Fréttablaðið - 14.08.2001, Side 11

Fréttablaðið - 14.08.2001, Side 11
ÞRIÐJUPAGUR 14. ágúst 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Stjórnarformaður Fróða: Mannleg mistök barnaklám Magnús Hreggviðs- son, stjórnarformaður Fróða, seg- ir að mannleg mistök hafi valdið því að tengill sem vísaði á barnaklámefni var að finna á heimasíðu tímaritsins Bleikt og blátt sem Fróði gefur út. Hann segir að málinu sé lokið hvað fyr- irtækið varðar, brugðist hafi verið við vandanum sem kom upp og meira verði ekki gert á vegum fyrirtækisins. Magnús hefur lýst því yfir að gengið hafi verið frá málum með þeim hætti að atvik sem þetta geti ekki komið upp á nýjan leik. Þeg- ar Fréttablaðið leitaði eftir upp- lýsingum um með hvaða hætti það yrði tryggt kvaðst Magnús hins vegar ekki vilja tjá sig um það eða aðra þætti málsins. Hann sagði að málinu væri lokið hvað fyrirtækið varðaði og því vildi hann ekki tjá sig meira um það. Aðspurður um hvort gripið yrði til aðgerða á vegum fyrirtæk- isins til að láta menn sæta ábyrgð sagði Magnús að um mannleg mis- tök hefði verið að ræða. ■ MAGNÚS HREGGVIÐSSON Wlálinu lokið hvað fyrirtækið varðar, frekari rannsókn í höndum yfirvalda. Er ekkert annað en ósómi og klám Snorri Oskarsson í Betel vill að forráðamenn Fróða axli ábyrgð á því sem þeir hafa gert með tengingu á klámsíður. barnaklám „Mér finnst þetta vera ósköp svipað og ef maður hefur skrifað upp á víxil þá á maður að standa ábyrgð á því. Þarna skrifar þeir upp á ákveð- na heimasíðu og ég sé ekki að þeir geti skorast undan ábyrgð" sagði Snorri Óskarsson, safnað- arhirðir og kennari, um forráða- menn tímaritsins Bleikt og Blátt, en upp kom að hlekkur inn á vefi tímaritsins leiddi inn á barnaklámsíðu. Komið hefur fram í fréttum að hlekkurinn hafi verið settur upp fyrir þrem- ur árum og það hafi þáverandi ritstjóri blaðsins, Davíð Þór Jónsson, gert. Hann hefur sagt að þá hafi ekki verið að finna á barnaklám á síðunni né annars konar svæsið klám. Þess má geta að þegar hefur verið lokað fyrir hlekkinn. Snorri sagði það hafa komið á daginn að það sem tímaritið SNORRI ÓSKARSSON Fólk sem kemur með svona heimasíður um barnaníð- inga og barnaáníðslu á ekki að ganga lausL stæði fyrir væri ekkert annað en ósómi og klám sem alltaf leiddi til þess að það væru börnin sem liðu fyrir. „Mér finnst athyglis- vert að heyra að þeir aðila sem heimsækja heimasíðuna mest hjá Bleiku og Bláu séu drengir frá 12 ára aldri og að stór hluti séu táningar. Ég trúi því að hægt sé að benda á samhengi milli kláms og nauðgana og höfum við dæmi um það frá Bandaríkjun- um. Snorri sagði þjóðvakningu þurfa að vera meðal almennings að loka tímaritum á borð við Bleikt og Blátt. „Fólk sem kem- ur með svona heimasíður um barnaníðinga og barnaáníðslu á ekki að ganga laust. Ef við ætl- um að eyðileggja börnin, þá eyðileggjum við framtíðina," sagði Snorri að lokum. Fram hefur komið í fréttum að lögreglan telji að dreifing á barnaklámi sé mun umfangs- meiri en talið hefur verið og vilji leggja auknar kvaðir á aðila sem reka internetþjónustu og beita refsiábyrgð gegn fyrirtækjum til að koma í veg fyrir dreifingu á efninu. ■ Friðarsamkomulag undirritað í Makedóníu: Vekur vonir þrátt fyrir óvissu SKQPJE. makedonIu. ap Leiðtogar andstæðra fylkinga í Makedóníu undirrituðu í gær friðarsam- komulag sem ætlað er að binda endi á sex mánaða átök í landinu og auðvelda hermönnum Nató að afvopna albanska uppreisnar- menn. Samningurinn gefur albanska minnihlutanum í landinu aukin völd á þingi, eykur hlutdeild þeir- ra í lögreglustörfum og aukin réttindi í menntamálum. Uppreisnarmennirnir sjálfir tóku ekki þátt í samningaviðræð- um né heldur undirrituðu þeir samninginn, en pólitískur leið- togi þeirra, Ali Ahmeti, fullyrti nýlega að þeir myndu fara að ákvæðum samningsins þrátt fyr- ir ýmsar efasemdir þeirra. Robertson lávarður fram- kvæmdastjóri Nató, Javier Sol- ana utanríkismálafulltrúi Evr- ópusambandsins, franski samn- ingafulltrúinn Francois Leotard og bandaríski sendifulltrúinn James Pardew voru meðal þeirra sem tóku þátt í athöfninni þar sem samningurinn var undirrit- aður í bústað Boris Trajkovskís forseta Makedóníu. Samningurinn hefur ekki ver- ið útfærður í smáatriðum, en hann á að gera Nató kleift að senda 3.500 manna herlið til Makedóníu í því skyni að hafa eftirlit með afvopnun uppreisn- armennina. Reiknað er með að því verkefni verði lokið á þrjátíu dögum. Það skilyrði er þó sett af hálfu Nató að bæði uppreisnarmenn og stjórnarher Makedóníu virði vopnahlé áður en hermenn Nató fari inn í landið. Makedóníustjórn lýsti yfir vopnahléi af sinni hálfu á sunnu- FYLGST MEÐ ÁTÖKUNUM Þessi mynd var tekin I útjaðri Skopje, höf- uðborgar Makedóníu á sunnudaginn. Mannsöfnuðurinn á myndinni er að fylgj- ast með árásum stjórnarhersins á þorpið Ljuboten, þar sem íbúar af albönskum uppruna eru í meirihluta. Frá vinstri: Boris Trajkovski forseti Makedóníu, Robertson lávarður framkvæmdastjóri Nató, Javier Solana utanrlkismálafulltrúi ESB, Mircea Geoana yfirmaður Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu og Louis Michel utanríkisráðherra Belgíu stuttu fyrir undirritun friðar- samkomulags í gær. dag, en einn yfirmanna uppreisn- arliðsins kallaði það vopnahlé skrípaleik í gær. Harðir bardagar geisuðu í landinu í fyrrinótt. „Við höfum gert sanngjarnan samning," sagði Boris Trajovski, forseti Makedóníu að undirritun lokinni. „Við höfum tekið stórt skref fram á við, en enn er margt eftir ógert.“ Samningurinn felur það meðal annars í sér að uppreisnarmönn- um sem hafa barist gegn stjórn- arhernum verður veitt sakarupp- gjöf, að því tilskyldu að þeir hafi ekki framið stríðsglæpi. ■ Kanada: „Léttar“ sígarettur bannaðar ouebec. ap. Kanadísk stjórnvöld hafa afráðið að banna tóbaksfyrir- tækjum að selja sígarettur þar í landi sem merktar eru „léttar" (light) eða „veikar" (mild). Allan Rock, heilbrigðisráðherra landsins, tilkynnti um breytinguna í gær og sagði að þannig merkingar á sígar- ettum blekktu almenning og létu hann lifa í þeirri trú að óhætt væri að reykja léttar sígarettur. Rann- sóknir hafa sýnt að reykingafólk sem reykir þannig sígarettur hætt- ir miklu síður að reykja en þeir sem reykja sterkari tegundir. ■ Bílvelta í Hvítársíðu: Fjórir sluppu við meiðsl umferðarslys Fjórir ítalskir ferðamenn sem voru á ferð um Vesturland sluppu með skrámur þegar bíl sem þeir voru í hvolfdi á Þverárhlíðarvegi rétt hjá Síðu- múla í Hvítársíðu um fimmleytið í gær. Bílstjóri bílsins missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum og fór eina veltu áður en hann stöðvaðist. Bílstjóri og farþegar í bílnum voru allir í beltum og sluppu með smá- vægilegar skrámur. Ferðalangarn- ir gátu haldið ferð sinni áfram en bíll þeirra var óökufær. ■ Fyrirtæki tii sölu, t.d.: Falleg blómabúð í Breiðholti. Gott tækifæri. Rótgróinn pub í úthverfi með- trausta veltu og mjög góðan hagnað af spilakössum. Auðveld kaup. Videoleiga með góðri veltu í Breiðholti. Stöðugur hagnaður og miklir möguleikar Veitingastaður í Mosfellsbæ. Lítill hamborgarastaður með vatamöguleika Stór búslóðageymsla. ,* Vinsæl nudd- og snyrtistofa með góðum tækjum. Einn vinsælasti veitingastaður borgarinnar. Sólbaðsstofa með góðum bekkjum. ,« Þekkt heildverslun með veiðivörur. Verktakafyrirtæki í föstum verkefnum á sumrin. Tilvalið fyrir námsmenn. Þekktur pizzastaður með mikla sölu. Veitingastaður á Akureyri. Fyrirtæki til leigu, t,d.: Blómabúð Skemmtistaður Veitingahús í Keflavík Höfum trausta kaupendur að fyrirtækjum, t,d.: Iðnfyrirtæki sem hægt er að fly- tja út á land (í 200 - 300 fm. hús- næði). Pub í miðbænum. Gjafavöruverslun FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) Sími 533 4300 Gsm 895 8248

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.