Fréttablaðið - 14.08.2001, Side 4

Fréttablaðið - 14.08.2001, Side 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 14. ágúst 2001 PRIDJUPAGUR SVONA ERUM VIÐ NÝTINC CISTIPLÁSSA f JÚLf Meðalherbergjanýting I júlf árið 2001 úti á landsbyggðinni var 80.75% og jókst úr 78.63% sem var meðalnýtingin í fyrra. Meðalverðið hækkaði úr kr. 7.705 I kr. 7.932. ( könnuninni taka þátt 10 hótel með alls 603 herbergjum. Hér sést hvernig nýting gistirýma hefur breyst yfir fimm ára tlmabil. HEIMIID: SAMTÖK FERÐAWÓNUSTUNNA MÆTTUR Yuri Usachev, flugstjóri geimstöðvarinnar Alpha, tekur I hönd Frank Culberson, sem taka mun við starfi hans, skömmu eftir komu Discovery. Geimferjan Discovery tengist Alpha: Skipt um áhafnar- meðlimi CANAVERALHÖFÐI, FLÓRfPA. AP. Geim- ferjan Discovery tengdist í fyrrakvöld alþjóðlegu geimstöð- inni Alpha með þrjá nýja áhafn- armeðlimi innanborðs. Einn Bandaríkjamaður og tveir Rúss- ar muni skiptast á plássum við þá einn Rússa og tvo Bandaríkja- menn sem fyrir voru í geimstöð- inni og munu þeir dvelja þar fram í desember. Discovery, sem heimsótti geimstöðina síðast í marsmánuði, mun dvelja þar í átta daga til að flytja birgðir yfir í stöðina. ■ —*— Aðlögun Keikós: Reynt út mánuðinn keikó Aðstandendur Keikós hafa ákveðið að halda áfram tilraunum til að laga Keikó að villtri náttúru út ágúst, eða þangað til háhyrn- ingar hverfa af slóðinni við Vest- mannaeyjar. Ákvörðun um þetta var tekin um helgina, að sögn Halls Halls- sonar. Aður hafði verið gert ráð fyrir að nema staðar með tilraun- irnar í lok þessarar viku. Hallur sagði að menn vildu reyna til þrautar meðan háhyrn- ingar væru enn á ferð í grennd- inni. Á síðasta ári hurfu þeir frá Vestmannaeyjum í lok þriðju viku ágúst og nú verður sá at- burður en ekki fyrirframgefin dagsetning látin marka endalok tilraunarinnar. ■ |lögreglufréttir| Bflvelta var í Jökuldal aðfara- nótt laugardags. Ökumaður- inn var einn á ferð og slasaðist hann ekki í veltunni. Talsverðar skemmdir urðu á bílnum. Bæjarráð Kópavogs duglegt: Kipptu málinu strax í liðinn sorphirða íbúi við Húsalind ákvað að láta til sín taka þegar hann varð þreyttur á að horfa upp á eyðileggingu á villtum gróðri á milli götunnar og Svalahverfisins. íbúinn heitir Berghildur Valdi- marsdóttir og ákvað hún að ganga úr húsi í hús þar sem hún óskaði eftir liðsinni nágranna sinna við að hvetja bæjarráð Kópavogsbæj- ar til þess að taka á málinu - sá í moldina og fjarlægja rusl af svæðinu sem stakk í augun. „Ég er nýflutt í Kópavoginn þannig að mig langaði að sjá hvernig bærinn myndi taka á þessum málum. Þannig gæti ég svo myndað mér skoðun á því hvernig það er að búa í bænum,“ sagði Berghildur og það kom henni skemmtilega á óvart þegar blaðamaðurinn sem þetta skrifar las upp úr tillögu bæjarverk- fræðings, Þórarins Hjaltasonar, til bæjarráðs. Bæjarverkfræð- ingur lagði til að sáð yrði í mold- •=> LIÐLECT BÆJARRÁÐ Berghildur átti ekki von á því að nokkuð yrði aðhafst hjá bænum eftir að hafa sent bæn- um áskorun um að ganga frá svæðinu hér á myndinni sem er austan Húsalindar. Það kom henni þægilega á óvart þegar hún frétti það að búið væri að afgreiða málið hjá Kópavogsbæ og nú stæði til að kippa málinu í liðinn. ina og það sem hafði sviðið í augu „Þetta er skemmtilegt. Þetta íbúanna að Húsalind yrði fjar- næst þá kannski fyrir haustið," lægt. sagði Berghildur ánægð. ■ LÆKJARSKÓLI f HAFNARFIRÐI Minnihluti samfylkingarmanna í bæjaráði Hafnarfjarðar segir vinnulag meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna vera með öllu óverjandi hvað snertir fyrirhugaða byggingu nýs Lækjarskóla á Hörðuvöllum en meirihlutinn segir öll vinnubrögð til mikillar fyrirmyndar. Metverð á fermetra í hafnfirskum grunnskóla Hart er nú deilt í bæjarráði Hafnaríjarðar um kostnað vegna byggíngu nýs grunnskóla og íþróttamannvirkja á Hörðuvöllum. Meirihlutinn bendir á að lægsta tilboð sem hafi borist í út- boðinu sé innan við 1% yfir kostnaðaráætlun en minnihlutinn segir áætlunina sjálfa vera með ólíkindum háa og að fermetraverðið sé hærra en í öðrum skólabyggingum. SVEITASTJÓRNIR Hart er nú deiit í bæjarráði Hafnarfjarðar vegna útboðs á byggingu og rekstri nýs Lækjarskóla á Hörðuvöllum. Um er að ræða grunnskóla ásamt íþróttahúsi og sundlaug á Sól- vangssvæðinu sem einkafram- kvæmd. Á fundi bæjarráðs 9. ágúst sl. létu bæjarráðsfulltrúar Samfylk- ingar bóka að þeir teldu kostnað- aráætlun og tilboðsverð í bygg- ingu og rekstur grunnskóla á Hörðuvöllum vera með ólíkindum há. „Má til samanburðar nefna að byggingaverð hvers fermetra í kostnaðaráætlun er um 25% hærra en í Áslandsskóla sem nú er í byggingu. Vinnulag og fram- kvæmdamáti meirihlutans í þessu máli er með öllu óverjandi. Vitur- legast væri að leggja þessi bygg- ingaáform á Hörðuvöllum til hlið- ar og leita samkomulags um fjár- hagslega raunhæfar framkvæmd- ir við einsetningu Lækjarskóla eins og bæjarfulltrúar Samfylk- ingar hafa margítrekað kynnt,“ sögðu samfylkingarmenn. Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks, sem saman fara með meirihluta í bæjarráðinu, vísuðu gagnrýni minnihlutans á bug: „Vinnubrögð þau sem viðhöfð hafa verið í mál- inu öllu hafa verið til mikillar fyr- irmyndar af hálfu skipulags- nefndar, bygginganefndar grunn- skóla, hönnuða og annarra sem komu að vinnu á Hörðuvallasvæð- inu,“ létu þeir bóka. Samfylkingarmenn sögðu þá að ekki væri hægt að vísa því á bug að byggingakostnaður nýja skól- ans verði um 1200 milljónir króna og fermetraverð mun hærra en þekkist í öðrum skólabyggingum. „Ef meirihluti bæjarráðs telur þetta vera til fyrirmyndar þá lýsir það best hug hans til ráðdeildar og ábyrgðar við fjármálastjórn bæj- arins,“ sögðu þeir. Þá svaraði meirihlutinn því til að lægsta tilboðið í byggingu um- ræddra mannvirkja væri tæpu 1% yfir kostnaðaráætlun sem hljóti að teljast mjög ásættanlegt. „Þær byggingar sem um ræðir eru glæsilegar þar sem tekið er tillit til umhverfis og staðhátta á þessu einstaka svæði í hjarta bæj- arins. Hér er því vandað vel til allra þátta varðandi uppbyggingu á svæðinu," sagði meirihlutinn. ■ Útboðsreglur EES: Fullveldishagsmunir í hendur Breta? landgrunnið „Þetta er eitt af því sem við þurfum að íhuga. Ég er ekki viss um að það sé æskilegt að hálfopinber bresk stofnun taki verkefnið að sér,“ segir Steinar Guðlaugsson, hjá Orkustofnun, en stofnunin hefur umsjón með fyr- irhugaðri athugun á landgrunni íslands á ákveðnum svæðum utan 200 mílna lögsögunnar. Til að mynda hafa Bretar, írar og Fær- eyingar auk íslands sett fram kröfur um landgrunnsréttindi á Hatton Rockall-svæðinu suðaust- ur af landinu. Steinar dregur ekki úr því að sérstök staða gæti myndast fari svo að verkefnið SKIP HAFRANNSÓKNARSTOFNUNAR Verkefni af þeirri stærðargráðu sem um ræðir eru útboðsskylt samkvæmt EES-sam ningnum. Niðurstaða hefur ekki fengist um hvort sérstök heimild sé til að víkja sllkum reglum frá þegar um viðkvæmar upplýsingar er að ræða. verði útboðsskylt samkvæmt EES-reglum og samkeppnisaðilar okkar eigi lægri tilboð en innlend- ir aðilar. Of snemmt sé þó að full- yrða nokkuð þar sem lögfræðing- ar í utanríkistjórnsýslunni eigi eftir að kanna málið. „Meginatriðið er að kostnaður verði í lágmarki án þess að tímaá- ætlanir raskist," segir Steinar og tekur fram að best væri ef Haf- rannsóknarstofnun gæti tekist verkefnið á hendur á þeim for- sendum. Orkustofnun hefur áætl- að að kostnaður vegna könnunar- innar næstu fjögur árin verði um 650 milljónir króna. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.