Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 12

Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 12
12 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBER. 1946 Leo Tolstoy, postuli mannúðarinnar í leikritinu “Um efni fram” lætur Björnson prettinn Sang íhuga afstöðuna miili kristindómsins og mannanna: “Er það krist- indómurinn, sem er ónotandi, eða eru það mennirnir, sem ekki þora? — Ef aðeins einn þyrði — mundu þá ekki þúsundir þora? Og svo fann eg að eg ætti að vera þessi eini. Og það finst mér allir ættu að reyna. Já, án þess trúir hann ekki. Því að trú, það er að vita, að trúnni er enginn hlutur ómögulegur — og svo að sýna þá trú.” Um líkt leyti og Björnson skrifaði þetta var uppi langt austur á steppuim Rússlands maður, sem hafði einsett sér að framkvæma þá kenningu. sem Sang prestur boðaði: að lifa lífi Krists og breyta eins og hann, — að vera sá eini, sem þyrði og á þann hátt ryðja braut þeim þús- undum, sem á eftir kæmu. Þessi maður — Leo Tolsoy — hafði komist að þeirri niðurstöðu, að alt líf hans ylti á svarinu við þessari einu spurningu: “Hvers- vegna lifi eg? Hver er tilgang- urinn með l'ífi mínu?” Og þegar hann fékk svarið hafði hann fórnað öllu, meira að segja eigin- konu sinni og heimili, til þess að lifa í samræmi við það, sem hann hélt réttast vera En til þess að geta skilið þetta skref, sem Tolstoy steig, verður maður að kynnast þeim lífsferli, sem hann hafði að baki sér. Séu notaðir stórir drættir má skifta lí'fi Tolstoys í tvo aðal- kafla: tíminn fyrir og eftir hinn andlega efunartíma kringum 1880, þegar spurningin: hver er Ulgangur lifsins? heimtaði aí honum svar, svo að hann gat ekki undan skorast. En þó að mörkin milli þessara tveggja kafla séu greinileg á yfinborðinu, verður skiftingin samt býsna mikið af handalhófi. Því að sam- feld þróun til hins hærra gekk eins og rauður þráður gegnum líf Tolstoys, þegar ihann var kom- inn á leitið stefndi hann á það næsta þangað til hann gnæfði hátt yfir ScLmtíð sína, sem var að verða neflaus ásýnd hinnar sí- vaxandi stóriðju. En eigi að finna upphaf þessar- ar þróunar hjá Tolstoy verður að leita 'aftur í tímann til bernskuára hans, þegar sál hans var viðkvæm og áhrifanæm og hann átti heima á Jasnaja Pol- jana, hinu mikla óðali feðra sinna s'kammt frá Tula fyrir sun- nan Moskva. Þar fæddist Tolstoy árið 1828, sá maður, sem síðar átti að vekja á sér at'hygli allrar veraldar með skáldskap siínum, cífi og kenningum. Hann var ekki nema tveggja ára þegar móðir hans dó. Og xöður hans naut ekki lengi við, því ihann dó þegar Leo var á tí- unda árinu. Það var aðaliega frænka hans, Tatjana Alexana- rowna, sem annaðist uppeldi hans og mótaði hug hans fyrir hfið og viðhorf hans til heimsins, sem hann lifði í. Tattjana sýndi í öllu dagfari sánu ástríki og mildi, og kemur þetta víða frim í skáld- skap Tolstoys. Ást hennar var sú lind, sem hugsjónir hans lengu l'íf og þrótt frá. En Tolstoy fékk ekki lengi að lifa á hamingjuheimi bernsku sinnar. Nú tóku æskuárin við, og sjálfur telur hann þau ömur- legasta kaflann úr æfi sinni. Hann liífði í stöðugri baráttu miili lífsins og hugsjónanna. Hann þóttist verða að taka þátt í gleðilífi því, sem kunningjar hans iðkuðu, en þetta var í and- stöðu við lífshugsun þá, sem honum fanst hann þurfa að lifa samkvæmt. Vegna þessara um- brota og tvídrægni í sjálfum honum missti hann oft jafnvæg- ið — stundum nálgaðist að hann lifði meinlætalífi en þess á milli lifði hann í mesta svalli. Hann varð einmana. Félagar hans skildu hann ekki. Gátur þær, sem hann var að velta fyrir sér, voru þeim alveg ókunnar. I “Skriftir” segir Tolstoy frá þess- um árurn. “Eg óskaði þess af heilum hug að verða góður maður; en eg var ungur, hald- inn ástráðum, og eg var einn — aleinn í viðleitni minni til hins góða. í hvert skifti sem eg reyndi að koma því á framfæri, Sem eg taldi einlægustu ósk hjarta máns, mætti eg ekki öðru en fyrirlitningu og spotti; þegar eg hinsvegar lét undan ljótustu ástríðum mínum, hrósuðu félag- ar mínir mér og slógu mér gull- hamra. Metnaður, drotnimar- girnd, gróðafíkn, vellystingar, dramb, reiði, hefnigimi — alt þetta lögðu þeir mikla áherzlu á.” I löng ár átti Tolstoy í sífeldu sálarstríði, annarsvegar út af kunningjunum og hinsvegar út af innri tvístringi í sjálfum sér. Hann hætti við lögfræðinám, er hann hafði byrjað í Kasan, lifði um stund í svalli og glaumi og tók þess ó milli alvarlegan ásetn- ing um að hverfa aftur til betra lífernis, fór síðan til Kákasus og þar var hann þegar Krímstyrj- öldin Ihöfst 1854, en hvarf sáðan aftur til samkvæmislífsins og félaga sinna í St. Pétursborg. En það var sama hvar hann fór, samvizkan og ráðgátan mikla létu hann aldrei í friði. Þessi þrá eftir einhverju há- leitu marki, sem ávalt'blossaði upp í honum annað veifið. varð til iþess að hann átti bágt með að eira lengi á sama stað og fór hann því oft í langferðir. Sér- staklega má nefna ferðina, sem hann fór til Vestur-Evrópu. Hann ferðaðist mikið um ýms lönd þar og undi sér vel úti í náttúrunni; en að öðru leyti hafði ihann lítið gagn af þessum ferðum. Hann hafði búist við miklu áður en hann lagði af stað; á Vesturlöndum voru menn komnir svo langt í allri menn- ingu, — hver veit nema hann hitti þar menn, sem gætu hjálpað honum og ráðið fyrir hann gát- una miklu? Eitt af því fyrsta, sem hann sá í París var aftaka I :«ete€««e«e«e«ei«!e* I s BEZTU JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR til allra viðskiftamanna og vina! I DOUG GORDON f Bílaviðgerða- og olíustöð Sími 149 SELKIRK MANITOBA W*<««««e««!«««!e«e!e!e«e!«!«!e«e«e«e!eie!«««!e!s«e!«!e!e«e«e!ei«!««e!e«e!e!C!e«e!e!e«««ei I v. •<?. ■<-. •‘5. Eg er nú um þessi tímamót að hugsa um hina mörgu íslenzku kunningja og vini, sem hafa gist hér og glatt með nærveru sinni. Þeirra, sem horfnir eru minnist eg með virðingu, og þeirra, sem enn eru samferða, með óskum að hátíðin, sem í hönd. fer, og árið komandi megi verða þeim gleðiríkt og giftusamt. Ganada Pacific Hotel W. G. Poulter, ráðsmaður SELKIRK :: :: MANITOBA glæpamanns á höggpalli, og það var með undarlega blönduðum tilfinningum ástar á náttúrunni og fyrirlitningar á mönnunum, sem hann hvarf heim aftur til Jasnaja Poljana. Þar reyndi hann ýmislegt. Hann fór í ákafa að lesa kvæði Hómers og guð- spjöllin, setti á stofn skóla fyrir börn hjáleigu'bændanna og kendi þar sjálfur. Um sinn var eins og hann fyndi hugarhægð" í þessu; en það leið ekki á löngu þangað til hann fór að rannsaka þetta betur og fór að efast: “Hvað veit eg, sem aðrir vita ekki, og hvað get eg kent börmunum?” Hann varð að fara til Vestur- Evrópu aftur, og nú var erindið að kynna sér skólamál og upp- eldisfræði. En þessi ferð bar ekki þann árangur. sem hann hafði búist við. Um skólamál og uppeldi lærði hann ekkert; en mikilsverðari urðu ýmsar kynn- ingar við andans stórmenni, lífs og liðin. Sérstaklega varð hann fyrir miklum áhrifum af Rous- seau og Prudhon. Tolstoy fór til Wartburg og kynti sér hugsanir og kenningar Lúters Þegar hann kom á gistilhúsið aftur, úr þeirri heimsókn, skrifaði hann aðeins þessi þrjú orð í dagbók sína: “Lúter er mikill!” Eftir aðra ferðina til Vestur- Evrópu sat Tolstoy lengi heima á óðali sínu og hélt kyrru fyrir. Árið 1862 giftist hann Sofiu Andrejewna frá Moskva, og var hjónabandið einkar ástúðlegt fyrstu fimtán árin. Þau áttu margt sameiginlegt og það fór vel á með þeim. Og honum vanst vel. Frá þessum tíma er mest af ritverkum, eða skáldskaparritum Tolstoys. Skömmu eftir brúð- kaup sitt fór hann að viða að sér efni í hina miklu skáldsögu. “Stríð og friður,” en efni hennar er frá herferð Napoleons til Moskva, sem lauk með skelfingu árið 1812. En þetta er ekki sögu- leg skáldsaga í venjulegum skiln- ingi. Það er fulikominn og heil- steyptur skáldskapur. Tíu árum síðar kom önnur af hinum stóru skáldsögum heims- bókmentanna, “Anna Karenína”. Þessari sögu svipar talsvert til “Brúðuheimilis” Hénriks Ibsen. Ibsen íhugar afstöðu konunnar til heimilisins og þjóðfélagsins, en hjá Tolstoy er það a'fstaðan til eiginmannsins og barnsins — spurning um þýðing hjónabands- ins. Milli þessara tveggja háu varða í Skáldskap Tolstoys eru mörg ár erfiðs stanfs og hamingjusams heimi'lislífs. Hin síkallandi við- fangsefni, sem kröfðust svars fóru að blikna og færðust fjær, viðfangsefnin, sem biðiu hvers dags þokuðu þeim frá. Þetta æfiskeið og svo bernskuárin voru mestu sælutímarnir í lífi Tolstoys, að minsta kosti virðist það hafa verið svo utanfrá séð. Þegar Tolstoy hafði lagt síð- ustu hönd á bókina um Önnu Karenínu ætlaði hann að taka sér góða hvíld, því að hann var þreyttur eftir verkið. En það átti að fara á aðra leið. Viðfangs- éfnin, sem hann hafði tekið til meðferðar í “Anna Karenína” og sem hann þóttist hafa reynt að svara þar, héldu áfram að binda huga hans. Og nú skaut upp spurningu, sem lengi hafði leynst í huga hans, en sem hann hafði aldrei áður formað í orðum: hver er tilgangurinn með lífi þínu? Tolstoy fann sér til mik- #»!«!e«e!«!e!e«e!e!ete!e!e!««e!e!e«««e«c!«!e««!«!««e«e«e!«!e!«!«!e««!e«e!e!«t««««et«!«i««e!e!e!e!««e««t6« Með inniiegustu Jóla- og Nýársóskum frá i ----------------------------------------------------- I I WILLIAM B. MIGIE | \ CHEM,ST I COR. PORTAGE AVENUE AT BEVERLEY ST. Winnipeg :: :: Sími 37 772 I»»»»»»»»»»»M>»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»%»»»»»« #ís«e«et€!e!e'«t«!€!€!6!e,€!«!e!«!«;€!«te««!«!ci«««!«!etet«!e<eic!€!6tete!ete!«!e!cte«eie!«tete!C!«!eie|! 9 \ | Peggy’s Catering Service is designed to make your social A obligations a pleasure to yourself as well as your guests. PRACTICAL AND ECONOMICAL Feqqij’s pantrq í 942 Portage Avenue Phone 33 060 4 1 3 1 1 9 9 1 »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»« 9»teteie!e€!e!e€€!«!€€!eie!«!ete€!«!«tete!«!cteteie!e«e«e!c«eic!eie!ete!etete!etc(c«cte!eict««e«cic^ * s INNILEGUSTU HÁTÍÐAKVEÐJUR til hinna mörgu viðskiftavina vorra Það hefir verið oss ánægja að kynnast yður, og skifta við yður á árinu liðna. Vér vonum og óskum að traust það, er vér höfum notið frá hendi viðskiftavina vorra á árinu liðna, megi haldast og aukast á árinu komandi og að það megi verða þeim og öllum mönnum friðsælt og farsælt ár. % 9 J. W. Morrison & Company SELKIRK MANITOBA »»»»»»»1 Án skrums og skjalls, en í fylstu einlægni & COMPANY, LIMITED Nafnið, sem táknar TÍZKUSNIÐ — EFNISGÆÐI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.