Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2001 FIMMTUDACUR Indónesía: Wahid er á leið úr landinu FEÐGIN í FORSETASTÓL Indóneslsk börn með veggspjöld af Wlegawati og Sukarno, föður hennar sem einnig var forseti. OPEC ríkin: Draga úr framleiðslu olíuverð Á fundi olíuframleiðslu- ríkja, OPEC, í gær var ákveðið að draga úr olíuframleiðslu um 1 milljón tunna á dag. Þetta eru við- brögð ríkjanna við lækkandi olíu- verði sem stafar af minni eftir- spurn í hagkerfinu. Stærri olíu- neytendur halda því svo fram að hátt olíuverð sé mikilvæg ástæða fyrir niðursveiflu í efnahagslíf- inu. í fréttum Búnaðarbankans í gær segir að olíuverð undanfarnar vikur hafi verið 23,50 dollarar, en markmið OPEC ríkja er að halda olíuverði á bilinu 22 til 28 dollara á tunnuna. ■ djakarta. ap. Abdurrahman Wahid, fyrrverandi forseti Indónesíu, til- kynnti í gær að hann hyggðist yfir- gefa forsetahöllina í dag, fimmtu- dag. Wahid, sem rekinn var úr embætti á mánudag, hefur þverskallast við aö yfirgefa höllina og sagði í gær að hann gerði það eingöngu að læknisráði en hann er á leið til Bandaríkjanna í læknis- skoðun. Wahid spáði því í sjónvarpsvið- tali í gær að það stefndi í einræðis- stjórn undir stjórn arftaka hans, Megawati Sukarnoputi. Indónes- íska þingið frestaði atkvæða- greiðslu um arftaka Megawati í embætti varaforseta eftir að tvær umferðir höfðu átt sér stað. Valið stendur á milli Akbar Tandjung, leiðtoga Golkar flokksins, flokks einræðisherrans Suharto og Hamzah Haz, íhaldssams múslima. Stuðningsmenn Megawati segja henni sama um hver verður fyrir valinu. Wahid sagði í gær að hann hefði verið að reyna að bjarga lýð- ræðinu í landinu með því að neita að viðurkenna brottreksturinn. Eigi að síður er talið læknisferðin sé afsökun Wahid fyrir því að yfir- gefa landið með nokkurri reisn. ■ TVÍSKINNUNGUR STJÓRNVALDA „Mér hefur fundist gæta tvískinnungs ríkis- stjórnar íslands þar sem Siv Friðleifsdóttir kemur fram og fagnar þessum áfanga." Vinstri grænir: Adal sódarn- ir út undan umhverfismál Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfús- son, er ánægður með Kyoto-bók- unina og segir að hann sé ánægð- ur með það að ríkisstjórnin sé ein- nig ánægð. Hann segist fagna því að samkomulagið náðist þrátt fyr- ir það að „það sé veikleiki að Bandaríkjamenn - aðal sóðarnir - skuli vera út undan.“ „Upp að vissu marki megi fall- ast á það að ísland sé í sérstakri stöðu - lítið hagkerfi með talsvert mikla orku í hallvatni og jarðvatni sem ekki er eins óhagstætt í þessu sambandi og jarðefnaeldsneyti. Á hinn bóginn erum við ein ríkasta og iðnvæddasta þjóð heimsins og við getum ekki ætlast til þess að það séu bara allir aðrir en við sem leggjum eitthvað af mörkurn," sagði Steingrímur. ■ —*— Þjónustan: Er aðná útveginum efnahagsmál Verulega hefur dreg- ið saman með þjónustugreinum og sjávarútvegi þegar litið er til útflutningstekna þjóðarinnar. Árið 1991 var hlutdeild sjávarút- vegs í útflutningi íslendinga 58% en á síðasta ári var hlutfallið kom- ið niður í 41%. Á sama tíma hefur hlutfall þjónustugreina vaxið úr 26% í 36% og hlutfall ál og kísil- járns vaxið úr 9,6% í 13,3%. Ef horft er til vaxtar greinanna án þess að horft sé í hlutfallið hafa útflutningstekjur af þjón- ustu vaxið um 155% á tíu ára tímabili og þungaiðnaðar um 114%. Sjávarútvegurinn hefur á sama tímabili vaxið um 35%. ■ BLÁTINDUR VE Framganga Árna Johnsen I fjárlaganefnd skipti sköpum svo hægt yrði að endurgera bátinn. Fjárlaganefnd lét Ama fá 6 milljónir Ekki vcrið hægt að endurbyggja Blátind VE ef Arna hefði ekki notið við, segir talsmaður félagsins sem endurgerði bátinn. Kostaði alls um 20 milljónir króna. fjárlaganefnd „Þetta hefði aldrei verið hægt nema vegna Árna Johnsen. Hann útvegaði sex milljónir króna styrk hjá Al- þingi. Alls kostaði þetta hátt í 20 milljónir króna. Ég er mjög glað- ur að hafa tekið þátt í þessu,“ sagði Sigtryggur Helgason, en hann er einn þeirra sem stóðu að endurgerð Blátinds VE. Fjárlaganefnd Alþingis sam- þykkti að veita sex milljónum króna til Blátindsfélagsins. Árni Johnsen, alþingismaður og full- trúi í fjárlaganefnd, er einn þeir- ra sem standa að félaginu um endurgerð Blátinds. „Árni er félagi og það mjög góður félagi. Við stofnuðum fé- lagið í september og gáfum þá út tvær yfirlýsingar. Árni sagði að það yrði skötuveisla í desember, þegar smíði hæfist, og ég að bát- urinn yrði afhentur á sjómanna- daginn 9. júní og hvortveggja stóðst og báturinn er til prýði,“ sagði Sigtryggur. Hann segir að Blátindur sé eini báturinn sem eftir er af þeim sem smíðaðir voru í Vestmanna- eyjum á fyrri hluta síðustu aldar. Endurgerðin var mikið verk. Jón Kristjánsson, þáverandi formaður fjárlaganefndar, sagði á Alþingi vegna Blátinds: „Gerð er tillaga um 6 milljóna króna tímabundna fjárveitingu til end- urbyggingar vélbátsins Blá- tinds.“ Árni Johnsen tjáði sig einnig um þetta hugðarefni sitt og sinna félaga. Hann sagði á Al- SIGTRYGGUR HELGA- SON Hann sá um fjármál verk- efnisins sem hann segir að hafi kostað hátt I 20 milljönir króna. þ i n g i : „Hann er ekki svo ýkja gamall en hann er einn af 76 þilfarsvél- bátum sem b y g g ð i r voru í Vest- mannaeyj- um á öld- inni sem er að líða. Þar voru byggð- ir 76 þil- farsbátar og 28 opnir bátar.“ Og síðar sagði Árni: „Það er kynnt í verkefninu að því eigi að ljúka fyrir næsta sjómannadag og þá eigi báturinn að verða hluti af Skansinum og stafkirkjusvæðinu við Vest- mannaeyjahöfn sem margir þekkja. Það hefur í rauninni ver- ið reiknað með þeim bát þar frá því það svæði var skipulagt til þess hlutverks sem það hefur nú. Þess má geta til gamans að Blá- tindur var notaður sem varðskip á Faxaflóa um 1950 og var þá bú- inn fallbyssu. En yfirleitt hefur hann verið notaður til þess að draga fisk úr sjó, björg í bú. Gunnar Marel Jónsson smíðaði Blátind, afi Gunnars Marels skip- stjóra á íslendingi og skipasmiðs þannig að sagan er söm við sig og margt af þessu má tengja og er skemmtilegt í okkar litla samfé- lagi.“ sme@frettabladid.is H HRINGJA ODYRT HEm .bla bla bla BTGSM ERU LANG- ÓDÝRASTIR í SÍMTÖLUM í FASTLÍNUR, Þ.E. VINNUSÍMA EÐA HEIMASÍMA. BilllWMIIIIII4Æ:WKglBWWMWM*BWMM HEIMASÍMI KVÖLDTAXTI SfMINMOSM 13 f i M | M wFRELSI 15 GSM 15,9 FRELSI 15,9 btgsw;) 11,9'

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.