Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 23

Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 23
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBER, 1946 23 hópi, sem fyrir var. Og ekki ætla þau að skila hópnum af sér fyr en faðir þeirra getur fengið einíhverja aðstoð til þess að ann- ast þau á síniu eigin heimili. Eg vil geta þess að hér var ekki um frændsemi eða tengdir að ræða, heldur aðeins hinn óeigingjarna bróðurkærleika. Málfríður Hjaltadóttir, ekkja eftir Sigurbjörn Sigurðsson bónda á Högnastöðum í Þverár- hlíð lézt í sumar á Kistufelli í Lundarreykjadal. Þar hafa sam- eignarbú fjögur börn þeirra Högnastaðahjóna, bræður þrír og ein dóttir, og önnuðust þau systkini móður sína í ellinni. Systir þeirra var Elín sauma- kona I Borgarnesi, sem lézt líka í sumar. Voru þær mægður báð- ar fluttar að Norðtungu til greftrunar. Lárus Guðmundsson /bóndi á Eyri í Flókadal lézt í vor, rúm- lega fimtugur að aldri. Hann var prúðmenni, gætinn og greindur vel; en hólt sér lítið fram vegna tæprar heilsu. Kona hans var Guðrún Guðmundsdóttir frá Sjeggjulæk í Stafholtstungu. Býr hún nú við veika heilsu með tveimur börnum sínum, nýlkomn- um af barnsaldri, ekki annað fólk á bænum. Steinunn systir Guð- rúnar á Eyxi lézt í Reykjavík í sumar, hún var kona Hjálms Þorsteinssonar Hjálmssonar frá Hamri í Þverárhllíð. Þau hjón Hjálmur og Steinunn bjuggu á Hafsslóðum í Stafholtstungum, en urðu fyrir nokkru að bregða búi sökum heilsubilunar hans, sem dvelur nú á geðveikrahæli. Þorsteinn Guðmundsson, um langt skeið bóndi á Auðsstöð- um í Hálsasveit, lézt þar í sumar á heimiji Guðmundar sonar síns, sem 'býr nú á sinni föðurleifð. Þorsteinn var maður vinsæll og geðþekkur, en var nú þrotin að sjón og kröftum. Þá lézt í sumar Jón Þorsteinsson bóndi á Úlfs- stöðum í Hálsasveit, hann var -----------------------------j HUGHEILAR JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR TIL ALLRA ÍSLENZKRA VIÐSKIFTAVINA OG KUNNINGJA frá C. SH'A.I L C€AL & CACTAGC LTD. 589 PORTAGE AVENUE Selur allar beztu tegundir eldsneytis. Greið afgreiðsla. Símið 37 006 og sannfærist l»lS)lðia)3)>)3iSt3í3)S)9)9)S)9l3i3l9)3i3l9l%>ta»)ai3l3lS)S)aia]»l%%9)3}»i>lS)»»a«9)9)S)a!i< Í«e««e!gie»*ie(cíe<««e«e«!e<«»eí««cicie«!ctcicíe<c<«(«<€<««cfc««ie««see ;!e«e«e«e«e«e«e«e!«!e«e!eí«s Sf í? Við árnum öllum viðskiftavinum okkar, og öllum íslendingum gleðilegra jóla og gœiuríks nýárs. AXEL, ÓSKAR og MISS B. JOHNSON Eigendur 0 Johnson’s Store L u n d a r M a n i t o b a »adt3i»»>)»»)3«»»at>tai>)>t>)a)a)»%at»»»»»»>)>iai»>.».>»)»»a)>)»»>)>ia«ata>a«ata»)# sonur hins mikilhæfa bónda Þor- steins Árnasonar á Hofsstöðum í Hálsasveit og miðkonu hans Guðrúnar Jónsdóttur frá Leir- árgörðum. Jón var hvers manns hugljúfi og svo mikill víkingur við jarðræktarstörf, að hann átti fáa sína líka, bæði að iðni og afköstum. Einkasonur hans Þor- steinn að nafni býr nú eftir föð- ur sinn á Úlfsstöðum; hann er viðurkendur gáfumaður og tal- inn bæði skáld og heimspeking- ur, en slíkt má að vonum lúta í Jægra haldi fyrir heimilisjþörf- um einyrkjans. Sigríður Þorsteinsdóttir, hálf- systir Jóns á Úlfsstöðum lézt líka á þessu sumri, hún var ekkja eftir Jón Guðmundsson frá Auð- arstöðum, bróður Þorsteins, sem hér er getið. Þau hjón, Jón og Sigríður bjuggu á Vatnshömrum í Anda’kíl og var hún um skeið ljósmóðir þar í sveitinni, síðan fluttu þau að Stafgörðum og þar mun nú Þorsteinn sonur þeirra búa. Út um Skarðsheiðar og vestur um Mýrasýslu fylgist eg nú orð- ið ekki vel með fréttum, þó vil eg geta þess að Hallstéinn Ólafs- son bóndi d Stónholti í Melasveit lézt á þessu sumri, kominn um eða yfir áttrætt, hann bjó lengi á lélegu býli við þröngan kost og hlaðinn ómegð, en með fádæma viljaþreki og seiglu kom hann upp öllum siínum börnum á eigin spýtur, sem öll urðu dugnaðar fólk. Að lokum komst Hallsteinn í góð efni, varð eigandi að Skor- holtum, sem voru tvö niðurnídd smákot, breytti þeim í eina vel hýsta jörð með stóru og sléttu túni. Þessu býli til uppbótar keypti Halldór Leiráreyju, sem blasir við frá bæ hans úti í firð- inum, ekki langt undan landi. Fylgdi eyjasú höfuðbólinu Leirá, meðan sú jörð var höfðingjum einum ætluð. Þannig er nú að jafnast sá mikli munur, sem áður var milli kotbænda og stórlax- anna. Eg get ekki stilt mig um það, að setja hér eitt dæmi því til sönnunar hvað Hallsteinn lagði sig í lírna til þess að verða ekki annara handbendi meðan börn ihans voru í ómegð. Vorið 1897 var Gísli Arnbjarnarson, síðar bóndi á Syðstu-Fossum, í vegavinnu hér við túnið, hann var við sjötta mann og var Hall- steinn einn af þe;m, fengu þeir hjá mér fæði og húsnæði um átta eða ndu daga. Þetta var d byrjun túnasláttar. Gísli var trúr og strangur verkstjóri, vann sjálfur eins og jötunn í tólf klukku- stundir á dag, og slákt hið sama urðu allir hans verkamenn að gera, þótti víst flestum nóg kom- ið við það, að haka upp möl og moga í vagna slíkan vinnudag, nema Hallsteini, hann bað mig að }ofa sér að slá tvo til þrjá klukkutíma ikvöld hvert, og borga með iþví fæði og húsnæði. Varð það að samningum og sló hann öll kvöld af mesta kappi, bæði mikið og vel, en alla morgna reis hann úr rékkju einum klukku- tíma fyr en félagar hans, til þess að sækja hesta þeirra í haga og hafði hann þá týgjaða til aksturs þegar vinnan hófst, fyrir þá aukavinnu mun hann hafa feng- ið fjörutíu aura á dag. Vinnu- dagur Hallsteins varð þvd sem næst sextán stundir á dag, en hann var þrekmaður og vinnu- þol 'hans frábært. Þetta eru að- eins fáir dagar úr æfisögu Hall- steins, sem vann þannig hlífðar- laust langa aefi; er slíkum mönn- um aldrei oflþakkað. Þá er enn ógetið eins bónda, sem lézt á þessu sumri; það er Magnús Finnsson d Stapaseli í Staflholtstungum;-hann átti Sig- rdði dóttur Guðmundar á Kolls- stöðum í Hvítársíðu. Þau áttu mörg börn sem öll eða flest eru nú upþkomin. Eftir Magnús liggja margar vel kveðnar stök- ur. Meðan eg er að skrifa þetta bréf, frétti eg lát hans, er var að ýmsu leyti meðal allra merki- legustu Reykvíkinga, en það var hinn háaldraði öldungur Jó- hannes Nordal; hann var ættað- ur úr Húnavatnssýslu og átti heima í þeirri fögru sveit, Vatns- dalnum, sem eg hefi að nokkru lýst hér að framan, æskuminn- ingarnar þaðan urðu hans kær- ustu umtalsefni þegar hann glað- ur og reifur sat meðal vina og góðkunningja. Og þá var það jörðin Eyjólfsstaðir, sem varð fyrsta og hélzta umtalsefnið, en þar var ætt hans og æskuheimili. Eyjólfsstaðir eru ein af beztu og fegurstu jörðum í Vatnsdal og þótti Jóhannesi þungt að heyra að sú jörð hefði verið látin laus af þeim ættingjum. Jóhannes var hraustmenni og bar ellina svo vel að fágætt mátti teljast. Hann var á sjöunda ári hins tí- unda tugar þegar hann lézt. Einkasonur Jóhannesar Nordals er hinn þjóðkunni fræðimaður og rithöfundur prófessor Sigurð- ur Nordal. Hér hefi eg þá aðeins seilst yfir þá merkjalínu sem fréttir mdnar hafa takmarkast af, sem er Borgarfjarðarhérað. Enginn vafi er á þvd að mikið er nú ó- sagt af innanhéraðsfréttum, sem vert væri að skrásetja, en verð þó að láta hér við sitja. Áður en eg legg frá mér penn- ann vil eg þakka þeim skemti- lega samifundi, vestur-dslenzku hjónunum þremur, sem komu hingað í sumar sem heimboðs- gestir. Eg saknaði þess fyrir þeirra hönd, að þessi eini bjarti sumardagur, sem þeir áttu kost á að Idta yfir Borgarfjarðarhérað skyjdi etoki endast til þess að sjá yfir þann hluta héraðsins, sem bar svo langt af bæði að tign og fegurð, en það er hið jöklum- girta skóglendi beggja megin Hvítár. Það sagði mér maður, er fylgdi enskum vísindamanni, sem ferðaðist hér vdða um land og var víðförull um mörg lönd, að þegar þeir fcomu upp á ásinn sunnan megin við Hvítá, hjá Barnafossi, þá hefði hann starað á alt sem fyrir augun bar, bæði nær og fjær og sagt: “Hér vildi eg byggja mér hús því þetta er fegursta útsýni sem eg hefi aug- um litið og hefi eg þó víða farið. Hið sama hefir sagt mér hinn þjóðkunni listmálari Ásgrimur Jónsson. Sumar eftir sumar dvel- ur Ásgrímur á þessum slóðum og alt af fær hann ný og ný efni í sín listaverk. Þá áttu þeir Ame- riíku ritstjórarnir og fylgdarlið þeirra þess heldur engan kost að kynnast borgfirzkum bænda- býlum, þar sem viðkomustaðir voru aðeins skólasetrin tvö, Hvanneyri og Reykholt, að við- bættu greiðasöluhúsi uppi hjá Hreðavatni í Norðurárdal. Þessu bréfi verður þá lokið með beztu óskum og vinsamleg- ustu kveðjum til ykkar allra, sem þessar línur lesa. Verið þið öM, konur og karlar, blessuð og sæl. Ykkar með vinsemd, Kristleifur Þorsteinsson. jteteíeseieteteieieieiete'eieteteíe^sieieteieteteieteieíeieaieteteíeteiete^etetetcte^eteteíeieteíWPMí I E ■ S BEZTU JÓLA OG NÝÁRSÓSKIR TIL VIÐSKIFTA- VINA MINNA OG ALLRA ÍSLENDINGA frá 6. cJi-cdUxm Kaupmanni ( n-Ji11] ERIKSDALE MANITOBA L. i»»»at»»»»»a«»»»>»i»a»t»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»*»*wt»»»« j*«e«e«etc«e«e«e!e!e!e«eí«!««e«e«e«e!€«€«e|e«e«e«€tefe!e!«!e«e«e!<«e!e!e«e«ete‘et€«e«e!««€<eie«e«eie«e!e«c' ■ 1 Um leið og vér þÖkkum vuðskifti vina vorra á árinu, sem nú er nærri liðið, óskum vér þeim og öllum íslendingum gleðilegra jóla og gcefu- ríks komandi árs. \ | E ■ Breckman Bros. L u n d a r M a n i t o b a »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»*»»* L. A. SIGURDSON, M.D Secretary -Treasurer S. THORVALDSON, M.B.E President Vér óskum lslending um vestan hafs og austan ánægjulegra hátíða og farsœldar á komandi ari Company, Limited Stofnsett 1897 Löggilt 1912 General Merchants HNAUSA RIVERTON MANITOBA, C.ANADA ARBORG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.