Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDACUR 14. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Heimslistinn í tennis: Kuerten upp fyrir Agassi tennis Brasilíski tennisleikarinn Gustavo Kuerten skaust upp fyrir Andre Agassi í efsta sæti heims- listans í golfi eftir sigur á Patrick Rafter í úrslitum á sterku tennis- móti í Cincinati. Kuerten hefur þar með sigrað á sex mótum það sem af er árinu, m.a. á Opna fran- ska meistaramótinu. Eftir rúman mánuð hefst Opna bandaríska meistaramótið og verður Kuerten að teljast afar sigurstranglegur á því. Andre Agassi, féll út í fyrstu umferð á mótinu í Cincinati og virðist vera í einhverri lægð. BESTUR Gustavo Kuerten hefur sigrað á sex mót- um það sem af er árinu. Hann er samt sem áður í 2. sæti heimslistans. Spánverjinn Juan Carlos Ferrero er þriðja sæti list- ans og Ástralarnir Patrick Rafter og Lleyton Hewitt eru í 4. og 5. sæti. Rússinn Yevgeny Kafelnikov klifraði upp um tvö sæti á listan- um úr því 10. í það 8. ■ Knattspyrnuleikur í Gvatemala: Elding banaði tveimur KNATTSPYRNA Tveir lét- ust og tíu manns eru enn á spítala með slæm brunasár eftir að eld- ingu laust niður á fót- boltavöll í Gvatemala á laugardag. Alls slösuð- ust rúmlega 25 manns. Óhappið varð á velli í Chiquimililla, sem er 120 km frá höfuðborg- inni Gvatemala City en Guatemala liggur milli Hondúras og Mexíkó. Leikurinn var á milli þriðju deildar liðanna Deportivo Chiquimulilla og Pueblo Nuevo ÞRUMUR OG ELDINGAR Þrátt fyrir að veðrið væri orðið vafasamt í seinni hálfleik var ákveðið að halda áfram með leik tveggja þriðju deildar liða í Guatemala. Vinas. Meirihluti seinni hálfleiks var liðinn þegar stormurinn gerði vart við sig. Ákveðið var að halda leiknum áfram, þrátt fyrir að flestir áhorfendanna flúðu völlinn vegna mikillar rigningar. Eld- ingunni laust niður í handrið, sem liggur í kringum völlinn, og all- ir á honum misstu sam- stundis fótanna. Tveir leikmenn, Rosbin Yum- an 16 ára og Lester Marrioquin 24 ára létust um leið. Áhorfendurnir sem voru eftir á pöllunum fundu ekki fyrir neinu. ■ Ferguson fór á bak við PSV árið 1998: Atti leynilegan fund með Jaap Stam Jaap Stam segir í ævisögu sinni að hann og Alex Ferguson hafi hist i íbúð við Schipol-flug- völlinn án þess að forráðamenn PSV Eindhoven hafi vitað af því. knattspyrna Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Man. Utd. braut reglur Enska knattspyrnu- sambandsins þegar hann keypti hollenska varnarjaxlinn Jaap Stam frá PSV Eindhoven árið 1998. Þetta kemur fram í ævi- sögu Stam, sem ber heitið „Head to Head.“ í bókinn greinir Stam frá því að Ferguson hafi haft samband við sig áður en hann ræddi við PSV, en samkvæmt reglum Enska knattspyrnusambandsins er ólög- legt að ræða við leikmann áður en rætt er við félagið sem hann er samningsbundinn. „Við urðum að fara mjög var- lega svo að félagið (PSV) kæmist ekki að því að við værum að ræða saman,“ segir Stam í bók sinni. Það var Tom van Dalen, um- boðsmaður Stam, sem skipulagði fund Stam og Ferguson og hittust þeir í íbúð nálægt Schipol-flug- vellinum. í bókinni segir Stam að þeir hafi ekki viljað hittast á hót- eli í borginni þar sem þeir hafi ekki viljað taka áhættuna á því að það sæist til þeirra. Stam segist hafa vitað að með þessu hafi þeir verið að taka ákveðna áhættu, en bætir því við að fundir af þessu tagi séu vel þekktir í knatt- spyrnuheiminum. „Við áttum hálftíma fund, þar sem við ræddum aðallega um mínar framtíðaráætlanir og það hversu mikið Ferguson vildi fá mig til Old Trafford. Það var ekk- ert rætt um samninga- eða pen- ingamál. Ég býst við því að hann hafi bara viljað hitta mig og kynnast því hvernig náungi ég væri.“ Ólíklegt er talið að Enska knattspyrnusambandið taki mál- ið upp þar sem PSV hefur ekki sent inn formlega kvörtun. Pedro Salazar-Hewitt, talsmaður PSV, sagði í gær að félagið hygðist ekki senda inn kvörtun, en að at- vikið væri ekki í anda háttvísi- stefnu alþjóða knattspyrnunnar. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Man. Utd. er sakað um að fara á bak við félagslið í þeim til- gangi að kaupa leikmann. Því fyr- ir skömmu kom upp svipað mál varðandi Patrick Vieira, leikmann Arsenal. Enska knattspyrnusam- bandið hefur hins vegar ekki held- ur tekið það mál upp, þar sem Arsenal, líkt og PSV, sendi ekki inn formlega kvörtun. ■ Heimslistinn í golfi: Tiger langbestur golf Tiger Woods er í efsta sæti Heimslistans í golfi með 28,69 stig, en Phil Mickelson er í öðru sæti með 28,69 stig. David Duval, sigurvegarinn á Opna breska meistaramótinu er í þriðja sæti listans með 9,72 stig. í 4. til 10. sæti eru Ernie Els, Vijay Sing, Davis Love III, Sergio Garcia, Darren Clarke, Colin Montgomerie og Mike Weir. ís- landsvinurinn Retief Goosen er í 17. sæti listans. ■ Leikmannakaup: Man. Utd. hefur eytt 50 m punda knattspyrna Úrvalsdeildarliðin í Englandi hafa verið dugleg að styrkja lið sín fyrir átökin sem hefjast á laugardaginn og ber Man. Utd. höfuð og herðar yfir önnur lið hvað þetta varðar, en liðið hefur keypt 3 leikmenn á tæpar 50 millj- ón pund. Liverpool og Leeds hafa hins vegar haft hægt um sig. í lok tímabilsins keypti Leeds Robbie Keane frá Inter Milan á 13 milljón- ir punda og Liverpool keypti fyrir skömmu John Arne Riise frá Mónakó fyrir 4 milljónir punda. ■ DÝRASTUR Juan Sebastian Veron, sem Man. Utd. Keypti frá Lazio fyrir 28.1 milljón punda, er dýrasti knattspyrnumaður Bretlandseyja. LEIKMAÐUR FRÁ TIL VERÐ (PUND) lan Walker Tottenham Leicester 2.5 m Juon Veron Lozio Man. Utd. 28.lm Roy Carroll Wigan Mon. Utd. 2.5 m R. Nistelrooy PSV Man. Utd. 19 m Dennis Wise Chelsea Leicester 2.1 m R. Keane Inter Leeds 13 m Shoun Bartlett FC Zurich Charlton 2m F. Lompard West Hom Chelseo 11 m Abdelslom Ouoddou Nancy Fulham 2 m F. Jeffers Everton Arsenal 10 m Jonathan Greening Man. Utd. Middlesbro 2 m L Robert PSG Newcastle 9.5 m Luis Boa Morte Southampton Fulham 1.7 m Giovanni van Bronckh. Rangers Arsenal 8.5 m Gustovo Poyet Chelsea Tottenham 1.5 m Emmanuel Petit Barcelona Chelsea 7.5 m Alon Mohon Sporting lisbon Blockburn 1.5 m Edwin von der Sar Juventus Fulham 7 m Mark Wilson Man. Utd. Middlesbro 1.5 m Corrado Grabbi Ternona Blackburn 7 m Tugoy Kerimoglu Rangers Blockburn 1.3 m Goretb Soutbgate Aston Villo Middlesbrough 6.5 m Tony Miller Hartlepool Ipswich 0.75 m William Gollas Marseille Chelsea 6.2 m Bernt Haas Grasshoppers Sunderland 0.75 m Richard Wrighl Ipswich Arsenol 6 m Henrik Pederson Silkeborg Bolton 0.6 m Craig Bellamy Coventry Newcastle 6 m Steed Malbranque Lyon Fulhorn 0.5 m Olof Mellberg Santander Aston Villo 5 m Gordon Greer Clyde Blackburn 0.2 m Jason Euell Wimbledon Charlton 4.75 m Nicky Southoll Gillingham Blackburn óuppgelið John Arne Riise Monaco Liverpool 4.6 m Sol Comphell Tottenham Arsenal 0 Tomasz Radzinski Anderlecht Everton 4.5 m Teddy Sheringham Man. Utd. Tottenham 0 Mutapha Hodji Coventry Aston Villa 4.5 m Hassan Kachloul Southampton Aston Villo 0 Christian Ziege Liverpool Tottenhnm 4 m Poter Sthmeichel Sporting Lishon Aslon Villo 0 Goran Bunjevcevic Red Slar Belgr. Tottenhnm 4 m Alan Stubbs Celtic Everton 0 Rory Delap Derby Southampton 4 m Pablo Gonzalez Counago Celto Vigo Ipswich 0 Luke Young Tottenham Charlton 4 m Fabrizio Ravanelli Lazio Derby 0 Lilion Lnslandes Bordeaux Sunderlond 3.6 m Andy Marsholl Norwich Ipswich 0 Junicbi Inomoto Gomba Osako Arsenol 3.5 m Robbie Elliott Bolton Newcoslle 0 Szilard Nemetb Bratislavo Middlesbrough 3.5 m Jacinta Ela Eyene Esponyo! Southampton 0 Nicolos Medina Arg. Juniors Sunderland 3.5 m Baki Mercimek HFC Hoorlem Sunderland 0 Jon Horley Cbelsea Fulham 3.5 m David Bellion Connes Sunderland 0 David Jomes Aston Villa West Ham 3.5 m Laurent Courtois Toulouse West Ham 0 Jamie Scowcroft Ipswich Leicester 3 m Kasey Keller Royo Volleeono Tottenham 0 lúxusdýnur Tilboö King - Queen size 20-30% afsl. Alþjóðasamtök chiropractora mæla með King Koil- heilsudýnunum * Rekkjan GoodHousekeepmo •! Skipholti 35 • SímÍ: 588-1955

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.