Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 9

Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 9
Reykiháfarnir, sem hann Kelly Sveinsson hefir upp- götvað og fengi einkaleyfi á, eru hin öruggasta elds- vörn. Rörpípa, sem er hinn ágætasti hitageymir. Hvorttveggja búið til hjá SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. undir umsjón og stjórn uppfindingamannsins sjálfs, K. Sveinsson, sem óskar öllum viðskiftavinum sínum og fslendingum gleðilegra jóla og gæfuríks nýárs. 187 SUTHERLAND WINNIPEG, MAN Keep Your Best Friends! YOUR Space Donated by THE RIEDLE BREWERY LIMITED WINNIPEG HELGA HIN FAGRA Erindi flutt á Laugum 25. ágúst 1946 á sameiginlegum fundi Rotaryklúbba Akur- eyrar og Húsavíkur, og gesta þeirra. Heiðraði forseti, Rotaryifélagar og gestir! Fornsögur vorar eru að mestu sögur um vígaferli og mála- fýrli. í iþann tíma, þegar þær gerðust, var ekki jafnrétti karla og kvenna sem nú á dögurn, og því voru það karlmennirnir en ekki konurnar, sem áttu í víga- og málaferlunum. Sögurnar eru líka kendar við karlmenn eða þá vissar sveitir, en samt sem áður koma konur mikið við þær. Stundum báru þær klæði á vopn karlmann- anna, þegar þeir áttu f orustum og reyndu að sefa þá, en eins oft hvöttu þær þá til hefnda fyrir móðganir og vígaferli. Og jafnan koma konurnar allmikið við .sögurnar, því að þá eins og nú voru örlagaþræðir karla og kvenna svo samantvinnaðir, að sögur karl- mannanna var ekiki hægt að segja, nema að geta kvennanna að meira eða minna leyti, sem örlög þeirra voru tengd við. Alloft íhefir verið rætt og ritað um atkvæðakonur fornsagnanna, sem hvöttu til vígaferla eða stóðu bak við mikla, örlagaþrungna atburði sagnanna, konur eins og Guðrún ósvífursdóttur hina fjórgiiftu, sem var þeim verst, sem hún unni mest, eftir því sem henni sjálfri fórust orð; eða þá Rergþóru og Hallgerði, sem tefldu mönnum fram til víga og hefnda. Innilegar Jóla- og Nýársóskir til vorra mörgu vina og viðskiftavina UIESTERI1 EnGRflVinG BURERU aÚ 50 CHRRLOTTE ST. UJintllPEO GLEÐILEG JÓL- —og gott og auðnuríkt nýár Þess óskum við innilega öllum vorum íslenzku vinum. Vér höf- um orðið þeirra forréttinda að- njótandi að eiga viðskifti við ís- lenzka fiskimenn yfir lengsta tímabil í sögu Manitoba-fylkis. Þökk fyrir drenglund alla og vinsemd. ARMSTRONG - GIMLI FISHERIES LIMITED C. E. FINLAY, forstjóri Eg hefi valið mér nú að um- talsefni eina konu fornsagnanna, en hún hvatti aldrei svo frá sé sagt til víga- eða málaferla. En hún var kona, sem unni, lifði og þjáðist. Karlmenn urðu hrifnir af henni flestum öðrum konum fremur, og glæsileiki hennar og töfrandi kvenlegt aðdráttarafl verður til þess að skapa sumum þeirra úrslita þátt örlaga þeirra og tveim þeirra skapadægur þeg- ar á unga aldri. Kona þessi var Helga hin fagra Þorsteinsdóttir, Egilssonar, Skallagrímssonar á Borg á Mýrum. Faðir hennar, ininn glæsilegi höfðingi Mýra- manna, bjó á Borg um 1000, og á Borg er Helga fædd árið 984, eftir þvií sem næst verður ráðið. Nokkru fyrir fæðingu hennar, segir Gunnlaugssaga oxmstungu, sem er aðalheimild um það, sem við vitum um Helgu fögru, að föður ihennar hafi dreymt draum, þar sem aðalefnið í æfi Helgu birtist honum 1 líkingum, og Austmaður ræður drauminn þann hátt, að tveir ungir menn munu leggja á hana ofurást, berjast um hana og látast báðir af því efni. “Illa er draumurinn ráðinn og óvingjarnlega, og munt þú ekki drauma ráða kunna”, sagði Þorsteinn. “Þú munt að- komast að 'hversu eftir gengur,” svaraði Austmaðurinn. Áður gn Þorsteinn reið til þings um sumarið, segir hann húsifreyju sinni, Jóreiði, að ef hún fæði meybarn, meðan hann sé í burtu, þá skuli hún láta bera það út, en verði það sveinn, sem hún fæði, þá skuli hún láta ala hann upp. Nokkru eftir heiman- för Þorsteins fæðir kona 'hans meybarn ákafa fagurt. Hún læt- ur kalla til srn smalamann sinn, talar við hann á faun, biður hann taka hest hennar, leggja á söðul og ,færa barnið vestur að Hjarð- artholti á Dölum til Þorgerðar Egilsdóttur, systur Þorsteins, og biðja hana að fæða með leynd, svo Þorsteinn verði eigi var við. Hún gaf honum silfur mikið, og skyldi hann að verki þessu lokrfu láta Þorgerði útvega sér far vest- ur um haf (til Bretlandseyja). Fór smalamaður að sem Þorgerð- ur bað 'hann og lét Þorgerður afa barnið upp á .laun. En er Þorsteinn kemur af þingi, segir húsfreyja ihans honum, að hún hafi liátið bera barnið út, en smalamaður hafi stolið 'hesti sín- um og hlaupið á brott úr vist- inni. Hin gáfaða skörungskona, Þor- gerður, sem faðir hennar, Egill, hafði unnað mest barna sinna, mun hafa sýnt bróðurdóttur sinni umönnun og ástúð og reynt að bæta 'henni upp, að hún misti af foreldra-umsjá fyrstu bernsku- ár sán. En þegar mærin var sex ára, var veizla mikil haldin á höfuð-1 varninginn og hestana, en samt bólinu Hjarðarholti. Hinn glæsi- vildi Gunnlaugur ekki lengur legi sonur hinnar írsku kóngs- heima vera, en ríður niður til dóttur, Mefkorku, Ólafur pá, Borgar, og býður Þorsteinn hon- maður Þorgerðar, bauð þangað um þar að vera þegar hann vildi. meðal annarra höfðingja mági Af sögunni er það að sjá, að sínum Þorsteini. Eitt sinn með- heimasætunni á Borg gazt strax an á veizlunni stóð, sátu þau vel að þessum tápmikla, djarfa systkinin, Þorgerður og Þor- 0g greinda, unga manni. Sátu steinh, í öndvegi og töluðust við. þau oft saman að tafli og lögðu En gegnt þeim á bekknum sátu hvort á annað góðan þokka. Þessi meyjar þrjár. Spyr Þorgerður þoikki varð að ást hjá báðum, bróður sinn, hversu honum lítist j sennilega fyrstu ást þeirra á þær. “Allvel,” svarar hann, “og er þó ein fegurst og hefir hún vænleik Ólafs og hvíti og yifir- bragð vort Mýramanna.” “Víst er satt sem þú segir, bróðir, að hún hefir hvíti og yfirbragð vort Mýramanna, en eigi vænleik Óláfs pá, því að hún er eigi hans dóttir.” Tal þeirra systkina end- ar svo með þvá, að Þorgerður segir honum að stúlkan sé hans dóttir. “Hafið þið vel slétt yfir vanhyggju mína, segir Þorsteinn. “Lízt mér svo á mey þessa, að mér þýkir mikil gifta að eiga jafn fagurt barn.” Tók hann hana heim með sér og fæddist hún upp með mikilli ást og virð- ingu 'af föður og móður og öllum frændum, segir Gunnlaugssaga. En sagan segir ekki fremur en að-rar fornsögur vorar frá hugs- unum manna eða lýsir tilfinn ingalífi þeirra. En við getum lesið á milli línanna hinn ósegj- anlega fögnuð föðurins, þegar hann fékk að vita að þetta fagra barn var hans barn. Barnið, sem hann hafði skipað að láta bera út og vissi ekki annað en svo hefði verið gert. En að sjálfsögðu hafði þessi heiðingja-tilskipan hans, útburður barns hans, leitað á sálu hans d svefnrofum og á andvökunóttum. Ást hans á meyjunni, er hann endurheimti hana sem frá dánarheimum, hef- ir hér á eftir orðið til þess að birti í kringum hann, og svefn farir hans verið sælli en áður. Sama árið, er meyjan fagra fæddist á Borg, fæðir kona 111 uga hins svarta í Gilsbakka, höfð- ingja Gilsbekkingja, honum son er Gunnlaugur var nefndur og kallaður var ormstunga. Þegar sveinninn ólst upp, þá varð hann hinn karímannlegasti, en hann var óvæginn og harður, hávaða mikill, skáld og heldur níðskár Fimtán ára gamall*) vill hann fara af landi brott, en faðir hans neitaði honum um fararefni, taldi að hann myndi ekki góður þykja á útlöndum, er trautt mætti semja viðjhann heima. En um nótt iber Gunnlaugur út vöru- sekki, sækir hross og ætlar sér að leggja af stað til útlanda, þrátt fyrir neitun föður síns. En faðir hans kemur fyr á fætur en hann varði og tekur af honum bæði beggja, sem skapaði honum síð- ar aldurtila en henni æfilangar raunir. Segir Gunnlaugssaga, að fróðir menn segi, að Helga hafi verið fegurst kona á landi hér. Um þrjú ár er Gunnlaugur eins mikið á Borg sem heima á Gils- bakka. Hann fer ekki dult með það við Þorstein, að hann vilji að hann gefi sér dóttur sína Helgu. Öllum kvonbænum Gunn- laugs eyðir Þorsteinn og taldi hann óráðinn, en sjálfsagt hefir BEZTU JÓLA- OG NÝÁRSKVEÐJUR Megi árið komandi verða yður farsælt! North American Lumberand Supply 1 Company, Limited •)Sagan segir hann t61f ára, en sam kvæmt tímatali telja fræðimenn hann fimtán ára. ®xforb Ijotd In the Centre of Winnipeg Moderate Rates - Free Parking - Parlor 216 Notre Dame Avenue PHONE 96 712 JOSEPH STEPNUK President S. M. HENDRICKS Manager

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.