Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 1
j0IHkgi MENNINC Flestir vilja skólajot IAPAN Einkalíf ráðherrans bls 18 bls 22 KLAM .. Menn sæti ábyrgð bls 11 una.ner -*&sa FRETTABLAÐIÐ 1 • ..... ... 78. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 14. ágúst 2001 Þ>RIIÐ>JiUiPAGyR Salan á Landsbankanum tilboð Einkavæð- ingarnefnd kemur saman til að fara yfir tilboðin í ráð- gjöf vegna sölu Landsbankans. Ekki er ráðgert að niður- staða náist á fund- inum. En gert er ráð fyrir að ákveðið verði á föstudag hvaða tii- boði verður tekið. Bandaríkjcimenn hitta fjölmiðla heiivisókn Bandarískir þingmenn sem eru hér á landi til að kynna sér auðlindastefnu íslendinga hitta blaðamenn í dag. Þingmennirnir hafa átt fundi með íslenskum stjórnvöldum en gagnrýnt hefur verið að þeir sem gagnrýna fisk- veiðistjórnunina hafa ekki fengið að hitta gestina. Pveðrið í dag| REYKJAVÍK Norðaustan 8-13 m/s. Punrt að kalla. Hiti 8 til 14 stig. VINOUR ÚRKOMA HITI ísafjörður Q 3-8 Skýjað ©12 Akureyri Q 5-10 Skýjað Ql3 Egilsstaðir Q 5-10 Súld O" Vestmannaeyjar Q 3-8 Skýjað Ql3 Gengið á slóðir Milljónafélagsins viðey í þriðjudagsgöngunni í Viðey verður að þessu sinni gengið um slóðir Milljónafélagsins. Á sínum tíma var þar um 100 manna byggð þegar mest var. Lokaundirbúning- ur landsliðsins knattspyrna Lokaundirbúningur landsliðsins fyrir leikinn gegn Pól- landi á morgun en tveir nýliðar eru í íslenska landsliðshópnum, þeir Jó- hannes Karl Guðjónsson og Marel Baldvinsson. Búist er við að Atli Eðvaldsson tilkynni byrjunarliðið eftir æfingu í dag. IKVÖLDIÐ í KVÖLDI Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hversu margir á aldrínum 25 til 39 ára fengu dagblað á heimili sitt í morgun? Samkvæmt könnun PriceWaterhouseCoopers á útbreiðslu Fréttablaðsins og áskrift að Morgun- blaðinu virka 70% fólks ies L.döiö 72,5% IBUA HÖFUÐBORCARSVÆÐISINS A ALDRINUM TIL 67 ÁRA LESA FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI SAMKVÆMT : KÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS FRÁ JÚLÍ 2001. j Starfsmaður Símans las póst viðskiptavinar Greindi þriðja aðila úti í bæ frá efni tölvupóstsins. „Þetta er alvarlegt,“ segir talsmaður Lands- símans. Starfsmaður internetsfyrirtækis líkir þessu við innbrot þar sem brotið er á rétti einstak- lingsins til einkalífs. Allir geta átt von á að slíkt sé gert. samskipti „Ég er búinn að komast að niðurstöðu í þessu máli,“ segir viðskiptavinur Símans Internet sem hefur klagað starfsmann í yf- irmenn Landssímans fyrir að lesa tölvupóst hans, sem vistaður er á póstþjóni fyrirtækisins. Eftir að hafa lesið bréfin á starfsmaðurinn að hafa greint þriðja aðila út í bæ frá efni þeirra og þannig komst verknaðurinn upp. Viðskiptavinur- inn veit hvaða starfsmaður á þarna í hlut og hefur sagt upp áskrift og fært viðskipti sín yfir til Íslandssíma. Þór Jes Þórisson, framkvæmd- arstjóri breiðbandssviðs Lands- símans, sem Síminn Internet heyr- ir undir, segir þetta stranglega bannað. Þeir einu sem eigi að hafa aðgang að pósthólfum viðskipta- vina séu þeir sem hafi umsjón með tölvupósthúsinu. „Það eru ekki margir, tveir kannski." „Það er alveg ljóst að við tökum svona ábendingum ekki léttilega, þetta er alvarlegt," segir Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður upplýs- ingamála hjá Landssímanum. Hún segist hafa kvörtun viðskiptavin- arins undir höndum og kallað hann á fund sinn og yfirmanna Símans Internet í gærkvöldi. „Þetta er tæknilega hægt, ekki bara hjá okkar fyrirtæki heldur öllum, og mikilvægt að aðilar sem senda tölvupóst geri sér grein fyr- ir því. Það er mjög þröngur hópur fólks innan Landssímans sem kemst inn í þetta kerfi. Allir starfsmenn sem vinna hjá okkur hafa skrifað undir strangar trún- aðaryfirlýsingar og ef þeir brjóta á þessum trúnaði þá verður tekið á því. Það liggja fyrir strangar siða- reglur,“ segir Heiðrún. Viðskiptavinir netþjónustufyr- irtækja, sem þeir kaupa aðgang að Interneti og tölvupósti hjá, eiga það á hættu að starfsmenn þessara fyrirtækja lesi tölvupóst þeirra, sem vistaður er á póstþjónum inn- an fyrirtækjanna. Þó móta fyrir- tækin sér strangar siðareglur varðandi aðgang og meðferð þess- ara upplýsinga. Jón Halldór Guðmundsson hjá Internetfyrirtækinu Títan líkir þessu við innbrot þar sem brotið er á rétti einstaklingsins til einka- lífs með því að lesa hans persónu- legu bréf sem vistuð eru á póst- þjóni. „Viðskiptavinurinn á þenn- an tölvupóst sjálfur og þó hann sé með aðgang í gegnum Símann Internet, eins og í þessu tilviki, þá er það hans einka tölvupóstur." bjorgvin@frettabladid.is Hveragerði: Drengur brann illa áfæti SLYS Ungur drengur var fluttur á slysadeild Landspítalans - há- skólasjúkrahúss í Fossvogi í gær eftir að hann hafði brunnið illa á fæti fyrir neðan hné þegar hann steig niður úr jörðinni í Grændal inn af Hveragerði og lenti í leir- hver. Drengurinn, sem var á ferð með móður sinni þegar óhappið varð, brenndist illa og voru 2. stigs brunar á hluta fótarins sem brenndist. Fólk sem átti leið um hjálpaði drengnum áleiðis þangað til hægt var að koma honum í bíl og flytja á sjúkrahús. ■ SORGLEGT í gær var skipt é skilti Umferðarráðs við Suðurlandsveg, en þar segir til um fjölda látinna í umferðinni og er talan nú komin upp í tólf það sem af er þessu ári. Birkir Þór Ásgeirsson sem lést í slysinu á sunnudag er á innfelldu myndinni. Banaslys í umferðinni: Tólf hafa látist í umferðinni umferðarslys Tólf hafa látist í um- ferðarslysum það sem af er þessu ári. Tvö hörmuleg slys um ný- liðna helgi urðu til þess að tala látinna í umferðarslysum hækk- aði úr tíu í tólf. Fyrra slysið varð aðfaranótt laugardagsins á Sæ- braut í Reykjavík þegar tvær bif- reiðar sem ekið var í sömu átt rákust saman með þeim afleiðing- um að önnur bifreiðin lenti á ljósastaur. Ung stúlka sem var farþegi í bílnum lést. Hún hét Sara Abdelazíz, 18 ára og var bú- sett á Kjalarnesi. Hitt slysið varð síðdegis á sunnudag. Þá varð árekstur milli fólksbíls og rútu neðarlega í Lög- bergsbrekku á Suðurlandsvegi. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést. Hann hét Birkir Þór Ásgeirs- son, til heimilis að Fjallalind 151, Kópavogi. Birkir var 23 ára, ókvæntur og barnlaus. Farþegar rútunnar og ökumaður sluppu lítt eða ekkert meidd. Fleiri umferðarslys urðu um helgina en sem betur fer urðu ekki fleiri fyrir alvarlegum áverkum. ■ | PETTA HELST | Umhverfisráðuneytið vill ekk- ert gera varðandi úrganginn á Heiðarfjalli. Ráðuneytisstjórinn segir ruslið vera venjulegt dót. bls. 2 Tollgæslan í Leifsstöð hefur lagt hald á mun meira af hassi og E-töflum en í fyrra. Að- ferðir smyglaranna hafa breyst. bls. 2 Munu Bretar gæta hagsmuna okkar í tilvonandi land- grunnsbaráttu? Svo getur farið að mælingar á landgrunninu verði tilboðsskyldar. bls. 4 Verðbólgan er meiri en búist var við. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,3 prósent milli mánaða. bls. 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.