Fréttablaðið - 27.08.2001, Side 2

Fréttablaðið - 27.08.2001, Side 2
KJÖRKASSINN Afstaða þeirra sem greiddu atkvæði um notkun skólabúninga skiptist mjög í tvö horn. Nánast helming- ur var andvígur en rétt rúmlega helmingur fylgjandi þeirri ný- breytni sem tekin verð- ur upp í Áslandsskóla. Á að taka upp skólabúninga í íslenskum grunnskólum? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins i dag: Telur þú að Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrít Moussaieff gangi í hjónaband á þessu ári? VERKALÝÐSFÉLÖG EKKI PAR HRIFIN Verkalýðsfélög í Taívan létu óspart f Ijós áhyggjur sínar af því að aukin viðskipti við Kína verði ekki sérlega hagstæð launþeg- um heima fyrir. Lögreglan gætti stjórnvalda vel. Forseti Taívans: Opnar fyr- ir viðskipti viðKína TAÍPEI. taívan. ap Chen Shui-bian, forseti Taívans, tók í gær ákvörð- un sem þykir marka tímamót í brösugum samskiptum Taívans og Kína. Hann ákvað að fara að með- mælum 120 manna ráðgjafar- nefndar í efnahagsmálum sem hvatti til þess að hömlur sem lagð- ar hafa verið á viðskipti við Kína verði afnumdar. Taívönsk stjórnvöld hafa í fimm áratugi lagt strangar skorð- ur við öll viðskipti við Kína af ótta við að eyjan verði efnahagslega háð meginlandsríkinu. Nú eru Taívanir hins vegar ganga í gegnum fyrstu efnahag- skreppuna í þrjá áratugi og finna auk þess mjög fyrir sterku að- dráttarafli kínverska efnahags- lífsins, þar sem markaður á upp- leið getur boðið taívönskum fyrir- tækjum ódýrt vinnuafl og jarð- næði. Taívönskum fyrirtækjum veit- ir víst ekki af slíku til þess að halda samkeppnishæfni sinni á al- þjóðlegum markaði. Beðið var eftir vióbrögðum kínverskra stjórnvalda við þess- um fréttum, en Taívan og Kína hafa eldað grátt silfur saman í hálfa öld. ■ jlÖGREGLUFRÉTTIRj Maður réðist á tvo starfsmenn dvalaheimilisins Hrafnistu í gærdag þegar þeir hugðust vísa honum frá þar sem hann taldist ekki æskilegur gestur. Báðir starfsmennirnir hlutu minnihátt- ar áverka. Maðurinn var fangað- ur af lögreglu og vistaður í fangageymslu. Brotist var inn í bifreið við Austurberg um fimmleytið í gærdag. Þaðan voru téknar hljómflutningstæki, bassabox og magnari. , 2 ___________FRÉTTABLAÐIÐ____________ Félag flugumferðastjóra vill rannsókn: Ovarlegt fyrir ókunnuga að túlka samtölin 5KERJAFJARÐARSLY5IÐ „Það kemur í ljós núna að það var full ástæða til að hafa varann á,“ sagði Loftur Jó- hannsson, formaður stjórnar Fé- lags flugumferðastjóra, um ákvörð- un samtakanna að kæra Flugmála- stjóra í apríl sl. fyrir að leyfa að- standendum að hlusta á upptökur sem fram fóru í flugturninum þeg- ar flugslysið í Skerjafirði varð í ágúst 2000. Félag íslenskra flugum- ferðarstjóra hefur sent frá sér at- hugasemd vegna fréttar sem birtist í fjölmiðlum síðastliðinn föstudag þar sem birt var útskrift af fjar- skiptum og samtölum flugumferð- arstjóra í flugturninum í Reykjavík fyrir og eftir flugslysið. Þar kemur fram gagnrýni samtakanna á að ekki einungis hafi fjarskiptasamtöl verið birt heldur einnig hljóðritanir af persónulegum samtölum þeirra flugumferðastjóra sem í flugturn- inum voru þegar slysið varð. Einnig segir að útskriftin lýsi fyrst og fremst mannlegum viðbrögðum á erfiðleikastundum og óvarlegt sé fyrir ókunnuga að túlka það sem þar komi fram eins og þeim hentar. „Það sem við erum að gera sérstak- ar athugsemdir við eru birtingar á persónulegu samræðunum sem teknar eru úr algjöru samhengi og koma málinu hreint ekkert við.“ Loftur sagði að þarna hefði verið um svokallaðar umhverfisupptökur að ræða sem næðu ekki yfir allan salinn heldur næmi einungis það sem sagt væri þegar staðið er ná- lægt hljóðnemanum. Fram kemur í athugasemdinni að samtökin ætli sér að óska eftir því að rannsakað verði hvernig nákvæm útskrift af persónulegum samtölum í flugturn- inum hafi orðið til og borist til fjöl- 27. ágúst 2001 MÁNUDAGUR FLUGUMFERÐ Félag flugumferðastjóra segir innihald út- skriftarinnar engu breyta. miðla. Rannsókn stendur nú yfir hjá lögregluembættinu vegna kæru félagsins. Loftur sagði að samtökin myndu hugsanlega óska eftir at- hugasemdum frá Fjarskiptastofn- un og Persónuvernd vegna málsins en að eftir væri að ræða nákvæm- lega hvað samtökin hygðust gera í framhaldinu. kolbrun@frettabladid.is Veitingarekstri fórnað fyrir Ingólfsbæ Borgarminjavörður vill verulega breytingu á fyrirhugaðri hótelbyggingu á horni Aðalstrætis og Túngötu til að gera gamla Reykjavíkurbænum hátt undir höfði. Slæmt ef við yrðum að sleppa veitingarekstri, segir Ragnar A. Guðmundsson hjá Þyrpingu, sem vonast eftir því að farið verði bil beggja. STÆÐI NÝS HÓTELS VIÐ AÐALSTRÆTI Rætt er um að Þyrping, sem vill hefjast handa við hótelbyggingu sem fyrst, fórni veitingastarfsemi hótelsins til að hægt verði að gera landnámsbænum hærra undir höfði.Okkar viðnorf gagnvart fornminjunum er jákvætt, segir Ragnar Atli. fornminjar „Vandamálið er að þeir hafa teiknað veitingastofu ná- kvæmlega yfir þeim stað sem mikilvægustu minjarnar eru,“ segir Gerður Róbertsdóttir, stað- gengill borgarminjavarðar, um þá togstreitu sem hefur myndast milli sjónarmiða um hótelrekstur og að gera elstu minjum um byggð í Reykjavík hátt undir höfði. For- saga málsins er að eftir að ákveð- ið var að byggja hótel á horni Að- alstrætis og Túngötu fundu forn- leifafræðingar bæ þar undir sem þeir telja vera frá því skömmu eft- ir 870. Orri Vésteinsson hjá Forn- leifastofnun íslands staðfesti í samtali við blaðið sl. vor að þarna gæti verið um sjálfan Ingólfsbæ að ræða. Gerður segir að rætt verði við forsvarsmenn Þyrping- ar, sem munu byggja hótelið, um að þeir breyti áformum sinum og gefi eftir þann hluta byggingar- innar sem yrði samsíða Aðal- stræti. „Ég hef ekki fengið opinbert erindi um það, en hef heyrt að áhugi sé hjá borginni um að ræða við okkur um að taka veitinga- starfsemina alfarið út úr teikning- unum,“ segir Ragnar Atli Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Þyrpingar, og tekur fram að slíkt myndi setja verulegt strik í reikn- inginn. Ekki sé vænlegt að gefa veitingasölu upp á bátinn þegar hótelrekstur sé annars vegar. Hann segir að hugsanlegir rekstr- araðilar hafi gefið sig fram, en verðbréf Úrvalsvísitala Verðbréfa- þings Islands féll niður fyrir 1.000 stig í fyrsta skipti sl. föstudag. Samtals hefur eign fjárfesta í þess- um félögum dregist saman um rétt tæpa 40 milljarða. Af þeim 20 fé- málið sé í biðstöðu á meðan allar forsendur séu á reiki varðandi eðli starfseminnar. Gerður staðfestir að málið sé á viðkvæmu stigi og viðræður ráð- gerðar sem fyrst við forsvars- menn Þyrpingar. Ragnar Atli seg- ir að það sé ekki vilji Þyrpingar að standa í vegi fyrir því að minjarn- ar verði varðveittar og gerðar lögum á aðallista þingsins (alls 49 félög) sem tíðust viðskipti eru með á 12 mánaða tímabili eru það 15 stærstu félögin að markaðsverð- mæti í lok tímabils sem mynda vísitöluna næstu sex mánuði. ■ sýnilegar fyrir almenning. „Það er hinsvegar æskilegt að finna sam- eiginlegan farveg fyrir hagsmuni beggja. Okkar viðhorf gagnvart fornminjunum er jákvætt, en það má ekki horfa framhjá því að veit- ingarekstur er af ýmsum ástæð- um mikilvægur fyri okkur,“ segir hann. Gerður segir að búið sé að teik- Ferill Úrvalsvísitölunnar á árinu niður fyrir ÍOOO stig. Jan. 1250 Feb. 1230 Mar. 1240 Apr. 1140 Maí 1120 Jún. 1070 Júl. 1050 Ágú. 1050 24.08 990 na sýningarsvæði umhverfis skál- ann. Samkvæmt þeim mun almenn- ingur geta virt fyrir sér svonefnd- an langeld, sem er í skálanum miðj- um, af palli sem í raun verður inni í hótelinu. Af honum verður hægt að ganga niður tröppur og virða þar fyrir sér ýmsa muni sem fund- ust við uppgröftinn. matti@frettabladid.is Stefnumót unglinga í Bandaríkjunum: Kynferðis- legt ofbeldi algengt Úrvalsvísitalan á árinu: Markaðsverðmætið hrapað um 40 milljarða króna Samanburður á markaðsverðmæti fyrirtækja sem nú eru í Úrvalsvisitölunni 1. janúar og 24. ágúst. Félag ' l/ægi í vísitölu Markaðsverðmæti 1.1.2001 Markaðsverðmæti 24.08.2001 Breyt. % íslandsbankí 17,6% 41.000 m.kr. 37.800 m.kr. -3.200 m.kr. -7,8% Baugur 9,7% 21.000 m.kr. 19.500 m.kr. -1.500 m.kr -7,1% Landsbankinn 9,5% 23.900 m.kr. 18.800 m.kr. -5.100 m.kr. -21,3% Búnaðarbankinn 8,4% 19.400 m.kr. 15.700 m.kr -3.700 m.kr. -19% Eimskíp 7,6% 22.100 m.kr. 14.000 m.kr. -8.100 m.kr. -37% Pharmaco 7,4% 15.650 m.kr. 15.250 m.kr -400 m.kr. -2,5% Össur 7,1% 22.000 m.kr. 11.150 m.kr. -10.850 m.kr. -49,3% Kaupþing 6,5% 19.080 m.kr. 13.400 m.kr. -5.680 m.kr. -29,8% Samherji 5,9% 15.100 m.kr. 12.450 m.kr. -2.650 m.kr. -17,5% Tryggingamiðstöðin Olíufélagið 5,2% 5,0% 11.300 10.790 m.kr. m.kr. 11.900 10.900 m.kr. m.kr. +600 + 110 m.kr. m.kr. +5,2% + 1% Flugieiðir 2,7% 6.700 m.kr. 5.300 m.kr. -1.400 m.kr. -20.9% Marel 2,6% 10.560 m.kr. 5.640 m.kr. -4.920 m.kr. -46,6% SÍF 2,5% 4.050 m.kr. 4.750 m.kr. +700 m.kr. + 17o/o Húsasmiðjan 2,3% 5.200 m.kr. 4.070 m.kr. -1.130 m.kr.' 21,7o/o Samtals -38.240 -17,8% minneapolis. AP Ein af hverjum tíu stúlkum og nærri einn af hverjum tuttugu piltum sögðu að sér hefði verið nauðgað eða mis- boðið líkamlega á stefnumótum, að því er fram kemur í niðurstöð- urn viðamikillar skoðanakönnun- ar á bandarískum unglingum. Könnun var gerð á nemendum í níunda og tólfta bekk í Minnesota. Fyrri kannanir hafa sýnt fram á að álíka hátt hlutfall stúlkna verði fyrir kynferðislegu ofbeldi af einhverju tagi, en í þessari könnun kemur á óvart hversu margir unglingspiltar verða fyrir slíku. ■ >» > V.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.