Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 7
ÞMPIUDAGUR 14. ágúst 2001 . FRÉTTABLAÐIÐ Landgrunnið: Heildarkostnaður 702 milljónir króna LANDGRUNNSMÆLINCAR Heildar- kostnaður vegna vinnslu greinar- gerðar til landgrunnsnefndarinn- ar SÞ um mörk landgrunns ís- lands utan 200 sjómílna er 702,5 milljónir króna. Tæknilegur þátt- ur starfsins næstu fjögur árin kostar tæpa 655 milljónir króna. Orkustofnun mun hafa yfirum- sjón með tækilegum þætti verkefnisins. Svona skiptist kostnaðurinn í milljónum króna. ■ KOSTNAÐUR VIÐ MÆLINGAR 1. Fjölgeisladýptarmælingar 346 2. Hljóðendurvatpsmælingar 155,6 3. Annar tæknilegur kostnaður 153,3 4. Utanrikisráðuneytið 47,6 Heildarkostnaður 702,5 milljónir Kostnaður skiptist þannig á svæðin: a) Síldarsmugan 67 b) Reykjaneshryggur 196,2 c) Hatton Rockall 238,4 Morð á vændiskonum í Iran: Morðingjan- um hælt á hvert reipi mashhad. IRAN. ap Undanfarið ár hefur 21 vændiskona fundist myrt í íran, flestar í borginni Mashhad í norðausturhluta landsins. Þessi morð hafa neytt yfirvöld til þess að viðurkenna að vændi sé stundað í landinu, þar sem lög íslamskrar trúar eru í hávegum höfð og helst má ekki minnast á kynlíf. Þann 25. júlí síðastliðinn var 39 ára maður að nafni Saeed Han- ei handtekinn vegna morðanna og hefur hann viðurkennt að hafa myrt sextán kvennanna. En ekki er nóg með það, því bæði stærir hann sig af verkum sínum og til eru þeir íranir sem hrósa honum í hástert fyrir morðin. „Ég myrti konurnar í Guðs þágu, og til verndar trú minni vegna þess að þær voru vændis- konur og spilltu öðru fólki,“ sagði Hanei fréttamönnum. „Guð blessi hann fyrir að drepa spilltar konur,“ segir Mo- hammad Taqi Shariatmadaran, sem býr í Mashhad. „Morð á vændiskonum vekur ótta meðal þeirra og þvingar þær til þess að hætta að spilla fólki hér, sérstak- lega ungdóminum." ■ IlögreglufréttirI Fjögur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina og átta umferðaró- höpp. í einu óhappanna lentu fjórar bifreiðar í árekstri á mót- um Reykjanesbrautar og Öldu- götu. Engin meiðsl urðu á fólki. Þá voru unnar skemmdir á tveimur bifreiðum í Garðabæ, annarri við Gilsbúð en hinni við Hofstaðaskóla. Annað málanna er upplýst en hitt er enn í rann- sókn. Eitt fíkniefnamál kom til kasta lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina, þar sem lagt var hald á tæki til fíkniefnaneyslu. Lögreglan í Reykjavík fann lítil- legt magn af fíkniefnum í fórum manns í austurborginni. Við leit á heimili hans fundust cannabis- plöntur og ýmislegt annað. Kona sem lagði leið sína í trjágöngin á háskólasvæðinu við Sæmundargötu varð fyrir árás aðfaranótt laugardagsins. Lét konan vel í sér heyra og kallaði eftir hjálp og tók maður- inn við það til fótanna. Maðurinn fannst ekki þrátt fyrir ítarlega leit. Menntaskólinn við Hamrahlíð 105 Reykjavík SÍmi 595-5200 • fax 595-5250 Stöðupróf á vegum menntamálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð í ágúst 2001 sem hér segir: Miðvikudaginn 15. ágúst Kl. 17:00 Norðurlandamál og franska. Kl. 19:00 italska, spænska og þýska. Fimmtudaginn 16. ágúst Kl. 17:00 Stærðfræði skv. nýrri námskrá STÆ103, STÆ203 og STÆ263. Kl. 19:00 Enska. Tekið verður á móti skráningu í stöðupróf á skrifstofu skólans í síma 595-5200 frá kl. 8:30 til 15:30 dagana 9. -14. ágúst. Prófgjald, kr. 3500 á hvert próf, greiðist hálftíma fyrir prófið. í Aðalnámskrá framhaldsskóla er tekið fram að þessi próf séu ætluð þeim sem búa yfir þekkingu og reynslu sem ekki hefur verið aflað með hefðbundnum hætti í skóla. Að gefnu tilefni skal tekið fram að fyrir liggur álit menntamála- ráðuneytisins um að stöðupróf skuli ekki nota sem upptektarpróf fyrir nemend- ur sem fallið hafa á annar eða bekkjarprófi. www.mh.is D nGKtOr. Tölvugrunnur kr. 16.900 ík 50%'75°/° a Surgreip^^ Helstu hugtöb einbatölvu. Uppbygging og hlutverb stýriberfa. Notbun lyblaborðs, músar, disbadrifs, prentara, sbanna, 20 bennslustundir Word I br. 16.900 Grundvallaratriöi ritvinnsluforrita, Innsláttur texta og leiöréttingar. Útlitsmótun stafa, efnisgreina, blaösíðna. Prentun. 20 bennslustundir Word II br. 17.900 Staðsetning og notbun mynda í ritvinnslusbjali. Stöðluð stílsnið texta og málsgreina. Notbun og uppsetning flýtihnappa. Töflur og dálbar. Haus- og fótlína. 15 bennslustundir Excel I br. 16.900 Grundvallaratriði töflureibna. Innsláttur gagna og tilfærsla. Gerð formúla og myndrita. Útlitsmótun. Prentun. 20 bennslustundir Excel II br. 17.900 Framsetning tölulegra upplýsinga á myndrænan hátt. Flóbnari formúlugerð og föll. Síun og röðun. Tengingar á milli sbjala. 15 bennslustundir Power Point br. 16.900 Gerð vandaðra glæra, litsbyggna, námsgagna fyrir sbjásýningar. Notbun babgrunna og mynda. Hreyfing og hljóð. 20 hennslustundir KENNSLA FER FRAM I TOLVUVERI Fjögurra vifena bvöldnámsbeið hafin. Kennt fimm fevöld vihunnar fel. 18.00 - 21.00 eða kl. 18.00 - 22.0 tj H| ' ' ' V, { 7/"." < - /' \ ; - v ' - , Í-T /...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.