Fréttablaðið - 14.08.2001, Side 10

Fréttablaðið - 14.08.2001, Side 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 14. ágúst 2001 ÞRIÐJUDACUR 1 É HÍíTr, p. i j * f /\ i ) iR' . . ÍJ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins (stafrænu formi og (gagnabönkum án endutgjalds. | BRÉF TIL BLAPSINS | Er Hiroshima syndaaflausn? Frá Sr. Toshiki Toma sacan Mér sýnist að Hiroshima og Nagasaki séu orðnar eins konar „syndaaflausn" fyrir Japani. [...] Því meiri athygli og samúð sem fólk í heiminum hefur sýnt Japön- um vegna Hiroshima og Nagasaki, þeim mun sterkar hafa Japanir upplifað sig sem fórnarlömb stríðs- ins. Er það rétt hjá Japönum að skil- ja söguna þannig? Árið 1910 gerði Japan Kóreu að hluta lands síns. Kína varð einnig í raun nýlenda Japans árið 1932. Rétt eftir að Kyrrahafsstríð hófst byrjuðu jap- anskir hermenn að fara suður til Filippseyja og ríktu loks víða frá Indónesíu í austri til Burma (Myan- mar) í vestri. Japan geymdi annars vegar ríkar náttúruauðlindir þess- ara landa, en krafðist þess um leið að japönsk menning væri yfir menningu heimamanna hafin. Jap- anir neyddu m.a. íbúana til að læra japönsku. f samanburði við Hiros- hima og Nagasaki tölum við Japan- ir of lítið um þessa hlið sögu okkar. Japönsk stjórnvöld reyna meira að segja að fela slíkt og vilja hætta að kenna skólabörnum þessi sögulegu tíðindi. Eins og fréttir hermdu ný- lega hefur þessi villandi söguskoð- un Japana leitt til mikilla mótmæla i Suður- Kóreu. Slik mótmæli eru sjálfsögð. Þetta ber vitni um hvern- ig fólk og þjóðir „velja“ sér sögu og staðreyndir til að segja næstu kyn- slóðum. Slík saga sem er „valin“ að geðþótta og eftir því sem hentar sjálfsmynd þjóðar er ekki endilega í samræmi við sannleikann, a.m.k. ekki allan sannleikann. Ofangreint atriði endurspeglar fyrirlitningu og fordóma Japana gagnvart öðrum Asíubúum. Kennsla á sögu eigin þjóðar hefur mikil áhrif á ungu kynslóðina og mótar sjálfsmynd hennar. Japönsk yfirvöld hafa þeg- ar framið stríðsglæpi gagnvart ná- grannalöndum sínum. Ef þau „velja" villandi sögukennslu og endurframleiða fordóma meðal ungrar kynslóðar, er það ekki annar ítrekaður glæpur? Eru svona við- horf ekki einnig svik til allra í heiminum sem vilja íhuga Hiros- hima og Nagasaki? Við Japanir verðum að velta málinu fyrir okkur. Japanir geta ekki verið stoltir af sjálfum sér með því aðeins að fram- leiða tölvur og selja bíla. Það er nauðsynlegt að sýna hugrekki til að viðurkenna sögu okkar í heild sinni. Mér þykir vænt um að íslendingar halda minningarathöfn vegna Hiroshima og Nagasaki. Við verð- um að íhuga hvað hægt er að gera til að hindra að „önnur Hiroshima" eigi sér stað í sögu mannkyns. Til þess verðum við öll í heiminum að horfa á eigin sögu í hreinskilni og kenna næstkomandi kynslóð um hana. Þetta á eins við um íslendinga sem aðrar þjóðir heims. Guð hjálpi okkur í þessu mikilvæga verkefni. ■ i 1 tf g ® 41 fl H W 45 lL Verðsins og kjaranna vegna Augafyrir auga Auga fyrir auga... ef þannig er haldið áfram verður allur heimurinn blindur. Mig minnir að þessi ummæli hafi verið eignuð Gandhi og það er eins og þau séu að verða að veruleika í ísrael og Palestínu um þessar mundir. Reyndar hefur verið ófriðlegt þarna svo lengi sem ég man; Sex daga stríð, Yom Kippur-stríð, Intifada og hvað allt þetta hefur heitið. Yfir 700 manns hafa beðið bana síðustu 10 mánuði, flestir þeirra venjulegir Palestínumenn, sem voru á röngum stað þegar ísraelsmenn þurftu að hefna ein- hvers. Á annað hundrað ísraels- menn hafa líka beðið bana. Þeir voru á röngum stað þegar Palest- ínumenn þurftu að hefna ein- hvers. Svona virðist þetta halda áfram endalaust í þessu landi þar sem fátt virðist nú geta fengið að dafna nema heiftin og hefndar- þorstinn. Ég hef ekki mikið vit á þessum átökum og þekki sögu þeirra ekki í neinum smáatriðum en það þarf ekki sérfræðing til að sjá að í röð- um beggja fá ofstækismennirnir að vaða uppi. Þeir dæla á eldinn allri þeirri olíu sem þeir geta. Það dapurlega er að almenningur virðist ekki knýja á um uppgjör við ofstækismennina í eigin röð- um. í fréttunum sjáum við ísra- elsmenn, sem eru reiðir út í Palestínumenn, og Palestínu- menn, sem eru reiðir út í ísraela. Einhvern veginn er erfitt að trúa MáLmanm. Pétur Gunnarsson skrifar um Miðausturlönd því að friður komist á í þessum heimshluta fyrr en ísraelsmenn eru búnir að gera upp við ofstæk- ið sín megin og Palestínumenn ganga í gegnum sams konar upp- gjör við ofstækismennina í þeirra röðum. Einhvers staðar, steinsnar frá þessum átakasvæðum, er fjall þar sem flutt var ræða fyrir rúmum 2000 árum. í henni segir: „Þér hafi heyrt, að sagt var: auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En ég segi yður: rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina.“ ■ HÖRMUNCAR Lögregla og björgunarlið að störfum á veitingastað í hafnarborginni Haifa í ísrael þar sem sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á sunnudag. Tuttugu slösuðust og sprengjumaðurinn týndi lífi. I nafni trúarsannfœringar Sjálfsmorðssprengjumennirnir í Israel eru flestir um eða innan við tvítugt og fremja tilræðin í fullvissu um paradísarvist og píslarvætti. heilact stríð Það er til marks um hve reiði, gremja og örvænting í garð ísraelsmanna stendur djúp- um rótum meðal Palestínumanna að það virðist enginn skortur á sjálfboðaliðum, sem eru reiðu- búnir að fórna lífi sínu í sjálfs- morðsárásum. Yfirleitt eru það ungir, ógiftir menn - öðru hvoru megin við tví- tugt - sem fara á fjölmenna staði í ísrael og sprengja sjálfa sig í loft upp í von um að þeir taki með sér sem flesta ísraelsmenn í dauðann. Nýlega hafa hins vegar heyrst raddir meðal trúarleiðtoga í Palestínu sem fordæma sjálfs- morðstilræðin og segja þau and- stæð íslamskri trú, en það viðhorf virðist eiga litlu fylgi að fagna við þær aðstæður sem nú ríkja í sam- skiptum ísraelsmanna og Palest- ínumanna. Að baki verknaðnum býr trúar- leg sannfæring um að sá sem fell- ur á þennan hátt í heilögu stríði, fái fyrirgefningu synda sinna og uppskeri heiðurssess í Paradís. Flestir sprengjumennirnir eru taldir tengjast annað hvort Ham- as eða Jihad, hinum herskáu sam- tökum Palestínumanna. Sjálfboðaliða er að finna í moskum, skólum og túarlegum stofnunum meðal ungra manna með sterka trúarsannfæringu og eindreginn vilja til að kynna sér trúarsetningar íslams. Þeir mynda tengsls við útsendara Ji- had eða Hamas og það er sagt dæmigert að smám saman dragi út tengslum þeirra við fjölskyldu og vini eftir því sem þeir gefa sig hinu pólitíska starfi og hinni trú- arlegu kenningu meira á vald. Eft- ir að þeir hafa gefið kost á sér til sjálfsmorðsárása helga þeir sig trúarlegum og andlegum undir- búningi tilræðisins en fá svo hins- ta verkefni sínu úthlutað 1-2 sólar- hringum áður en stundin kemur. Sagt er að sjálfsmorðsárásirn- ar séu ávallt vandlega skipulagð- ar eins og hver önnur hernaðarað- gerð. Við skipulagninguna er val- inn staður fyrir tilræðið, sem lík- legur er til að vekja mikla athygli fjölmiðla og hneyksla almenn- ingsálitið. Oftar en ekki er sprengju- manninum fylgt síðasta spölinn á tilræðisstaðinn af hópi samverka- manna, sem kveðja hann hinstu kveðju, nokkrum mínútum áður en látið er til skarar skríða, að því er fram kemur í fréttaskýringu á fréttavef BBC. Stundum hefur því verið haldið fram að tilræðismennirnir séu undir áhrifum eiturlyfja á dauða- stundinni en slíkt er talin fjar- stæða enda væri slíkt í algjörri andstæðu við þá trúarsannfær- ingu, sem að baki tilræðunum býr. Tilræðismönnunum er heitið því að annast verði um fjölskyld- ur þeirra og sett hafa verið á fót líknarfélög í því eina skyni að auð- velda fjölskyldum píslarvottanna framfærslu. ■ ORÐRÉTT Fylgi og fjármál flokkanna „Niðurstöður í tveimur skoðana- könnunum voru birtar í síðustu viku. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig fylgi í þeim báðum. 3% í könnun Gallups fyrir Ríkisút- varpið og fékk þar 41% fylgi - en sú könnun stóð yfir allan júlímán- uð. í DV-könnun, sem var gerð að kvöldi þriðjudagsins 7. ágúst, bætti Sjálfstæðisflokkurinn við sig 6,5% og fékk 42,1%. Frásagnir fjölmiðla af þessum niðurstöðum benda til þess, að þar hafi menn búist við því, að Sjálf- stæðisflokkurinn missti frekar fylgi en yki það vegna umræðn- anna, sem verið hafa um mál Árna Johnsens síðustu vikur. Kemur þetta meðal annars fram í helgar- grein eftir Birgi Guðmundsson, fréttastjóra á DV, en hann virðist gegna því sérstaka hlutverki á rit- stjórn blaðsins að draga taum Framsóknarflokksins. Gerir hann sér von um, að forystumönnum Sjálfstæðisflokksins fipist svo í umræðum um mál Árna Johnsens, að það skaði flokkinn, þótt síðar verði. Þegar fréttamenn Ríkisút- varpsins sögðu frá niðurstöðu Gallup-könnunarinnar var bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi lögð áher- sla á, að hægt hefði á fylgisaukn- ingu Sjálfstæðisflokksins eftir því sem leið á júlímánuð - var þetta dregið sérstaklega út úr könnunni í frásögn af henni en ekki hitt, að flokkurinn hefði auk- ið fylgi sitt um 3%. „ Björn Bjarnason á www.bjorn.is „íslenskir sjtórnmálaflokkar eru eyjur í hagkerfi landsins. Þeir komast upp með að leika sér með fjármuni. Þessir sömu flokkar ala upp karla og konur og kenna þeim listina að setja lög. Landslög. Ekki verður með nokkru móti séð hvað mælir gegn því að bók- hald stjórnmálaflokkanna verði fólki aðgengilegt. [...] Flokkarnir ættu ekki að hræðast neitt í þessu efni. Þeir ættu milku fremur að vera stolt- ir af því að sýna að bókhald þeir- ra er í lagi og þar sé engu að leyna. Ekkert er eðlilegra en að fólk og fyrirtæki styðji flokka í lýðræðisríki. Skrýtið er ef því fylgir skömm og kinnroði. Þeir sem hafa helst efast um réttmæti þess að opna bókhald flokkanna segja að auðvelt muni reynast að fara í kringum slík lög með ýmsum hætti. Það hafi sannast erlendis og muni sann- ast hér á landi. Þetta er fyrir- sláttur, ef ekki hreinasta bull. Allir vita að auðvelt er að komast hjá því að greiða skatta á íslandi en engum kemur til hugar að af- nema skattheimtuna af því einu að hægt sé að fara í kringum lög- in.“ Sigmundur Ernir í leiðara DV, 13. ágúst.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.