Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 10

Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 10
10 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBER, 1946 honum fundist hann óvenjuiegt mannsefni ihvað gáfur og atgerfi snerti og líkað ætt hans vel, því að annars hefði hann ekki leyft honum veru á Borg og setur með dóttur sinni En eins og að venju, vill Gunnlaugur hafa mál sitt fram. Fær hann nú föður sinn í lið með sér að flytja bónorðið og verður það að samningum á milli þeirra Illuga og Þorsteins, að Gunnlaugur skyldi fara til út- landa og skapa sig eftir góðra manna siðum, en Helga skyldi vera heitkona hans, en ekki fest- arkona í þrjá vetur. “Eg skal,” kvað Þorsteinn, “laus allra mála, ef hann kemur ekki út, eða mér virðist eigi skapferli hans.” Er sjáanlegt af svörum Þorsteins. að honum hefir þótt ofsinn og óbilgirni Gunnlaugs varhuga- verð. En það sem gerir það, að hann gefur honum ekki alveg af- svar er fyrst og fremst vinátta hans við Illuga svarta og það, að honum þykir Gunnlaugur mikið mannsefni, og ennfremur hefir hann vitað vilja dóttur sinnar. Gunnlaugur fór síðan til út- landa, ferðaðist á milli höfðingja, orti um þá kvæði og var allsstað- ar hinn höfðingjadjarfasti. En hann var jafn óbilgjam og ó-' stýrilátur sem áður og jafnvel yfirlætissamur. Sem dæmi um það má nefna, þegar hann geng- ur í höll Eiríks jarls Hákonar- sonar með sull á fæti svo freyddi upp bæði blóð og gröftur, og jarl spyr hann því hann gangi ekki haltur. “Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir”, svarar Gunnlaugur. Með Mosfellingum og Mýra- mönnum hafði verið vinátta og mægðir miklar á milli ættanna. Á þessum tíma bjó að Mosfelli ágætur höfðingi, sem önundur hét. Sonu átti hann og hét einn þeirra Hrafn, mikill maður og sterlkur, segir sagan, og skáld gott. Var hann af því kallaður Skáld-Hrafn. Hann mun verið eitthvað eldri en Gunnlaugur og Helga. Hann gerðist farmaður og Hkaði öllum vel við hann, enda kemur hann alls staðar fram í sögu þeirra Gunlaugs sem stillt- ur maður, hófssamur og sann- gjarn. Þeir Gunnlaugur og hann hittust og voru saman um stund við hirð Ólafs konungs sænska í Uppsölum. Fór vel á með þeim í fyrstu en vegna ósanngirni og óbilgirni Gunnluags slitnaði upp úr vináttu þeirra. Höfðu þeir báðir ort kvæði um konung, og taldi Hrafn sangjarnt að hann flytti sitt kvæði fyrr, þar sem hann hefði komið á undan Gunn- laugi til hirðarinnar, en Gunn- laugur fór íbrígslyrði við Hrafn og heimtaði að fá að flytja sitt kvæði fyrr. En þar sem konung- ur sá að Hratfn var stilltari, þá leyfði hann Gunnlaugi að flytja sitt kvæði á undan Hrafni. En Helga sat heima á Borg. Þar hefur hana dreymt sína fegurstu dagdrauma um hinn unga og glæsilega elskhuga, er ferðaðist um fjarlæg lönd og af- laði sér þar fé og frama. En sá tími kemur, að hún frðttir, að faðir hennar hefur lofað að gifta hana Hratfni Önundarsyni fyrir atbeina hins málslungna lögsögu- manns, Skafta Þóroddssonar. En þá var liðinn sá tíimi, sem Gunn- laugi hafði verið lofað að hún skyldi ógefin, og Illugi faðir hans hafði lýst þvú yfir, að Þorsteinn væri laus allra samninga í þvtf eifni. Ekki er þess getið, að Þor- steinn hafi spurt dóttur sína um álit hannar á ráðahag við Hratfn. Fór hann ólíkt óskynsamlegar að en Egill tfaðir hans, þegar hann vildi ékki gefa Þorgerði dóttur sína, án 'hennar samþykkis, enda var Egill að öllu leyti stærxi og vitraði en sonurinn. Án efa hefur Þorsteini getizt betur að Hrafni en Gunnlaugi, og vinátta á milli ættanna hefir og ráðið nokkru. Landslögin leyfðir að faðir mátti getfa dóttur sína hverjum, sem honum sýndist. Og nú í annað skipti beitir Þorsteinn gagnvart dóttur sinni ómannúðlegum laga- ákvæðum. Mýramenn, Egilsætt, þoldu ékki nauðungarfbönd, hvort sem voru karlar eða konur. Nú ber Þorsteinn dóttur slína út í annað skipti með þessum sam- ningi við Mosfellinga. Með hon- um svifti hann hana æfilangri gleði. Haustið 1006 er haldin mikil brúðkaupsveizla á Borg á Mýr- um. Brúðguminn var Hráfn ön- undarson og brúðurin Helga Þorsteinsdóttir. Það eina, sem slkyggt mun hafa á gleði brúð- gumans og annarra veizlugesta var, hvað brúðurin var döpur. En þetta sama kvöld kemur ríð- andi norðan af Sléttu suður í Gilsbakka Gunnlaugur orms- tunga, eftir fjögra ára fjarvist í útlöndum. ViLdi hann strax ríða niður að Borg, en faðir hans aftr- aði honum þess, enda var hann veikur í fæti. Hrafn og Helga fluttu, að brúð- kaupinu afstöðnu, suður að Mos- felli, en ekki líður á löngu, að hún fréttir um útkomu Gunn- laugs. Gerist hún þá manni sín- um fráhverf og grætur oft. Nokkru seinna hittast þau Gunn- laugur* og Helga í veizlu og ræð- ast við. Hann getfur ihénni þá skikkju, er Aðalsteinn Engjakon- ungur hafði gefið honum, hina mestu gersemi. Eftir þetta vi'll Helga ekkert sinna manni sín- um. Og sumarið 1007 hiá þeir Gunnlaugur og Hrafn hólm- göngu í Öxarárhólma eftir á- skorun Gunnlaugs. Skeindist Gunnlaugur lítilsháttar á kinn, en þá voru þeir skildir af frænd- um beggja, og á sama þingi voru hólmgöngur atfnumdar með lög- um á Alþingi, en báðir undu þeir Gunnlaugur og Hrafn illa úrslit- um hólmgöngunnar. Nokkru seinna bar það við heima á Gils'bakka einn morgun, er ailir karlmenn. þar voru komnir til verka, en Gunnlaugur einn svaf enn d sbála, að hann vaknar við það, að tólf menn al- vopnaðir ganga inn í skálann. Var þar kominn Hrafn Önundar- son. Gunnlaugur sprettur upp og tekur vopn sín, en Hrafn sagði, að honum væri við engu hætt, heldur sé hann kominn í þeim erindum að bjóða honum að þeir fari báðir brott af Islandi í sum- ar og gangi á hólm austur í Noregi, því að þar muni ekki frændur þeirra eða vinir fyrir standa. Þessu boði tók Gunn- laugur fegins hendi. Sigldu þeir síðan báðir um haustið og hólm- »!cteictete««e!eie*ictcíeíe!e'eie!gígic(e!eí*i«!e!e«te!eisí«ieieieícicis«!ei««e!eie*íe««*i«««>« # y Geo. Gilhuly óskar hinum mörgu íslenzku viðskiftavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýárs. Gilhuly’s Drug Store S E L K I R K M A N I T O B A oiataaiMtsisiaiSiiiStsiataixatstaíSiatsisdikataikSiaie gönguna háðu þeir austur í Vera- dal vorið 1009. Endaði sú hólm- ganga þannig, að Gunnlaugur hjó fót undan Hrafni, en Hratfn féll þó ekki en studdi stúfnum a tré- stofn. Vildi Gunnlaugur þá ekki lengur berjast, þar sem Hrafn væri örkumla maður. En Hrafn segist geta foarist lengur, ef hann fengi að drekka. Gunnlaugur telkur þá hjálminn af hötfði sér og segir um leið: “Svík mig þá eigi.” “Eigi mun eg svíkja þig,” lætur sagan Hrafn svara. Gunn- laugur ^gengur að læk, sökkur vatni í hjálminum og réttir Hratfni. Hrafn seilist eftir með hinni vinstri hendi, en heggur sverðinu með hinni ’hægri í höf- uð Gunnlaugi, og varð það mikið sár. “Illa sveikstu mig nú og ó- drengilega fór þér, þar sem eg trúði þér,” segir Gunnlaugur. “Satt er það,” sagði Hrafn, “en það gekk mér til þessa, að eg ann þér ekki faðmlagsins Helgu hinn- ar fögiu.” Börðust þeir enn í ákafa og féll Hratfn, en Gunn- laugur lézt af sárum nokkrum dögum seinna. Sficteieieieieieieieieieieieteieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieie Jóla- og Nýársóskir! « . MCDEEN DCLG STCDE Chemist: D. Donner % | 731 WELLINGTON AVE. - - SIMI 28 221 %3tat9t»tSiat»9)3t%a)3i3>9t3)3)S}3)3)3)atai9i3)3t9tai3)ð)a!9)%3i3i3i3t3)3)ai3t»3)»3t%3)3t3)9l>l»$ ^ieieieieieieteieteieieieieteieteieteieieieteieieteteteieictetcieieieieietcteieteteteieteteteicteietetei I THE V DOMINION BANK Stoensettur 1871 i N I 1 1 í Vér seljum bankaávísanir og ferðamanna p^ningaávísanir. Vér _ veiturn sérstaka athygli viðskifta- reikningum þeirra viðskiftavma, er búa utan borgar. Upplýsingar fúslega látnar í té. Vér fojóðum yður að skifta við oss oig leggja peninga yðar inn í næst. sparisjóðsdeild vora. f í g Main Office — Main St. and McDermot Ave. ÚTIBÚ í WINNIPEG: NOKTH END BRANCH — MAIN ST. NEAR C.P.R. STN. MAIN ST. AND REDWOOD AVE. NOTRE DAME AVE. AND SHERBROOK ST. PORTAGE AVE. AND KENNEDY ST. PORTAGE AVE. AND SHERBROOK ST. UNION STOCKYARDS, ST. BONIFACE 1 s I s 1 I»»»»»»3)»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»3l»3t2i»»»»»»»»»»»»»»»»»«S Ófullnægjandi frelsi Tvö hinna fjögurra mikilvægu frelsishugtaka mann- kynsins, sem forsetinn mikli lagði áherzlu á, eru enn óframkvæmd. “Óttinn” ógnar enn gervöllu mannkyni. “Skorturinn” hefir ávalt þjakað miljónum manna, þótt vér vitum nú að hægt sé að útrýma hungri úr mannheimum. Verkalýðurinn óttast eftirstríðskreppu og reynir að knýja út úr vinnuveitendum styttan vinnutíma og hækkað kaup^ þótt enn sé skortur á vörutegundum. Bændur óttast verðfall á af- urðum sínum í því falli að mikið safnist fyrir á ný af matvælum. Neytandinn óttast lækkuð lífsþægindi ef verð nauðsynja hækk- ar jafnt og þétt. Þjóðir óttast hver aðra og vantreysta hver annari, og nema því aðeins að traust komi í stað hvorstveggja, gæti þriðja stríðið steypt mannkyninu í eymd og volæði. Bændur eru fúsir til að leggja fram sinn skerf til að fæða mannkynið og tryggja það gegn skorti. En þeir vilja jafn- framt fá sæmilegt verð fyrir framleiðsluna, og að jafnvægi haldist milli þess, sem kaupa þarf og þess. sem selt er. Ótti við skaðsamlegt verðfall framleiðslu búnaðarafurða, getur haft skaðsamlegar afleiðingar. Sumir vitrir menn hafa látið sér þau orð um munn fara, “að það eina, sem óttast beri sé óttinn.” Sameinaðir bændur í Canada eru vongóðir um það, að forystumönnum sameinuðu þjóðanna lánist að ljúka svo hinum risafengnu viðfangsefnum sínum, að grundvalla megi varan- legah frið; þeir vona, að alþjóðasamtök varðandi búnaðarfram- leiðslu og vistamál, ásamt starfsemi öryggisráðs hinna sam- einuðu þjóða, fái sameinað þannig góðviljaða menn af öllum þjóðum, að takast megi að útrýma “ótta” og “skorti”, þessum tveimur óheilla kynfylgjum mannanna. j CANADIAN C00PERATIVE WHEAT PRODUCERS LTD. WINNIPEG CANADA MANITOBA POOL ELEVATORS Winnipeg Manitoba SASKATCHEWAN CO-OPERATIVE PRODUCERS, LIMITED Regina Saskatchewan ALBERTA WHEAT POOL Calgary . Alberta

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.