Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 26

Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 26
iMtKKMlMtftkkStStft 26 LöGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBER, 1946 Minningabrot úr Íslandsförinni 1946 Eftir Einar P. Jónsson Nú var kominn áttundi ágúst; yfir New York borg hvíldi skúra- skin, er sveipaði hana dulrænum, ’jósbryddum slæðum; óvissunni var lokið, Iþví nú hafði Grettir ræðismaður gert okkur aðvart um það, að hinn ágæti vökumað- ur íslenzku þjóðarinnar í Wash- :ngton, Thor Thors sendiherra. hefði fengið því framgengt við hermálaráðuneytið, að okkur yrði veitt þá og þegar flugfar til íslands; að þá um daginn yrði lagt af stað austur til Spring- field í Massachusetts-ríkinu; nú var heldur ekki uppi fótur og fit í heimkynnum okkar, farangri okkar var skjótlega komið fyrir í ferðatöskum, og svo voru fengn ir leigubílar til þess að koma öll' um og öllu á Grand Central járnbrautarstöðina; við komum þangað öll drjúgum tíma á und an áætlan í hreinasta sólskins- skapi, hittum þar nokkra gamla kunningja og stofnuðum til kunningsskapar við menn af Is landi, er við aldrei áður höfðum augum litið; þarna hittum við vin okkar Alfred Elíasson frá Reykjavík, er lauk flugnámi Winnipeg og er nú einn af hinum háttsettu í Loftleiðir, h.f. Þótti honum ilt til þess að vita, að við JÓLA OG NÝÁRSKVEÐJUR til allra vorra viðskiftavina. I | V x X I X 1 I X X X X X X X l X X í X I G i m I i M a n i t o b a ftftftfcftftlftkMlMlftðlMíMtMiMtKSlMtftftlMlMlMtMíMtftMlMlftftM'MlMlft ne>c!cic!ctc!c!c!cic!e!c«c!c«c<c«cicic«c«ete!cic!e!c!c!cic!e!e!e!etetcic«cictc(cx«c!cte>e««c«c<ctc<e< HÁTfÐAKVEÐJUR TIL ÍSLENDINGA með þökk fyrir ánægjuleg og ábyggileg viðskifti. Rapid Grip and Batfen íimited MiftiiifttMtaiftftiftiMtftifttxataiftiXftiftgftiftíftiftiftiaifttftiitftiftfttftiftiftiitftiftOtfttftiftifttftiftatMtM4 NEW YEAR TERM OPENING Thursday, January 2nd. AND Monday, January 6th. RESERVE YOUR DESK EARLY As we expect our classes to be filled early in the New Year Term we suggest that you en- roll between Christmas and the New Year. Our office will be open every business day during the holiday season from 9:00 a.m. to 5:00 p.m. DAY and EVENING CLASSES Call at our office, write, or telephone for additional information on the air-con- ditioned, air-cooled College of higher standards. COMMERCIAL COLLEGE PORTAGEAVENUEat EDMONTON STREET Telephone 96 434 Winnipeg skyldum ekki geta orðið honum samferða með Skymaster flug- vélinni, sem félag hans hafði keypt, og við biðum svo lengi eftir; og nú rekst eg á Dr. Magnús Jónsson, prófessor í guð- fræði við háskóla íslands; við vorum kunnugir að fornu fari frá þeim tíma, er við vorum grænjaxlar í Latínuskólanum, að eg viðhafi hans. eigið orðtak úr ræðunni, sem hann flutti okkur vestur-áslenzku gestunum í kveðjusamsæti Þjóðræknisfé- lagsins í ReykjaVík; í för með Dr. Magnúsi var dóttir hans, ung og gáfuð ekkja, Ólafía að nafni; það var eitthvað hressandi við það að hitta Dr. Magnús, því þó hann að vísu dveldi hér vestra um hriíð, var langt um liðið frá því, er fundum okkar síðast bar saman. “Hvað eruð þið að hugsa um? Ætlið þið að missa af lestinni?” Það var Hjálmar Gíslason, sem hafði orðið; honum var auðsjá- anlega ekki farið að verða um sel; eg 'hughreysti hann með því, að enn væri nægur tími til stefnu, því enn væru eftir freklega tutt- ugu mlínútur þar til lestin rynni af stað; þó biðum við nú ekki mikið lengur boðanna úr þessu, heldur hröðuðum okkur inn í lestina og reyndum að hagræða okkur í vögnunum svo sem föng stóðu bezt til; þetta voru ljótir og leiðinlegir vagnar og loftillir í viðbót, og nálega óklerft að opna nokkurn glugga; útsýnis naut ekki nema á stöku stað vegna þrálátrar rigningar; en nokkru áður en til Springfield kom hafði iþó stytt upp og var þá fagurt um að litast, einkum í vestrinu; við urðum að fá leigu- bíla til þess að komast á West- over flugvöllinn, sem liggur eitt- hvað um tíu mílur vestur af bænum; er þangað kom, stóðu við hliðið verðir, er spurðu okk- ur hvert ferðinni vœri heitið; þeir skoðuðu skilríki okkar og voru ásáttir með það, að alt væri í röð og reglu; var okkur því næst komið fyrir í hermannaskálum þar sem við skyi^om hafast við, með því að litlar líkur væri á, að lagt yrði upp í flugferð þá um nóttina; við karlmennimir vor um í einum skála, en 'konur í öðr- um, en samt höfðum við sam- eiginlegt mötuneyti; við ritstjór- arnír ibjuggum í sama herbergi, og fór hið bezta um okkur. Við biðum öll í áminstu flug- vallarhverfi daginn eftir, en er leið að kveldi, tilkynti Grettir ræðismaður okkur, að íslands- fararnir fró Winnipeg ættu að vera komnir til fLugstöðvarinnar um klukkan níu, því víst væri, að lagt yrði af stað um miðnætti; við neyttum sameiginlegs kvöld- verðar, en nokkuð dró það úr fögnuði okkar, er það kom upp úr kafinu, að þau Dr. Magnús og dóttir hans yrðu að bíða vegna rúmleysis; við höfðum hlakkað til að eiga með þeim samleið til íslands; þeim fanst það líka ó- >ægilegt, að verða að slíta þarna samvistum við okkur í töfrandi næturkyrðinni, svona langt, langt í burtu frá sameiginlegum áfangastað; þau voru hjá okkur fram að þeim tíma, er hinn silfr- aði loftgammur' skyldi hefja sig til flugs; eg lofaði Dr. Magnúsi 3ví, að síma konunni hans jafn- skjótt og eg stigi fæti á íslenzka grund; við þeirri bón var mér júft að verða, því kona hans var gamall aldavinur minn, eins og bróðir hennar, Dr. Ólafur Lárusson, núverandi rektor við láskóla Islands. Nokkru áður en lagt var af stað frá Westover, var okkur stefnt inn í herbergi, þar sem flug- fræðingar sýndu hreyfimyndir af því hvað skyldi tekið til oragðs, ef slys bæri að höndum; okkur var kent að búast fallhlíf- um, og eins að fara með May West, en slíkt er heitið á öryggis- úthúnaði ef til þess 'kæmi, að i'lugfarið steyptist niður í sjóinn; er það hugboð mitt, að ýmsum viðstöddum hafi naumast litist ÚR BORG OG BYGÐ Vér viljum vékja sérstaka eftirtekt á auglýsingu Manitoba Furniture félagsins, að 355 Ellice Ave.; þar er úr að velja miklum birgðum af ágætum vörum, sem áður hafa verið lítt fáanlegar, svo sem þvottavélum og húsbún- aði af öllu tagi, kæliskápum af nýjustu gerð og radios af öllum stærðum. Verð er mjög sann- gjarnt, vörurnar ábyggilegar og viðmót glatt. -f Gefið til Lutheran Sunrise Camp— Guðrún A. Johannson, Saska- toon, Sask. og Mr. og Mrs. Gunnl. Johannson, Wpg., í hjartkærri minningu um Gerðu Magnússon, $15.00; Mrs. Þura Zimmons, R.R.l, Winnipeg, í þakklátri minningu um Jón Sigurdson, Cranberry Lake. B.C., $10.00; Salome Halldórson, Transcona, $5.00. Meðtekið með innilegu þaikklæti, Clara Finnsson, 505 Beverley St. Mr. J. W. Norman frá Fosston, Minn., kom til borgarinnar snöggva ferð á föstudaginn í fyrri viku í heimsókn til föður síns og stjúpmóður, þeirra Mr. og Mrs. J. H. Norman. -t- Mr. Thor Goodman kaupmaður frá Jackhead, Man., var staddur í 'borginni í fyrri viku, í verzlun- arerindum. LÆKURINN OG LÓAN Lóan svo fríð á fæti fetar um berjamó. Lækur í ljóðakæti leikur í klettaþró. Broshýr er lóa í berjamó. Saman þó tóna tvinna titrandi strengjasvif; lækur og lóa inna lökkandi tónahrif. Lóa, lækur og tónahrif. C. O. L. C í þessu stóra jólablaði Lög- bergs, birtist heilsíðu auglýsing frá J. J. Swanson Co.. trygginga- og fasteignafélaginu veliþekta, sem Ihefir skrifstofur sínar í Avenue-byggingunni á Portage Avenue í Winnipeg; þetta félag er orðið gamalt í hettunni og kunnugt að ábyggileik. Mr. Swanson byrjaði fyrirtæki sitt í smáum stíl, en nú er það orðið að áhrifamikilli stofnun í við- skiftalífi borgarinnar; félagið húsa, auk trygginga, svo að segja annast um sölu fasteigna og leigu af öllu tagi, þar á meðal elds- og bílatrygginga. 1 cteietcieíexteteieietetetetctetexteteteteteteieteteteteiciexieteteieteicxieteietctciexictctetei Beztu jóla- og nýársóskir til íslendinga frá | W. J. WHITESIDE, eiganda og forstjóra | WHITEY’S SERVICE STATION | PORTAGE og ARLINGTON § One Stop Station — Towing Anywhere Business Phone 36 091 House Phone 71 373 g IiMtatfcfttfttaiafcnaftiftiftiaaaa^siaasiaiStaaiasiftifttftiaiftiaiaiftiftiftiaiaiftiaaatoSíSifcfcMl ^widexxwtexxxtexxieieieieteiexx’eieteiexiextetcxteiexxxxxxiexxxxwxxtewtetci 1 INNILEGAR JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR! f ROBERTS & WHYTE LIMITED Sargent og Sherbrook - Sími 27 057 fttfti»iai>iat>t3iaiíi>ijt>i»i>iftt>i>i>tftisi2tsi3iftiftisisi3i3isifti>iftiftis»»iftiftifti*ftift»!ftift,ft'ft,>,ft •cxx«xxxxwxxx!cxtctcxtete« ciexxtctcxxictctcieiewxtetcxteic* % I GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝÁR! Arnason Bros. G i m I i M a n i t o b a Í»: ftiaiatatatfttfttsiftiftiftiftiftistatfttftistftiftiftiftiatftiftifttftiftiftiftiftiftiftiftiftiatftisisiaiatftiftifttfttftifttatai^ sem bezt á blikuna, <þótt eigi væri orð á gert. — Nú var ekki lengur beðið boð- anna; við stigum upp í þá silfur- vængjuðu, komum fyrir á okkur fallhlífunum og girtumst megin- gjörðum í sætunum; vélin rann í ákefð eftir flugvellinum og herti jafnt og þétt á hraðanum; nú vorum við laus við jörðina og tókum brótt af okkur öryggis- verjumar; langt fyrir neðan tindruðu rafljósin í Springfield, og senn vorum við horfin inn í ósýni næturinnar og stefndum til GæSaflóa-flugvallar ó Labra- dor í 7,500 feta hæð; fögnuður okkar jókst með hverju líðandl augnabliki; senn myndi bjarma af landinu helga. —(Fram'h.) axxxtetcxxxxxxxtetcxxtcxxietcxxxtcicxxxictcxxxtcxtctetctctexietctetetctctctM^ GLEÐILEG JÓL og FARSÆLT NÝÁR ! Allar tegundir af úrum, klukkum og skraut- munum, hentugar til jólagjafa og fyrir öll önnur tækifæri. Selkirk Jewellers ^hor’ö (Gift I SELKIRK MANITOBA naiftiaiftiaiSiJ»ia»ftift«aiaiai>iaiftiai>iBisi»ift.ftiftifti£>aifti>tSt9tsiftiataiai>i3iJtaiaia«ai9iatai; J 'b íœfy Reddy Kilowatt SAYS: “At Christmas play and make good cheer For Christmas comes but once a year" This is also the sincere suggestion to YOU from us the Management and Employees of WINNIPEG ELECTRIC COMPANY

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.