Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 13
PRIÐIUDAGUR 14. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Fertugsafmælis Berlínarmúrsins minnst: Veldur enn tilfinningaróti berlín. ap í Berlín, höfuðborg Þýskalands, var þess í gær minnst að fjörutíu ár eru frá því byrjað var að reisa Berlínarmúrinn illræmda, sem skipti borginni í tvo hluta. Það sem setti mestan svip á daginn var þó ekki saga múrsins heldur áhyggjur margra af því hvort Flokkur lýðræðislegra sósíalista (PDS), sem er arftaki gamla Kommúnistaflokksins í Austur- Þýskalandi, hafi í raun og veru sagt skilið við fortíðina. PDS hlaut 40% atkvæða í kosn- ingum sem fram fóru í Berlín árið 1999, en búist er við því að fylgi hans verði enn meira í kosningum sem fram eiga að fara í október næstkomandi. Lögreglan fjarlægði mann sem reyndi að fjarlægja blómsveig sem Gregor Gysi, leið- togi PDS lagði að minnismerki um múrinn. Einnig var gert hróp að Gerhard Schröder kanslara Þýska- lands þegar hann lagði blómsveig þar. Schröder hefur jafnan harð- neitað því að samstarf við PDS komi til greina. ■ „Við erum ennþá þjóðin" stendur á hvíta borðanum sem festur hefur verið á gamlan varð- turn frá tímum Berlínarmúrsins, en í baksýn eru tvö af nýju stórhýsunum sem reist voru þar sem múrinn stóð áður í miðborg Berlinar. Ilögreglufréttir Eftir hádegi á föstudag var til- kynnt um stuld á málverki af myndlistarsýningu í Laugardags- höll. Um er að ræða akrýlmynd af Bláa Lóninu. Þá var einnig tilkynnt um þjófnað á vörum úr tollvöru- geymslu við Héðinsgötu. Bifreið var ekið í gegnum rúðu í húsi við Fossaleyni um hádegi á laugardag. Um var að ræða ung börn sem tekið höfðu bifreiðina úr gír með þeim afleiðingum að hún rann af stað og endaði inn um glugga á nærliggjandi fyrirtæki. Verðmætum tölvubúnaði var stolið þegar farið var inn um glugga í fyrirtæki í Höfðahverfi á laugardagskvöldið. Málið er í rann- sókn. Breskar konur þrá hið fullkomnaútlit Líkamshlutarnir scm konum líkar verst við í sínu fari eru mjaðmir og læri, rassinn, mittið, fótleggirnir og handleggirnir. heilsa Tveir þriðju hlutar breskra kvenna eru það óánægðir með lík- ama sinn að þeir eru tilbúnir til að fara í lýtaaðgerð til þess að ná hinu fullkomna útliti. Þetta kemur fram í nýlegri breskri skoðana- könnun, sem birt er á fréttavef BBC, en það var tímaritið Top Sante sem stóð fyrir könnuninni. Af þeim 3000 konum sem tóku þátt, sögðust 90% þeirra vera nið- urdregnar vegna líkama síns. Næstum þrír fjórðu hlutar kvenn- anna hugsa um útlit og lögun lík- ama síns á hverjum einasta degi. í könnuninni var einnig spurt til hvaða konu þær litu mest upp til hvað varðar gott útlit og fékk sönggyðjan Madonna flest at- kvæði. Fallegasti karlmaðurinn var aftur á móti gamli sjarmörinn Sean Connery. ]lögreglufréttir| Vinnuslys varð aðfaranótt laugardagsins þegar verið var að taka niður undirstöður brúa á mótum Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar. Átján menn höfðu verið uppi á bitum sem féllu niður. Tveir starfsmenn slösuðust og kvartaði annar þeir- ra undan eymslum í hálsi en hinn var með brotna rist. Var þeim báðum ekið á slysadeild. Vegfarandi tilkynnti lögregl- unni í Reykjavík um tvo menn sem höfðu verið að skem- ma bifreiðar við Klapparstíg. Höfðu þeir unnið miklar skemmdir á bifreiðunum. Menn- irnir náðust og voru færðir í fangageymslu. Brotist var inn í kaffihús ná- lægt miðborginni aðfaranótt laugardagsins. Við innbrotið var brotin ein rúða, farið í sjóðsvél og stolið nokkru af peningum. Þá var maður handtekinn síðdegis á laugardag í verslun í vesturbæn- um en hann hafði stungið á sig vörum að andvirði 55.000 kr. Tvö umferðaróhöpp urðu síð- degis á sunnudag í nágrenni Sauðárkróks. Annar áreksturinn var á Ólafsfjarðarvegi við Stór- holt þegar maður reyndi framúr- akstur. Flytja þurfti ökumanninn á sjúkrahúsið á Akureyri. í hinu tilvikinu var um að ræða útafakstur við Kjartansstaði. Engan sakaði. ItlASA ItiTERSATtO* 4 i Gæðanna vegna Hinn fullkomni kvenlíkami í augum svarenda var blanda af andliti leikkonunnar Catherine Zeta Jones, hári vinarins Jennifer Aniston, barmi leikkonunnar Elizabeth Hurley, leggjum fyrir- sætunnar Elle Macpherson og rassi Jennifer Lopez. Hinn full- komni karlmaður var hins vegar blanda af andliti hjartaknúsarans Brad Pitt, hári fótboltakappans franska, David Ginola, brjóst- kassa söngvarans Robbie Willi- ams, rassi Mel Gibson og fótleggj- um David Beckham, fyrirliða Manchester United. Þrír fjórðu hlutar þeirra kven- na sem höfðu farið í lýtaaðgerð sögðu að hún hefði bætt líf þeirra og 71% þeirra myndu gera slíkt hið sama aftur. Fjórar af hverjum 10 sögðust á hinn bóginn hafa orð- ið fyrir vonbrigðum með fegrun- araðgerðina sem þær fóru í. Þeir fimm líkamspartar sem konunum líkaði verst við í fari sínu voru, í réttri röð; mjaðmir og læri, rassinn, mittið, fótleggirnir og loks handleggirnir. Auk þess var helmingur kvennanna óá- nægður með brjóstin á sér. Samkvæmt könnuninni töldu svarendurnir að konur næðu há- punkti aðdráttarafls síns 32 ára að aldri en að karlmenn næðu sínum hápunkti 35 ára gamlir. „Breskar konur eru með líkam- legt útlit á heilanum og það skemmir fyrir lífi þeirra," sagði Juliette Kellow, ritstjóri Top San- te tímaritsins. „í næstum því 40 ár hefur það að vera aðlaðandi verið tengt við grannan líkama. En þrá kvenna eftir fullkomnum líkama er ekki lengur tengd líkams- þyngd, því meirihluti þeirra kven- FLOTTUST Madonna er fyrirmynd breskra kvenna hvað varðar fallegt útlit og gott likamsá- stand. Næstum því tveir þriðju hlutar svar- enda töldu að kynlíf sitt væri betra ef þær væru i réttu líkamsástandi. 80% kvenn- anna sögðust einhvern timann hafa farið í megrun, en ein af hverjum 10 sagðist vera i megrunarkúr. na sem þegar voru grannar sem svöruðu könnuninni voru samt sem áður óánægðar með líkama sinn,“ bætti hún við að lokum. ■ Kambódía: Réttað yfir kmerunum PHNOM PENH. KAMBÓDÍU. flP Norodom Sihanouk, konungur Kambódíu, hefur staðfest lög sem kveða á um stofnun dómstóls þar sem réttað verður yfir leiðtogum Rauðu kmer- anna vegna glæpa gegn mannkyni. Lögin gera ráð fyrir að dómstóllinn verði starfræktur í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Hluti af þeir- ri samvinnu felst í því að við dóm- stólinn munu starfa erlendir dóm- arar og saksóknarar. Lagasetningin er talin marka stórt skref fram á við í baráttunni fyrir því að láta fjöldamorðingja í stjórn Rauðu kmeranna svara til saka fyrir mannréttindabrot sem framin voru í valdatíð þeirra. Með- an Rauðu kmerarnir voru við völd í Kambódíu frá 1975 til 1979 létust 1,7 milljón landsmanna vegna sjúk- dóma, hungursneyðar og of mikils álags að ógleymdum aftökum sem stjórnvöld stóðu fyrir. Pol Pot, leiðtogi Rauðu kmer- anna á þessum tíma lést árið 1998 en flestir samstarfsmenn hans eru enn á lífi og búa í Kambódíu. Enn sem komið er hefur enginn þurft að svara til saka fyrir ódæðin sem unnin voru á þeirra vegum. ■ 1 DUO MIX vélar fyrir örugga og rétta blöndun. Faglegt að velja og nota *, k , á , á , L. , 't- jLJ Við Duomix 2000 er fáanlegt fjölbreytt úrval fylgibúnaðs sem auðvelt er að setja á og fjarlæqja. Má þar nefna síló, blástursbúnað, ýmis konar sprautur og stúta og búnað fyrir tilbúnar, hrærðar blöndur. Tæknilegar upplýsingar eru á www.sandurimur.is Viðarhöfði 1,110 Reykjavík. Sími: 567 35 55 • Myndsendir: 567 35 42 • www.sandurimur.is Vörurnar fró Sondi ímúr fúst i öllum helstu byggingavöruverslunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.