Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 3
3
lendunum. Menn hafa þar haldið ýmsum fornum
vanda í klæðaburði og háttum, sem á öðrum stöð-
um hlaut að hverfa. Eg sá þar við kyrkju fólk á
einkennilega hlendnum húuingi, einkum kvennfólk-
ið: ungar stúlkur klæddar eins og mentað fólk klæð-
ist í heimimtm yfir höfuð; aðrar i eins konar hlend-
ingi af mentaðs fólks húningi og inum hollenzku
miðaldaleifum, sem menn kalla hér á landi „íslenzk-
an“ húning, og sumar alveg á „íslenzkum11 hún-
ingi. Sumar með ameríska skó á fótum, aðrar með
íslenzka skó, verpta eða hrydda.
Margt er hér og íslenzkara í mataræði, en í
öðrum íslenzkum nýlendum: súr hlöðmör og lifrar-
pylsa, súr svið, ósvikinn harðfiskr, hetri en víðast
getr hér heima, því að hvít.fiskrinn er betri hertr,
en íslenzkr þorskr eðaýsa; og loksins íslenzkt skyr,
ósvildð austfirzkt eða norðlenzkt skyr með rjóma
eða nýmjólk út á.
En það er fleira, sem er íslenzkara í Nyja-Is-
landi en hinum nýlendunum; það er t. d. málið og
hugsunarháttrinn — eiukum hjá eldra fólkinu. Þar
er minna Babels-mál, en annars gerist meðal vor
íslendinga vestra.
Yelmegun er þar svipaðri því, sem hér gerist,
heldr en víða annarstaðar. Enginn maðr getr þar
auðugr heitið, en nokkrir allvel megandi; en allir
hafa þar í sig og á. Er það orðtak meðal landa
vestra, að enginn deyi úr harðrétti í Nýja-íslandi.
iPví er það og þrautaráðið, er hópar allslausra vestr-
fara koma að heiman og húið er að koma fyrir í
þænum því, sem auðið er, og senda út í hinar ný-
lendurnar það, sem þær þykjast geta við tekið, að
verði þá nokkuð eftir, ef til vill stærsti hóprinn og
einatt hláfátækasta fólkið, því að hitt gengr fyrst
út, þá er það sent til Nyja-íslands, og það deyr
þar aldrei úr harðrétti — svo er fyrir að þakka agn-
semi landsins og hjálpsemi landa, sem fyrir eru.
En án efa hefir þetta átt ekki lítinn þátt í að seinka
framförum nýlendunnar; því að það dregr ekki lítið
þrótt úr megun 1600—2000 nýlenduhúa, að fá í
einu 1—2 hundruð af allslausum vestrförum t.il að
halda lífi í og hjálpa á laggirnar.
Húsagerð Ný-íslendinga er framar öllum von.
utn, og satt að segjafult eins góð og hún var t. d. i
Argyle fyrir 6—7 árum. Það kemr af því, að þeir
hafa skóga nóga, og þurfa því ekki timhr að kaupa.
Það er verkið eitt, sem það kostar, að byggja þar.
Húsin eru auðvitað öll bjálka-hús (log cábins). En
bjálka-hús geta verið eins stór og hreinleg eius og
þiljuhús. Og húsin í N.-ísl. eru í stærra lagi mörg,
eftir því sem hjá nýbyggjum gerist, enda tvíloft.uð
stöku sinnum.
Að Ný-íslendingar eru í mörgu íslenzkastir í
háttum, kemr af þvi, að þeir eru alveg afskektir
frá öllum öðrum þjóðernum, nema Indíánum, og
Indíánarnir standa þeim lægra. Að þeir eru þann-
ig afskektir, kemr af tvennu: hygðin er fjarri öðr-
um mannahygðum, og liggja óhygð svæði og veg-
leysur milli þeirra og annara manna; þeir fengu og
í fyrstu hjá stjóruinni einkarétt til landnáms um
tima í hygðarlagi þessu, og þetta einkaleyfi hefir
svo hver stjórnin af annari framlengt; halda þeir
því enn og eru því eiuir um hituna, svo að enginn
maðr af öðru þjóðerni á né getr numið land í hygð-
inni*.
Versta mein Nýja-íslands er vegaleysið. Eig-
. iega er ómögulegt að komast til Nýja-tslands eða
þaðan aftr til annara manna hygða landveg nema
um vetrartímanu, þegar alt er á ísi. Þá eru líka
fjörugastar samgöngur Ný-íslendinga við umheim-
inn. Það er langr vegr frá snðrenda Nýja-íslands
bygðar og suðr að vatns-enda, á að gizka 25—30
mílur enskar, og þaðan er á að gizka annar
eins vegr upp til Vestr-Selkirk, sem er næsti hær
(líkl. um 2000 íbúar). Öll leiðin frá Nýja-ísl. er
ein sökkvandi for, alger vegleysa, og ófær öllum
skepnum nema alt sé frosið. Landpóstr verðr að
ösla þetta fótgangandi, og veðr oft undir hendr.
Eins er að miklu leyti um sjálfa hygðina. Þar
sem skógrinn er höggvinn og ekki fram ræst, þar
verða kviksyndi og forir.
Fylkisstjórnin hefir nú að vísu varið nokkru
fé til vegagerðar eftir endilangri nýlendu, en alt
var það í sundrlausum stúfum og hálfgert verk,
þegar ég vissi síðast til. En líklega er eitthvað að
gert síðan. Það gengr svo seint með þá vegargerð,
að upphaf hennar verðr orðið ónýtt áðr en henni
verðr lokið, hvenær sem það verðr. Þetta seinlæti
stafar af því, að það er ekki unnið neitt að vega-
gerð þessari nema lítinn tíma'árs 4. hvert ár, rétt
áðr en kosningar til fylkisþings eiga frara að fara.
| Þá fær Greemvay-stjórnin jafnan hviðu með ákaf-
legri umönnun fyrir íslendingum; þá veitir hún tals-
vert fé til vegabóta og hyrjar að láta vinna af
kappi, og hver sem vill lofa að greiða atkvæði með
hennar fylgismanni á þing, fær vinnu — fram að
kjördegi. Eftir kjördag er svo hætt að mestu við
*) SiSan þetta var sagt, hefir orðið á sú breyting,
að Canadastjórn hefir i sumar, er leið, af numið einkarétt
I íslendinga til landnáms í Nýja-lslandi. J. Ó.