Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 14. ágúst 2001 ÞRIÐJUPAGUR Víetnam: 5 sjómenn taldir af eftir dýnamítslys HANOI. vIetnam. flp. Fimm sjómenn eru taldir af og 11 aðrir særðust eft- ir að slys varð við dýnamítveiðar undan suðurströnd Víetnam. Sjó- mennirnir voru að reyna að losa sprengiefni úr dýnamítsprengju þegar hún sprakk skyndilega og sökkti bát þeirra sem staðsettur var nærri Con Dao eyju. Þrátt fyrir bann við dýnamítveiðum í Víetnam er afar algengt að sprengiefni séu notuð til að veiða mikið magn fiska og eru slys sem þessi tíður fylgi- fiskur slíkra veiða. ■ Nýjasta verðbólguspá Seðlabankans þegar sprungin: Verðbólgan vanmetin efnahacsmál Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í ágústbyrjun hækkaði um 0,3% frá fyrra mán- uði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er nokkru meira en gert var ráð fyrir í nýj- ustu spá Seðlabankans frá í byrj- un þessa mánaðar og verulega umfram spár fjármálafyrirtækja. Það var ekki aðeins Seðlabank- inn sem vanmat verðbólguna. Að því er fram kemur á vef Við- skiptablaðsins á Vísi.is höfðu fjármálafyrirtæki að meðaltali spáð því að verðbólga milli mán- aða myndi mælast aðeins 0,06%. Spár þeirra hafa því reynst vera fjarri lagi. Á undaförnum árum hefur verðlag heldur lækkað á milli júlí og ágúst, m.a. vegna sumarútsala og spáði Kaupþing t.d. verðhjöðnun upp á 0,15%. Fyrirtækið segir frávikið frá spá sinni einkum skýrast af því að verð á þjónustu hækkaði helm- ingi meira en spáin hljóðaði upp á. Seðlabankinn spáði því að verðbólgan yrði 2,1% á þriðja ársfjórðungin þessa árs, það er að segja mánuðina júlí, ágúst og september. Hækkunin mun nú þegar nema um 2,9% og því ljóst að ársfjórðungspáin er þegar brostin þrátt fyrir að enn sé mán- uður eftir af tímabilinu. ■ SEÐLABANKINN Sérfræðingar Frakkland: Vínbændur uggandi parís. ap „Villimennirnir eru að koma,“ segir í skýrslu sem skrif- uð var fyrir franska landbúnaðar- ráðuneytið um ástandið á vín- mörkuðum heimsins. „Ástralía, Nýja-Sjáland, Bandaríkin, Chile, Argentína, Suður-Afríka - á vín- flóðið frá Nýja heiminum eftir að sökkva vínframleiðsluiðnaðinum í gömlu álfunni?" Vínframleiðendur í Frakklandi óttast greinilega um stöðu sína, enda þótt Frakkland, Ítalía og Spánn séu ennþá stærstu vín- framleiðsluþjóðir heims. Ríki „Nýja heimsins" eru kominn með 20% af heimsmarkaðinum, en voru nánast í núlli fyrir tveimur áratugum. ■ —♦— Rottufaraldur í Eyjum: Úr fríi til að kljást við rottur MEINPÝravarnir Mikið hefur verið um rottugang í austurbæ Vestmannaeyja undanfarnar vikur og hefur hann orð- ið það skæður að meindýraeyðir Vest- mannaeyja greip til þess ráðs að styt- ta sumarfrí sitt svo hann gæti tekist á við rottufaraldurinn. Á fréttavefnum Fréttir í Vestmannaeyjum er rætt við Ásmund Pálsson meindýraeyði sem segir að fyrst hafi orðið vart við rott- urnar sem um ræðir, svokallaðar svartrottur, upp úr síðustu áramót- um. Talið er að rotturnar hafi komið til landsins með rússneskum togara sem var á ferð í Vestmannaeyjahöfn rétt fyrir síðustu jól. Síðan þá lítur út fyrir að þær hafi náð að fjölga sér verulega og síðustu vikur mun hafa borið mikið á þeim í austurbæ Vest- mannaeyja. ■ Reykjavík: Ofbeldi í miðbænum LÖCRECLMÁL Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík um helg- ina vegna ölvunar, hávaða og slagsmála. Átök urðu á Lækjar- torgi á sunnudagsmorgun þar sem ráðist hafði verið á mann og hann skallaður, sleginn og síðan stigið á háls hans. Maðurinn var með skurð á enni og nefi og var líklega nefbrotinn. Hann var fluttur á slysadeild og síðan heim. Árás- armaðurinn og stúlka voru hand- tekin og var ástæða átakanna sögð vera deilur á milli hins slasaða og stúlkunnar. Þá þurfti lögregla að hafa af- skipti af slagsmálum í veitinga- húsi nálægt miðborginni þar sem maður gekk berserksgang. Hafði hann hent flösku í höfuð á stúlku og slegið mann í ennið með ösku- bakka. Stúlkan var flutt með sjúkrabifreið en lögreglan ók manninum á slysadeild. Árás- armaðurinn var færður í fanga- geymslu. ■ Sundreið með fartölvu og GPS Umfangsmikill ratleikur á sér nú stað við Mývatn og taka 36 Þjóðverjar þátt. Um 20 þýskir blaðamenn eru með í för og munu kynna herlegheitin. Leikurinn er liður í auglýsingaherferð rafhlöðuframleiðandans Varta. landkynninc Róður á Mývatni, sauðfjártalning í Mikley, þýðing- ar á þýskum texta yfir á íslensku og sundreið er meðal þess sem verður lagt á 24 einstaklinga sem hafa verið valdir til þess að taka þátt í ratleik á vegum rafhlöðu- framleiðandans Varta. Fyrirtækið stendur nú í aug- lýsingagerð og hefur því ákveðið að fara þessa leið í öflun efnis og ís- lendingar munu vafalaust njóta góðs af í formi landkynningar. „Þetta verður í svipuðum stíl og „Camel Trophy" og fólkið verður að fara allra sinna leiða annað hvort gangandi, á hest- baki eða hjólan- di,“ sagði Ingvi Ragnar Krist- jánsson, framkvæmdarstjóri ratleiksins á íslandi. Leikurinn mun fara fram samstundis á íslandi og í Ham- borg í Þýskalandi í gegnum Net- ið. Tveir úr hverju liði eru stadd- ir í Hamborg og gefa þeir liðs- mönnum sínum á íslandi ábend- :---«,--- Leikurinn mun fara fram samstundis á íslandi og í Hamborg í Þýskalandi í gegnum Net- ið. Tveir úr hverju liði eru staddir í Ham- borg og gefa þeir liðs- mönnum sín- um á íslandi ábendingar og fyrirskipanir á Netinu sem þeir þurfa síð- an að fara eft- ir í einu og öllu til þess að ná settu marki. VERKEFNIN BÍÐA Sauðfjártalning, róður, þýðingar og sundreið er meðal þess sem unga fólkið í Vörtu-rat- leiknum þurfa að takast á við á meðan dvöl þeirra á (slandi stendur. Rafhlöðuframleið- andinn Varta er að afla sér auglýsingaefnis og ákvað að fara þessa leið í efnistökum og segir framkvæmdastjórinn hér á landi að ísland muni njóta góðs af í formi landkynningar. Á myndinni eru ónefndir þátttakendur í leiknum. ingar og fyrirskipanir á Netinu sem þeir þurfa síðan að fara eft- ir í einu og öllu til þess að ná settu marki. Sex lið með sex ein- staklingum innanborðs taka þátt í leiknum en auk þeirra koma við sögu um 20 starfsmenn, 12 jeppabifreiðar og 20 hestar. „Fjöldi fólk sótti um að taka þátt í leiknum og í fyrsta forvali komust 300 manns í gegnum sí- una. Þeim var síðan fækkað í 100 eftir að búið var að þræla þeim í gegnum æfingabúðir. Svo var þeim fækkað í 50 manns og það- an í 36 einstaklinga," sagði Ingvi Ragnar. Það er til mikils að vinna fyr- ir þá sem að taka þátt því auk þess að taka þátt í íslandsreis- unni þar sem allur kostnaður er greiddur af Varta þá munu þeir sem standa eftir sem sigurveg- arar fá í sinn hlut ýmsan raf- tækjabúnað - raftækjabúnað sem allur gengur jú fyrir raf- hlöðum. Um 20 blaða- og fréttamenn eru komnir til íslands til þess að fylgjast með leiknum sem hefst á miðvikudaginn og stendur yfir í nokkra daga. Þeir sem eru þátt- takendur í leiknum eru þó ekki svo heppnir að kúra í hlýju rúmi þann tíma sem dvalið er á ís- landi - þeir sofa í tjöldum skammt undan hótelinu Sel-Hót- el við Mývatn. omarr@frettabladid.is Heilastarfsemi skákmanna: Stórmeistarar nota hnakkann og ennið new york. ap Hvert er leyndarmál- ið á bak við góðan árangur í skák? Þrotlausar æfingar og grúsk í fræðunum, vitaskuld - en fleira kemur til. Samkvæmt nýrri rann- sókn nota þeir sem langt eru komnir í íþróttinni ekki sama hluta heilans og byrjendur. Vísindamenn í Þýskalandi tóku sneiðmyndir af heila tuttugu manna meðan þeir voru að tefla skák við tölvu. Helmingur skák- mannanna voru stórmeistarar en hinir tíu voru áhugamenn í listinni. í hvert sinn sem skákmaður lék manni á taflborðinu fór af stað straumur í heilanum í nokkrar sek- úndur. Hjá áhugamönnunum sást þessi aukna heilastarfsemi einkum miðsvæðis í gagnaugablaði heil- ans, en hjá stórmeisturunum var hins vegar tiltölulega lítið að ger- ast í gagnaugablaðinu. Aftur á móti varð hreyfingar oftast vart hjá þeim í hvirfilblaði og ennis- blaði heilans. Gagnaugablað heilans er talið gegna hlutverki þegar fólk er að framkvæma ný verkefni og við myndun skammtímaminnis, en ennisblaðið og hvirfilblaðið tengj- ast langtímaminninu og hæfileik- um til að framkvæma flóknar hreyfingar. ■ SELLURNAR Á FULLU? Vladimirov Evgenl stórmeistarí frá Kazakhstan var I þungum þönkum á skák- móti I Kalkutta á Indlandi I slðustu viku. Að öllum likindum var ekki mikið að ger- ast I gagnaugablaðinu hjá honum. AP/BIKAS DAS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.