Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 14. ágúst 2001 ÞRIPJUDAGUR | HRAPSOÐIÐ T ÓLAFUR Þ. HARÐARSOON, prófessor í stjórnmálafræði Fjárreiðulög: Alveg tví- mælalaust HVERS VEGNA að bókhald sumra islenskra stjórnmála- flokka sé ekki opið almenningi? Ástæðan er fyrst og fremst sú að það hafa ekki verið settar skýrar reglur um fjármál stjórnmála- flokkanna þar sem að þeim er gert skylt að gera grein fyrir fjárreiðum sínum með tilteknum hætti. Sumir hafa að vísu gefið upp ýmsar upplýsingar en þeir gera það bara með þeim hætti sem að þeim líkar og eins og þeir vilja. Það er ekki samræmt á milli flokka. Á ALMENNINGUR kall til þess að sjá bókhald stjórnmála- flokka? í flestum lýðræðisríkjum Vestur- landa hafa verið settar reglur um fjárreiður stjórnmálaflokka sem að fela í sér skyldur þeirra að upplýsa um ákveðna hluti. Það er greinilegt að víðast hvar er talið nauðsynlegt að hafa um þetta reglur. Fræðilega ástæðan er meðal annars sú að stjórnmála- flokkar eru ákaflega mikilvægar einingar í fulltrúalýðræði og þess vegna hafa menn talið heppilegt að ýmsum grunsemdum um fjár- mál þeirra sé eytt með því að hafa hluti á borðinu. ÆTTI AÐ setja lög um fjárreiður stjórnmálaflokkanna á fslandi? Já, alveg tvímælalaust. Ég hef þó ekki myndað mér skoðun á því hvað, nákvæmlega, þessar reglur ættu að fela í sér. En ég tel það al- veg sjálfsagt að settar séu reglur um fjármál stjórnmálaflokkanna. TELUR þú að lög af þessu tagi verði samþykkt af Alþingi á næsta þingi? Þetta hefur verið lengi rætt og það hefur gengið seint og illa að koma þessu á. Ég skal engu spá um það hvort að lög af þessu tagi verði að veruleika á næstunni. ■ Ólafur Þ. Harðarson er prófessor I stjórn- málafræði við Háskóla fslands og hans helstu rannsóknarefni eru: almenningsá- lit, íslensk stjórnmál, kosningar, kosninga- kerfi, lýðræði, samanburðarstjórnmál, stjórnmálaflokkar og þjóðþing. Hann var einnig stjórnandi íslensku kosningarann- sóknarinnar 1983, 1987, 1991, 1995 og 1999 Stærstir á Spáni Yngsti sonur Koizumi hefur aldrei hitt föður sinn: Einkalíf forsætisráðherra Japana er í sviðsljósinu tokyo. ap. Japanskir fjölmiðlar hafa undanfarið beint kastljósinu að einkalífi Junichiro Koizumi, forsætisráðherra, sem tók við embættinu sl. vor. Það heyrir til nýjunga að fjallað sé um einkalíf japanskra stjórnmálamanna en Koizumir þykir um margt vera óvenjulegur stjórnmálamaður þar í landi, fráskilinn, síðhærður og hlustar á rokktónlist. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég vildi ekki hitta hann,“ sagði yngsti sonurinn í sjónvarpsvið- talinu á dögunum. Drengurinn, Yoshinaga Miuyamoto, hefur aldrei hitt föður sinn. Móðir hans, fyrrverandi eiginkona Koizumi, hefur einnig komið fram í viðtalsþáttum. Þau Koizumi skildu 1982, fimm árum eftir að þau giftust. Koizumi fékk forræðið yfir sonum þeirra tveimur en sá yngsti fæddist nokkrum mánuðum eftir að skiln- aðurinn var frágenginn. Eiginkona hans fyrrverandi hefur, að eigin sögn, aldrei hitt syni sína síðan en systir Koizum- is ól syni þeirra upp. Þannig að- skilnaður er ekki óalgengir I Jap- an þar sem skilnaðir eru enn feimnismál þar. Eldri synir Koizumi hafa ein- nig verið umfjöllunarefni fjöl- miðla. Sá elsti, Kotaro Koizumi, sem er 23 ára gamall, hefur lýst yfir áhuga sínum á því hefja frama á sviði leiklistarinnar. Sá í miðið, Shintaro, hefur hins vegar vakið athygli fyrir hæfileika á sviði r og b tónlistar. ■ „KOIZUMI YNGRI" Kotaro Koizumi, elsti sonur forsætisráð- herrans, í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali þar í landi í síðustu viku. FRÉTTIR AF FÓLKI Þrátt fyrir umtalsverða umfjöll- un um netþjóna í fjölmiðlum liðinna daga hefur lítið verið um skýringar á því hvað það er ná- kvæmlega sem netþjónar gera. Fréttblaðið hefur greint frá því að bæði Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur eigi í við- ræðum um orkusölu til netþjóna- búa. „Hvernig net eru þetta,“ spurði roskinn lesandi Frétta- blaðsins og taldi víst að netþjónar væru nýjung í þjónustu við sjáv- arútveginn. En það er öðru nær því hér er angi af upplýsingabylt- ingunni. Netþjónar eða servers eru tölvur sem geyma mikið af upplýsingum um allt mögulegt. Þetta geta verið bæði gagnabank- ar sem geyma upplýsingar sem síðan eru sóttar og eins geta þetta verið gagnabankar sem fólk vist- ar upplýsingar í. Netþjónar hafa gríðarlega orkuþörf og krefjast þar af leiðandi mjög öflugs kæli- kerfis ásamt rafmagnskerfis til þess að knýja öll herlegheitin. Hrafn Jökulsson kveður lesend- ur á Pressunni pistli. Hrafn hefur nefnilega látið af störfum sem ritstjóri Pressunnar. Hrafn, sem er mjög ánægður með árið, fer þó ekki langt, ætlar að einbeita sér að bókavefnum á Strikinu og halda áfram skrifum á Pressuvefinn. Hrafn kemst svo að orði að hann hafi verið „“hinn endanlegi ritstjóri." Engir blaða- menn, ljósmyndarar eða umbrots- menn, engir prentarar eða pökk- unarfólk, ekki einu sinni fáein hugdjörf blaðburðarbörn einsog á Alþýðublaðinu í gamla daga. Ás- geir Friðgeirsson tekur við starfi Hrafns. AMenningarnótt verður margt skemmtilegt á boðstólum. Bókaormar geta glaðst yfir dags- skránni á Súfistanum en þar munu höfundar á vegum bókfor- laga Eddu lesa úr væntanlegum verkum sínum og þar er vísbend- ingu að fá um hvað kemur út um jólin. Meðal þeirra sem koma fram eru glæpasagnahöfundarnir Arnaldur Indriðason og Árni Þór- arinsson, Jón Atli Jónasson, útvarps- maður, mun lesa A\ upp ur væntan- Iegu smásagna- safni, Margrét Lóa Jónsdóttir kemur fram í fé- ______________lagi við Gímald- inn, Steinunn Sigurðardóttir, les úr væntanlegri bók og síðast en ekki síst mun Hallgrímur Helga- son, lesa úr nýrri skáldsögu, sem er sú fyrsta síðan 101 Reykjavík kom út 1996. Upplesturinn verður um kvöldið en um daginn verður barnadagsskrá. Auk rithöfund- anna kemur tónlistarfólk fram og verður örugglega margt um manninn á Súfistanum ef marka má Menningarnótt undanfarin ár. Ljóð á 200 krónur Kári Tulinius er tvítugt ljóðskáld sem hefur samið eitt ljóð á dag síðan á afmælinu sínu 21. febrúar. Því ætlar hann að halda áfram þar til hann verður 21. A Menningarnótt verður hann á ílakki og mun bjóða ljóð til sölu. UNGT LJÓÐSKÁLD. Steinn Steinarr, Bob Dylan, T.S. Eliot eru meðal skálda sem eru í uppáhaldi hjá Kára. UÓÐSKÁLD. „Ég verð á gangi um bæinn á Menningarnótt í kyrfi- lega merktum bol og fólk getur gengið upp að mér og leigt mig til skrifa ljóð,“ segir Kári Tulini- us sem ætlar að taka 200 krónur fyrir viðvikið. Að sögn Kára mun fólk geta ráðið efni ljóðanna og hann er til í að skrifa um hvað sem er. Kári, sem varð tvítugur 21 febrúar sl., er vanur maður þeg- ar ljóðagerð er annars vegar. Hann hefur samið ljóð af og til síðan hann var lítill, fór að semja Ijóð af alvöru þegar hann var sautján ára og hefur undanfarna mánuði samið eitt ljóð á dag. „Þetta vildi þannig til að ég las bókagagnrýni á Netinu um ljóðskáld sem samdi eitt ljóð á dag. Síðan rifjaðist upp fyrir mér saga um skáldið Simenon sem átti að hafa lokað sig í glug- ga á búð og samið þar sögu. Þessi saga er víst ekki sönn en mér fannst hún góð.“ Hugmyndirnar runnu saman í eitt og á tvítugsafmælinu hóf Kári verkefni sem lýkur þegar hann verður 21 árs, að skrifa eitt ljóð á dag sem síðan er hengt upp í glugga á Hinu húsinu. „Eg skrifa um það sem mér dettur í hug og er allt frá einni mínútu upp í tvo klukkutíma að því,“ segir Kári sem segist sjald- an þjást af ritstíflu. „Ég er búinn að koma mér upp ýmsum trixum til að losna við hana.“ Kári segist ekki enn vera orð- inn leiður á verkinu, en grunar reyndar að hann verði nú orðinn þreyttur á ljóðunum þegar árinu lýkur. „Ég vissi alveg hvað ég var að fara út í þannig að þetta er í lagi.“ Kári lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík sl. vor og er á leiðinni í Háskólann í haust. Þar ætlar hann að stúdera bókmenntafræði og latínu. í sumar vinnur hann hins vegar í Hinu húsinu sem passar ljóða- verkefninu vitaskuld mjög vel. „Vinnuveitendur voru almennt ekki til í að ráða einhvern sem þurfti að skreppa í ljóðagerð á hverjum degi.“ sigridur@frettabladid.is Eins og venjulega eru ýmsar mannabreytingar í grunnskól- um Reykjavíkur. Nýir skólastjór- ar hafa verið ráðnir í fimm grunn- skóla. í Ingunnarskóla tekur Guð- laug Sturlaugsdóttir við embætti skólastjóra, Hreiðar Sigtryggsson tekur við embætti skólastjóra Langholtsskóla, Árný Inga Páls- dóttir við embætti skólastjóra Víkurskóla, Örn Halldórsson tek- ur við skólastjórastöðu í Selás- skóla og Helgi Grímsson verður skólastjóri Laugarnesskóla. Jakob Bragi Hannesson tekur við skóla- stjórn í Ráðgjafaskóla fyrir geð- fatlaða. Fyrir utan breytingar á skóla- stjórum er fjöldi nýrra kenn- ara sem taka mun til starfa í Reykjavík. Enn eru lausar stöður í nokkrum skólum í Reykjavík eins og sjá má á heimasíðu Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.