Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2001, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 26.07.2001, Qupperneq 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2001 FIMMTUPAGUR SVONA ERUM VIÐ LAUNAMUNUR KYNJANNA - VIÐSKIPTAFRÆÐINCAR Athuguð voru meðalmánaðarlaun við- skíptafræðinga á þremur tímapunktum. Svipuð hækkun hefur verið milli kynjanna og ójöfnuðurinn haldist á fjögurra ára tímabili. HORFA Á LÁTINN SKÆRULIÐA Hermenn frá Sri Lanka rannsaka llk eins þeirra níu skæruliða sem létust I árásinni, en þrír þeirra sprengdu sig I loft upp. [ baksýn má sjá eina af flugvélunum sem eyðilögðust árásinni. Arásin á sin á alþjóðaflugvöll- inn í Sn Lanka: Þrír Tamíla skæruliðar handteknir COLOMBO. sri LANKA. ap. Þrír Tamíla skæruliðar hafa verið handteknir af lögreglunni í Sri Lanka, grun- aðir um aðild að árás skæruliða á alþjóðaflugvöll landsins og nær- liggjandi herstöð í gær þar sem 20 manns létust, þar af 13 hermenn og 9 skæruliðar. Var flugvöllurinn opnaður að nýju í gær eftir árás- ina, en alls eyðilögðust 11 flutn- inga-og farþegaflugvélar í árásin- ni. Auk þess skutu hermenn á mann nærri flugvellinum rétt áður en fyrsta flugvélin lenti þar í gær, en hún hafði þurft að bíða í Indlandi vegna árásarinnar. Mað- urinn slapp naumlega undan. ■ . —*— Vísindamenn leysa ráð- gátu: Ismaðurinn var skotinn meðör bolzano. ÍTALÍu. ap. Vísindamenn segjast nú hafa leyst ráðgátuna um hvað olli dauða ísmanns sem uppi var á bronsöldinni fyrir 5300 árum, en hann fannst í ítölsku Ölpunum fyrir u.þ.b. áratugi síð- an; hann var skotinn með ör. Að sögn Paul Gostner, sérfræðings í geislafræði, sem rannsakað hefur manninn ásamt hópi annarra vís- indamanna, segir að örvaroddur hafi fundist undir vinstri öxl hans. Hinn vel varðveitti líkami ís- mannsins er geymdur í kæliklefa í Suður-Týrol fornleifasafninu í Bolzano á norðurhluta Ítalíu. ■ INNLENT Stúlka undir tvítugu slasaðist illa þegar fólksbíll hennar ók út af Skeiðavegi norðan við Suðurlands- veg og hafnaði á kletti rétt upp úr klukkan 7 í morgun. Lögreglan á Selfossi segir að stúlka hafi verið töluvert meidd - kennt til í höfði, viðbein, mjaðmagrind og hné - og hafi verið klippt út úr bílnum af Brunavörnum Árnessýslu til þess að ekki þyrfti að hreyfa hana mikið til. Læknir fylgdi stúlkunni með sjúkrabíl á Landspítalann Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis er stúlkan ekki í lífshættu. ■ Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka: Höldum aö okkur höndum hlutabréfaviðskipti „Á meðan málefni Íslandssíma eru í skoðun hjá Verðbréfaþinginu þá höldum við að okkur höndum hvað varðar innheimtu á því sem enn er útistandandi," segir Valur Vals- son, bankastjóri íslandsbanka, og tekur fram að þegar hafi stærstur hluti sölunnar í útboðinu á nýjum hlutabréfum Íslandssíma fengist greiddur. „Við bíðum átekta eftir niður- stöðu í málinu,“ segir Valur og dregur ekki úr því að málið sé heldur alvarlegra en útlit var fyr- ir í fyrstu. Verðbréfaþingið biður nú um upplýsingar varðandi vinnubrögð við skráningarlýsingu, eftir að hafa fjallað um greinargerð ís- landssíma þar sem ákveðin atriði í afkomuviðvörun voru útskýrð. Valur segist ekki vilja tjá sig um hvort bankinn gæti beðið skaða af sölutryggingu sem veitt var fé- laginu í útboðinu. Hann tjáir sig heldur ekki um það hvort hluthaf- ar muni fá andvirði bréfa sinna tilbaka verði niðurstaðan sú að VÞÍ telji skráningarlýsingu ábótavant. Nauðsynlegt sé að bíða eftir viðbrögðum VÞÍ. ■ VALUR VALSSON Verðbréfaþingið hefur beðið um ákveðnar upplýsingar frá Íslandssíma. Við bíðum átekta eftir endanlegri niðurstöðu þingsins, segir bankastjóri íslandsbanka. Kyoto-bókunin: Gagnryna Bush washington. ap. Öldungadeildarþing- menn úr hópi demókrata gagnrýndu ríkisstjórn Georgs W. Bush, Banda- ríkjaforseta, harðlega fyrir að hafa hunsað Kyoto-bókunina í stað þess að hafa unnið að því í samstarfið við aðr- ar þjóðir að gera að hana ódýrari í framkvæmd. Demókratar í orku- og auðlindanefnd deildarinnar sögðu af- stöðuna vera „hrokafulla" og sögðu Bandaríkin ekki hafa efni á að standa hjá í málinu. Aðstoðarorkumálaráð- herra, Francis Blake, sagði í samtali við nefndina að grípa yrði til aðgerða til að stemma stigu við gróðurhúsaá- hrifum en sagði að Kyoto-bókunin sé of dýr í framkvæmd. ■ Möguleikar opnast fyrir nýrnasjúklinga Stofnfrumur úr beinmerg notaðar til að endurnýja nýru. VfSINDARANNSÓKNIR Breskir vísindamenn hafa komist að því að nota má stofnfrumur úr beinmerg sjúklings til að endurnýja skemmd nýru hans. heilbricðismál Ný aðferð til að lækna sjúklinga með nýrnasjúk- dóm virðist innan seilingar. Að sögn BBC hafa breskir vísinda- menn komist að því að mögulegt er að taka stofnfrumur úr bein- merg sjúklingsins sjálfs, láta þær taka að sér hlutverk nýrna- frumna og endurnýja hinn skem- mda vef. Rannsóknin beindist að mjög ungum stofnfrumum en þar sem þær hafa ekki enn sérhæft sig, eru þær alhæfar og geta þess vegna tekið að sér hin ýmsu hlut- verk í líkamanum. Áður hafði komið í ljós að þessar frumur gátu orðið að lifrarfrumum líka. Prófessor Nick Wright yfirmað- ur Imperial Cancer Research Fund segir þetta mikilvæga upp- götvun „vegna þess að nýrnavef- urinn endurnýjar sig ekki sjálfur. Ennfremur losnum við með þessu við þau vandamál sem skapast þegar líkami sjúklings hafnar ígræddu líffæri frá öðr- um, því þarna koma frumurnar frá honum sjálfum. Auk þess sýn- ir þetta okkur að við höfum upp- götvað aðrar leiðir við meðhöndl- un nýrna sem eru skemmd vegna krabbameins eða annarra sjúk- dóma“ Sá möguleiki að nota fullorðn- ar stofnfrumur getur stuðlað að miklum framförum í læknavís- indum yfirhöfuð. Vonir eru bundnar við að frumur þessar geti einhvern tímann sinnt end- urnýjunarhlutverki gagnvart hvaða líkamshluta sem er. Með þessum möguleika er líka sneitt hjá þeim siðferðisspurningum sem vaknað hafa varðandi rann- sóknir á stofnfrumum fósturvísa. Uppgötvunin er ekki einungis mikilvæg með tilliti til sjúkdóma eins og krabbameins, hún gæti einnig orðið til þess að ryðja brautina fyrir genameðferð á annars konar nýrnasjúkdómum. Breska nýrnarannsóknarstofnun- in sendi þó frá sér yfirlýsingu þess efnis að þrátt fyrir þessa uppgötvun sé enn langt í land með að forðast nýrnabilanir þar sem uppbygging þessa líkams- hluta sé flókin, til dæmis mun flóknari en lifrarinnar. bryndis@frettabladid.is Lögreglan á Húsavík í átaki: Filmulausa bíla, takk lögreglufréttir Um þessar mundir eru lögreglumenn á Húsavík að einbeita sér að bún- aði bíla ásamt því sem fylgst er með því að öðrum lögum sé framfylgt. Aðalsteinn Júlíusson, varðstjóri lögreglunnar þar í bæ, segir að á næstu vikum ætli lag- anna verðir að fylgjast sérstak- lega vel með því að ekki sé verið að keyra um með litaðar filmur í rúðum bíla eða með kveikt á ljós- kösturum sem ekki þarf að nota. Þeir sem verða staðnir að verki fá áminningu bréfleiðis um að fjarlægja beri filmurnar og verði því ekki sinnt skellir lögg- an á bíla þeirra boðunarmiða. Þegar boðunarmiðinn er kominn á ökutækið neyðast menn til þess að færa bifreiðina til skoðunar á næstu sjö dögum, „og það er ólík- legt að menn fái skoðun á bílinn séu þeir ekki búnir að fjarlægja filmurnar,“ sagði varðstjórinn. Annars er ekkert nema gott að frétta frá Húsavík og segja lag- anna verðir að sjúkrabíllinn sé nú farinn að safna ryki, svo langt er síðan að hann var notaðar. Um það er ekkert nema gott að segja! ■ EKKERT MÚÐUR Lögreglan á Húsavík vill ekki að ökumenn í sinni sveit séu að aka um með filmur í bílrúðunum og skiptir þá engu hvort um sé að ræða vetur, sumar, vor eða haust... lögunum skal framfylgt- Þeir sem ekki hlýða fá boðunarmiða á bíl sinn og þeim gert að mæta í þifreiðaskoðun.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.