Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBER, 1946 6 --------Xogberg--------------------- OeflO út hvern flmtudag aí THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 f ’argent Ave., Winnipeg, Maniítoba Utanáskrlft rltstjörans: EDITOR LÖGBERG Í95 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The ■'Lögberg" ls printed and published by The Columbia Press, Llmited, 695 Sargent Averue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Oitawa. PHONE II 804 Jólin Við aðkomu jóla, nú eins og svo oft áður, stendur mannkynið á krossgötum með óráðnar gátur og óleyst verkefni framundan; þótt sverð hafi að vísu um stundarsakir að miklu leyti verið slíðr- uð, er það þó síður en svo að vopnin hafi verið kvödd, því enn eru víða háð hjaðn- ingavíg, þar sem bræður berast á bana- spjótum; naumast líður svo dagur, að eigi berist fregnir af blóðsúthellingum á Indlandi; í landinu helga er alt á tjá og tundri, og á Grikklandi eru enn við- sjár miklar, sem benda í raun og veru til borgarastríðs; á þingi sameinuðu þjóðanna, sem á að leysa af hendi það mikla hlutverk, að leggja grundvöll að framtíðarfriði, er hver hendin upp á móti annari og refskák tefld um sér- hagsmuni og yfirráð; enn eru pólitísk launvíg háð í nafni svokallaðrar dipló- matiskrar nauðsynjar; er til þess kom á þinginu að ræða um takmörkun víg- búnaðar, eða leggja fram uppiýsingar um virkan herafla hverrar þjóðar um sig, vildi engin þjóð ríða hreinskilnis- lega á vaðið; það sýndist engu líkara en þær flestar, eða allar, hefðu eitthvað að dylja, eitthvað, sem ekki mátti draga fram í dagsljósið; en meðan þannig hag- ar til, er naumast við góðum árangri að búast varðandi framtíð mannréttind- anna í þessari, að öðru leyti, fögru ver- öld. Um þessi jól, eins og svo mörg önn- ur, stara manni í augu blikur og bakkar tvísýnna örlaga; um nútímamanninn, kemst Dr. Matthías Jónasson nýlega þannig að orði í gagnhugsaðri ritgerð sinni, “Siðgæði og tækni”, í tímaritinu Stígandi: “Óróleiki og geigur titra óaflátan- lega í öllu lífi hans og stárfi, gægjast fram í einhverri mynd í öllu því, sem hann afrekar, í myndlist hans, tónlist og skáldskap; trúarlífi hans og vísinda- starfi. Ró og óbifanlegt trúnaðartraust, sem einkenna hvers konar afrek fyrri alda, eru horfin, og aðeins skapfestu- mönnum auðnast nú á dögum að marka persónuleika sinn jafnskýrum dráttum og alment var fyr á tíð. Alls staðar gæg- ist fram hik og rótleysi, vantrú og upp- lausn.” Ætla má, að ýmsum þyki í áminstum ummælum óþarflega strangur dómur kveðinn upp yfir nútímamanninum, því vitaskuld er honum ekki alls varnað ; en vert er að þess sé gætt, að ummælin koma frá einum skygnasta og heil- steyptasta umbótamanni í hópi yngri kynslóðarinnar á íslandi; manni, sem veit hvað hann vill og hikar ekki við að segja til syndanna. Þegar maðurinn er farinn að skoða sjálfan sig sem einhvers konar óskeik- ulan yfirguð, hrífst af engu nema sjálf- um sér, og hefir orðið viðskila við mannssoninn, meistarann frá Nazaret, er hætt við að honum verði villugjarnt á öræfum efans og efnishyggjunnar. Manninum er ætlað óumræðilega fagurt hlutverk á þessari fögru jörð; hann á að vaxa en ekki minka; hann á með líferni sínu, að þróast í áttina til guðs, en ekki að visna í áttina frá guði; umhverfi hans á að verða vermireitur bræðralags og frelsandi nýsköpunar gróandi þjóðlífs; hann á að vera krist- inn, en ekki nafnkristinn maður; heill, en ekki hálfur maður.----- Ekki alls fyrir löngu komum vér auga á greinarkorn í litlu blaði, sem gefið er út í þessu landi; blað þetta er prentað í smábænum Berwick í Nova Scotia; grein þessi vakti athygli vora einkum og sér í lagi vegna þess. hve f jarlæg hún var jólaboðskapnum um bræðralag og frið á jörð; oss furðaði á, að í þessu landi skyldi fyrirfinnast slíkur hugsun- arháttur; greinin fjallar um Gyðinga, og er þar meðal annars svo komist að orði: “Vér höfum aldrei tekið neinu sér- stöku ástfóstri við Gyðingana. sem með oss búa í Canada; og vér erum að brjóta heilann um það, hvort ekkj hefði átt að láta Hitler afskiftalausan meðan hann var að ganga á milli bols og höfuðs á fylkingum Gyðinga í Norðurálfulöndun- um. Gyðingar eiga minna tilkall til Palestínu en Arabar; og hér um bil eina úrlausn Breta og Bandaríkjamanna varðandi Palestínu-deiluna, sýnist vera sú, að þeir beiti við Gyðingana hlið- stæðri aðferð við þá sem Hitler beitti; þá aðferð mundu þeir skjótt taka til greina.” Hugsunarhátt sem þenna verður að kveða niður; hann á ekkert erindi inn í þjóðlíf vort, hvorki um jólin, né heldur við önnur tækifæri.— Vér biðjum íslenzku þjóðinni og öll- um íslendingum hvar sem þeir eru í sveit settir blessunar guðs, með hug- heilum óskum um góð og gleðileg jól! 300 ENDERTON BUILDING, Sími 98 518 WINNIPEG, MAN ÁRNAÐARÓSKIR TIL ÍSLENDINGA Œíje ilanttotia Commerctal CoUege # R. W. MacLEAN, Principal ÞEIR VITRU SÖGÐU: SIG. GUÐMUNDSSON: “Það sýnist gilda einu, hver aðstaða sumum veitist. Eigingirni þeirra virðist óladknandi. Þeir hugsa aldrei um annað en sjálfa sig og eigin-hægindi, brjóta öll dreng- skapailboð, ef brotið aðeins hrind- ir þeim ekki í fang hegningar- laganna. — Sumum þeirra hlotn- ast þó furðu-mikill mannsómi. Aðrir eru eintóm góðvild og sam- úð, sí-(hjálpandi, hversu kalt og biturt, sem á móti blæs. En sú fylking er, iþví miður, of fámenn á vorri jörð.” EINAR ÓL. SVEINSSON: “Það er eitt megingildi mikillar listar, svo sem mikilla leikrita eða sagna, að gefa færi á að skygnast inn í leynidardóma mannlegs lífs. Við stöndum nægilega langt frá til að vera ó- háðir því, sem sagt er frá, eins og læknirinn, en líka hægilega nærri til að sjá alt og heyra og á vissan ihátt lifa og reyna það.” SIR ROGER L’ESTRANGE: “Við erum skyldug til að breyta eftir iþví, sem við kennum öðr- um.” THOMAS A. KEMPIS: “Sann- leikurinn er sá, að háleit orð gera manninn hvoiiki heilagan né rétt- látan, en dygðugt líferni gerir hann guði hjartfólginn.” Chesterlfield lávarður: “Hleypi- dómar okkar eru ástvinir okkar. Sanngirnin er í mesta lagi kona okkar. Við heyrum mjög oft til hennar, en tökum mjög sjaldan til'ldt til þess, sem hún segir.” —Samtíðin. Þakklœti— Við teljum það skyldu okkar, að minnast með þakklæti allra þeirra mörgu vináttumerkja, sem okkur voru auðsýnd af hálfu ís- lendinga í Selkirk, þegar við fór- um þaðan eftir langa dvöl og fluttum til Winnipeg. Sórstaklega viljum við nefna lúterska sjfnuðinn og þjóðrækn- isdeildina, sem ‘hvort um sig auð- sýndi okkur svo mikil vina- og viðurkenningarmerki, að við gleymum því aldrei. Safnaðarfólk afihenti okkur skrautritað ávarp, undurfagurt að efni og útliti í fagurri um- gj | rð. En þjóðræknisdeiLdar fólk heimsótti okkur, hélt okkur un- aðslegt samsæti á ökkar eigin heimili og afihenti okkur silfur- búinn staf og fagran blómvönd. Við endurtökum þakklætið fyrir gjafirnar, vináttumerkin og samveruna og biðjurn þann, sem alt launar að blessa alla okk- ar mörgu og góðu vini í Selkirk. Winnipeg 15. desember 1946. Anna og Jón Sigurdsson. “Margur verður af aurum api” 1 amerísku tímariti gat nýlega að lesa þessa atihyglisverðu greinargerð: Ef maður er altaf að hugsa um peninga, er hann brjálaður af gróðafíkn. Ef hann safnar þeim, verður hann maura- púki. Ef hann eyðir öllu, sem hann aflar, er 'hann bannsettur ráðieysingi. Ef hann aflar engra peninga. er hann auðnuleysingi. Ef hann reynir ekki að græða fé, er hann kærulaus. Ef hann grœðir, án þess að vinna sjálfur, er 'hann blóðsuga. Og ef hann safnar peningum eftir langt og örðugt æfistarf, segir fólk, að hann sé sannkallaður bjám, sem ekki hafi 'kunnað að njóta lífs- ins á réttan hátt. ♦ Friðrik mikli: “Ef við rekum hleypidóma okkar á dyr, munu þeir koma inn um gluggana.” -f La Rochefoucauld: “Sumir menn vilja heldur tala illa um sjálfa sig en að þeir séu alger- lega látnir liggja í þagnargildi.” -f Franska skáldjöfurinn Victor Hugo langaði eitt sinn til að frétta um sölu á nýútkominni bók eftir sig. Hann skrifaði út- gefanda sínum 'þess vegna, en af því að skáldið var óskaplega önn- um kafið, hafði það bréfið ekki lengra en þetta: “? Victor Hugo.” Útgefandinn, sem var alveg í sjöunda 'himni yfir sölu bókar- innar, sendi um hæl eftirfarandi svar*bréf: BEZTU JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR TIL ÍSLENDINGA frá LEO DANIELSSON, eiganda Lundar Transíer L u n d a r M a n i t o b a isiMtitMtasiaiMDiKftMiMksiKasaiaiSiaisiftaisisisixataiMKSiKSistaaiKMiaiSiatiUftatc? '*i«!e'«!c«««e!€,««e!«!«!«,*!e!«!«!e!«!«w!«!e!e'€!C'C!e!C!C!e!e!eic!e!«!«!e!«ie!e!«'C!€!e!C!«'«!«i«i«g I s MEÐ BEZTU JÓLA. OG NÝÁRSÓSKUM TIL ISLENDINGA I Rafljósamanni Axel Johnson 8 S M a n i t o b a > v s* | L u n d a r 9 :%3lSiltSlSii9iai3iai9l9l%Sl3l3l2!S:9l3)2i%3}3iSt3i9ii3l%%Sl3l3iai3l9iai3l9t9iai3l3lll»SlllSl9}3tai3«$ E te fC«*!e <«!« !€•« !€■«!« 1« IS'eie !«'«'€'« !€'«’«'g'«‘«'«!«!«:’«*!« !«'«!««'€'«>« !«»«!«■«■« !€**!««; n BEZTU JÓLA OG NÝÁRSÓSKIR TIL ÍSLENDINGA frá Mitchell-Copp Ltd. Diamond Merchants Jeuiellers - Opticians Phone 95 108 PORTAGE at HARGRAVE Optical 95 650 winnipeg, MAN. siaiiiiiiiiiaiaiataiaiaiaiaiaiDiiaiaiaiSiiiiiaiiiatiiaiaiiiiiaiDaiiiDaiiiSiiiaiaiiisiSiiiaiitiiiiiti teie'eie'eic'eiete'eieieieie'eie’eieie’e'e'eieie'eieie’e'e'eieteieieieieieieiewtcieieieie*******^ \ Beztu jóla- og nýársóskir til hinna íslenzku viðskiftavina vorra og allra íslendinga ! Það er haanaður að kaupa N AS H "600" "AmUuadvi' Fyrirrennara bifreiðanna sem á eftir koma. Hlustið á “Sport Star Special” á radióinu á hverjum sunnudegi klukkan 1:30 frá CJRC stöðinni. Leonard & McLaughlin Molors Limiled PORTAGE og MARYLAND Sími 37 121-2 Winnipeg, Man. S | I 1 I I I 1 9 ] i * s X s l »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.