Fréttablaðið - 08.01.2002, Side 13
ÞRIÐJUPAGUR 8. janúar 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
Ilona Staller, öðru nafni Gicciolina:
Fer í framboð
í Ungverjalandi
budapest. ap Ilona Staller, fyrrver-
andi þingkona og klámmyndaleik-
kona á Ítalíu, hyggst bjóða sig
fram til þings í Ungverjalandi,
þar sem efnt verður til kosninga
þann 7. apríl næstkomandi. Stall-
er, sem þekkt er undir nafninu
Cicciolina, er ungversk að upp-
runa og skýrði frá þessum fyrir-
ætlunum í viðtali sem birtist í
ungverska dagblaðinu Magyar
Nemzet í gær.
Staller, sem orðin er fimmtug,
var spurð hvort Ungverjum yrði
ekki nóg boðið ef hún færi að bera
brjóst sín, líkt og hún gerði iðu-
lega á fimm ára þingferli sínum á
Ítalíu árin 1987-92.
„Vandamál Ungverja eru ekki
brjóstin á mér né of mikill tepru-
skapur," sagði hún, „heldur að
þeim hefur munað afturábak
frekar en áfram vegna aðgerða
núverandi ríkisstjórnar."
Hún sagðist hafa mestan áhuga
á félagsmálum, svo sem heilbrigð-
ismálum, heimilislausu fólki og
vandamálum lífeyrisþega. ■
CICCIOLINA
„Þrátt fyrir tengsl mín við italíu hef ég alltaf
litið á mig sem Ungverja," sagði llona
Staller í viðtali í gær.
Opin Kerfi, Nýherji og Skýrr:
Verðmæti fallið um
9 milljarða á árinu
hiutabréf Á línuritinu má sjá ris
og fall upplýsingatæknivísitölu
Verðbréfaþings íslands frá árs-
byrjun 1999 fram til dagsins í dag.
Fallið var sérstaklega skarpt á ný-
liðnu ári en þá féll vísitalan úr 200
stigum í 60, eða alla leið niður fyr-
ir upphafsgildið. Sem dæmi má
nefna að í upphafi ársins var sam-
anlagt markaðsverðmæti hluta-
bréfaflokka Opinna kerfa, Nýherja
og Skýrr tæpir 15 milljarðar króna
en nú stendur aðeins um þriðjung-
ur þess eftir, eða á bilinu 5 til 6
milljarðar. í kjölfar tapreksturs
hafa flest félögin neyðst til þess að
fækka fólki og draga úr umsvifum.
Stig
Hreinn Jakobsson, forstjóri
Skýrr, telur að botninum sé náð og
rekstrarhorfur Skýrr bjartar á
þessu ári. „Ég held að fjölmörg
teikn hafi verið á lofti á síðustu
mánuðum ársins sem boði betri
tíð fyrir fyrirtæki í upplýsinga-
tækni hér á landi. Sumir vilja
segja að tæknibólan hafi sprungið
en það er nær lagi að fallið á liðnu
ári sé leiðrétting eftir þær gríðar-
legu hækkanir sem urðu á árun-
um þar á undan.“
Hreinn segir að verkefnastaða
Skýrr fyrir komandi ár sé með
betra móti. „Árið lítur vel út fyrir
okkur og eflaust fleiri í þessum
HREINN JAKOBSSON
Þrátt fyrir að markaðsverðmæti hafi rúm-
lega helmingast á liðnu ári hefur Skýrr ekki
fækkað starfsfólki eða dregið úr umsvifum
að sögn forstjórans.
geira. Fyrirferðamesta verkefnið
hjá okkur á þessu ári verður inn-
leiðing á nýjum fjárhagskerfum
fyrir ríkið.“ Hvað varðar horfurn-
ar almennt í geiranum segist
Hreinn hafa mesta trú á fyrir-
tækjum sem byggi á traustum
grunni. „Þau fyrirtæki sem hafa
byggt sinn rekstur á einni afurð
eða einu þróunarverkefni eiga
miklu frekar á brattann að sækja.
Það má segja að það nýtist okkur
vel að vera með fjölbreytta starf-
semi og dreifða áhættu nú um
stundir.“ ■
Bessastaðahreppur:
Ibúum þar íjölgaði
hlutfallslega mest í fyrra
fólksfjölcun Gunnar Valur Gísla-
son sveitarstjóri Bessastaða-
hrepps segir að íbúafjölgun í
sveitarfélaginu á sl. ári hafi verið
einna hlutfallslega mest hjá þeim
miðað við önnur sveitarfélög
landsins. Á árinu fjölgaði íbúum
um 192 eða um 12,4%. Það er
álíka mikið og var á árinu þar á
undan. Heildarfjöldi íbúa þann 1.
desember sl. var því um 1740. Bú-
ist er við að íbúafjölgunin verði
eitthvað minni á þessu ári á með-
an verið er að huga að nýjum
framtíðarsvæðum undir nýbygg-
ingar.
Ástæðan fyrir þessai'i miklu
íbúafjölgun er að sögn Gunnars
Vals nægt framboð af nýbygging-
arlóðum á samkeppnishæfu verði
við það sem gerist og gengur í ná-
grannasveitarfélögunum. Á sl.
tveimur árum hafa íbúar verið að
flytja inn í tvö ný íbúðahverfi
sem verktakar byggðu upp í sam-
vinnu við sveitarfélagið eftir að
þeir höfðu keypt nýbyggingar-
landið af landeigendum. Hann
segir að þessi íbúafjölgun sé bæði
vegna búferlaflutninga innan höf-
uðborgarsvæðisins og einnig frá
landsbyggðinni. Hins vegar er
ekki búist við neinum hreyfing-
um til sameiningar við önnur
sveitarfélög eftir að meirihluti
BESSASTAÐAHREPPUR
Mikil íbúafjölgun hefur verið í sveitarfélag-
inu á liðnum árum.
kjósenda hafnaði því í könnun í
fyrra að teknar verði upp form-
legar viðræður við Garðabæ. Þá
sögðu 60% nei en 40% voru því
fylgjandi. Sveitarstjórinn segist
ekki gera ráð fyrir því að þessar
sameiningarhugmyndir verði að
einhverju kosningamáli í vor. ■
i*asa
Hefurðu prófað
ostateninga í salatið?
Með villisveppum og með skinku og
beikoni. Fyrirvoru léttostar með
grænmeti, með sjávarréttum og hreinn
léttostur. Smurostarnir eru þægilegt,
bragðgott álegg og líka spennandi í
ofnrétti, súpur og sósur.
Fjölbreytt
úrval
gomsætra
léttosta!
Kotasæla,
fitulítil og freistandi!
Lágt fituinnihald og fáar hitaeiningar!
Hrein, með ananaskurli eða með
hvttlauk. Sígild á brauð, hrökkbrauð
og kex, í salöt eða ofnrétti.
Heimilisostur og
11 % Gouda
Ljúffengir ofan á brauð og kex
og fínir í nestið.
íslenskir ostar - hreinasta afbragð