Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 20

Lögberg - 19.12.1946, Blaðsíða 20
20 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 19. DESEMBER. 1946 Aðkvœðamikið ritgerða- og rœðusafn Ejtir PRÓFESSOR RICHARD BECK Jón Bjarnason: Rit og rœður. Winnipeg, Hið Evangelisfca Lúterska Kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi, Winnipeg, Manitoba, 1946. Það var ágætlega ráðig af Hinu Evangeliska Lúterska Kirikju- félagi Islendinga í Vesturheimi, að minnast aldarafmælis hins mikilhæfa og álhrifaríka 'leiðtoga síns, séra Jóns Bjamasonar, dr. theol., með 'því að gefa út úrval úr ritum hans og ræðum. Það er honum lifandi minnisvarði, .því að þar talar hin spámannlega rödd hans, og í skáldlegum lókingum hans og meitluðu móli, sem er hæfur búningur þróttmikilla og djúptækra hugsana hans, lýsir hinn stórbrotni persónuleiki hans sér kröftuglega og eftirminnilega. Fjögra manna nefnd annaðist undirbúning útgáfu þessa úrvals úr ritum séra Jóns af hálfu Kirkjufélagsins, og skipuðu nefndina þeir séra Valdimar J. Eylarads, séra Sigurður Ólafssop, Sigtryggur Ó. Bjerring og Jón J. Bíldfell. Hafa þeir leyst verk sitt prýðilega af hendi, því að valið hefir áreiðanlega tekist vel, og var þó af miklu efni og víð- tæku að taka. Eins og sæmir jafn merlku riti að innihaldi, hefir einnig verið vandað til þess um allan ytri búning, svo að sómi er að, en það er prentað hjá The Coluimibia Press, Ltd. Ritið hefgst með allítarlegum og sérstáklega greinargóðum for- mála’eftir Jón J. BíLdfell. Er þar lýst í glöggum megindráttum æfi- og starfsferli séra Jóns, skapgerð hans og lífsskoðunum, og hlutverki hans meðal Islend- inga vestan hafs. Leynir sér eigi einlæg aðdáun og ást greinaihöf- undar á hinum svipmikla kirfcju- leiðtoga og menningarfrömuði, en þó er lýsingin ‘á honum laus við öfgar. Formálanum fylgja síðan vitn- islburðarbréf séra Jóns frá Lat- ínusfcólanum og Prestaskólanum, en hann var námsmaður ágætur, og gat sér þegar í skóla eigi að- eins orð fyrir frábærar gáfur, heldur einnig fyrir einurg og kjark, sem síðar einfcendu hann einnig svo af bar. Þá eru hér prentuð vígslubréf hans, bisk- upsvottorð, köllunarbréf frá Gimli og köllunarbréf frá söfnuði Islendinga í Winnipeg, og eiga þau skjöl öll sitt sögulega gildi og vel heima í minningarriti sem þessu. Kemur þá að meginefni ritsins, og eru þar fyrst þessir fjórir af hinum efnismiklu og tilþrifa- mifclu fyrirlestrum séra Jóns, er vöktu á sínum tíma óvenjulega athygli Islendinga beggja megin hafsins, hvort sem menn voru höfundinum sammála í trúar- efnum eða eigi: “Það sem mest er í heimi”, “Það sem verst er í heimi”, “Mótsagnir” og “Eldur og eldsókn.” Eru fyrtaldir fyrirlestrar hans — og þeir eru ágæt dæmi fyrir- lestra hans í heild sinni—þrungn- ir að hugsun og eldlegum sann- færingarkrafti, málið kjarnmik- ið og rammíslenzkt, mælsfcan víða fágæt og myndir þær, sem brugðið er upp, mifcilúglegar og hásfcáldlegar. Nægir í því efni að taka upp eftirfarandi máls- 1 IMPERIAL OIL LIMITED óskaröllum íslenzkum viðskiftavinum gleðilegra jóla og góðs og gæfuríks nýárs. I | ¥ ¥ V í V ■ I I IMPERIAL OIL LIMITED ©»3i>raía!3í3i3i3i»!aia>a3saiai3!>.'5i3i2!3íaa^3!S)3>3i3-;aí3iai3i2i3'i2!aai»i3!'A2!a3)3»s.a2tSi3ísí gteteteteieieteteteteteteíeietetctciete'eteteteteietete'ÆWteteteieteteieteteieteteteieteietcteteietesea 3 g l 1 I 1 I V ¥ ¥ I I I i I ¥ i I f ¥ i Við óskum íslendingum gleðilegra jóla og gæfuríks nýárs! LUNDAR HOTEL E. DELMAGE, forstjóri M a n i t o b a Lundar SMt»S>»»3}3)3i9l3l3l3iai3l3»iatSl»9;3lSiSlSl3l9lS>3iaiSl«3í3l3iai3iaiSl»3}3s3t2i3i»ia»ik>ia!S Peöt Witibtx Jfrom ... 1K*J€W€L FOOD STORCS CHANGE NOW TO sl • After being made the purest and most efficient lubricating oil possible, Peerless Motor Oil is “Alloyed” as a protection against the natural tendency of ordinary oils to ox- idize under heat artd pressure, just as steel is alloyed to make stainless steel as a protection f r o m o x - idation, • Keeps Engines Cleaner • Keeps Cars Running Longer *Cuts Repair Costs BRITISH AMERICAN OIL CO., LIMITED grein úr fyrirlestrinum “Eldur og eldsókn”: “Eg get lesið alla framfara- sögu heimsins út úr eldinum. Eg get lesið alla söguna um sæluna og sársaufcann í lífi mannkyns- ins út úr eldinum. Eg get lesið hið eilífa lögmál lífsins og dauð- ans út úr eldinum. Gjörvöll framfarabarátta þjóðanna og mannkynsins yfir höfuð að tala er fólgin í því, að það er verið a<5 sækja eld og bera hann inn á heimilisarin hinna einstöku þjóða eða mannfcynsins í einni heild. Það gengr mjög misjafnt í þeirri eldsóknarsögu. Sumir ná eng- um eldi, eins og þegar hefir verið á bent. Hann fæst aldrei fyrir- hafnarlaust, því efckert, sem á- gætt er í sjálfu sér, má fást eða getr fengizt á þann hátt. Sumir skaðbrenna sig á eldinum, og suma gleypir hann lifandi, leiðir yfir þó algjöra eyðilegging. Og þó að eldsóknin hafi fullkomlega heppnazt og mönnum tafcist að búa svo um heim hjá sér, að hann geti efcki dáið, vill alt af öðru- hverju falla á hann fölskvi. Svo við og við þarf alt af að vera að Lífga hann við. Og sú sifelda viðlífgan eldsins er eins og ný og ný eldsókn. En svo kemur lfka nokkuð annað til athugunar í sambandi við þetta mál. Menn- ingarframfarir þær, sem fengnar eru á þeim eða þeim staðnum eða þeim og þeim tíma í sög- unni, fullnægja mönnunum aldrei. Mikið vilL æíinlega meira. Það, að hafa náð að uppsprettu sælunnar, sem áðr var álitin og að nökrku leyti var það í raun og veru, vekr æfinlega þrá eftir meiri sælu. Sælutakmarkið fær- ist eins og á undan manni um leið og maðr fheidr för sinni á- fram á braut menningarinnar, alveg eins og sjóndeildarhringr- inn flyzt með vegfarandanum, svo að iblettr sá, þar sem himinn og jörð sýnast mætast, er í raun- inni alt af jafn-langt undan. E’ldr- inn gamli lifir á arninum, en hann fullnægir ekki; það er eins og hann sé dauðr. Það þarf að sæfcja nýjan eld. Á þennan hátt verðr mannkynssagan að marg- ítrefcagri, stöðugt áframhald- andi eldsóknarsögu. Og sú saga segir að sjálfsögðu frá margfaldri blessan, sem inn í líf manna og inn á heimili manna hefir komið út af því, að hafa fengið og vera sífellt að fá eldinn inn til sín. En hún segir líka jafn-sjálfsagt frá því, hve óvarlega og iLla menn hafa farið mieð eldinn, segir frá því, hve hörmulega menn hafa óft ‘brent sig á eldin- um, segir frá óteljandi eldsvoð- um, sem fyr og síðar hafa gengið yfir bygðir manna, sýnir, hve syndsamlega og raunalega menn hafa einmitt notað það, er kalla má eld í andlegum skilningi, framfara-aflig í heiminum, upp- lýsingarafl mannkynssögunnar, alveg eins og hinn náttúrlega eldinn, til þess að gjöra út af við bræðr sína; sýnir óteljandi and- legar morðbrennr, Blundketils- brennr, Njálsbrennr og Flugu- mýrarbrennr, viðsvegar um heim, og lætr oss heyra angistar- óp þeirra, sem á þann hátt er verið að brenna inni. Út af til- veru þess í mannlegu lífi, sem hinn náttúrlegi eldr táknar, og út af því, að svo makalaúst er vandfarið með lífsgæðin öll, sem framfaraþrá mannsins keppir eftir, eins vandfarið með þau eins og eldinn, hefir stórmikill hluti mannkynssögunnar á liðnum öld- um orgið að hryggilegri tragedíu, átakanlegri harmsögu. Og út af þessu sama verðr líf mannanna þann dag í dag að harmsögu, þegar þeir hafa ekki vit eða vilja á því, að fara vel með eldinn.” Þá koma 18 ritgerðir séra Jóns um ýms efni. Er þar því um næsta fjölbreytt úrval að ræða, og allar sverja þessar greinar sig í ætt um einarðan málaflutning og snjallan stíl. Þær bera því vitni, sem aðrar ritgerðir hans og ræður, hve djarfmannlega hann vó að öllu því, er hann taldi óheilindi og horfa til spill- ingar í þjóðlífi Islendinga vest- an hafs og austan. Jafn sterkan vitnisburð bera þessar ritgerðir um fastheldni 'hans við “hinn postullega kristindóm Nýja testamentisins”, eins og hann skilgreinir kjarnann í trúar- skoðunum sínum í einu bréfa sinna til séra Þórhalls Bjarnar- sonar bisfcups.. en boðun þess kristindóms er uppistaðan og í- vafið í öllum ritum hans, sú þungamiðja, sem alt hnígur að. Kernur þá að beim prédikun- um séra Jóns, sem teknar hafa verið upp í rit þetta, en þær eru hver annari andríkari og til- komumeiri. Skipar þar öndveg- ið, eins og sæmdi bezt, hin mikla hátíðarprédifcun hans, “Islands þúsund ár”, sem hann flutti við fyrstu ístenzka guðsþjónustu í Vesturheimi, á þúsund ára þjóð- hátíð íslendinga, 2. ágúst, 1874, í Milwaukee, Wisconsin, og þrungin er að spámannlegri (Frh. á bls. 21) steteteietacietetetetcieteteieieieteictctctctciev t x s V I C T O R Matvöruverzlun NÝIR ÁVEXTIR Jóla og Nýársóskir til vorra íslenzku viðskiftavina. 687 Sargent Avenue stsaisisistsiaistsiaisiaisisisiaisisisisisis pteieteteieteieteteteieteteteieteteteteteieteteicteieieteteteteteieteteteteteteteieieieteteteicteieieteij | 1 3 i I i Við óskum öllum íslendingum gleðilegra jóla og farsæls nýárs! ASGI ERICN’Í PAINT AND WALLPAPER Verzlum með allar tegundir af málningarvörum og veggpappír. Sími 34322 ¥ ¥ ¥ | 698 Sargent Avenue E»9)9l9iai9l9>9iai>lSl9iai9l9lSiai9)9lSl3iat9l9lSl9>3>ai9l3l9iai9)3lSlSl9iai9lSlSiaiS)St9l3)3lSlSlS)aið e»eteieigtetete»etete!e!etetet«!€teie«eieteiete!e'e«e!e!eietetetetetetet«teietei«tetei«!etetetetetetete« 1 I Einlægar jóla- og nýársóskir til viðskiftavina minna og allra íslendinga! frá Jo-Ann Beauty Shoppe H. JOSEPHSON, eigandi 693 Sargent Avenue - Winnipeg Talsími 80 859 ®siaiaisisiaisisi9i2isi9i»iai9isi aiaiaiaisia.aaiaiaí 9i9i9i aaaiaiStaiai 9i»i 2.si9iai9(ai2i9iaiSiSiSi>Ki'- ttteteteteteteteteteteteteieteteteteteteietetetetetete'eteteteteteteteteteieieteieteteietetetetetetetete® f $5 INNILEGAR JÓLAK.VEÐJUR til vina vorra og viðskiftavina I f I GUNORV-PVMORE LIMITED 60 Victoria Street, Winnipeg SÍMI 98211 I % I 1 I iti T. R. THORVALDSON, Manager *9t»iaistSiSi>íaisiaiaisiBisi>iSiSi2iai3iaiaia}9i9iSi9iaíaia,3i9i9iais»iatsiSi9iSiaisiSi>i9i>iaiSiSiai« HOUSEHOLDERS Att&HÍi&n! We have most of the popular brands of coal in stock at present, but we cannot guarantee that we will have them for the whole season. We would advise that you order your fuel at once, giving us as long a time as pos- sible to serve you better. MC fURDY CUPPLY p0., LTD. V^BUILDERS'|3 SUPPLIES andCoal Phone 37 251 (Priv. Exch. ERIN and SARGENT WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.