Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN FRÉTTABLAÐIÐ 14. ágúst 2001 ÞRIÐJUPACUR MARKLAUSAR KANNANIR Mikill meirihluti net- verja sem kusu í at- kvæðagreiðslunni á Vísi.is telur atkvæða- greiðslur á Netinu marklausar. Eru atkvæðagreiðslur á Net- inu marklausar? Niðurstöður gærdagsins á www.vlsir.is Spurning dagsins í dag: Eiga stjórnendur Fróða að sæta ábyrgð vegna barnaklámstengils? Farðu inn á vísi.is og segðu | þína skoðun __________________C0Ö3 Meira tekið af fíkniefnum í Leifsstöð: Fleiri eru teknir en með minna magn fIkniefni Lagt hefur verið hald á rúmlega tvöfalt meira af hassi af fíkniefnadeild Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli það sem af er þessu ári heldur en á sama tíma í fyrra. Nú þegar hefur verið lagt hald á 19,5 kílógrömm af hassi, en í ágúst í fyrra hafði verið lagt hald á 9 kílógrömm. Einnig hefur verið lagt hald á ríflega helmingi meira magn af E-töflum. í því til- felli er um að ræða sex mál á þessu ári en tvö mál í fyrra. Svo virðist sem fíkniefnainnflutning- ur sé betur skipulagður en áður. Kári Gunnlaugsson hjá fíkniefna- deild Tollgæslunnar segir að sér virðist að verið sé að dreifa áhættunni þar sem að sending- arnar sem lagt hefur verið hald á eru fleiri, en innihalda minna magn. Auk þess er algengara að erlendir aðilar séu burðardýr en verið hefur. Mun minna hefur verið tekið af amfetamíni og kókaíni ef miðað er við fyrstu sjö mánuði síðasta árs en bæði á þessu ári og í fyrra var um að ræða eina sendingu af am- fetamíni. ■ Haldlögð fíkniefni hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli, janúar-ágúst 2000 og 2001 20000r 12000 10000 8000 E 2000 E 19500 ,2000 2001 1480 270 60 E-töflur* E-töfluduft** Hass * Stykki. ** 1 gramm samsvarar um 3 töfium Kókaín Amfetamín Félagsmálaráðuneytið: Meðferð ekki í samræmi við lög stjórnsýsla Umboðsmaður Al- þingis hefur beint þeim tilmælum til félagsmálaráðuneytisins að það taki á nýjan leik til meðferðar mál einstaklings sem hafði kvart- að yfir því hvernig staðið var að ráðningu leiðbeinanda við kennslu í grunnskóla úti á landi ,þar sem kærandi hafði verið meðal umsækjenda, æski hann þess. Kærandi taldi brotið á rétti sín- um þegar annar einstaklingur sem ekki hafði sótt um starf var ráðinn til kennslu að beiðni skóla- stjóra. Óskaði hann því umsagnar félagsmálaráðuneytis á lögmæti ráðningarinnar sem gaf það álit að gallar hefðu verið á meðferð skólastjóra og sveitarstjórnar við ráðninguna. Ráðuneytið felldi hins vegar ekki úrskurð um að niðurstaðan væri lagalega bind- andi fyrir sveitarstjórnina. Þessu undi kærandi ekki og taldi að erindi sitt hefði átt að túlka sem stjórnsýslukæru sem krefst lagalega bindandi niður- stöðu. Undir þetta tekur umboðs- maður Alþingis sem segir að þó ekki hafi verið skýrt tekið fram að um stjórnsýslukæru væri að ræða hefði átt að fara með erindið sem kæru eða ganga úr skugga um hvort kærandi vildi fá málið end- urskoðað með stjórnsýslukæru. Það hafi ekki verið gert og teljist meðferðin því ekki í samræmi við Flugvél Flugmálastjórnar: Vill upplýsing- ar um notkun upplýsingar „Ég hef fengið ábend- ingar um að flugvél hafi verið not- uð umfram það sem til er ætlast", segir Gísli S. Einarsson, þingmað- ur Samfylkingar, sem hefur farið fram á að fjárlaganefnd fái ná- kvæmar upplýsingar um hvernig flugvél Flugmálastjórnar hefur verið notuð. Gísli segist ekki geta fullyrt neitt um ásakanir um að flugvél Flugmálastjórnar hafi verið notuð umfram það sem til er ætlast. Hins vegar vilji hann fá ítarlegar upplýsingar um hverjir hafi notað hana, í hvaða tilgangi og hversu oft. Gísli segir að eftir ábendingar um misnotkun vélarinnar og ásak- anur um misnotkun sína á bréfs- efni sem Alþingi skaffar honum hafi hann farið að velta fyrir sér notkun á eigum stjórnvalda sem þingmenn og ráðherrar hafi að- gang að og hafi hann staldrað við flugvél Flugmálastjórnar. „Minn skilningur er sá að vélina eigi að- eins að nota í þeim tilvikum þegar ekki er um aðra ferðamöguleika að ræða fyrir ráðherra og ég vil fá á hreint að hún hafi ekki verið notuð í röngum tilgangi.“ Rétt er að benda á að Frétta- blaðið óskaði í síðustu viku eftir upplýsingum sama efnis frá Flug- málastjórn. ■ Ráðuneytisstjóri segir úr- ganginn vera venjulegt dót Umhverfisráðuneytið segir úrgang frá Bandaríkjaher á Heiðarfjalli á könnu heimamanna. Ráðuneytið hafi þó kostað rannsókn á vatni við fjallið árið 1992 í kjölfar mikillar umræðu um málið. Rannsóknin hafi enga mengun leitt í ljós. Ráðuneytisstjórinn segir hugsanlegt að skaðleg efni leynist í gömlum sorphaugum en að ekki sé á dagskrá að kanna þá. ÚRGANGUR FRÁ RATSJÁRSTÖÐ Á HEIÐARFJALLl „Það eru engar staðreyndir sem liggja á borðinu um að þarna sé eitthvað athugavert sem gæti verið að gerast," segir Magnús Jóhannes- son ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins. umhverfismál Magnús Jóhannes- son ráðuneytisstjóri umhverfis- ráðuneytisins segir eftirlit með úrganginum frá hinni yfirgefnu ratsjárstöð Bandaríkjamanna á Heiðarfjalii á Langanesi ekki heyra undir ráðuneytið heldur Heilbrigðiseftirlit Norðurlands- kjördæmis eystra. Þrátt fyrir þetta hafi þáver- andi ráðuneytisstjóri umhverfis- ráðuneytisins veitt fé til rann- sókna á vatni umhverfis Heiðar- fjall á árinu 1992. Það hafi verið óvenjulegt en gert í ljósi mikillar umræðu um málið. Magnús segir rannsóknina ekki hafa gefið til kynna að mengun hefði borist í vatnið. Engar fleiri rannsóknir hafi ver- ið gerðar af hálfu umhverfis- ráðuneytisins á Heiðarfjalli. T.d. hafi enginn á vegum ráðuneytis- ins skoðað sjálfann úrganginn. „Menn verða auðvitað að hafa einhverjar vísbendingar áður en þeir fara að eyða fjármagni í yf- irgripsmiklar rannsóknir. Það eru engar staðreyndir sem liggja á borðinu um að þarna sé eitt- hvað athugavert sem gæti verið að gerast,“ segir hann. Eins og kom fram í Fréttablað- inu í gær telja landeigendur á Heiðarfjalli mikið af hættulegum spillefnum vera grafið í fjallið og hafa stefnt Bandaríkjunum til þess að fjarlægja úrganginn enda sé hann þar í heimildarleysi. „Þær upplýsingar sem við höf- um fengið benda til þess að þetta sé bara venjulegt dót eins og er hér á venjulegum sorphaugum. Það hefur ekki verið grafið upp úr gömlum sorphaugum hér á landi en ég þykist vita að í ein- hverjum þeirra geti verið eitt- hvað sem menn vildu ekki hafa þar í dag. En það hefur ekki farið fram neitt mat á því hvort í þeim kunni að vera hættuleg efni sem geti í framtíðinni valdið skaða. Það er á dagskrá að skoða ákveð- na hluti dagsins í dag en gamlir sorphaugar eru ekki næsta málið. Við munum ekki beita okkur frekar í þessu máli nema að fram kom einhver ný gögn sem benda til þess að þarna geti verið alvar- leg efni á ferðinni," segir Magn- ús. Magnús segir að þó mál eins og það sem snýr að úrganginum á Heiðarfjalli heyra undir heil- brigðiseftirlit viðkomandi svæð- is geti ráðuneytið komið að stór- um og veigamiklum málum. „Ég get nefnt sem dæmi hreinsunina á olíunni úr E1 Grillo sem nú er að hefjast en um það voru alveg klárar vísbendingar," segir hann. ■ gar@frettabladid.is Suðurnes út af borði Byggðastofnunar: Málið litið alvarlegum augum byggðamál „Ég ætla ekki að full- yrða hvað liggur að baki fyrr en ég heyri hvað ráðuneytið hefur fyrir sér,“ segir Kristján Páls- son, þingmaður Reykjaneskjör- dæmis, en tekur fram að hann eigi eftir að sjá að efnahagslegar forsendur ráði því að staðir á borð við Voga og Garð falli út af borði Byggðastofnunar á meðan Grindvíkingar geti áfram sótt styrki þangað. Samkvæmt nýju byggðakorti frá iðnaðarráðu- neytinu verður íslenskum stjórnvöldum ekki lengur heim- ilt að veita byggðastyrki til sveitarfélaga þar sem íbúafjöldi er meiri en 12,5 manneskjur á ferkílómetra. „Mér finnst þetta heldur mót- sagnarkennt. Þegar önnur svæði á landinu eru skoðuð kemur í ljós að einhæfni atvinnulífsins er víðast hvar svipuð," segir Kristján og bendir á að lítið megi útaf bregða í atvinnumál- um minni sveitarfélaganna á Suðurnesjum þrátt fyrir nálægð- ina við höfuðborgarsvæðið. Sigurður Jónsson, sveitar- stjóri Gerðahrepps tekur í sama streng. „Án þess að ég harmi það að Grindavík sé ennþá inni á ég erfitt með að skilja forsendurn- ar að baki því að við séum það ekki.“ ■ KRISTJÁN PÁLSSON Grindavík er eina sveitarfélagið á Suður- nesjum sem getur sótt um byggðastyrki eftir breytingu á byggðakorti fyrir landið sem iðnaðarráðuneytið tilkynnti í liðinni viku. Þingmaður Reykjaness fundar í dag með fulítrúum ráðuneytisins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.