera virkilega staðist tímans tönn í gegnum árin,“ sagði Lynn Owens, fyrrverandi deildarstjóri slökkviliðs bæjarins og formaður 100 ára ljósaperunefndarinnar. „Hún hef- ur lifað á tímum jarðskjálftans mikla í San Francisco, þegar fyrsti maður- inn gekk á tunglið og þegar fyrsta bifreiðin kom á markað. Ef að þessi ljósapera gæti talað, þá hefði hún svo sannarlega frá miklu að segja,“ bætti Owens við. Ljósaperan, sem er fjög- urra watta, var fyrst sett upp í slökkvistöð bæjarins árið 1901 og þó svo að slokknað hafi á henni tíma- bundið þegar hún var flutt á nýja slökkvistöð árið 1974, þá lét hún það ekki á sig fá og hefur haldið áfram að loga allar götur síðan. Að því er kem- ur fram á fréttavef Reuters, hefur hún þegar verið skráð í heimsmeta- bók Guinness sem elsta starfandi ljósapera í heiminum. ■ Fjármálahneykslið í Þýskalandi: Kohl laus allra mála berlin. flp. Sækjendur í glæparann- sókninni á hendur Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara Þýskalands, hafa formlega lagt mál sitt niður eftir að Kohl ákvað að borga sekt vegna hlutdeild sinnar í fjármála- hneykslinu sem flokkur hans átti þátt í. Samningur var gerður í marsmánuði í Bonn, á milli Kohl og sækjenda málsins, þar sem Kohl féllst á að greiða 140 þúsund doll- ara sekt fyrir að hafa tekið við ólöglegum fjárframlögum til kosn- ingabaráttu kristna demókrata- flokksins meðan hann var í emb- ætti, gegn því að málið yrði síðan látið niður falla. Ekki hefur því enn verið sannað hvort Kohl hafi brotið lög. Lögfræðingur hans hélt því fram skömmu eftir undirskriftina að hún þýddi greinilega að hann væri saklaus af öllum ásökunum um lögbrot. Rannsókn málsins hefur staðið yfir frá því í janúar á síðasta ári, Búnaðarbanki: Enn til rannsóknar innherjavidskipti Hjá embætti Ríkis- lögreglustjóra er enn verið að vinna að rann- sókn á því hvort nokkrir starfsmenn og stjórnend- ur Búnaðarbanka íslands hafi notfært sér innan- hússupplýsingar til að hagnast á hlutabréfavið- skiptum. Jón H. Snorra- son, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra sagði að verið væri að fara í gegnum gögn sem málinu tengjast en sagði ekki ljóst hvenær rannsókn málsins kynni að Ijúka. ■ BUNAÐ- ARBANK- INN Óvist er hyerlær rannsókn lýkur. Betra að vinna hvalveiðum fylgi innan ráðs en utan GETUR ANDAÐ LETTAR Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hetur borgað sekt tyrir aðild sína í fjármála- hneykslinu, sem svo sannarlega hefur skaðað mannorð hans. Réttarhöldunum er loksins lokið, en eitt og hálft ár er síðan málið fór af stað. þegar Kohl játaði að hafa tekið við fjárframlögum án þess að gerð hafi verið grein fyrir þeim, en hann hef- ur hins vegar staðfastlega neitað að tilgreina hverjir það voru sem létu peningana af hendi rakna. ■ Skuldastaða Reykjavíkur Beita vísvitandi blekkingum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, segir að sjálfstæðismenn beiti vísvitandi blekkingum í umfjöllun sinni um fjármál Reykjavíkurborgar til að gera stöðu borgarinnar tortryggi- lega. Ólíkt því sem sjálfstæðismenn haldi fram hafi Reykjavíkurborg gengið betur að greiða niður skuldir sínar en ríkissjóði. „Það er rangt hjá sjálfstæðis- mönnum að skuldir Reykjavíkur- borgar hafi aukist“, segir Ingibjörg Sólrún. „Hvað þá að þær hafi aukist umfram það sem er hjá öðrum sveit- arfélögum og ríkinu." Ingibjörg segir sjálfstæðismenn bera skuldir borgar- sjóðs og borgarfyrirtækja saman við skuldir ríkissjóðs án ríkisfyrirtækja og annarra sveitarfélaga án þeirra fyrirtækja. „Það er ekki verið að bera saman sambærilega hluti og staðan væntanlega önnur ef t.d. Landsvirkjun og íbúðalánasjóður væri tekinn með í myndina." Ingibjörg segir ennfremur að með því að bera saman borgarsjóð, ríkis- sjóð og sjóði annarra sveitarfélaga INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR, BORGARSTJÓRI „Það er rangt hjá sjálfstæðismönnum að skuldir Reykjavíkurborgar hafi aukist" komi í ljós að Reykjávíkurborg hafi gengið lengst í því að greiða niður skuldir sínar. Skuldir borgarsjóðs hafi lækkað um nær helming meðan skuldir ríkissjóðs hafi lækkað um fimmtung. ■ Níu ára veru íslands utan Alþjóðahvalveiðiráðsins lokið. Aðild að ráðinu sögð forsenda fyrir því að íslendingar geti hafið hvalveiðar á nýjan leik. Fyrirvari gerður við núll-kvótann sem bannar hvalveiðar. hvalveiðar Þróun undanfarinna ára hefur gert það að verkum að íslensk stjórnvöld telja nú að hagsmunum ís- lendinga sé betur borgið innan Al- þjóðahvalveiðiráðsins en utan þess sagði Árni Matthiesen sjávarútvegs- ráðherra þegar hann kynnti þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ls- land verði aftur aðili að ráðinu. Þrátt fyrir að gengið hafi verið í Alþjóðahvalveiðiráðið á ný segir Árni að engin ákvörðun hafi verið tekin um að taka upp hvalveiðar. Tvær ástæður kæmu í veg fyrir að hval- veiðar yrðu hafnar á nýjan leik. í fyrsta lagi geti menn ekki fullyrt að hægt væri að selja hvalaafurðir til út- landa og í öðru lagi væri um að ræða almenna afstöðu annarra ríkja við af- stöðu íslendinga. Þó óljóst sé með hvort hvalveiðar verði hafnar á nýjan leik segir Árni það lykilatriði að vera í Alþjóðahvalveiðiráðinu ef íslend- ingar hyggjast hefja hvalveiðar á nýjan leik. „Ég tel mig geta fullyrt að Japanir muni ekki kaupa hvalaafurð- ir frá nokkru því landi sem stendur utan Alþjóðahvalveiðiráðsins." Árni sagði að það væru engin stór- tíðindi sem hefðu ráðið því að nú væri tekin ákvörðun um að ganga í Hvalveiðiráðið á nýjan leik. Menn hefðu hins vegar metið stöðuna þan- nig að mál hefðu þróast í þá átt að vera í Alþjóðahvalveiðiráðinu væri fýsilegur kostur á nýjan leik og for- senda þess að hægt væri að hefja hvalveiðar á nýjan leik með það fyrir augum að selja afurðir til útlanda. Eins og staðan væri í dag teldu ís- lensk stjórnvöld heppilegra að ganga INNGANGA í ALÞJÓÐAHVALVEIÐIRÁÐIÐ KYNNT „Alltaf betra að sitja við borðið en bíða úti á gangi" sagði Eiður Guðnason, sendiherra, og skýrði þannig breytta afstöðu stjómvalda til að- ildarinnar að ráðinu. aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið og vinna stefnunni um sjálfbærar hval- veiðar fylgi á þeim vettvangi en að standa áfram utan ráðsins. Aðspurður neitaði Árni því að með þessu væri verið að viðurkenna að úrsögnin úr ráðinu á sínum tíma hefði verið mistök. Á þeim tíma hefði verið álitið að vinna mætti að fram- gangi málstaðs fslendinga með öðr- um hætti. Þrátt fyrir að það hefði ekki gengið upp væri staða íslands sterkari með því að gerður væri fyr- irvari við núll-kvótann sem bannar hvalveiðar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.