Fréttablaðið - 26.07.2001, Page 18

Fréttablaðið - 26.07.2001, Page 18
HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Oddur Dúason starfsmaður Vífilfells Ég mæli með þvi að fólk stundi heilbrigt líf- erni og stundi likamsrækt eða aðra hreyf- ingu. Einnig mæli ég með því að fólk njóti al- mennt lífsins. ■ METSÖLUHSTI FERÐAHANDBÆKUR Á AMAZON.COM Peter Greenberg THE TRAVEL DETECTIVE Peter Mayle FRENCH LESSONS ÉJ Bruce S. Feiler WALKINC THE BIBLE Q Jon Krakauer INTO THIN AIR (JJ Rick Steves RICK STEVES' ITALY 2001 Cl Bill Bryson IN A SUNBURNED COUNTRY ffk Bill Bryson A WALK IN THE WOODS fl Jon Krakauer INTO THE WILD 01 Bob Sehlinger CUIDE TO WALT DISNEY... ffi) Jill Safro IHE UNOFFICIAL CUIDE TO WALT_ Ferðahandbækur: Hvar er best að sitja í flugvél? bækur Ferðahandbækur njóta mik- illa vinsælda og er komið víða við á vinsældalista Amazon.com. Athygli vekur að í tveimur neðstu sætunum eru bækur um hvernig best sé að ferðast um Disneyland í Bandaríkj- unum. Bókin í fyrsta sæti hefur lengi flakkað á milli sæta á listanum yfir 10. mest seldu bækurnar á Amazon. Þetta er bók Peter Greenberg, The Travel Detective. Greenberg leiðir lesendur í allan sannleikann um hvar lægstu fargjöldin eru að finna, hvar í flugvélum best er að sitja, hvernig semja á um bestu kjörin þegar bóka á hótelherbergi og margt fleira. Greenberg þessi þyk- ir gamansamur maður og víðförull en hann hefur komið til 120 landa af 187. Segir sagan að Greenberg hafi að gamni sínu athugað hvort hann kæmist með tvöfaldan postulíns vask sem handfarangur í flugvél, og mun það hafa tekist. ■ —♦— Klassísk tónlist: Óútgefíð lag eft- ir Puccini kemst í leitirnar denton. texas. ap. Bandaríkjamaður- inn Charles Yates, sem er prófessor í tónlistarfræðum við háskólann í San Diego, rakst fyrir skömmu á óútgefinn mars eftir ítalska tón- skáldið Giacomo Puccini er hann var að gramsa í bókum pg skjölum um Puccini í fríi sínu á Ítalíu. Hef- ur þessi merki fundur að vonum vakið mikla athygli í tónlistarheim- inum. „Þetta er yndislegt, frábær lítil uppgötvun," sagði Eguene Cor- poron, tónlistarprófessor við há- skólann í Denton, Texas, sem átti í gær að stjórna flutningi á marsin- um á tónlistarráðstefnu í San Ant- onio. Marsinn, sem kallast „Scossa Electra,“ eða „rafmagnsáfall," og er tveggja mínútna langur, var saminn árið 1896 til heiðurs Al- essandro Volta, sem fann upp raf- hlöðuna. ■ 18 FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2001 FIMMTUPAGUR Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju: Lög og Ijóð góðskáldcinna tónleikar Óperusöngkonan Anna Sigga, eða Anna Sigríður Helga- dóttir eins og hún heitir fullu nafni, kemur fram á hádegistón- leikum í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 26. júlí ásamt org- anistanum Hilmari Erni Agnars- syni. Tónleikarnir, sem eru hluti af tónleikaröðinni Sumarkvöldi við orgelið, hefjast klukkan 12 og standa í u.þ.b. hálfa klukkustund. Á efnisskránni eru lög eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Tryggva M. Baldvinsson við ljóð eftir nokkur af góðskáldum þjóð- arinnar, m.a. Stephan G. Steph- ansson, Hallgrím Pétursson og Bólu-Hjálmar. Hilmar Örn mun einnig leika orgeltónlist eftir Jó- hann Ó. Haraldsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Anna Sigríður Helgadóttir er fædd í Reykjavík árið 1963. Hún stundaði söngnám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Söngskólann í Reykjavík, þar sem hún lauk námi við fram- haldsdeild árið 1989. Næstu þrjú árin sótti hún einkatíma hjá pró- fessor Rinu Malatrasi á Ítalíu. Hún hefur sungið með fjölda kóra og tekið þátt í margskonar tónlistarflutningi, s.s. einsöngs- og djasstónleikum, óperu- og óperettuuppfærslum, kirkju- og gospeltónleikum o.fl. á íslandi, í Danmörku, Svíþjóð og á Ítalíu. Hilmar Örn Agnarsson er fæddur í Reykjavík árið 1960. Hann stundaði nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lauk tón- menntakennaraprófi frá Tónlist- ar-skólanum í Reykjavík vorið 1982. 1985-91 var hann í fram- haldsnámi við Tónlistarháskól- ann í Hamborg. Frá 1991 hefur Hilmar verið organisti í Skál- holti, auk þess sem hann tekur virkan þátt í tónlistarlífi svæðis- ins. Hann stjórnar m.a. Skál- holtskórnum, Kammerkór Suður- ANNA SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR Anna Sigga tók á síðasta ári þátt í upp- færslu íslensku óperunnar á The Rape of Lucretia eftir Benjamin Britten, þar sem hún söng hlutverk Biöncu. Hún söng í mörg ár með sönghópnum Hljómeyki og er félagi í sönghópnum Emil og Anna Sigga. lands, Barnakór Biskupstungna og Skólakór Menntaskólans á Laugarvatni. ■ Kvikmyndin Regína: Regína fær fólk til að gera allskyns skrýtna hluti kvikmyndir íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa sjálfsagt orðið varir við að verið sé að kvik- mynda þar um slóðir. Þarna er á ferðinni upptökur á dans- og söngvamyndinni Regínu í leik- stjórn Maríu Sigurðardóttur. Að sögn Hrannar Kristjánsdóttur, framleiðanda myndarinnar ganga tökur prýðilega. „Við vei’ðum í tökum út þessa viku og erum rétt rúmlega hálfnuð. Við erum að taka myndina upp á nýja digitalupptökuvél sem heit- ir High Definiton og eftir að búið er að klippa myndina er búin til 35 mm filma. Þetta er ný tækni og mjög spennandi að fást við hana. Hi’önn sagði myndina vera tekna upp bæði á íslensku og ensku. Við erum með kanadíska meðframleiðendur sem koma til með að talsetta myndina upp á nýtt og þá lítur þetta miklu eðli- legra út í nærmyndatökum, það sama á við um lögin í myndinni.“ Hrönn sagði að áætlað væri að frumsýna myndina um jólin og að geisladiskur með lögunum úr myndinni kæmi út í október næstkomandi. Handritshöfundar að mynd- inni eru Sjón og Margrét Orn- ólfsdóttir sem einnig samdi tón- listina. Margét var spurð að því hvort upptökur væru í líkingu við það sem hún hefði ímyndað sér. „Þetta er allt öðruvísi en það sem ég sá fyrir mér, sem eðlilegt KVIKMYNDIN REGINA Magnús Ólafsson og Sigurbjörg Elma Ingólfsdóttir í hlutverkum sinum. er, en ég er samt mjög ánægð með það sem ég hef séð og held að þetta verði mikið ævintýri. Margrét sagði myndina fjalla um Regínu, 10 ára stúlku sem uppgötvar einn daginn að hún getur haft áhrif á gang mála þeg- ar hún syngur. „Hún getur feng- ið fólk til að gera allskyns skrýt- na hluti og notar sér það til fram- dráttar. Svo kynnist hún strák sem heitir Pétur sem er mikill rímorðamaður og þegar þau leg- gja krafta sína saman verður úr mikill galdrasöngur og þau hrin- da af stað mjög afdrifaríkri og fjörugri atburðarrás." Aðalframleiðandi myndarinn- ar er Friðrik Þór Friðriksson en með hlutverk Regínu og Péturs fara þau Sigurbjörg Elma Ing- ólfsdóttir og Benedikt Clausen. Með önnur hlutverk fara Balt- asar Kormákur, Sólveig Arnars- dóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Björn Ingi Hilmarsson. ■ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ LEIKHÚS____________________________ 20.00 Söngleikurinn Wake me up eftir Hallgrím Helgason verður sýndur í kvöld í Borgarleikhúsinu. SKEMMTANIR_________________________ 21.00 Á Club 22 verður Elektró dans- tónlistarkvöld. Það verða plötu- snúðarnir Exos og dj. Árni Sveins sem munu sjá um tónlistina f kvöld og láta einfaldan og þrykkj- andi takt elektró tónlistarinnar hljóma um allt húsið. 22.00 Á Vídalín bistró og bar munu Hjörleifur Jónssonar og félagar sjá um kósí stemmningu í kvöld. 22.00 Diskótekarinn Kári sér um tónlist- ina á Kaffibarnum í kvöld. Kári ætlar að leika uppáhaldstónlistina sína. 22.00 Á veitingastaðnum Rex er hið vanabundna Groove Improvekvöld. GÖNGUFERÐIR________________________ 20.15 Skógarganga verður í kvöld. Safnast verður saman við fé- lagsheimilið Félagsgarð í Kjós, sem er við þjóðveginn sunnan Laxár. Þaðan verður haldið kl. 20.15 að skógrækargirðingunni í Vindáshlíð og gengið um skóginn undir leiðsögn stað- kunnugra. Gangan tekur um 1 klukkustund og er við allra hæfi Boðið verður upp á rútuferð frá húsi Ferðafélags íslands í Mörk- inni 6 og er brottför kl. 19.30. Rútan kemur að Félagsgarði í Kjós og fer þaðan á göngu- svæðið. Fargjald í rútuna alla leið úr Reykjavík á göngusvæð- ið er 500 kr. aðeins frá Félags- garði á göngusvæðið 300 kr. Þeir sem kjósa frekar að nota einkabílinn að Félagsgarði, eða jafnvel alla leið, er það að sjálf- sögðu heimilt. Allt áhugafólk um útivist og ræktun er hvatt til þess að mæta og eiga ánægju- lega kvöldstund. TÓNLEIKAR__________________________ 12.00 Óperusöngkonan Anna Sigga, eða Anna Sigríður Helgadóttir eins og hún heitir fullu nafni, kemur fram á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í dag ásamt org- anistanum Hilmari Erni Agnars- syni. Tónleikarnir, sem eru hluti af tónleikaröðinni Sumarkvöldi við orgelið, hefjast klukkan 12 og standa í u.þ.b. hálfa klukkustund. Á efnisskránni eru lög eftir Gunn- ar Reyni Sveinsson og Tryggva M. Baldvinsson við Ijóð eftir nokkur af góðskáldum þjóðarinnar. 21.30 Á fimmta Tuborgdjassi á Heit- um fimmtudegi í Deiglunni, leikur Kvintett djasssöngkon- unnar, Kristjönu Stefánsdóttur. Auk Kristjönu er kvintettinnskip- aður þeim: Agnari Má Magnús- syni á píanó, Mikael Erian á saxófón, UliGlassmann á bassa og Thorsten Grau á trommur SÝNINGAR_____________________ Þjóðmenningarhúsið er opið frá 11.00-17:00 alla daga. Þar er fjöldi sýninga m.a. sérsýning á skjölum sem tengjast Þjóðfundinum 1851, auk þess sem fundargerð Þjóðfundarins er ein af föstu sýningum hússins. Aðr- arsýningar í húsinu er m.a. Kristni i 1000 ár, Landnám og Vínlandsferðir, mynt og ísland á gömlum landakort- um. Handritasýning í Stofnun Árna Magn- ússonar stendur í Árnagarði við Suður- götu. Sýningunni er ætlað að minna á þann hlut sem sagnalist og bókagerð fyrri alda á í vitneskju okkar um helstu merkisatburði þjóðarsögunnar og beina athygli sérstaklega að handritum og sögum um fólk og viðburði sem fyrir rúmum þúsund árum ollu aldahvörfum, þ.e. kristnitökunni og landafundunum. Sýningin er opin mánudaga til laugar- daga til 25. ágúst. Filmundur: DÖNSK SPENNUMYND „Blinkende lykter" er sögð vera blanda af sótsvörtum húmor og ofbeldi í stíl sem oft er kenndur við Tarantino en einnig má greina ýmis önnur áhrif, eins og til dæmis frá vestrahefðinni og ævintýramyndum. Danskir smákrimmar í aðalhlutverki kvikmyndir Filmundut’ sýnir í kvöld dönsku myndina „Blinkende lykt- er“ sem vakti mikla athygli í heimalandi sínu á síðasta ári. Leikstjóri myndarinnar Anders Thomas Jensen er aðeins 29 ára gamall, en hefur engu að síður get- ið sér gott orð sem leikstjóri stutt- mynda og hlaut myndin „Valgaft- en“ Óskarinn í flokki leikinna stuttmynda árið 1999. Hann er þó fyrst og fremst þekktur sem hand- ritshöfundur, en hann gerði meðal annars handritið að „I Kina spiser de hunde“ sem hlaut mikið lof. Myndin segir frá ógæfumönn- unum og smákrimmunum Torkild, Arne, Peter og Stefan sem hafa þekkst og unnið saman um árabil að misárangursríkum verkefnum á glæpasviðinu. Torkild er óneit- anlega höfuðpaur klíkunnar, en hann stendur nú á ákveðnum tímamótum. Hann er orðinn fer- tugur og kærastan farin frá hon- um og hann ákveður að tími sé kominn til að breyta til. Og viti menn, ótrúlegri breytingar en hann hefði órað fyrir eiga sér stað. Klíkan kemst fyrir misskiln- ing yfir átta miljónir danskra króna sem tilheyra öðrum og valdameiri glæpahring. Myndin er sýnd kl. 22.30 í Háskólabíói og endursýnd mánudagskvöldið á sama tíma. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.