Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2001, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 14.08.2001, Qupperneq 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 14. ágúst 2001 ÞRIÐJUDAGUR Spenna í herbúðum Liverpool: Verður Fowler settur á sölulista? Símadeild kvenna: Stórsig- urKRá FH knattspyrna Tveir leikir fóru fram í Símadeild kvenna í gær. KR sigraði FH 5-0 á heimavelli og Valur sigraði Stjörnuna 1-0 í Garðabænum. KR er því enn í 2. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Breiðabliki, en FH er í mikilli fallhættu í 7. sætinu, þremur stigum á eftir Grindavík. knattspyrna Óvissa ríkir nú um framtíð Robbie Fowler hjá Liver- pool, eftir að leikmaðurinn var ekki einu sinni valinn í hópinn fyrir leik- inn um Góðgerðarskjöldin gegn Man. Utd. á sunnudaginn. Breskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Fowler hefði verið mjög ósáttur með að vera hvorki í liðinu né í hópnum gegn Man. Utd. sér- staklega þar sem Gerard Houllier, framkvæmdastjóri Liverpool, hefði ekki heldur valið hann í liðið fyrir leikinn gegn FC Haka í und- ankeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku. Fowler hefur undanfarið átt í samningaviðræðum við Liverpool og er talið að atburðir síðustu daga geti haft áhrif á þær viðræður. Houllier hefur sagt að hann vilji að samið verði við alla leikmenn sem eiga minna en tvö ár eftir af samn- ingum sínum og að ef leikmenn dragi það á langinn muni þeir verða seldir. Forráðamenn Liverpool vilja ekki að sagan um Steve McManam- an endurtaki sig, en hann var met- inn á 12 milljónir punda þegar Real Madrid fékk hann án þess að greiða nokkuð fyrir hann, þar sem hann var samningslaus. Ef Fowler verður settur á sölu- lista er talið að lið eins og Chelsea, Leeds, Aston Villa og Blackburn muni bítast um kappann. ■ SLACUR Á WHITE HART LANE Kasey Keller lendir I samkeppni við Neil Sullivan um treyju númer eitt. Leikmannakaup í Englandi: Kaninn Kell- er til Spurs knattspyrna Markvörðurinn Kasey Keller hefur samþykkt að ganga til liðs við Tottenham, sem þurfti ekki að greiða fyrir hann þar sem hann var samningslaus. Keller er 31 árs Bandaríkja- maður og fór frá spænska liðinu Rayo Vallecano fyrr í sumar. „Eft- ir að hafa íhugað tilboðin sem bár- ust, frá Iiðum eins og Besiktas, Tottenham og öðru stóru ensku liði, hefur Keller ákveðið að skri- fa undir hjá Spurs,“ sagði um- boðsmaður hans. Hann var í fyrs- ta sæti hjá Tottenham en lendir í samkeppni við Skotann Neil Sulli- van um treyju númer eitt. Keller fór í læknisskoðun í gærmorgun. Umboðsmaður hans vildi ekkert segja um hversu lang- an tíma samningurinn nær yfir en sagði alla ánægða. Glenn Hoddle er búinn að vera að leita að manni til styrktar Sullivan síðan Ian Wal- ker fór til Leicester. Hann til- kynnti á laugardag að hann ætlaði að næla í markvörð og varnar- mann fyrir fyrsta leikinn á móti Aston Villa á laugardag. —+— WUSA: Charge í undanúrslit knattspyrna Philadelphia Charge tap- aði síðasta leiknum sínum í WUSA- deildinni í knattpspyrnu á sunnudag- inn. Charge tapaði 2-1 fyrir Boston Breaker, en þrátt fyrir tapið komst Iiðið í úrslitakeppnina, sem hefst á laugardaginn. Margrét Ólafsdóttir lék allan leikinn gegn Breakers, en Rakel Ögumundsdóttir kom inn á á 46. mínútu. Charge varð í 4. sæti deildarinnar og leikur gegn Atlanta Beat undanúr- slitum á sunnudaginn í Atlanta. í hin- um undanúrslitaleiknum, sem verður á laugardaginn, mætast New York Power og Bay Area CyberRays. ■ Atvinnuhúsnæði atvinnurekstur, iyrirtæki, stór og smá Skagamenn í toppsætið Ovænt úrslit litu dagsins ljós í Símadeild karla í gær þegar Fylkir tapaði fyrir Breiðablik 1-0 í Ár- bænum og Fram sigraði Grindavík 3-1 á útivelli. Skagamenn komust í toppsæti deildarinnar með sigri á Val, en KR er komið í fallsæti. knattspyrna Óvænt úrslit urðu í Símadeild karla í gærkvöld þegar botnlið Breiðabliks sigraði topplið Fylkis í Árbænum 1-0 og Fram sigraði Grindavík á útivelli 3-1. Skagamenn sigruðu síðan Vals- menn örugglega 2-0 uppi á Akra- nesi og með sigrinum komst ÍA í toppsæti deildarinnar. Leikur Fram og Grindavíkur var bráðfjörugur. Fram komst í 1- 0 með marki frá Viðari Guðjóns- syni, en eftir það sóttu Grindvík- ingur töluvert og uppskáru mark eftir um hálftíma leik þegar Óli Stefán Flóventsson sendi knöttinn örugglega í netið af stuttu færi. Á 43. mínútu fékk Sinisa Kekic, leik- maður Grindavíkur, rautt spjald fyrir brot á Ingvari Ólassyni inni í vítateig Framara. Þremur mínút- um síðar komust Framarar yfir í leiknum með marki, sem Ásmund- ur Arnarson skoraði eftir góðan undirbúning Hauks Snæs Hauks- sonar, sem var í byrjunarliðinu þar sem Þorbjörn Atli Sveinsson var meiddur. í síðar hálfleik voru Grindvík- ingar meira með boltann en náðu aldrei að skapa sér almennileg færi, fyrr en á 80. mínútu þegar Grétar Hjartarson komst einn inn fyrir. Gunnar Sveinn Magnússon, markvörður Fram, braut á Grét- ari fyrir utan teig og fékk að líta rauða spjaldið fyrir vikið. Þegar þarna var komið höfðu Framarar þegar skipt þremur leikmönnum inn á og tók Ingvar Ólasson því við markmannshönskunum og stóð í markinu það sem eftir lifði af leiknum. Síðust 10. mínúturnar voru æsispennandi, en Grindvík- ingar náðu aldrei að ógna marki Fram að ráði. Fram beitti hins Ferguson um dómarann: Gaurinn of stressaður knattspyrna Sir Alex Ferguson segir dómarann Andy D’Urso hafa verið of stressaðan til að ráða við álagið í leik Manchester og Liverpool um Góðgerðaskjöldinn á sunnudag. D’Urso neitaði Manchester um tvær vítaspyrnur og liðið tapaði með einu marki gegn tveimur. Fyrir tveimur árum síðan lenti D’Urso í rifrildi við Roy Keane og nokkra aðra leikmenn United þegar þeir mótmæltu harðlega dómi hans í leik á móti Middlesbro. Ferguson vor- kennir D’Urso og segir hann enn hafa leikinn við Middlesbro á hugan- um. Þegar leikmenn hans tóku í hendina á dómaranum eftir að hafa horft á eftir skildinum voru þeir vægast sagt óánægðir með ákvarð- anir hans. D’Urso dæmdi Liverpool víti þeg- ar leikurinn var rétt hafinn er Keane braut á Danny Murphy. Síðan neitaði hann Manchester um tvö, þó svo að greinilegt væri að varnarmaðurinn vegar skyndisóknum og fékk nokkur góð tækifæri til að bæta við mörkum. Það gerðist hins veg- ar ekki fyrr en komið var fram yfir venjulegan leiktíma, en þá skoraði Andri Fannar Ottóson eft- ir að hafa komist einn í gegnum Grindarvíkurvörnina. Óvæntustu úrslit gærdagsins litu dagsins ljós í Árbænum þar sem Fylkir tók á móti Breiðablik. Með sigri hefðu Fylkismenn getað styrkt stöðu sína á toppi deildar- innar, en hjá Breiðabliki var það annaðhvort að duga eða drepast, enda liðið í neðsta sæti deildarinn- ar. Úrslit leiksins réðust strax á SIR ALEX Segir dómarann D'Urso hafa tveggja ára gamalt atvik milli hans og leikmanna Man. Utd. á heilanum og látið það rugla dóm- gæsluna. Stephane Henchoz væri í bæði skip- ti í handbolta inni í vítateig. „Það skiptir ekki máli hversu góða þjálfun maður hefur í stjórnun, knattspyrnu, dómgæslu eða hverju sem er. Það skiptir öllu máli að geta ráðið við erf- iðar aðstæður. Gaurinn var einfald- lega of stressaður fyrir þetta, ég vor- kenni honum. Hann er ágætur mað- ur og ágætur dómari, hann réði bara ekki við þetta. ■ annarri mínútu, þegar Kristján Brooks skoraði fyrir Breiðablik, sem nú eygir von á að halda sæti sínu í deildinni. Liðið er nú einu stigi á eftir KR, sem komið er í fallsæti og þremur stigum á eftir Fram. KR á hins vegar einn leik til góða. IA vann góðan sigur á Val uppi á Akranesi. Skagamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik með tveimur mörkum frá Grétari Rafni Steinssyni. Með sigrinum komst ÍA í efsta sæti deildarinnar, en liðin eiga flest eftir að leika fimm leiki á íslandsmótinu. Það stefnir því í spennandi lokasprett, knattspyrna Ian Holloway, fram- kvæmdastjóri QPR, lofaði Stoke í hástert eftir liðanna á laugardag- inn sem QPR sigraði 1-0. Hann sagði að Stoke myndi án efa vera í toppbáráttunni í 2. deildinni í vet- ur. „Þeir eru stórir og sterkir, eins og við bjuggumst við,“ sagði Holl- oway um leikmenn Stoke. „Þeir eru ótrúlega vel skipulagðir og búa yfir miklum hæfileikum. Við þurftum að hafa mjög mikið fyrir sigrinum. Við höfum byrjað tímabilið með sigri á einu besta liði deildar- innar, sem setti okkur undir mikla pressu í síðar hálfleik. Við stóð- umst hins vegar pressuna og ég er stoltur af mínum leikmönnum - þeir fórnuðu sér algjörlega í leik- inn.“ QPR, sem varð næstum gjald- þrota fyrir skömmu, hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin misseri og féll m.a. úr 1. deildinni í vor. Það er þekkt herbragð hjá bæði á botni deildarinnar sem og á toppi hennar. ■ SlMAPEILPIN Lið Leikir U J T Mörk Stig ÍA 13 8 2 3 20:9 26 Fylkir 13 7 4 2 23:9 25 ÍBV 13 7 2 4 11:11 23 FH 13 6 4 3 15:12 22 Grindavík 12 6 0 6 19:20 18 Valur 13 5 2 6 15:19 17 Keflavik 13 4 4 5 18:20 16 Fram 13 4 1 8 18:21 13 KR 12 3 2 7 9:16 11 Breiðablik 13 3 1 9 12:23 10 CUÐJÓN ÞÓRÐARSON lan Holloway, framkvæmdastjóri QPR, hrósaði Guðjóni Þórðarsyni og leikmönn- um Stoke fyrir góðan leik. þjálfurum, ekki síst þeim sem eiga í vanda, að hrósa andstæð- ingnum sérstaklega ef lið þeirra hefur unnið hann. Með því gera þeir meira úr sigri síns liðs og byggja upp sjálfstraust leik- manna. ■ Framkvæmdastjóri QPR: Lofaði Stoke í hástert

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.