Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 28

Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 28
28 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. DESEMBER, 1946 Otti við sjúkdóma — orsök sjúkdóma Þegar eg var ungur, var mnér sögð þessi saga: Gestur fcom á bæ og ætlaði að dveljast þar nokkra daga. Hann var hress og glaður og lék á alls oddi. Einihvern dag var alt fólk úti við og sat hann einn inni og kom ekki út. Þegar fólkið kom inn, lá maðurinn uppi í rúmi og var fárveikur. Ástæðan var sú, að hann hafði farið að lesa í lækningábók Jónassens. Fyrsta sjúkdómslýsingin, sem hann las, fanst honum eiga við sig, og sú næsta, og sú næsta. Og það var sama um hvaða sjúkdóm hann las, að einkennin fann hann hjá sjálfum sér. Og afleiðingin var sú, eins og fyr er sagt, að hann var fárvei'kur er fólkið kom inn, haldinn mörgum illkynjuðum sjúkdómum. Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér, er eg las þetta í sænsku blaði: — Af tilviljun frétti eg það ný- lega, að Kronblom hefði farið að lesa lækningabók. Hann las og las og fann að hann gekk með ýmsa sjúkdóma, sem lýst var í bókinni. En þegar hann fór að lesa um njálginm, var honum öllum lokið. Hánn varð skelfldur, því að hann fann að hann hafði öll sjúkdómsein- kenpin 1 meira lagi, og það var enginn efi á iþví að hann mundi ganga með gríðanlegan njálg í maganum. Hann lét sækja lækni og skýrði honum frá uppgötvum sinni. Læknirinn skoðaði Kron- blom í krók og kring og sagði síðan: Það er ekki frekar njálg- ur í þínum maga heldur en í rauðmaga!---------- Það eru býsna margir með þessu markinu brendir. Þeir í- mynda sér að þeir séu veikir og svo verða iþeir veikir. Vér vorkennum heiðingjum- um, sem lifa í sífeldum ótta við allskonar vondar verur. sem sitja um þá. En erum vér sjálfir betri? í því samhandi er fróðlegt að at- huga ihvað sænskur læknir, dr. W. S. Sandler. segir um þetta efni: • — Það ihefir lengi verið kunn- ugt að geðshræringar þær, sem skapast í heilanum, hafa áhrif á starf líffæranna. En það er nú fyrst Ijóst 'hve geisilega þessi á- hrif eru mikil á hin viðkvæmari og fínni líffæri, sem varðveita heilsu vora og verja oss sjúk- dómum. Ótti, kváði, hugarang- ur, hrœðsla og gruflun hafa al- varlegar afleiðingar fyrir melt- inguna og ýms líffæri, auk þeirr- ar vanlíðunar, sem þau valda manmi beinlánis. Þegar maður er í góðu skapi og hugar jafnvægi, þá starfa all- ar frumur líkamans eins og dygg- ir þjónar, og fá beinlínis hvöt til þess frá heilastöðvunum, í stað þéss að vera truflaðar og þar með valda vantíðan. Hugsunum fylg- ir kraftur, og allir líkamshlutar, smáir og stórir, haga sér eftir skipunum heilans. Hvernig ætti þá öðruvísi að fara en að ibölsýnismaðurinn fái sýrur í magann og honum verði ilt í höfðinu? Hvernig ætti sá maður, sem er sjálfselskan ein- ber, að ikomast hjá því að verða veikur i lifur og milti? Hvernig ætti geðvondur maður að komast hjá því að verða veifcur í nýr- unum? Og hvernig ætti afbrýðis- samur maður að komast hjá því að verða hjartveikur? Margir hafa mist heilsuna hreint og beint fyrir það, að þeir hafa ekki kappkostað að vera á góðu skapi. Hinar skuggalegu hugsanir þeirra spú eitri um all- an líkamann. Þeir opna huga sinn fyrir illum öflum og þar með er sjúkdómunum opin leið. Ótti og ikvíði geta lika unnið bug á sjúklingum, sem 'þó eru á bata- vegi. Þetta ættu alir að hafa hugfast, eigi sízt læknar. Það er sannarlega hart, að ein- mitt þegar vér þurfum á öllu voru magni að halda, að þá skuli þessir vágestir rláðast á oss. Þeg- ar eitthvert andstreymi mætir oss, þá kemur óttinn og knýr oss til að leggja árar í bát. Hann heltekur oss, yfinbugar oss, ein- mitt iþegar vér þurfum á öllum vorum kröftum að halda til þess að komast fram úr erfiðleikun- um. Hann telur oss trú um að alt sé ómögulegt, vér getum aldrei rétt við, aldrei notið neinn- ar hamingju. Ótti og áhyggjur eru oft bein orsök þess að vér cöstum lífsmagni voru á glæ. Menn ætti jafnan að minnast jess, að aldrei skyldi örvænta. Engin viðfangsefni eru svo erfið, að þau verði ekki leyst. Eng- inn óvinur er svo öflugur, að ekki sé hægt að sigra hann. Það má Tólf hundruð hross fara til Póllands Mount Whitney, skipið, sem flytur hrossin, sem ríkisstjómin hefir selt til NRRA og fara eiga til Póllands, fer sennilega héðan í kvöld áleiðis til Danzig. Með skipinu verða fluttir 1200 hest- ar. Var unnið að því, að skipa þeim um borð í allan gærdag og í alla nótt. Bount Whitney er alveg sér- staklega útbúið til að flytja stór- gripi. Og er það stærsta skip í heimi, sem annast slíka dýra- flUtninga. Það er 19,500 smál. Það er þó upphaflega bygt sem vöruflutningaskip. En er NRRA tók það á leigu lét það breyta lestarúmi þess og þiljum, með stórgripaflutninga fyrir augum. Skipið er 523 fet á lengd og 75 fet á breidd. Á því er 149 manna áhöfn. Þar af eru 80 menn, sem vanir eru skepnuhirðingu og sjá þeir um hestana. Þá eru fjórir dýralæknar og tveir menn, sem hafa yfirumsjón með skepnun- um. Skip þetta er búið mjög vönduðum tækjum og sumum, sem hér eru alveg óþekt, eins og til dæmis sjálfvirkum slökkvi- tækjum, sem enu um alt skipið. Þeim er 'hægt að stjórna frá stjórnpalii og þarf ekki annað en setja annað tækið í gang þar sem eldurinn hefir komið upp. Bruna- boð er einnig sjálfvirkt. Þá er þar mesti fjöldi allskonar ör- yggistækja. Skipstjóri Mount Whitney er E. E. Greenlaw Hanner fná Mainefylki. Hann sagði blaða- manni blaðsins í gær, að hann myndi vera kominn til Danzig eftir 4 daga siglingu. Hann kann mjög vel við Reykjavík. Sagði bæinn minna sig á heimkynni sín. Hann hefir þegar siglt skipi sínu tvisvar til Póllands á veg- um UNRRA og kvaðst hann bú- as-t við að hann myndi enn fara nokkrar ferðir þangað. Heildversl. Garðars Gíslason- ar og S. 1. S. hafa séð um kaup hestanna og útflutning, en Eim- skipafél. íslands sér um afgr. skipsins. Kaupandi hestanna er ríkisstjórn íslands. — —Mhl. 22. sept. Tveir málaflutningsmenn hitt- ust á förnum vegi. — Annar þeirra var ósköp ræfislegur til fara. — Hvernig gengur bisnissinn hjá þér, spurði annar þann ræfilslega. — O, minstu elkki á það ógrát- andi, svaraði sá ræfilslegi. Eg er nýbúinn að elta sjókrabilinn í 20 kílómetra og þegar eg loks- ins náði honum, þá var annar lög- fræðingur þar fyrir hjá þeim slasaða og búinn að taka málið að sér. ♦ Hún (á gamanleiksýningu): — Þeir hafa hent aumingja mann- inum út, af því að hann hló svo mikið. Hánn: — Ónei. Leikhússtjór- inn sendi eftir honum til þess að komast að því, hvað honum hefði fundist hlægilegt. að vísu segja að ótti og kvíði sé oss meðfæddur, en með stöðugri sjálfstamningu er hægt að losna við þá. Þá snýst blaðið við. Þá erum það vér, sem rekum ótta og áhyggjur á flótta jafnharðan sem á þeim bærir. Annar læknir, dr. Mauritz Mal- in, hefir sagt: — Eg vildi að læknavísindin — já, og því ekki hagfræðin líka — tæki til gaumgæfilegrar rann- sóknar hve mikið af sjúkdómum stafar af ótta við sjúkdóma. Eg er viss um, að þá væri hægt að ná árangri, sem hefði mikla þýð- ingu fyrir þjóðfélagið. —Lesbók Mbl. Office Phone 34 430 Res. Phone 33 254 í Sarlington Service Station New and Used Cars and Trucks Complete B. A. Service ARCHIE FORBES, Manager Sargent and Arlington Winnipeg ia»iat>i>t»>i9i»sj>ia«»ai»ai)<>i3i9i»3t»3isiiaiiat»9i»ai>isiai3i»ai3!3i»»si3)3>9iat>!2 cteeceetetceetctctctetetcectceeectctcieecietceeeeteteeeietetcececeeececiceeeeteeeeeectctcteeetceetceejjg I '.! '.! ! 1 it ! t l! !! S! ir !; ! > ; s SEASON’S GREETINGS from Crescení Creamery Co.r Ltd. Crescent mjólkurafurðir eru gerilsneyddar, mjólkin, rjóminn og smjörið. CRESCENT CREAMERY COv LTD. 542 Sherburn St., Winnipeg - Sími 37 101 1 1 ð 3 I 1 I ikai»»a»t»»»»»»»»»»»»»»»»»»»ai»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»: J ;tctctctctctctceetct<taec!ctc!ctctctetctete!etctete!ctetctctcie<etctete!ctetctcte<ctctctcictc« BEZTU JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR TIL ÍSLENDINGA frá Paul Hallson eiganda CToronto Qrocerij 714 Ellice Ave. Winnipeg, Man. Talsími 37466 sMCtcictctcecictcececteectctctctctetctetcectc'ctctetetc<ctctctctctctctatctcectetctctcicictctctctctctctcic I •1 Stjórn og starfsfólk The Canadian Fish Producers Limited óskar öll- um viðskiftavinum sínum og ís- lendingum fjær og nær, gleðilegra jóla og farsæls og gleðiríks nvárs. I % 1 I í % y x I » í Talsími 26 328 J. H. PAGE, forstjóri Th e Canadian Fisii Producers Ltd. 311 Chambers Street Winnipeg, Man. >»»»»»! kaiat2t»ai»»»»»»»»h»»a Fynsti lögfræðingurinn: — Eg er búinn að taka að mér að verja konuna, sem skaut manninn sinn. Annar lögfræðingur: — Eg býst við, að þú ætlir að færa henni það til varnar, að mönnum sé gj arnt á að verða skotnir á vorin. ♦ Fyrsta leikkona (að tjalda- baki): — Heyrðirðu, hvernig á- heyrendurnir grétu í atriðinu, þar sem eg dó? Önnur leikkona: — Já, veslings fólkið. Það hefir auðvitað grátið, af því að það hefir vitað, að þetta var bara leikur hjá þér. |ctctctetctetctetetctcec!ciceetctc!cectctctctctc« BEZTU JÓLA OG NÝYRSÓSKIR! SERVICE MEAT MARKET 621 Sargent Avenue j Phone 25133 &»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>í teecteeceetetetcieteteteictete'ctctctcecteicteeetsteeeteeetcteieeeectctetctctctcietetetcietetcectcictc*,* Beztu Jóla- og Nýársóskir til íslendinga VET'S FIX-IT SHOP Gjört við allslags húsmuni, fljótt og vel. Munir til viðgerða sóttir og fluttir heim til fólks. | 802 Sargent Ave., Winnipeg Sími 35 510 »»»St»»»»K»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»» I jptceceeietetetceeeetetctetetcteieecteieeeeeteictceeeeteíetcteteeetetceetctctcececectctetcectcectceci á&eaáon’sí <@reetíngö 1 I s IT'S A LITTLE THING TO SAY — BUT WE SINCERELY APPRECIATE YOUR PATRON- AGE . . . WE SHALL CONTINUE TO MAKE EVERY EFFORT TO MERIT YOUR GOODWILL. PERTH’S CLEANERS — LAUNDERERS — FURRIERS I: aathh»»»»»»»»»»»»h»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»h»»»»»" ^eeetctctctcecietceeeeiceetetctctcteeetceceeietetctcicteectctctcieeeeeeeeeietetcecececictceeeceeeeteecw L HATIÐAKVEÐJUR til íslendinga — — auátan hafs og veátan HALLDOR SIGURDSSON CONTRACTOR 594 Alverstone Street - Sími 33 038 i»»»»»»»»»»»»k»»h»»»»»»»»»»»h»»»h»»»»»»»»»ha4i»ha MANITOBA Auðugt að náttúru fríðindum ^owtttottte.niosj í>að er viðurkent, að Manitoba sé auðugt að náttúrufríðindum — efn- um. sem eru grundvöll- urinn að sívaxandi iðnaðar- framleiðslu. Með slík náttúruauðæfi við hendi, að viðbættu ódýru og óþrjótandi vatnsafli, og hag- kvæmum vinnukrafti, ásamt auknum landbúnaði, fiskiveið- um, timburtekju, skógarafurð- um og grávöru, er óhjákvæmi- legt að Manitoba sé á leið til örs og risavaxins þroska. DEPARTMENT of MINES and NATURAL RESOURCES HON. J. S. McDIARMID, Minister D. M. STEPHENS, Deputy Minister

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.