Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 12

Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 12
og þó viðskiftagóðr, ósínkr maðr og ágætr drengr. Arni rriðriksson kaupmaðr mun víst vera allvel í efnum, en um það er ógerla að vita, því að maðr- inn er staklega áreiðanlegr og hefir því takmarka- laust lánstraust. Hann er maðr mjög vel látinn og hefir eitt sinn verið í bæjarstjórn í borginni; hefði hann án efa getað verið endrkosinn ef hann hefði óskað. Allmargir komast, sem maðr segir, laglega af, þeim líðr vel og þeir hafa nóg fyrir sig. Orfáir munu lifa við sára örbirgð eða vera alveg ósjálf- bjarga, en ekki allfáir munu eiga örðugt, það er: vinna haki brotnu, hvenær sem færi gefst, og eiga þó fullþröngt í húi með köflum. Til Winnipeg koma nú fyrst nær allir Islend- ingar, er vestr fara. Oft er þá margr þreyttr og allslaus, er þangað kemr, og er þá fult af löndum á járnhrautarstöðvunum, er von er á vestrfarahóp að heiman. Allir flykkjast til að vita, hverja þeir þekki í hópnum, hverjir sé úr sínum átthögum, og spyrja um líðun þeirra, sem þeim er ant um heima. — Þeir, sem eiga ættingja eða vini í hópn- urn, taka þá heim með sér, ef þeir eru sjálfirheim- ilisráðandi, eða koma þeim ella fyrir hjá öðrurn. En oftast eru fleiri eða færri í hverjum vestr- fara-hóp, sem engan eiga að þar á staðnum — og þó koma menn oft utan úr nýlendum til bæjar til að hitta þar vini og nákomna menn, ef þeir eiga von á þehn. En nokkrir verða eftir á innflytjenda- húsinu, sem enga eiga að, ogmeðalþeirraeruoftalls- lausir menn eða aUslausar fjölskyldur. En þeim er ekki gleymt af löndum, sem fyrir eru. Mjólkrmennimir koma með stór mjólkrílát ávagni, til að gefa mjólk bömunum, semíhópnum eru. Verði íslenzki stjórn- arumboðsmaðrinn, sem líta á eftir nýkomendum og leiðheina þeim, var við að einhverjir sé allslausir eða líði skort, þá þarf hann ekki nema að láta það berast til landa í hænum. Þeir eru ávalt boðnir og búnir til að hjálpa nýkomendunum. — Sama er þegar þeir koma út í nýlendumar ókunnugir og alls þurfandi. — Það er yfirhöfuð mjög fagrt einkenni á löndum vorum vestra hvervetna, hve hjálpfúsir þeir em við nýkomna landa sína, og yfir höfuð hjálpfúsir hver við annan, þegar einhver á sann- örðugt. A þessum göfugu eiginleikum ber miklu meira vestr þar en hér heima — að öllu hér heima ólöstuðu. Og margr hjálpar þar oft öðrum um efni fram. Mér dettr ekki í hug að fara að telja hér upp fleiri né færri af þeim, sem þannig hafa fram komið. Það yrði ef til vill meiri hluti alls fólks- ins. En ég veit að ég má vel nefna einn mann, sem hefir án efa sýnt fleirum nýkomendum hjálp sína, en flestir aðrir, og ef til vill farið um tíma með efnahag sinn á hjálpsemi um megn fram. Það er austfirzkr maðr Eyjúlfr Eyjúlfsson frá Dögunar- gerði og Signý kona hans, eftir því sem ég hefi heyrt alla segja. Annars hefi ég ekki nefnt á nafn marga landa í Winnipeg, og eru þar þó margir, sem vert væri að geta. En þar er um svo marga að velja, að það yrði of langt mál, enda vónt fyrir mig úr að velja. Tvo má ég þó vel nefna, af því að nafn þeirra er mörgum kunnugt: annar er Sigurðr Jó- hannesson, sem ferðaðist hér heima fyrir þrem ár- um; hann er hagorðr maðr vel og hefir gefið út kvæði sin nýlega; en ekki hefi ég séð þau enn. Hann skilr manna síðastr við landa, sem í Winni- peg setjast að, því að hann sleppir ekki hendinni af þeim fyrri en á grafarbarminum. Hann er nefni- lega jarðari og annast um útför flestallra landa, sem í Winnipeg deyja. — Hinn maðrinn er Krist- inn Stefánsson, gáfumaðr og skáld, og skyldi mig ekki kynja þó að við fengjum einn góðan veðrdag að sjá eitt bindi af ljóðmælum frá honum. Hann er kvæntr Guðrúnu Jónsdóttur, systr Guðmundar kaupmanns, er ég áðr hefi nefnt. Tíminn leyfir mér ekki að nefna marga þá landa í Winnipeg, er vel eru þess verðir og mér væri suma kært að nefna. Nú verð ég enn að nefna fáeina bæi, þar sem landar eru búsettir. —■ í West Selkirk eru víst ein 200 landa, einir tveir eða þrír kaupmenn, en flestir þar eru daglaunamenn eða sjómenn. Nokkrir eru og smiðir, svo sem Baldvin gamli Helgason, góð- vinr minn. — í Brandon eru og noklirir landar, allir að kalla daglaunamenn. Enn eru ýmsir í Cal- gary í Albertafylki og i Victoria í British Columbia; leið þeim allvel fyrir nokkrum árum, en nú mun atvinnuleysið hafa breytt högum þeirra mjög til ins bágara síðustu árin. — Enn eru æði margir landar í ýmsum bæjuin í Bandaríkjunum, er ég hefi eigi áðr nefnt, svo sem í Minneapolis.— í Spanish Fork i Utah eru og margir landar, og er ég lítt kunnugr högum þeirra. — Enn eru ekki allfáir í Seattle (frb. sí-attel) í Washington-ríki vestr við Kyn-a- haf. Þar hefir verið vinnuleysi og hagr margra örðugr. I Chicago í Illiuois eru eitthvað um80 landar, ef alt er talið, ungt og gamalt. Vegnar þeim sum- um vel og öllum bærilega. Við beztan hag búa

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.