Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 14. ágúst 2001 ÞRIÐJUDAGUR 1 SPURNING PACSINST Snorri Steinn Þórðarson starfar sem málari Ferð þú ofl í kvikmyndahús? Já, nokkuð oft, svona tvisvar til þrisvar í viku. Það er svo sem engin ein tegund kvik- mynda sem höfðar til min frekar en önnur, ég hef nokkuð víðan kvikmyndasmekk. ■ TÝR Á SEYÐISFIRÐI Nú er að hefjast vinna við að fjarlægja sprenginefni úr El Grillo. E1 Grillo: Stjómarfundur í Verðbréfaþinginu: Alykta um Islandssíma hlutabréf Framtíð Íslandssíma mun að nokkru leyti ráðast af ákvörðun stjórnar Verðbréfa- þingsins sem kemur saman klukkan fjögur í dag. Málið snýst um hvort félagið hefði átt að greina fjárfestum í hlutafjárút- boðinu í maí frá einhverju þeirra þriggja atriða sem nefnd voru í afkomuviðviðvörun rúmum mán- uði síðar. Þar kom fram að geng- istap, aukinn innri kostnaður og tap dótturfélagsins Títans myndu valda fráviki frá afkomuáætlun í útboðslýsingu. Forsvarsmenn fé- lagsins hafa haldið því fram að ekki hefði mátt sjá fyrrgreind at- riði fyrir, afkomuáætlunin hafi verið unnin af bestu vitund. Verði niðurstaðan á aðra leið gætu kaupendur í útboðinu átt skaða- bótakröfu á íslandsbanka sem hafði umsjón með sölunni. Sem fyrr er stjórnin að meiri- hluta til vanhæf sökum tengsla við Íslandssíma, auk þess sem Finnur Sveinbjörnsson, forstjóri VÞÍ, kemur ekki að málinu þar sem eiginkona hans er aðstoðar- forstjóri félagsins. Fyrirsjáan- legt er að varamenn komi í stað Bjarna Ármannsonar, banka- stjóra íslandsbanka, Þorkels Sig- urlaugssonar, fulltrúa Burðaráss- Eimskipa, Jóns Arnalds, föður Eyþórs, og Sigurðar Atla Jóns- sonar, forstjóra Landsbréfa. ■ fSLANDSSfMI Færði rök fyrir að útboðslýsing hafi verið unnin af bestu vitund í greinargerð sem stjórn þingsins tekur fyrir í dag. Verði ekki fallist á rökin gæti verið grundvöllur fyrir nýja hluthafa að leita réttar síns. Urskurðarnefnd klofín í máli Arna Johnsen Hreinsun á sprengiefh- um hafín Úrskurðarnefnd um upplýsingamál klofnaði þegar hún ákvað að vísa frá kærum Fréttablaðsins vegna synjunar um afhendingu gagna tengdum byggingarnefnd Þjóðleikhússins. Meirihluti nefndarinnar sagði ekki hægt að kæra synjunina til hennar þar sem „ætla megi“ að gögnin verði tekin til skoðunar í lögreglurannsókn. landhelgisgæslan Varðskipið Týr er komið til Seyðisfjarðar með hóp manna sem er ætlað að hrein- sa upp allt sprengiefni sem talið er að fyrirfinnist í flaki E1 Grillo. Tólf manna teymi kafara frá dan- ska hernum er í hópi mannanna og að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði er reiknað með að töluvert magn fallbyssukúlna sé í flaki E1 Grillo og allavega tvær djúpsprengjur. Reiknað er með að vinnu ljúki 21. ágúst næstkomandi. Flak E1 Grillo liggur á 43-44 metra dýpi um 400 metra frá landi í Seyðisfirði. Stefnt er að því að hreinsun olíu úr flakinu hefjist í innan fárra vikna. ■ —4--- Hafnarfjörður: Reyndi flótta en náðist lögreglumál Ökumaður bifreið- ar, sem mælst hafði á 144 kíló- metra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar, komst undan lög- reglunni í Hafnarfirði þegar hún hugðist stöðva aksturinn. Mað- urinn var handtekinn síðar á heimili sínu og var hann færður á lögreglustöð til yfirheyrslu. Um helgina þurfti lögreglan að hafa afskipti af þrjátíu og þremur ökumönnum vegna brota á umferðarlögum, þar af fimmtán vegna hraðaksturs og fjórum vegna gruns um ölvun við akstur. ■ upplýsingalög Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá þremur kærum blaðamanna Fréttablaðsins vegna neitunar menntamálaráðuneytisins, þjóð- leikhússtjóra og Framkvæmda- sýslu ríkisins um að afhenda afrit gagna tengdum byggingarnefnd Þjóðleikhússins. Úrskurðarnefndin klofnaði í málinu. Eiríkur Tómasson, for- maður nefndarinnar, og Valtýr Sigurðsson töldu að vísa bæri kærunum frá en Elín Hirst taldi afhenda bæri gögnin. Fréttablaðið óskaði eftir fundargerðum bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins, skjölum um samskipti mennta- málaráðuneytisins og Fram- kvæmdasýslunnar vegna bygg- ingarnefndarinnar og yfirliti yfir útgjöld nefndarinnar. Fréttablaðinu var upphaflega synjað um aðgang um fundagerð- unum og útgjaldayfirlitinu vegna þess að ríkisendurskoðun væri að hefja athugun á málum Árna Johnsen. Síðar synjaði mennta- málaráðuneytið Fréttablaðinu um aðgang að skjölum um samskipti ráðuneytisins og framkvæmda- sýslunnar vegna ummæla ríkis- saksóknara í fjölmiðlum um að embætti hans ætlaði að hlutast til um rannsókn á málum Árna John- sen. Úrskurðanefndin leitaði stað- festingar ríkissaksóknara á því að lögreglurannsókn væri hafin og hvort gögnin sem Fréttablaðið bað um yrðu til skoðunar í þeirri rannsókn. Nefndin vísaði til þess að upplýsingalögin gildi ekki um „rannsókn eða saksókn í opinberu máli“. Ríkissaksóknari svaraði íslensk Auðlind æ k j a r t o r g i Hafnarstræti 20. 2h 101 Reykjavík 561-4000 www.audlind.is ■ L æ k j Bifreiðarverkstæði Vorum að fá á söluskrá okkar gott og vel tækjum búið birfreiðaverk- stæði með einni lyftu sem rekið er í leiguhúsnæði á fínum stað í Kópa- vogi. Fyrirtækið er með góða viðskiptavild. Uppl. gefur sölumaður. Veislu og- framleiðslueldhús Vorum að fá í sölumeðferð vel tækjum búið framleiðslu og veislueld- hús. Fyrirtækið er með fína viðskiptavild sem henta gæti kröftugum matreiðslumönnum sem vilja vinna sjálfstætt og græða peninga. Fyr- irtækið er í leiguhúnæði. Allar nánari uppl. gefur sölumaður. Erum með mikið úrval fyrirtækja á söluskrá okkar. Fyrirtækjasala I Fasteignasala I Leigumiðlun I Lögfræðiþjónusta því til að efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra hefði verið falið 27. júlí að hefja rannsókn á ætluð- um auðgunarbrotum Árna í tengslum við byggingarnefndina og að „ætla mætti“ að gögnin sem Fréttablaðið bað um yrðu til skoð- unar við þá rannsókn. Eríkur og Valtýr sögðu að þótt gögnin hefðu ekki enn verið af- hent lögreglu eða ákæruvaldi hafi ríkissaksóknari lýst því yfir að „ætla mætti“ að þau yrðu til skoð- unar. Því væri ekki hægt kæra synjun á afhendingu gagnanna til úrskurðarnefndarinnar og kærun- um vísað frá. Elín Hirst taldi hins vegar að ekki hafi verið rétt að synja Fréttablaðinu um aðgang að um- beðnum gögnum þar sem ekki væri hægt að ráða af svari ríkis- saksóknara hvort gögnin yrðu tekin til rannsóknar eður ei. Þess má geta að allar þrjár kærur Fréttablaðsins voru sendar ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Ráðuneyti og rfkisstofnanir fá að halda op- inberum gögnum um byggingarnefnd Þjóðleikhússins leyndum vegna þess að ætla má að lögreglan vilji skoða þau, segir Úrskurðamefnd um upplýsingamál. úrskurðarnefndinni áður en lög- reglurannsókn á meintum bro- tumn Árna Johnsen hófst. Tvær kæranna bárust nefndinni 19. júlí en sú þriðja 26. júlí. gar@frettabladid.ís Makedónía: Ráðist á danska fréttamenn KAUPMANNAHðFN, AP HÓpur Makedóníumanna réðst um helg- ina á þrjá danska fréttamenn þar sem þeir voru á ferð í þorpinu Radusa, ásamt ökumanni þeirra sem er af albönskum uppruna. Fréttamennirnir sögðu í við- tali við danska ríkisútvarpið í gær að hópur þorpsbúa hafi dreg- ið þá út úr bifreið þeirra, brotið tækjabúnað þeirra og barið þá þangað til lögreglan kom á stað- inn. Óljóst var um örlög öku- mannsins. Fréttamennirnir voru síðan fluttir á lögreglustöð, en reiður múgur hafði fljótlega umkringt hana. Þá var reynt að flytja þá til Skopje, höfuðborgar Makedóníu, en múgurinn dró þá út úr lög- reglubifreiðinni og braut rúður í henni. Lögreglunni tókst þó að lokum að bægja fólkinu frá og koma fréttamönnunum þremur til Skopje. „Fólk brjálaðist vegna þess að bílstjórinn okkar var af albönsk- um uppruna," sagði Jens Nauntofte, einn fréttamannanna þriggja. „Við vitum ekki hvað varð um bílstjórann, hann var barinn í klessu." Hinir tveir fréttamennirnir voru Birger Lund og Gunar Will- um. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.