Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 22

Sunnanfari - 01.01.1898, Blaðsíða 22
22 liann hefir rýrnað að gæðum, einkum inn síðasta ártug. Það fiefir mínkað tiltalan af inum beztu þjóðum (Þjóðverjum, Norðmönnum, Svíum, Dönum, Englum og Skotum), en aukizt mjög svo innflutn- ingr af lélegu fólki (Pólverjar, Bæheimingar, Ung- verjar, Grikkir, Italir, Spánverjar, rússneskir Gyð- ingar). Þessi lýðr kemr ekki til að nema land (enda er varla um ókeypis land að tala sem stendr í Bandaríkjunum), heldr þyrpist í hæina. Þeir lifa eins og hundar og vinna þvi fyrir hart nær ekki neitt! Því rýrna kjör verkamannanna. Aðstrauinrinn að horgunum vex sífelt. Þær hafa í Ameríku, eins og hvervetna annarstaðar, mikið aðdráttarafl fyrir fólk, ,og kveðr þó ef til vill hvað mest að þessu í Ameríku, einkum in síð- ustu ár. Til þess ber margt: meðal innflytjenda til landsins er minna af sveitafólki tiltölulega, en áðr, en meira af allsleysingja-rusli úr borgum og bæjum í Norðrálfunni; þegar kjör bænda fara versn- andi, þá flykkjast margir af þeirra stétt úr sveitum til borga; þeir finna, að hag sínum hnignar, þekkja ekki borgalifið og hugsa, að þar sé léttara afkomu, en er. Það er líka í borgunum að menn geta orð- ið stórauðugir fremr en í sveit — þeir fáu, sem það lánast. Af 20,000 mönnum, sem leita til borga úr sveit, hepnast ef til vill einum að verða stór- auðugr. Hans er getið í öllum landsins blöðum; nafn hans og sagan um, hversu hann varð stór- auðugr, þótt hann byrjaði allslaus, — hún flyzt inn á hvert heimili í landinu. Um hina 19,999 heyrist aldrei getið. Þeir gleymast og hverfa. En dæmi þessa eina dregr og lokkar. Og það eru margar 20 þúsundir, sem flykkjast árlega til borganna, og þvi eru það líka nokkrir menn, sem verða auð- menn úr öreigum. „Hví skyldi mér ekki geta gengið svona vel líka?“ hugsar margr ungr maðr í sveitinni, og svo gefr hann írá sér meira eða minna vissa afkomu í sveitinni og flytr sig til borg- ar — og hverfr svo í hafið, örbirgðarhaf stórbæj- anna. Að eins 1 af 20,000, eða ef til vill varla það, flýtr ofan á og hreppir hnossið. Orsökin til atvinnuleysisins og bágindanna í borgunum stafar af þessu tvennu: aukinni aðsókn manna að borgunum til aðsetrs, og jafnframt ai þverrandi kaupmegni bænda. En þverrandi kaup- magn bænda kemr af því, að þeir fá minna fyrir afurðir lands sins. Enn eina orsök má og nefna, þá, að vélar eru sifelt að fjölga og fullkomnast; en að sama. skapi eykst skifting verkanna, og þeim verkmönnum, sem nokkuð þurfa að kunna, fækkar; sami maðrinn vinnr ár eftir ár sama handtakið við eina vél; annað þarf hann ekki að kunna. En þeir einir, sem vinna verk, er nokkra kunnáttu þarf til, fá sæmileg laun. Af hinum er svo mikið til, að 100 bjóðast fyrir 1 til hvers vandalauss verks; launin fyrir þau verða þá og þar eftir. Og vinnuleysið í borgunum og neyðin meðal verkafólks þar er mikil. Yetrinn eftir sýninguna miklu i Chicago, 1893—1894, var þar meiri eymd og volað meðal fátæks fólks, heldr en menn hefði nokkur dæmi þekt til fyrri; það vóru þann vetr 50—60,000 manns, sem ekki höfðu bita til næsta máls né þak yfir höfuð sér; öll fangelsi í bænum vóru opnuð og höfð til að veita húsaskjól þeim, sem eigi áttu annars úrkosta. En það hrökk ekki til. Undir flestum kyrkjum eru stórir kjallarasalir, sem hafðir eru fyrir sunnudagaskóla. Flestir þeirra vóru líka opnaðir á kveldin til að veita fátækling- um húsaskjól um nætr. Og svö vóru herbergin full — ég hefi séð margar myndir, sem teknar vóru af þvi — að fólkið lá á berum gólfunum svo þétt, sem síld væri raðað i tunnu, og þó komst ekki alt, fyrir. Síðasta vetr (1896—97) var vetr mildr, og því færri húsviltir menn hýstir; en bágindin vóru það meiri þó nú, heldr en vetrinn eftir sýninguna, að í miðjum Þesember var búið að veita eins mörgum þurfalingum hjálp (matbjörg og eldivið) eins og veitt var allan vetrinu 1893—94. Allir hljóta nú að sjá, að slík bágincli stafa af megnasta atvinnuleysi. En hver sá, sem þekkir ið almenna lögmál um framboð og eftirspurn, getr sagt sér sjálfr, að þegar svo margir eru atvinnu- lausir og framboð á vinnukrafti miklu meira en eftirspurnin, þá muni viunuveitendr hagnýta sér það og ekki gefa úr sér vitið fyrir vinnuna. Svo falla verkalaunin. (Niðrlag næst).

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.