Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 18
HVERJU MÆLIR ÞÚ MEB? pAll óskar hjálmtýsson. POPPSTJARNA OC MEÐLIMUR I UNDIRBÚNINGS- NEFND GAY PRIDE 2001 Ég mæli með því að ALLIR komi útúr skápnum, ekki bara samkynhneigðir, heldur Ifka allir þeir sem Irfa á hvítum lygum í tvö- földum veruleika. Lífið getur verið svo auð- velt Ekki „streitast" á móti því! METSÖLULISTI Mest seldu bækurnar á Amazon.com David McCullough JOHN ADAMS Suze Orman THE ROAD TO WEALTH CJ Clive Cussler VALHALLA RISING Remy Rougeau ALL WE KNOW OF HEAVEN Nicholas Perricone M.D THE WRINKLE CURE JStephen E. Ambrose THE WILP BLUE wm Lalita Tademy CANE RIVER James Patterson SUZANNE'S DIARY FOR NICHOLAS Katharine Graham PERSONAL HISTORY Stephen King, Peter Straub BLACK HOUSE Metsölulistinn: John Adams á toppnum bækur Ævisaga John Adams ann- ars forseta Bandaríkjanna trónir á toppi metsölulista Amazon.com. Höfundurinn David McCullough hefur hlotið mikið lof fyrir bók- ina, en hann hlaut Pulizer verð- launin fyrir ævisögu Harry S. Truman. Höfundinum þykir takast einkar vel upp við að bregða upp mynd af Adams og flóknu sambandi hans við Thomas Jefferson sem bolaði honum úr Hvíta húsinu árið 1800. Þeir deildu svo dánardægri 26 árum síðar þann 4. júlí, 50 árum eftir undirritun sjálfstæðisyfir- lýsingar Bandaríkjamanna. IÍUSA l N T S R N S T I 0 N A L Ábyrgir aðilar í áraraðir Er skammturinn búinn? Hafðu samband við mig ef þig vantar vörur. Kjartan Sverrisson, sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili simi 897 2099 Fiugsiysið Skerjafiröi. Söfnunarsímar Ef hringt er í eftirtalin númer gjaldfærist af reikningi símans, sem hringt er úr, sem hér segir: Sími 907 2007 - 1.000,- kr Sími 907 2008 - 2.000,- kr Sími 907 2009 - 5.000,- kr Bankar. er no. 1175-05-409940 11_____________' _______FRÉTTABLAÐIÐ___________________________________14. ágúst 2001 ÞRIÐIUPAGUR íslenskt djasstónskáld: Lofsamlegir dómar í Washington Post djass Gagnrýnandi Wasington Post, Mike Joyce, lýkur miklu lofsorði á hljómdiskinn Mindful, þar sem Sunna Gunlaugs djasspíanisti leik- ur eigin tónsmíðar ásamt kvartett sínum. Gagnrýnandinn segir ljóst að ekki fari á milli mála að Sunna sæki sér innblástur í ljóðrænan og tígulegan djassmeistara á borð við Bill Evans og Keith Jarrett, en meira sé í hana spunnið en svo að hún ausi bara úr brunninum en bæti engu við. Mike Joyce segir að stíll Sunnu sé lagrænn og leiti inn á við og að á stöku stað glitti í bakgrunn hennar í klassískri tónlist. Hann segir að skýrt mótaður píanóleik- ur einn og sér ætti að laða að að- dáendur Evans og Jarett og ekki síður þegar við bætist leikur kvartettsins sem sé í senn per- sónulegur og fullur innsæis. Hann bætir því við að verk hennar beri þess ekki alltaf merki að þær séu hugsaðar út frá píanói né að höf- undurinn sé píanisti. Sú stað- reyndi gefi saxafónleikaranum Tony Malaby tækifæri til að gal- dra fram lokkandi tóna úr hljóð- færi sínu. Auk þess séu útsetning- ar hennar og hrynjandi verkanna til þess fallin að laða fram frábær- an hljóðfæraleik trommuleikar- ans Scott Mclemore og bassaleik- rans Drew Gress. Verk Sunnu séu þokkafull brú milli ferðar inn í heima sálarinnar og ósvikinnar sveiflu. ■ FÆR LOFSAMLEGADÓMA Gagnrýnandi Washington Post er ákaflega hrifinn af leik og tónsmlðum íslenska djas- spíanistans Sunnu Gunnlaugs. Haustvörurnar á leið upp úr kössum: Flestir leita að skólafötum SKOÐAÐ OG FLOKKAÐ Gréta L. Karsldóttír var að taka síðermaboli upp úr kössum í versluninni Du Pareil au meme í gær. verslun Nú líður að útsölulokum í verslunum borgarinnar og víða eru starfsmenn í óða önn að taka haustvörurnar upp úr kössum. Þetta á meðal annars við um starfsmenn barnafataverslunar- innar Du Pareil au meme í Kringlunni. Þegar þangað var komið upp úr hádegi í gær blös- tu við nýjar vörur á rekkum og hillum og búið var að taka niður allar útsöluslár. Litirnir vistust orðnir heldur haustlegri en fyrir nokkrum vikum og augljóst að daginn er tekið að lengja og skólabyrjun nálgast. „Það eru skólafötin númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Guðrún Pétursdóttir verslunarstjóri þeg- ar hún var spurð að hverju við- skiptavinirnir væru helst að leita að þessa daga. „Það er mik- ið verið að taka peysur og buxur. Það er minna um kjólana núna en samt eru þeir alveg inni í dæm- inu, t.d. útvíðar leggings og skokka yfir.“ Orð Guðrúnar voru staðfest um leið og farið var að ræða við viðskiptavini verslun- arinnar, sem af einhverjum ástæðum voru fyrst og fremst mæður með dætrum sínum. Mæðgurnar Dýrfinna og Hanna Lára voru að leita að skólafötum. Hanna Lára var ekki með ákveðnar skoðanir á því hvað hana langaði í svo þær mæðgur voru bara að líta í kringum sig. Guðný og Pála Mar- grét sem er sjö ára voru líka að leita að skólafötum og þær sögð- ust fyrst og fremst vera að leita að peysu. Alma sagðist líka vera að leita að skólafötum á Berg- lindi sem er átta ára og með þeim í för var líka Telma vin- kona Berglindar. „Við ætlum að finna okkur buxur, peysu og skokk utan yfir,“ sagði Alma og það var greinilegt að Berglindi leiddist hreint ekki í þessari bæjarferð. Vinnufélagarnir Þuríður, Hrönn og Svandís voru að leita að sængurgjöf hana samstarfs- konu sinni. „Við ætlum að kaupa eitthvað bleikt og sætt,“ sögðu þær en bættu við að líklega væru þær heldur snemma á ferðinni og líklega kæmu þær aftur eftir nokkra daga. ■ ÞRIÐJUDAGURINN 14. ÁGÚST ÚTIVERA___________________________ 19.00 Kirkjuferð með Erlu Stefáns- dóttur. Heimsóttar verða kirkjur í Hafnarfirði og nágrenni. Haldið verður út að Görðum, kirkjan skoðuð og rifjuð upp sagan. Blessað yfir þeim er hafa verið kvaddir á þessum stað. Jafnvel sungið, hugleitt og beðið fyrir landi og þjóð. Hægt væri að ná til huldufólksins er býr þarna í holt- inu og biðja um jafnvægi milli þeirra og mannfólksins á öllu nes- inu. Hist að Vesturgötu 8 í Hafnar- firði. 1930 Smádýralíf í Elliðaárdal. Orku- veita Reykjavíkur efnir til göngu- og fræðsiuferðar f Elliðaárdal und- ir leiðsögn Guðmundar Halldórs- sonar, skordýrafræðings og Odds Sigurðssonar, jarðfræðings. Lagt af stað frá gömlu Rafstöðinni. 19.30 Kvöldgangan í Viðey verður að þessu sinni á sióðir Milljónafé- lagsíns svokallaða, en það stofn- aði útgerð á austurenda eyjunnar í byrjun síðustu aldar. Út frá því myndaðist um 100 manna þorp. Litið verður inn á sýninguna Klaustur á Islandi sem gamla skólahúsið í þorpinu hýsir, fjaran gengin og náttúrunnar notið. Fólk er beðið að klæða sig eftir veðri og er brýnt að vera í góðum skóm. Ferjuferð úr Sundahöfn. TÓNLEIKAR_________________________ 20.30 Guðtún Ingimarsdóttir sópran og Heike Matthiesen gítarleikari halda tónleika í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar i kvöld. Flutt varða verk eftir John Dowland, Máthyás Seiber, Jorge Morel, Jayme Ovalle, Paurillo Barroso, Heítor Villa-Lobos, Fernando Sor, Francisco Tarrega, Joaquin Rodrigo og Frederico Garcia Lorca. SÝNINGAR__________________________ Fom tré í Eistlandi er yfirskrift sýningar á Ijósmyndum sem eistneski Ijósmynd- arinn Hendrik Relve hefur tekið. I Nor- ræna húsinu eru 18 Ijósmyndir til sýnis í anddyri hússins. Sýningin er sett upp í tengslum við Menningarhátíð Eystra- saltsríkjanna á Norðurlöndum sem stendur yfir frá 1. september til 1. nóv- ember 2001. Sýningin er opin daglega kl. 9 til 17, nema sunnudaga kl. 12 til 17. Sýningin stendur til 23. september. Sýning á lækningamunum í Nesstofu. Þar er meðal annars endurgert apótek frá 18. öld, fæðingaráhöld, aflimunar- tæki, augnlækningatæki og fleira frá fyrri tíð. Safnið er opið á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum kl. 13 til 17. í Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf vikinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í víkingaþorpi og hins vegar sýn- ingu þar sem má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu f bardög- um. Sýningarnar eru opnar alla daga frá 13 til 17 og standa til 1. október. Ljósmyndasýning grunnskólanema stendur yfir í Gerðubergi. Opnunartími sýningarinnar er virka daga frá 12 til 17 og stendur sýningin til 17. ágúst MYNDLIST___________________________ í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6 standa Ljósálfar fyrir Ijósmyndasýningunni Ljós og skuggar. Myndirnar á sýningunni voru allar teknar í sumar í Skuggahverf- inu í Reykjavík. Ljósálfar eru Einar Óli Einarsson, Friðrik Þorsteinsson, Lars Björk, Svavar G. Jónsson og Vilmundur Kristjánsson. Sýningunni lýkur 26. ágúst Max Cole sýnír nú í iSgallerí Myndir hennar byggjast á láréttum llnum sem myndaðar eru með smágerðum lóðrétt- um hreyfingum. Samspil láréttra forma og einsleitra litaflata mynda taktfastan samhljóm. Sýningin er opin alla daga nema sunnudaga og mánudaga frá kl. 13 til 17 og lýkur henni 15. september. Thomas Ruppel sýnir í neðra rými i8gallerí. Sýningin er opin alla daga nema sunnudaga og mánudaga frá kl. 13 til 17 og lýkur henni 15. september. Á Sjóminjasafni fslands í Hafnar- firði stendur nú sýning grænlenska listamannsins Johannesar Kreutz- mann. Hann sýnir málaðar tréskurð- armyndir. Sýningin er opin milli kl. 13 og 17 og lýkur sýningunni 2. septem- ber. íslenskar þjóðsögur og ævintýri er þema sumarsýningar Safns Asgríms Jónssonar við Bergsstaðastræti 74 í Reykjavík. Á sýningunni eru margar af frægustu þjóðsagnamyndum lista- mannsins og þar má sjá vinnustofu, heimili og innbú hans. Sýningin stendur til 1. september. Opið alla daga nema mánudaga kl.13.30 tíl 16.00. Yfirlitssýning Errósafnsins stendur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sýningin er opin alla daga kl. 10 til 17 en til kl. 19 á miðvikudögum. Hún stendur til 7. október. Gönguferð í Elliðaárdal Dalsins minnstu bræður útivist Gönguferðir Orkuveitu Reykjavíkur hafa notið mikilla vinsælda í sumar. í kvöld verður litið til skordýralífs í dalnum und- ir leiðsögn Guðmundar Halldórs- sonar, skordýrafræðings og Odds Sigurðssonar, jarðfræðings. Þeir félagar eru að leggja lokahönd á bók um skordýralífið í Elliðaárdal í samvinnu við Orkuveituna sem koma mun út í haust. Gangan hefst kl. 19:30 við gömlu Rafstöð- ina. Áður en lagt verður af stað mun Oddur sýna skordýramyndir en fáir munu eiga betra safn af ljósmyndum af íslenskum skor- dýrum en hann. Síðan verður farið um mismun- andi gróðurlendi dalsins og hugað SKORDÝRALÍF í ELLIÐAÁRDAL Gaumurverður gefinn bæði að frumbyggj- um og nýbúum dalsins og sagt frá lífsferli og lífsháttum þessara smávöxnu granna okkar. að þeim smádýrum sem þau bygg- ja. Aukinn gróður í Elliðaárdal hefur aukið fjölbreytni skordýra- lífs til muna. Æskilegt er að þátt- takendur hafi með sér stækkunar- gler. ■ Hressileg Júlía Menn eru ákaflega mis- mótækilegir fyrir því að stórvirki leikbókmenntanna séu tekin og þeim breytt og unnið með þau á óhefðbundinn hátt. Til sannsvegar má færa að í mörgum tilvikum auki slíkt lítið við gildi verkanna. Fröken Júlía eftir Strindberg hefur oft verið tekin fyrir og reynt að vinna með hana á nýstárlegan hátt, ástæðan er sennilega sú að verkið býr yfir mikilli dýpt og því freistandi að leggja í miklar pælingar. Ég veit ekki hvort sýningin Fröken Júlía - enn og aftur al- veg óð auki mikið við verkið FRÖKEN JÚLÍA - ENN OG AFTUR AL- VEG ÓÐ Byggt á leikríti August Strlnd- berg________________. ________I LEIKSTJORI: Rúnar Guðbrandsson AÐALHLUTVERK: Pálína Jónsdóttir, Sigrún Sól Ólafsdóttir og Árni Pétur Guð- jónsson miðað við hefðbundna nálgun. Hitt er ljóst að sýningin er vel unnin og maður hrífst með sköpunarkrafti hennar. Um- gjörð sýningarinnar er framúr- skarandi og vinna leikai’a og leikstjóra frábær á köflum. Þar fyrir utan er sýningin skemmti- lega ólíkindaleg og fín leikhús- upplifun. Ég skemmti mér alla vegavel. HafWi Helgason

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.